Þjóðviljinn - 09.01.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.01.1981, Blaðsíða 3
Föstudagur 9. janúar 1981 - ÞJóÐVILJINN SIÐA 3 Guðrún Asmundsdóttir leikstjóri sýningarinnar Kona eftir Dario Fo með llkan að leikmynd eftir Ivan Török. Sólveig Hauksdóttir og Guðrún Gisladóttir fylgjast með en þriðja leikkonan Edda Hólm var fjarri góðu gamni. Ljósm.:gel. Alþýðuleikhúsið í ný húsakynni 1 llafnarbiói eru aö gerast stórtiðindi. Þar sem áður voru sýndar kvikmyndir af ýmsu tagi, er nú verið að byggja senu, þar ætlar Alþýðuleikhúsið að koma sér fyriij vonandi i sinu framtiðarleikhúsi. Kvölds, morgna og um miðjan dag er unnið við að hreinsa, mála, smiða og æfa, þvi fram- undan er Alþýðuleikhúshátið, þegar húsið verður tekið i notk- un. Eftir um það bil hálfan mán- uð verða frumsýnd tvö verk eft- ir ítalann Dario Fo, einþátt- ungarnir um konurnar þrjár sem koma hver úr sinu umhverfi og sinni stétt og Leik- ritið um dauða anarkistans. Þegar blaðamenn litu inn i Hafnarbió (það hefur enn ekki hlotið annað nafn) var að ljúka æfingum á Konu. Guðrún As- Tvö verk Dario Fos frumsýnd innan tíðar mundsdóttir leikstýrir, en þær Edda Hólm, Guðrún Gisladóitir og Sólveig Hauksdóttir fara með hlutverkin. Þær sögðust alveg himinlifandi yfir húsakynnun- um þetta væri gjörbreytt aö- staða fyrir leikhúsið, nú þyrfti ekki lengur að vikja fyrir gömlu dönsunum i Lindarbæ eða öðri^ auk þess sem salurinn er ákaf- lega skemmtilegur, með jafnt upphækkandi sætum og tekur næstum þvi helmingi fleira fólk en Lindarbær, sem hýst hefur Alþýðuleikhúsið frá þvi að sunn- andeildin var stofnuð. Sem við sátum og spjölluðum við leikkonurnar bar að garði Ivan Török leikmyndasmið og Guðnýju Helgadóttur fram- kvæmdastjóra sýningarinnar. Guðný sagði að það væri mikil vinna eftir i húsinu, en stefnt væri að þvi að allt yrði tilbúið áður en frumsýningardagarnir renna upp. Áætlað er að frum- sýna Konu 22. jan. og Dauða an- arkista hinn 24. en breytingar gætu orbið þar á. Þegar dregur nær stórtiðindum i lifi Alþýðu- leikhússins munum við segja betur frá þessum tveimur verk- um og þeim jarðvegi sem þau eru sprottin. úr, en leikhús- unnendur mega sannarlega vænta betri tiðar, þegar Dario Fo fer að kitla hláturtaugarnar á ný i nýinnréttuðu Alþýðuleik- húsi. —ká Sóiveig Hauksdóttir og Guðrún Gisladóttir leika tvær af konunum hans Dario Fo, og nota þessa forláta hatta I sýningunni. — Ljósm.: gel. Kona er i þremur sjálfstæðum þáttum sem fjalla um verkakonu, miöstéttarkonu (af rikari gerðinni) og menntakonu. Sólveig og Guö- rún eru hugsandi á svip, enda um alvörumál að ræða þótt túlkuð séu með lifi og fjöri að hætti Dario Fo. Ljósm.:gei. Framkvæmdir við saltpéturssýruverksmiðju í Gufunesi í sumar Mun framleiða mestallan áburð sem við þörfnumst Guli reykurinn hverfur! Framkvæmdir við saltpéturs- sýruverksmiðju i Gufunesi eiga að hefjast næsta sumar og fram- leiðsla að byrja i febrúar 1983. Verður þá unnt aö framleiða i landinu mestallan áburð sem þörf er fyrir, cn til þessa hefur um þriðjungurinn veriö fluttur inn. Þá mun það áreiðanlega gleðja margan Reykvíkinginn, að um leið hverfur guli reykurinn hvim- lciði sem lagt hefur upp frá gömlu sýruvcrksmiðjunni í Gufunesi. Samið var um verksmiðjuna við franska fyrirtækið Grande Paroisse eftir mat á fimm tilboð- um sem bárust frá Þýskalandi, Frakklandi, Englandi og Banda- rikjunum og undirrituðu þeir Gunnar Guðbjartsson stjórnar- formaður og Hjálmar Finnsson framkvæmdastjóri samningana fyrir hönd Áburðarverksmiðju rikisins og Mr. Bonnet fyrir hönd Undirritun samninganna. Frá Grande Paroisse 19. des. sl. Sam- kvæmt samningnum hannar franska fyrirtækið verksmiðjuna og selur allar nauðsynlegar vélar og tæki. Málið hefur verið i undirbún- vinstri: Gunnar Guðbjartsson, ingi siðan i janúar 1979, að þáver- andi landbúnaðarráðherra heim- ilaði Áburðarverksmiðjunni að leita tilboða og i júni sl. sumar heimilaði Pálmi Jónsson land- búnaðarráðherra, að gengið yrði Mr. Bonnet, Hjálmar Finnsson. til samninga. Við gerð útboðslýs- ingar, mat á tilboðum svo og við samningsgerðina sjálfa naut áburðarverksmiðjan aðstoðar og ráða verkfræðideildar Norsk Hydro i Osló. —vh Kosning í Bókmennta félaginu Nú stendur yfir kosning forseta og varaforseta Hins islenska bók- menntafélags og tveggja manna i fulltrúaráð. Kjósa skal forseta og varafor- seta til 1982, en fulltrúaráðs- mennina tvo til 1986. Forseti félagsins er nú Sigurður Lindal prófessor, en varaforseti Óskar Halldórsson fv. dósent. úr fulltrúaráði ganga að þessu sinni Ólafur Pálmason bókavörður og Garðar Gislason borgardómari. Hafa þeir allir gefið kost á sér til endurkjörs, en annars eru kjör- gengirallir félagsmenn, sem eiga heima i Reykjavik og nágrenni. Skrá yfir félaga fylgdi Skirni 1980. Kosning er bréfleg og voru kjörgögn send út i byrjun desem- ber, en kosningu lýkur 15. janúar n.k. Heimsækir Norömenn Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra, hefur þegið boð iðnaöarráöherra Norðmanna, Lars Skytoen, um aö koma i opin- bera heimsókn til Noregs dagana 20.—24. janúar nk. Auk viðræðna við norsk stjórn- völd mun iðnaðarráðherra heim- sækja iðnfyrirtæki og stofnanir m.a. i Osló, Alasundi, og Stafangri og ræöa við forsvars- menn norsks iðnaöar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.