Þjóðviljinn - 07.01.1981, Síða 8

Þjóðviljinn - 07.01.1981, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 7. janúar 1981 Miövikudagur 7. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Mik Magnússon upplýsingafull trúi. Farinn til Afríku á , vegum RKI Mik Magnússon, sem undan- fariö hefur starfað sem blaðafull- trúi á Keflavikurflugveili,er far- inn til Afriku á vegum Rauða Kross íslands. Næstu þrjá mán- uði verður Mik i Kenya og Uganda þar sem hann mun starfa sem upplýsingafulltrúi. Meginverkefni hans verður að fylgjast með hjálparstarfi á þess- um slóðum, og um leið efla starf- semi Rauða Krossins i Uganda og i Kenya. Mik Magnússon hefur áður starfað i Afriku. Nú eru einnig starfandi erlendis á vegum Rauða Kross Islands Sigriður Guðmundsdóttir, hjúkr- unarfræöingur, sem verður i Somaliu næstu 5 mánuði, og Anna óskarsdóttir og Ingibjörg Nilsen, hjúkrunarfræðingar, sem verða i Thailandi til 31. janúar. íslensk grafik víöa erlendis Félagið Islensk grafik hefur staðið fyrir viötæku sýningar- haldi á islenskri grafiklist bæöi austan hafs og vestan, frá þvi félagið hélt 10 ára afmælissýn- ingu sina I Norræna húsinu haustið 1979. Sú sýning er ennþá i gangi á Norðurlöndum og hafa viðtökur alls staðar verið mjög góðar þar sem hún hefur verið sýnd. Nú eftir áramótin hefst hringferð hennar um Danmörku i Kaup- mannahöfn, og er áætlað að hún standi i eitt ár. Það má telja fyrir vist að þær viðtökur sem sýningin hefur fengið á Norðurlöndum hafi stuðlaö að þeim mikla áhuga sem hefur vaknað fyrir islenskri grafiklist i öðrum löndum. 1 Þýskalandi hafa tvær sýn- ingar verið i gangi, ein I Leverku- sen og önnur i Gallery Driick- grafik KStelhön i Wamel. Auk þess voru nokkrir félagar úr Is- lenskri grafik með sýningu i Das Neue Staatsbibliothek i Berlin sem boðið var til sl. vor. í byrjun október sl. var opnuð sýning á islenskri grafik I State University I San Francisco, og hélt sú sýning áfram til Los Angeies þar sem hún stendur enn i Gallery Creaart. 20 janúar nk. veröur opnuö stór sýning á is- ienskri grafik i sýningarsal American-Scandinavian Found- ation i New York, og verður hún send viðar um Bandarikin. Orðtakasafn Almenna bókafélagið hefur gefið út i annarri aukinni dtgáfu siðara bindi islenzks orðtaka- safns eftir Halldór Halldórsson, prófessor. ifyrrakom út sllk auk- in útgáfa af fyrra bindi þessa verks. í ritinu er að finna meginhluta Islenskra orötaka, frá gömlum tima og nýjum, og er ferill þeirra rakinn til upprunalegrar merk- ingar. Safnið er mikilsvert upp- sláttarrit námsmönnum, kennur- um og öðrum, sem leita þekk- ingar á tungu sinni, og skemmt- unarhverjum þeim, sem skyggn- ast vill að tjaldabaki daglegs máls i ræðu og riti. Eflaust hefur það ekki farið fram hjá neinum að i Kanada fara nú fram miklar umræður um nýja stjórnarskrá landinu til handa. Flestir virðast Kanada- menn vilja fá stjórnarskrána heim, en eins og málin standa er stjórnarskráin sem lög um líresku Norður-Ameriku og er I höndum breska þingsins. Ekki sýnist þó öllum hið sama i þessu efni. Sumir vilja auka sjálfsforræði einstakra fylkja og jafnvel algert sjálfstæði þeirra, meðan aðrir vilja tryggja sterka stjórn sambandsstjórnarinnar. Flokkarnir á þingi skiptast i tvennt. Frjálslyndir og Nýdemókratar vilja öfluga miðstýringu, en Framsóknar-ihaldsflokkurinn vill sjálfsstjórn íylkjanna. En siðan klofna flokkarnir þegar komið er til fylkjanna. Þannig vill Framsóknar-ihaldið i Ontario sterka miðstýringu, og stendur forsætisráðherra fylkisins, sem er Framsóknar-ihaldsmaður, eins og klettur með forsætisráð- herra sambandsstjórnarinnar, sem er Frjálslyndur. Hinsvegar vilja Frjálslyndir i Quebec aukna sjálfstjórn og standa gegn sam- bandsstjórninni. Svona mætti lengi telja. islenskt innlegg 1 öllum þessum umræðum hefur sitt af hverju gerst. Þannig bárust mér i hendur þrjú ljóð sem öll hafa aðefni sameinað Kanada. Ljóðin eru prentuð á mynd af kanadiska þinghúsinu með stóran kanadiskan fána i baksýn. Þegar betur var að gáð hver væri höf- undur þessara ljóða kom á daginn að þar var á ferð innflytjandi frá tslandi, Kristján Björn Sigurðs- son, eða eins og hann heitir hér, Kris Bjorn Sigurdson. Er þetta var komið á daginn vaknaði áhugi á að vita nánari deili á manninum og tilurð ljóðanna. Snemma i október var þvi leit- að til Kristjáns. Hann flutti til Kanada árið 1969, en hafði heima á Islandi fengist við sitthvað brask. Svo sem hótelrekstur á Reykjavikurflugvelli, hótelstjórn á KEA, þjónn var hann á Hótel Borg, rak byggingarfélag i Kefla- vik, var ferðabóksali og safnaði þá áskrifendum að árbókinni sem Þjóðsaga gefur enn út, og hið siðasta sem hann fékkst við á Islandi var rekstur syningarsal- arins Hliðskjálf. Kristján er menntaður i hótelrekstri frá Hótelrekstrarskólanum i Lausanne i Sviss. 1 viðtali sem átt var við hann, hafði Kristján frá mörgu að segja, en aðeins verður fest á blað að þessu sinni það sem við kemur ljóðum og listamennsku. Sp.: Kristján, eftir allt það sem þú hefur fengist viö, hvernig stendur þá á þvi að þú ferð að fást við ljóðagerð og myndlist, eins og ljóðmyndir þinar bera með sér? Kr.:Segja má að listamennska sé mér i blóð borin og eins gömul og ég man eftir mér. I fyrstu hafði ég sem unglingur mestan áhuga á að verða listmálari, i öðru lagí söngvari. ícg stundaði söngnám i Reykjavik og i Sviss og hefði kannske átt einhverja íramtið i þeirri grein hefði ég haft áræði og fé til að fara út i það. Sp.: Hvað um myndlist? Kr.:Þar ersömusögu aðsegja. Eg hef málað nokkuð i fristund- um. Smávegis tilsögn fékk ég hjá Hauki heitnum Stefánssyni myndlistarmanni, meðan ég var hótelstjóri á KEA. Og min siðasta iðja á Islandi áður en ég fór ti! Kanada var að reka „artgalliriu” eða listsýningarsal. Þetta fór að Kristján ásamt konu sinni og syni: Mest sakna ég sjávarins. Ljóðmyndin um sameinað Kanada: Mér leist ekkert á þetta sundurlyndi... Yrkir hvatningarljóð um sameinað Kanada visu á hausinn þvi að i kjölfar þessa salar risu upp átta sýn- ingarsalir á sama árinu og hver undirbauð hinn, þannig að von- laust var að reka þetta sem fyrir- tæki. Áhyggjur af sundurlyndi Sp.: Snúum þá hingað til Kanada. Hvað kemur til að þú, tiltölulega nýfluttur vestur um haf, ferð að hafa áhyggjur af sundurlyndi Kanadamanna? Hversvegna fórst þú að yrkja kvæði um sameinað Kanada og 1 sameiningu Kanada? Kr.: Áður en ég kom hingað taldi ég og tel enn að Kanada- menn séu ákaílega hátt skrifuð þjóð á alheimsmælikvarða, bæði fyrir og sérilagi eftir siðari heimsstyrjöldina. Og heima var aldrei talað um annað en að i Kanada byggi ein þjóð. Skömmu eftir að ég kom hingað sem innflytjandi fór ég fyrst að heyra um allt það sundurlyndi sem er og var milli frönsku- og enskumæl- andi manna. Ég hafði áður búið i landi þar sem búa fjórir þjóðflokkar og fjögur opinber tungumál eru not- uð. Þetta var á námsárum min- um i Sviss og virtist ganga mæta- vel. Eftir styrjöldina kom á dagskrá sameining Evrópu, sem þegar hefur þokast áleiðis á alveg einstæðan hátt. Á sama ti'ma kemur upp hér i franska hlutanum maður sem vill splundra Kanada. Mér fannst þetta svo fráleitt að ég nagaði mig i handarbökin fyrir að hafa flust til lands sem er á sliku vanþroskaskeiði. Semsagt, ég tel sundurlimunina algerlega fyrir neðan núll og er það ástæðan til aö ég settist niöur og fann mig knúinn til að semja þessi sameiningarljóð. Afdrif sameiningar- Ijóðanna Sp.:Þú samdir þrjúljóð sem þú Vs whctles Látið okkur hvali I friði. hefur gefið úf á ljóðmyndinni Dásamlegt sameinað Kanada, en mun i framtiðinni heita Samein- ing. Þessi ljóð eru Dásamlega Kanada, Sameinað Kanada og Ó, Kanada. Hver er útbreiðsla þess- arar útgáfu? Kr.: Þegar ég gerði Ijóðin og fékk aðra til að hjálpa mér að gera myndina, átti ég von á að þessari ljóðmynd yröi vel tekið og betur meðal almennings en orðið er. Égheld að ein aðalástæðan til þess sé að fólk vill ekki og þorir ekki að láta skoðanir sinar I ljós um þetta viðkvæma mál, sem þó virðist meira á döfinni meðal stjórnmálamanna en almenn- ings. Ég get nefnt dæmi um þetta. Lablas, ein stærsta matvöru- verslun hér i landi, á um 1100 kjörverslanir, hafði áhuga á ljóð- myndinni. Æðstu menn fyrir- tækisins athuguðu mögleikann á að taka myndina upp á sina arma og gefa hana út og dreifa i einhverju formi. Úrslitin urðu þó þau að hugmyndin var felld naumlega er hún var borin undir atkvæði i æðstaráði þeirra. Helstu rökin gegn myndinni þar var að þeir hafa um 200 verslanir i Quebec og fannst ljóðin bera með sér sterkan þjóðerniskeim, sem etv. fældi burt viðskiptavini. Sömu sögu er að segja um Montreal- banka. Hinsvegar hafa skólaráð og fræðslustjórar i Ontario tekið ljóðmyndinni með opnum örm- um. Sannast það best á þvi að nú þegar hangir myndin á veggjum rúmlega 400grunnskóla um sunn- anvert Ontario. Það er vonandi bara upphafið að frekari' útbreiöslu þvi að ég vona, þar sem fræðsluráð eiga i hlut, að þau liti svo á að þetta séekkiaf lakara taginu. Sp.: Ég sá i fórum þinum bréf frá Bill Davis forsætisráðherra hér i Ontario, þar sem hann lýsir ánægju sinni með ljóðin. Davis og Trudeau virðast standa saman sem klettar um hugmyndir að nýrri stjórnarskrá, þrátt fyrir að annar sé Framsóknar-ihald og hinn Frjálslyndur. Þar sem þessi ljóðmynd virðist fjalla töluvert um þaðsem hér er á döfinni væri gaman að vita hvort ijóðmyndin hefur komist fyrir augu áhrifa- manna sambandsstjórnarinnar. Kr.: Já, það er rétt, Mr. Davis sá Ijóðin áður en þau voru mynd- skreytt, en nú hangir ljóðmyndin á vegg í skrifstofu hans. Henni hefir einnig verib komið á framfæri við sambandsstjórnina og er það helst fyrir atbeina þing- mannsins okkar hér i Austur Hamilton, sem er á þingi fyrir Frjálslynda. Hann er Bryce MacCasey sem er sjálfsagt einhverjum Islendingum kunnur frá þvi hann var forseti Air Canada. Þá fór hann oft til lax- veiða á Islandi. Ort til varnar hvölum Sp.: En þú heíur fengist við fleiri verkefni en sameiningu Kanada i formi ljóðmynda. Kr.: Já, ég hef skrifað nokkur ljóð og hugvekjur, bæði rimuð og órimuð, á enska tungu. Þetta er yfirleitt um málefni sem eru aðkallandi, svo sem eins og frið i heiminum, jafnrétti kynjanna, meðhöndlun barna og þýðingu hjónabandsins. Utan um þessi ljóð hafa margir og upprennandi listamenn gert myndir eftir fyrir- sögn minni og/eða frumdrögura. Nú eru fullgerð sex slik verk. Sp.: Ein þessara mynda sýnist mér vera um verndun hvala. Þú kallar hana „Vér hvalir”. Etv. þykir það nokkuð skrýtið hér að einstaklingur af islensku bergi brotinn skuli gera sér rellu út af hvalafriðun. Hér eru tslendingar þekktir fyrir hvaladráp skv. aug- lýsingum Grænfriðunga. Kr.: Ég hefi nú ekki étib mikið af hvalkjöti um ævina, en var auðvitað alinn upp við selkjöt heima á Bæjum á Snæfjalla- strönd. Ég er andvigur hvala- drápi, raunar andvigur öllu drápi. Sp.: En samt sem áður ekki grasæta? Kr.: Ekki enn. Sennilega verður það þó úr að ég gerist grasæta. Já, ég er andvigur öllu drápi og get sjálfur ekki drepið flugu. Sp.: í framhaldi af þessu, hver er þá þýðing textans á hvala- myndinni? Kr.: Þetta eru nú bara þrjár setningar úr lengri hugleiðingu sem ég kalla Skilaboð frá oss hvölum.En þýðingin á textanum gæti verið eitthvað á þessa leið: „Látið oss hvali i friði. Hættið að myrða oss með köldu blóði. Lærið að virða oss.” Sp.: Þú hefur einnig gert ljóðmyndsem þú kallar Hið óvel- komna. Kr.: Já. Þar fjalla ég um allan þann fjölda barna sem fæðist óvelkominn i þennan heim og enginn gaumur er gefinn. Börn sem raunverulega er stofnað til án þess að þeim eigi að gefa nokk- urn gaum. Þessi svokölluðu lausaleiks- og óhappabörn. Börn sem lenda á flæðiskeri vegna hjónaskilnaða oþh. Og siðast en ekki sistþau börn sem verða fyrir barðinu á lifinu vegna styrjalda og hungurs. Hugmyndin er semsagt sú að vekja athygli á kjörum og aðbúnaöi þessara einstaklinga, sem i raun er svo óralitill gaumur gefinn. Sp.: En þú dundar við fleira af orðsins list en ljóð. Kr.: Ég hefi verið að festa á blað skáldsögu sem ég kalla Hornsteina. Ekki veit ég hvort ég má þó kalla mig rithöfund. Ég vinn alla vega ekki fyrir mér með ritstörfum. Þetta er að mestu leyti hjáverkavinna er ég hófst handa við iyrir tveimur árum, er heilsan brast. Þá fékk ég meiri tima en áður til að sinna þessu. Sp.: Er þetta köllun? Kr.: Vissulega er þetta köllun. Það er köllun ab skrifa, það er- köllun að yrkja. Hvort sem manni tekst að gera svo öllum liki er svo önnur spurning. Ég geri þetta eingöngu af köllun. Hversvegna ætti ég að vera að eyða svo löng- um tima i heilabrot? Sp.: Að lokum, hvers saknar þú helst að heiman? Kr.: Sjávarins sakna ég mest. Ég hef ekki komið til íslands i 10 ár og myndietv. verða hissa á að standa utan i fjallshlið án nokkurs trés og sjá sjóinn. Að þessu loknu slitum við tali okkar, lukum úr kaffibollunum og ég rölti heimleiðis i haustkyrrð- inni i þessarri m«stu iðnaðarborg Kanada og þeirri menguðustu af stáliðnaði. Hamilton, E.B. Viötal viö Kristján Björn Sigurðsson dagskrá Frumvarpið gerir ráð fyrir að niður falli regla um að fólk i sambúð, sem hafi bæði tekið lán á námstíma, greiði einungis afborganir af helmingnum af sameiginlegum skuldum Öcsur Skarohéöi. Stúdentar undir áhrifum? Stjórnmálamenn landsins hafa heldur betur náð aö binda uppi stúdenta þessa dagana. Furöu vitleysislegt frumvarp um lána- mál námsmanna liggur fyrir þinginu, og i stað þeirra herópa sem maður bjóst við á hverri stundu úr herbúðum vigreifra námsmanna berast fremur kurteislegar þakklætisstunur frá forystu samtakanna. Þolanlegt — segir fleinninn i holdi ihaldsins, Stúdentablaðið. Flestum hlutum sem verulegu máli skipta er snúið til verri vegar i þessu óláns frumvarpi, og það er ekki öllum ljóst hvaðan stúdentaforystan hefur umboð til að kalla frumvarpið þolanlegt. Manni sýnist einna helst að námsmannahreyfingin hafi gefiö þegjandi samþykki við þessum breytingum gegn þvi að fá i kaup- bæti hækkun á lánshlutfalli, sem þó hefur verið fyrirskipuð i lögum langa hrið. Þvi miður virðist sem pakkinn sé að verulegu leyti smiðaður af fulltrúum Alþýðu- bandalagsins i þeim nefndum sem fóru um málið höndum. Hvernig þegjandi samþykki stúdenta hefur náðst er önnur saga og mér hulin. Hér fjarri móðurlandsins ströndum létu vonsviknir námsmenn orð falla að þvvað fulltrúar stúdenta i viðkomandi nefndum hafi verið undir áhrifum, þegar þessi fjandi var sleginn undir — ekki samt fullir einsog stúdentar eru oft, heldur undir áhrifum Alþýðu- bandalagsfulltrúanna. Mig langar aðeins að gera hér eina fyrirhugaða breytingu að umræðuefni, breytingu sem virð- ist hljóðalitið hafa verið sópað undir pólitisk teppi viðkomandi aðila. Amk. var ekki minnst einu orði á hana i nýlegu Stúdenta- blaði, sem þó fjallaði talsvert um frumvarpsdrusluna. Frumvarpið gerir ráð fyrir að niður falli regla um að fólk i sam- búð, sem hafa bæði tekið lán á námstima, greiði einungis af- borganir af helmingnum af sam- eiginlegum skuldum. Þessi regla var sett inn til að koma i veg fyrir að óhóflegar greiðslubyrðar kæmu á heimili, þar sem for- eldrar hefðu bæði tekið námslán, og var á sinum tima fagnað ákaf- lega af þáverandi talsmanni Al- þýðubandalagsins i lánamálum. Þessi regla á sér raunar sögu, sem hollt væri fyrir bæði stúdentaforystuna, og þó öllu 'frekar fyrir þingmenn Alþýðu- bandalagsins að rifja upp. Vetur- inn 1975—76 var slagur um lög um námslán, sem þá voru I uppsigl- ingu. Þáverandi menntamálaráð- herra, Vilhjálmur Hjálmarsson, lagði fram frumvarp, sem mætti mótspyrnu úr öllum flokkum. Vil- hjálmur brást vel og skynsam- lega við einsog jafnvel Fram- sóknarmenn gera ef þannig liggur á þeim og dró þaö til baka. Það sem einna mest var deilt á, sérilagi af ýmsum þingmönnum alþýðunnar var einmitt atriðið sem nú á að gera aftur að lögum. Nú á sumsé með þegjandi sam- þykki stúdenta og atfylgi Alþýðu- bandalagsins að eyöileggja klásúluna sem verndar þá lán- þega sem siðar rata i þá ógæfu að taka upp sambúð. Það þarf ekki að minna á þær ofboðslegu skuldir sem verð- tryggð námslán baka fólki i sam- búð, sem á máskeaö baki 6—8 ára nám við erlenda háskóla, þar sem skólagjöld fyrir einn einstakling nema hátt á þriðju milljón króna á ári. Enn slður ætti að þurfa að minna á, að þetta fólk sækir i er- lenda skóla af þeirri einföldu ástæðu að 'viðkomandi nám er ekki unnt að stunda á íslandi. Ég vona þess vegna að það sé ekki til of mikils mælst að biðja stúdentaforystuna að bregðast nú hart og titt við, marghenda öll spjót á lofti og eyða þessu glóru- litla hugarfóstri á sem grimmi- legastan hátt. Sömuleiðis vona ég aö þing- menn Alþýðubandalagsins snúi við blaðinu og fleygi þessari klásúlu úti hafsauga við fyrsta tækifæri. Annars fer maður senn að spyrja sjálfan sig þeirrar merki- legu spurningar, sem Ihaldsbóndi úr Mosfellssveit hefur þráfald- lega hreytt i mig: „Til hvers varstu að kjósa þessi helvlti?” Austur-Angliu 10. des. 1980. Beðið eftir skirteinum við skólaslit. Fjölbraut Suðurnesjja 42 brautskráðir Stúlka lýkur atvinnuflugmannsprófi Haustönn 1980 I Fjölbrauta- skóla Suðurnesja lauk með skóla- siitum sem fram fóru i fþrótta- húsinu I Keflavlk föstudaginn 19. des. 1980. Lúðrasveit Barnaskól- ans i Keflavik lék undir stjórn Viðars Alfreðssonar. Tómas Tómasson, forseti bæjarstjórnar i Keflavik, flutti ávarp af hálfu Samstarfsnefndar sveitarfélaga á Suðurnesjum. Skólaslitaræðu flutti siðan Jón Böðvarsson, skólameistari. Brautskráðir voru 42 nem- endur: 7 iönaðarmenn, 1 vél- stjóri, 1. stigs, 3 nemar af tveggja ára verslunar- og skrifstofubraut, 13 atvinnuflugmenn og 18 stúdentar. Iðnaðarmannafélag Suðurnesja verðlaunaði Þórhall A. Ivarsson, vélvirkja, fyrir góða frammi- stööu. Tveir nemendur af flug- liðabraut: Jón M. Sveinsson og Sigriður Einarsdóttir, eina stúlkan sem lokið hefur atvinnu- flugmannsprófi hérlendis, hlutu einkunnina A i öllum fluggrein- um. I stúdentahópnum voru 15 konur, en aðeins 3 karlmenn. Þrjár konur i hópnum stunduðu nám I öldungadeild. Alls hafa 85 stúdentar brautskráðst frá Fjöl- brautaskóla Suðurnesja.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.