Þjóðviljinn - 09.01.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.01.1981, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 9. janúar 1981 Kærleiksheimilid Burt með mjólkina þína, Lilli. Þetta er kaffi- borð. Hækkunin hvorki of mikil né of litil, sagði Magnús H. Magnússon um þingfararkaupiö i viðtali við blað i gær. Ekki vissi ég, að hann *æii oröinn Framsóknarmaður. Augnablik... Reyfarahöfundurinn George Simenon er þekktur fyrir mikil afköst og flýti og hefur enda sent frá sér um 300 skáldsögur. Sagan segir, aö dag nokkurn er hann vann að hundraðfimm- tugustuogáttundu bókinni i byrjun sjötta áratugsins hafi leikstjórinn fraegi Alfred Hitc- hcock hringt og viljað tala við hann. „Þvi miður”, svaraði eigin- konan,, maðurinn minn var rétt að byrja á nýrri skáldsögu, svo það má ekki trufla hann”. „Auðvitað ekki’, sagði Hitch- cock. „Við skulum endilega leyfa honum að klára hana. Ég biö i simanum á meðan”. Þessi börn. vidtalid Eða eins og Hörður Einarsson stjórnarformaður Reykjaprents sagði: Ég rak hann af væntumþykju einni saman. Mamma hafði skammað Gunna, svo hann leitaði hugg- unar hjá ömmu. Amma reynir að útskýra: — Móðir á rétt á að skamma barnið sitt. O, já gerðu það, amma! Siggi er nýbyrjaður i skóla. Eftir fyrstu vikuna tilkynnist: — Ég er búinn að læra alla stafina, pabbi. — Er það satt? — Já, já. Bara að kennarinn komi nú ekki með fleiri. Sendiö ykkar sögur Hvað segja lesendur? Hafa krakkarnir ykkar eða kunn- ingjar ykkar ekki sagt eöa gert eitthvað fyndið og/eða ihug- unarvert nýlega. Leyfið fleirum að heyra og sendiö söguna til Þjóðviljans, 2. siða. Það má lika hringja til lesendadálksins. mmámm Rætt við Ingibjörgu Pálsdóttur ballettdansara, sem tekur við af Sveinbjörgu Alexanders í Blindisleik Bjartsýn á að sýningin gangi Blindisleikur, — „leikur fyrir dansara” eftir Jón Asgeirsson hefur hlotiö einróma lof gagn- rýnenda, en þetta er fyrsti isienski heils-kvölds ballettinn sem færður hefur verið upp. Dansar eru eftir Jochen Ulrich, tjöld og biíningar eftir Sigurjón Jóhannsson og Sinfóniuhljóm^ sveit tslands flytur tónlistina. Sveinbjörg Alexanders sem einnig aðstoðaði viö gerö dansanna, kom heim til aö taka þáttl sýningunnvog frá þvi ann- an I jólum hefur hún dansaö hlutverk Freyju, eitt þriggja sólóhlutverka I leiknum Hinir sólódansa rarnir eru Conrad Bukes og Michael Miúnar, en félagar I tslenska dansflokknum skipa önnur danshlutverk. Blindisleikur fjallar um baráttu góös og ills, — efni- Ingibjörg I hópi félaga sinna I tslenska dansflokknum. Ljósm. — gel. viðurinn er sóttur i þjóðsöguna um Gilitrutt, — tröllið sem ginn- ir til sín mannfólkið I dalnum,en eins og í öllum góðum ævintýr- um fer allt vel að lokum. Sýn- ingar hafa verið vel sóttar og vonandi verður svo áfram þvi hér er um mikilsvert nýmæli aö ræöa I menningarlifi bæjarins. En á sunnudaginn kemur, 11. janúar, tekur ný ballerina viö hlutverki Freyju, sem Sveinbjörg Alexanders hefur dansaö frá frumsýningunni. Hún heitir Ingibjörg Pálsdóttir, og verður 24ra ára nú i janúar. Ingibjörg hefur veriö I Islenska dansflokknum frá þvi hann var stofnaður 1973, en einnig læröi hún einn vetur i Bandaríkjun- um. Hún hefur tekið þátt I sýn- ingum Dansflokksins undanfar- in ár, en hlutverk Freyju er hið langstærsta sem hún hefur fengist viö. Þjóöviljinn spjallaöi viö Ingibjörgu af þessu tilefni og spuröi hana hvemig hlutverkiö legöist I hana. „Bara vel,” sagöi Ingibjörg. „Þaö er mjög gaman aö fást viö þetta, tónlistin er stórkostleg og verkiö i heild er mjög skemmti- legt. Hins vegar er þetta lika erfitt, vegna þess að I dönsum Ulrichs er annar still en viö höf- um vanist. Bdöir herrarnir sem dansa með mér eru hins vegar mjög góöir dansarar og það hjálparmér mikiö.” — Hvernig er þaö þegar æfa þarf tvo dansara i sama hlut- verkiö, — er æfingatimanum jafnt skipt niöur? „Nei, Við höfðum ákaflega litinn tima fyrir frumsýning- una. Dansahöfundurinn var I ekki hér nema I þrjár vikur og haföi eölilega litinn tima fyrir mig. Ég fylgdist þó auövitaö meö öllum æfingum og strax eftir frumsýninguna fór Sveinbjörg aö æfa mig og það hefur gengið ágætlega. Þetta hefur veriö geysilega mikil vinna, — æft myrkranna á milli allan desembermánutv en hún hefur lika veriö skemmtileg.” — Helduröu að sýningin komi til með að ná út fyrir hóp ballettunnendaog „ganga” eins ogsagter? „Viöerum öll mjög bjartsýn á að þetta gangi vel. Sýningin er ákaflega skemmtileg og falleg, þaö er i henni einföld en mikil saga sem allir ættu að skilja og hafa gaman af. Þó fyrstu sýn- ingarnar séu eölilega mest sótt- ar af ballettunnendum, þá hafa góöir dómar vonandi þau áhrif aö aörir þori aö kom^ og þaö er staöreynd aö þeir sem ekki hafa sóst eftir aö horfa á ballett hafa haft mjög gaman af þessari sýningu,” sagöi Ingibjörg. — AI 1 svartasta skammdeginu er rétt aö minna á aö viöa eru mildari veðurguöir en i Isa köldu landi. Og ef menn rámar i hvernig lifið er i miklum hitum, þá muna menn lika hvað það getur veriö svalandi að fá sér bita af melónu i sliku veðurlagi. Þetta vita þeir lika i sveitum Búlgariu og draga þvi ávaxta- kerrur sinar i veg fyrir ferða- menn að freista þeirra á án- ingarstaö. Myndin var tekin á þeim fagra og fjölsótta höfða Kaliakra i sumar sem leið. — eos (Ljósm. ARJ) < Q O IX. Skyldi Guð hafa einkaleyfi fyrir þessum hnöttótta vitlausraspitala?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.