Þjóðviljinn - 07.01.1981, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 7. janúar 1981
MINNING
Gestur Sveinsson
Fæddur 3. okt. 1920 — Dáinn 29. des. 1980
1 dag verður til moldar borinn
frá Hafnarfjarðarkirkju Gestur
Z. Sveinsson. Gestur var fæddur
3. okt. 1920 að Stóra-Galtardal á
Fellsströnd Dalasýslu. Foreldrar
hans voru hjónin Sveinn Hall-
grimsson, siðast bóndi á
Sveinsstöðum I Klofningshreppi
(f. 17/9 1896, d. 26/11 1936) og
Salóme Kristjánsdóttir frá
Breiðabólsstað á Fellsströnd (f.
10/3 1891, d. 29/7 1973). Gestur var
þriðja barn foreldra sinna, en þau
hjónin eignuðust 10 börn. Þau
eru:
Ingunn, gift Valtý Guð-
mundssyni, trésmiðameistara,
Stykkishólmi.
Friðgeir, kennari, kvæntur Sig-
riði Magnúsdóttur, en hann and-
aðist 22. mai 1952.
Gestur Zóphonias, iðnverka-
maður, sem nú er kvaddur,
kvæntur Guðrúnu Valdimarsdótt-
ur.
Sigurjón, iðnverkamaður,
Hafnarfirði, kvæntur Onnu
Benediktsdóttur.
Kristinn,byggingarmeistari,
Reykjavik, kvæntur Margréti
Jörundsdóttur.
Jófriður Halldóra, Reykjavík,
gift Birni Baldurssyni, skrifstofu-
manni.
Ólöf Þórunn, Reykjavik, gift
Haraldi Lýðssypi, kaupmanni.
Baldur, húsasmiður,
Reykjavik, kvæntur Guðnýju
Pálsdóttur.
Steinar, verkamaður, Þor-
lákshöfn. Hann var kvæntur
Mari'u E. Jónsdóttur.
Kristján, hdsgagnasmiður,
Garðabæ, kvæntur Hrefnu
Ingólfsdóttur.
Gestur Zophonias bar nafn
sonar Magnúsar Friðrikssonar á
Staðarfelli, en þessi sonur
Magnúsar fórst á ungum aldri i
ofsaveðri er gekk um innan-
verðan Hvammsfjörð 2. október
1920. Hlutaðist Magnús til um
það, að Gestur för i fóstur til hjón-
anna Kjartans Ólafssonar og
Málfriðar P. Kristjánsdóttur,
sem þá bjuggu i Stóru Tungu. Þar
var Gestur og siðar i Stóra
Galtardal frá 1927, er þó hjónin
fluttust búferlum þangað. Þar
bjuggu þau ásamt fóstursyni sin-
um mest allan sinn búskap.
Kjartan andaðist árið 1963. Hafði
hann verið siðustu æviár sin hjá
Gesti og fjölskyldu hans, sem þá
bjuggu að Grund á Fellsströnd.
Eins og að framan má sjá, ólst
Gestur ekki upp með foreldrum
sinum og systkinum, en tengsi
hans við foreldrahús voru samt
ætið mjög náin. Samstaða syst-
kinanna var einstök. Vinátta og
hlýja einkenndi samneyti þeirra.
Var föst venja þeirra systkina I
seinni tið að koma saman árlega
til vinafundur og fagnaðar um
miðsvetrarieytið. Stóð til að syst-
kinin og makar þeirra kæmu
saman á heimili þeirra Gests og
Guðrúnar i Hafnarfirði nú i
janúar. En eigi fer ætið svo sem
ætlað er.
Árið 1944 kvæntist Gestur
Guðrúnu Valdimarsdóttur frá
Guðnabakka i Stafholtstungum,
dugmikilli konu, glaðlyndri og
sterkri i hverri raun. Þau kynnt-
ust er hann var vetrarmaður á
Staðarfelli, en hún nemandi i
Staðarfellsskóla. Hafði Gestur þá
fest kaup á jörðinni Litla Galtar-
dal, sem um þetta leyti fór i eyði,
en ekki settust þau þar að, heldur
bjuggu i Stóra Galtardal frá vetri
1944 til hausts 1946, er þau fluttust
til Reykjavikur. Gerðist Gestur
lögregluþjónn f Reykjavik og
stundaði það starf til ársins 1953.
Hófhannþáaðreisa nýbýlii landi
Litla Galtardals á Fellsströnd,
þvi ekki festi hann yndi i
Reykjavik. Nefndi hann nýbýlið
Grund. Byggði hann það upp af
litlum efnum, enda átti hann fyrir
stórum barnahópi að sjá.
Búskaparskiiyrði voru erfið,
einkum til ræktunar. Bjuggu þau
hjónin og böm þeirra að Grund til
ársins 1966, er þau fluttust að
Straumi við Hafnarfjörð. Þar
starfaði hann um skeið, en árið
1969fluttust þau til Hafnarfjarðar
og hafa búið þar siðan. í Hafnar-
firði starfaði Gestur sem verka-
maður við ýmis störf. Var hann
þó lengst af starfsmaður hjá
Rafha, en gerðist fyrir skömmu
gangavörður i Viðistaðaskóla.
Um nokkurra ára skeið hafði
hann kennt vanheilsu, en ekki
varð ljóst fyrr en i nóvember á
nýliðnu ári hversu alvarlegan
sjúkdóm hannátti viðað etja. Var
fyrirhugað að hann færi til
Bandarikjanna til uppskurðar
þann 10. janúar n.k..Honum entist
þó ekki aldur til þeirrar farar, þvl
aðhann andaðist þann 29. desem-
ber s.l. eins og að framan segir.
Varhann á leið að hesthúsi sinu
erhann hné niður og var örendur.
Þjau hjón, Gestur og Guðrún,
eignuðust átta börn og eru sjö á
lifi. Þau eru:
Svavar, f. 26/6 1944, ráðherra.
Maki: Jónina Benediktsdóttir.
Þau eiga þrjú börn.
Sveinn Kjartan, f. 25/7 1945,
bóndiaðStaðarfelliá Felisströnd.
Maki: Þóra Stella Guðjónsdóttir.
Eiga þau þrjú fósturbörn.
Helga Margrét, f. 29/10 1949,
starfsmaður á Vifilsstöðum og
býr i Hafnarfirði. Maki: Hilmar
Kristensson.Eiga þau þrjú börn.
Málfriður, f. 19/1 1953,
húsfreyja að Akri í Hvolhreppi i
Rangárvallasýslu. Maki: Karl
Heiðarsson. Þau eiga tvö böm.
Valdimar, f. 4/6 1956, rafvirki i
Straumsvik. Maki: Margrét Sig-
mundsdóttir. Þau búa i Hafnar-
firði og eiga tvö börn.
Guðný Dóra, f. 20/3 1961, némi i
Flensborgarskóla i Hafnarfirði.
Kristin Guðrún, f. 25/5 1963,
nemi i Flensborgarskóla i
Hafnarfirði.
Svala, f.15/1 1967, d. 26/11 1971.
Gestur Sveinsson tilheyrði
þeirri kynslóð, sem lifði mesta
breytingaskeið Islandssögunnar.
Hann hafði alist upp i sveitinni við
samskonar kjör og þjóðin hafði
átt við að búa um aldaraðir. Hann
kynntist og iifskjörum i þétt-
býlinu, erfiðleikum manna að sjá
sér og sínum farborða. Jafnframt
sá hann Jifskjör þjóðarinnar taka
hinum miklu umskiptum til betra
lifs. Þessi kynslóð hefur innt
meira starf af hendi en nokkur
önnur kynslóð íslendinga. A ein-
um mannsaldri má segja, að hún
hafi breytt Islandi úr fátæku og
frumstæðu bændalandi i þróað
tæknivætt samfélag. Verður sliku
uppbyggingarstarfi ekki sinnt,
nema af dugmiklu fólki. Gestur
var einn hinna dugmiklu manna,
sem aldrei hlifði sér og lagöi hart
að sér. Sterkur maður i átökum
við erfiðleika, kvartaði aldrei og
lét ekki bilbug á sér finna, þegar
mest lá við.
Hann var skapfastur maður og
hlýr i viðmóti, félagshyggju-
maður og áhugasamur um
þjóðmál og stóð föstum fótum i
rótgrónum þjóðlegum viðhorfum
ogungmennafélagi var hann fyrr
á árum.
Störf i sveit og umönnun dýra
voru honum einkar hugleikin.
Hann fór vel með skepnur, bæði
sem bóndi og siðar, er hann sinnti
hestum sínum i Hafnarfirði.
Gestur var laginn hestamaður.
Hin siðari ár, þegar hann var
orðinn búsettur hér í þéttbýlinu,
var hugur hans enn bundinn sveit
hans vestur I Dölum. Þar átti
hann fjölda vina og ættingja og
þangað fór hann ár hvert, hvort
heldur var á sumri eða vetri og
átti þar góðar stundir i vinahópi,
enda óvenju tryggur vinur vina
sinna, skyldra sem óskyldra.
Söngmaður var hann og gleði-
maður i þeirra hópi. Gestur var
ljóðelskur og kunni ógrynni ljóða.
Hann var vel máli farinn. Heima
fyrir var fjölskylda hans, kona og
börn, samhuga og samhent.
Dýrmæta gleðistund átti hann
siðast með fjölskyldu sinni á jóia-
dag. Þá komu saman, ásamt
þeim hjónum, börn þeirra,
tengdabörn og barnaböm þau
sem i þéttbýlinu búa. Otal marg-
ar eru minningarnar, bjartar og
hlýjar, sem ylja eiginkonu hans,
börnum, tengdabörnum, baraa-
börnum og öðrum ættingjum hans
og vinum.
Að leiðarlokum flyt ég og fjöl-
skylda min Gesti kærar þakkir
fyrir óbrigðula vináttu og tryggð
á liðinni tið.
Við vottum eiginkonu hans,
bömum, tengdabörnum, barna-
börnum og öðrum vandamönnum
dýpstu samúð.
Björn Baldursson.
Kveöja
Göfugur maður
genginn er
gangstiginn eilifa
Ljúfar minningar
leita á hugann
um blik og birtu
hans brúnaljósa.
Um stóra hönd
styrka, huggandi,
hlýja, starfandi,
lagna, milda.
Um viðmót þýtt,
vinsemd, ró,
festu, styrk;
fjársjóð hjartans.
Um söng og kvæði,
sagnir fræðandi.
Ást á fegurð
og frjósemi landsins.
Um natni við dýr
og bliðu viö börn.
Fasið einkenndi
festa og hlýja.
Hann iagði á brattann
i siðasta sinn.
Hann sefur
og vaknar ei aftur hér.
En minningin lifir.
Margt er að þakka;
horfinna daga
dýrmætar perlur
djásnin eilif
aldrei týnast
aftur birtast
i börnum og konu.
J.B.
Liður jarðlif, likt sem draumur,
litið menn sér ranka við.
Timans rennur stanslaus
straumur
streymir hratt með engum nið.
Smátt og smátt á bylgjum ber
burtu það sem unnum vér.
St.Th.
Okkur hjónin langar til að
minnast Gests með nokkrum fá-
um og fátæklegum linum.
Gestur fæddist og ólst upp i
torfbæ, nánar Stóra Galtardal,
Fellsströnd i Dölum, þaðan sem
hann fékk sitt góða veganesti frá
elskulegum fósturforeldrum sin-
um Málfríði Kristjánsdóttur og
Kjartani Ólafssyni; malur sem
nýttist honum vel allt hans lif.
Aðrir munu væntanlega verða tii
aðrekja æviferil Gests, en það er
mikið dapurlegt okkur samferða-
mönnum Gests að sjá honum á
bak og geta nú ekki lengur átt
fleiri ánægju- og fróðleiksstundir
með honum, en hann var dável
lesinn, bæði á bundið og óbundið
mál, minnugur og sérlega
ánægjulegt og notalegt að rabba
við hann i góðu tómi.
Ekki var Gestur að sama skapi
auðugur á veraldarvisu eins og
menn nú kosta mest kapps um.
Mestu auðlegðina bar hann i
brjósti sér. Þó er það ekki alls-
kostar rétt, þvi hann átti um 36
ára skeið ómetanlegan og lífs-
glaðan förunaut, Guðrúnu Valdi-
marsdóttur frá Guðnabakka i
Borgarfirði.og eignuðust þau hjón
sjö böm sem upp komust og öll
eru hvert ööru mannvænlegra og
til góðrarfyrirmyndar og hafa til
þess notið m.a. góðra áhrifa
föðurins, sem var mjög góður
heimilisfaðir, dagfarsprúður og
snyrtimenni. Þetta er mikill fjár-
sjóður og huggun harmi gegn
sorgmæddri ekkju. Hugljúfari og
æðrulausari mann en Gestur var
getur vart á meðal vor, og heyrð-
ist hann aldrei kvarta, enda þótt
heilsa hans hin siðari ár hafi gefið
ærið tilefni til.
Blessuð veri minning hans.
H a raldur Lýðsson
ÓlöfSveinsdöttir
V erslunarmannaf élag
Reykjavikur
F ramboðsfrestur
Ákveðið heí'ur verið að viðhafa allsherjar-
atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar, trún-
aðarmannaráðs og endurskoðenda i
Verslunarmannafélagi Reykjavikur fyrir
árið 1981.
Framboðslistum skal skilað i skrifstofu
félagsins Hagamel 4 eigi siðar en kl. 12.00
á hádegi laugardaginn 10. janúar 1981.
Kjörstjórnin.
Húsnæði óskast
Erum 3 og vantar 3—4 herb. ibúð til leigu,
helst nálægt miðbænum (þó ekki skilyrði).
Uppl. i simum 40384 og 42818 e.kl. 4.
Haí ranns óknastof nunin
Staða deildarstjóra við reiknideild
Hafrannsóknastofnunarinnar er laus til
umsóknar.
Háskólapróf i tölvunar- eða reiknifræði
æskilegt.
Skriflegar umsóknir sendist stofnuninni
fyrir 20. janúar 1981.
Hafrannsóknastofnunin,
Skúlagötu 4.
Simi 20240.
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
DAGSKÓLINN
Nýnemar i dagskóla Fjölbrautaskólans i
Breiðholti á vorönn 1981 eiga að koma i
skólann mánudaginn 12. jan. kl. 13.00.
Þann dag og þriðjudaginn 13. jan. fer fram
sérstök kynning á skólanum og skólastarf-
seminni.
Eldri nemendur i dagskóla Fjölbrauta-
skólans i Breiðholti komi i skólann
miðvikudaginn 14. jan. kl. 9.00 til kl. 17.00
að fá stundatöflur. Kennsla samkvæmt
stundaskrá hefst fimmtudaginn 15. jan.
Kennarafundur verður haldinn fimmtu-
daginn 8. jan. og hefst kl. 9.00.
KVÖLDSKÓLINN
Nemendur er stunda fullorðinsfræðslu við
Fjölbrautaskólann i Breiðholti á vorönn
1981 eiga að koma i skólann að velja
námsgreinar og gera stundaskrá þriðju-
daginn 20. jan. kl. 18.00 til kl. 21.00.
Kennsla hefst næsta dag.miðvikudag 21.
jan.
Skólameistari.