Þjóðviljinn - 09.01.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.01.1981, Blaðsíða 1
mOÐVIUINN Föstudagur 9. janúar 1981, 6. tbl. 46. árg. 1 Hafnarbiói er nýtt leikhús aö veröa til. Alþýöuleikhúsiö er aö koma þar upp bækistöövum sinum og innan tiöar veröa tvöleikverk eftir Dario Fo frumsýnd. Sjá fréttá bls. 3. —Ljósm: gel. Deildartunguhver: Tel greiðsluna óeðlilega háa — segir Hjörleifur Guttormsson um ákvörðun eignamámsbóta „Dómurinn er nú til athugunar hjá fjármálaráöuneytinu, sem hefur formlega meö máliö aö gera, en aö minu mati er þetta óeölilega há greiösla fyrir þessi náttúrugæöi”, sagöi Hjörleifur Guttormsson iönaöarráöherra um ákvöröun eignarnámsbóta fyrir Deildartunguhver. Úrskurður matsnefndar var, aö rikissjóður skuli greiöa eigendum 532 milj. Gkr. i eignarnámsbætur og að auki 10 miljónir i máls- kostnað og 17 miljónir fyrir störf nefndarinnar. Hitaveita Akra- ness og Borgarfjaröar skal hins- vegar samkvæmt lögunum um eignarnám hversins greiða rikis- sjóöi til baka eignarnámsbætur og allan kostnað viö aögerðir. „Benda má þó á”, sagöi Hjör- leifur ennfremur, aö talsmenn hitaveitunnar höfðu boðið eig- endum heldur hærri upphæö að verðgildi en hér um ræöir áður en uppúr samningum siitnaði siðla vetrar 1979, en i framhaldi af þvi Miðstjórnarfundur ASÍ um bráðabirgðalögin:_ Aðgerðirnar tflraun tfl þess að vinna tíma Miöstjórn ASÍ leggur á þaö höfuöáherslu aö staöiö veröi viö þá yfirlýsingu aö kaupmáttur haldist óskertur og áskilur sér fyllsta rétt til nauösynlegra aö- geröa,,segir f yfiriýsingu miö- stjórnar ASÍ sem hér fer á eftir. Á fundi sinum i gær ræddi mið- stjórnin um væntanlegar efna- hagsráðstafanir rikisstjórnar- innar og samþykkti meö atkvæö- um allra viðstaddra miöstjórnar- manna ályktun um þau mál. Þar segir: Skipt um j dansara lslenski baliettinn „Blindis- leikur” hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Nú um helgina tekur Ingibjörg Pálsdóttir viö sólóhlutverki Freyju, sem Sveinbjörg Alexanders hefur dansaö til þessa. Þessi mynd var tekin á æfingu i Þjóöleikhúsinu nú i vikunni, og þaö er Michael Molnar, sem þarna sveiflar Ingibjörgu í kringum sig. Ljósm. —gel. Sjá viötal viö Ingibjörgu á siöu 2. „Stjórnvöld hafa nú ákveðið meö lögum að skerða verðbætur hinn 1. mars nk., um sjö pró- sentustig. Með þvi er gengið þvert á mikilvæg samningsákvæði, sem eitt sér er fordæmanlegt. A móti þessu kemur ákvörðun um að siðar á árinu verði ýmsir skerðingarliðir verðbótavisitölu afnumdir og skattar lækkaðir um 1,5% á meðaltekjum og lægri. Rikisstjórnin telur að þegar tillit sé tekið til þess að verðbólga muni minnka úr 70% i innan við 50%, nægi þessar gagnráðstaf- anir til þess að halda þeim kaup- mætti sem yrði, ef ekkert yrði að gert. 1 aðgerðum stjórnvalda er ýmislegt óljóst og niðurstaða þvi óviss. Þetta á enn frekar við um þau atriði sem til lengri tima lúta og af öllu er ljóst að aðgerðirnar eru tilraun til þess að vinna tima til varanlegrar stefnumótunar. Alþýðusambandið hefur á allan fyrirvara um þessar ráðstafanir stjórnvalda og áskilur sér fyllsta rétt til nauðsynlegra aðgerða til þess að tryggja umsaminn kaup- mátt. Samtökin itreka, að jafn mikilvægt og það er að dr^ga úr verðbólgunni, er nauðsynlegt að sjá svo um að atvinnuöryggi og kaupmætti fólks með meðaltekjur og lægri verði ekki fórnað. Mið- stjórn ASl leggur á það höfuð- áherslu að staðið verði við þá yfirlýsingu aðkaupmáttur haldist óskertur og er ljóst að til þess að ná þeim árangri i þróun verölags- mála sem að er stefnt verður fleira að koma til en þær ákvarð- anir varðandi launa- og gengis- mál sem þegar hafa verið teknar. Verðlagi verður að halda i skefj- um. Miðstjórn ASÍ leggur áherslu á að hraða verður ákvörðunum um framkvæmd aðgerðanna jafnt til langs og skamms tima, og þess verður að krefjast að verkalýðs- samtökin fái aðild að undirbún- ingi þeirrar ákvarðanatöku þegar á frumstigi, þannig að boðað samráð verði framvegis meira en orðin tóm.” Einnig var samþykkt eftirfar- andi ályktun: „Miðstjórn ASl mótmælir harð- lega 10% allsherjarhækkun allrar opinberrar þjónustu frá 1. janúar sl., en með þvi er brotið sam- komulag sem verið hefur i gildi allt frá 1977, um að slikar hækk- anir komi einungis til fram- kvæmda á siðustu 10 dögum fyrir útreikning verðbótavisitölu.” Miðstjómarfundur 16. og 17. janúar Miöstjórn Alþýöubandalagsins hefur veriö kvödd saman til fundar dagana 16. og 17. þessa mánaöar. Þar veröur væntanlega rætt um efna- hagsmálin, bráðabirgöaiögin, rikisstjórnarsamstarfiö, Gervasoni— máliö og flokksstarfið. Dagskrá miöstjórnarfundarins veröur nánar kynnt I blaöinu siöar. Hann hefst kl. 20.30 föstudaginn 16. þ.m. i fundar- sai Sóknar aö Freyjugötu 27. —ekh ASÍ um niðurstöður Kjaradóms: Gegn launajöfnunarstefnu Karvel og Karl Steinar sátu hjá Miðstjórn ASl fordæmdi á fundi sinum i gær niöurstööu Kjara- dóms I launamálum alþingis- manna og félaga i BHM. Athygli vekur að þingmenn Alþýöuflokks- ins Karvel Pálmason og Kari Steinar Guönason sem sátu miö- stjórna rfundinn greiddu ekki at- kvæöi með fordæmingunni og sátu hjá viö atkvæöagreiösluna. Aörir miöstjórnarmenn greiddu allir atkvæöi meö tillögunni. Þessi afstaða þingmanna krat- anna er í fullu samræmi við um- mæli ýmissa þingmanna Alþýðu- flokksins 1 Alþýðublaðinu í gær, þar sem sagt var aö það væri skit- seiðisháttur af þingmönnum ef þeir afsöluöu sér launahækk- uninni.' Tillagan sem samþykkt var á miðstjórnarfundi ASl fer hér á eftir: Miðstjórn Alþýðusambands tslands lýsir undrun sinni á ný- birtum dómum um kjör háskóla- manna og þingmanna sem ganga þvert á almenna stefnu um jöfnun launa. Þvi verður ekki trúað, að þingmenn láti storfellda hækkun á eigin kaupi koma til fram- kvæmda samtimis þvi sem ljóst er aö Alþingi telur að Þjóöar- nauðsyn beri til að skera niður kaup almenns launafólks. var siðan flutt frumvarpiö um eignarnám Deildartunguhvers á vegum rikisstjórnarinnar. Auk þess var þá gert ráð fyrir leigu i takmarkaðan tima, en hér er um eignarnám til frambúðar að ræða.” Hitaveitumenn geröu á sinum tima lokatilboð um 15 milj. Gkr. á ári i 20 ár, miðað við 180 l/sek. og verðlag 1. jan. 1979, verðtryggt með venjulegum hætti. _vh SJA 6. SÍÐU Niðurstöður Kjaradóms rædd- ar í ríkisstjórn Ragnar Arnalds Bráða- birgða- lög á dagskrá? Sú frétt flaug um bæinn i gær, aö Ragnar Arnalds fjármálaráðherra hafi á fundi rikisstjórnarinnar i gærmorgun lagt fram tillögu urn bráöabirgöalög til ógild- ingar niöurstöðum Kjara- dóms um launamál háskóla- manna og alþingismanna. Viö spuröum Ragnar hvort þetta væri rétt: Ragnar sagði: — Það er ekki til siös að gera jafnóðum i blööum grein fyrir sérhverju máli sem fjailab er um i rikis- stjórninni og sist þegar mál eru á viðkvæmu stigi en ég vil ekki neita þvi sem fram kemur i frétt Dagblaðsins og útvarpsfréttum. Þessir dómar Kjaradóms nú um áramótin hafa skapað rikisstjórninni stórfelld vandamál og geta haft ófyrirsjáanlegar afleiöingar að öllu óbjeyttu. Þvi er alls ekki að neita aö setning bráðabirgðalaga er eitt af þvi sem til umræöu hefur verið innan rikisstjórnar- innar. Þrir ráðherrar, þeir Ragnar Arnalds, Friöjón Þórðarson og Ingvar Gisla- son munu fjalla sérstaklega um þessi mál fram að næsta rikisstjórnarfundi á þriðju- daginn kemur. —k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.