Þjóðviljinn - 09.01.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.01.1981, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. janúar 1981 : • < Föstudagur 9. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 ) ) ) Myndsegul- bandið verður næsta heimilis- tœki í neysluþjóð- félögunum Japanir hafa þegar náð undir sig miklum hluta markaðar Mun þessi bylting leiða til frelsis eða menningar- örbirgðar? Meöan margir draga saman seglin græöa allir þeir sem selja heimilistækiö nýja. Fjölskyldumynd — aö viöbættu hinu nýja tæki. Myndsegulbandið og handhæg upptökuvél byrja nýja byltingu í fjölmiðlun! ptökutæki — senn veröur ófiiman — og framköllunar itnaöur úr sögunni hjá ugamönnum. Ný bylting er að skella yfir í fjölmiðla- heimi: myndsegulbandið er að verða næsta heimilis- tækið. Sumir lofa þetta appírat sem frelsisgjafai aðrir telja að í reynd muni það leiöa til enn meiri and- legrar eymdar en fyrir er. Tökum dæmi af Vestur-Þýska- landi. Þarer meira en helmingur heimila nú þegar búinn aö komast ^fir þvottavél, kæliskáp og sjón- varpstæki. Bilvæðingunni er langt komið, en eins vist að hún fari ekki mikiö lengra en orðið er vegna þess hve bensin er orðið dýrt. Það er þvi upplagt að bjóða neysluþjóðfélagi upp á tæki sem er i brúkun heimafyrir. i fyrra var gert ráð fyrir þvi, aö um 400 þús- und myndsegulbandstæki seldust i landinu. A samdráttartimum blómgast þeir allir sem koma ná- lægt þeim bisness. Um allt landið risa sérstakar búðir sem selja eöa leigja út ýmiskonar efni á myndsegulspól- um. Áhugamenn hópa sig saman i klúbba, skiptast á timaritum og ræða helstu tækninýjungar. iþróttamenn leiðrétta hreyfingar sinar með þvi að glápa á segul- bandsupptökur af sjálfum sér við æfingar. Bilasalar sýna viðskiptavinum myndspólur sem lætur þá finnast að þeir þjóti áfram i nýjum kagga. Og svo mætti lengi telja. Hörð samkeppni Þessi bylting er lika partur af tækni- og viðskiptasamkeppni helstu iðnrikja. Það var verk- fræöingur hjá þýska fyrirtækinu Telefunken, Eduard Schílller, sem árið 1953 leysti meginvand- ann við að taka kvikmyndir og sjónvarpsefni upp á band og við þaö sem hann gerði ■ styðjast helstu þrjár gerðir þessara tækja-. Grundig -Phiiips, Sony og Matsushita. En það var ekki fyrr en i byrjun siöasta áratugs að Philips kom með miklar endur- bætur á þessari uppfinn- ingu — samt voru tækin enn alltof dýr til að þau yrðu almennings- eign. Það voru svo Japanir sem skutu öðrum ref fyrir rass og komu þessu appirati i tiltölulega ódýra fjöldaframleiðslu. Og þeir hafa lagt undir sig gifurlega stór- an hluta af markaðnum. t fyrra er talið að japanskir framleið- endur hafi sent á markaðinn um það bil fjórar og hálfa miljón myndsegulbandstækja, en það er hvorki meira né minna en tiu sinnum meira en Grun- dig — Philips, hollensk-þýsk samvinna, skilar á markaö. Og það er sérstaklega tekið til þess, að Bandarikjamenn, sem eiga um 100 miljónir sjónvarpstækja og eru þvi firnagirnilegur mark- aöur, hafa svo gjörsamlega van- metið þetta „heimabió”, aö ekki eitt einasta bandariskt fyrirtæki er með i leiknum. Bandarisk fyrirtæki einbeita sér að tölvum og vigbúnaðven Japanir hafa lagt undir sig skemmtanarafeinda- tæknina. Næsti áfangi Það er og liklegt að einmitt Japanir verði einráðir um næsta áfanga þessarar byltingar. En hann er fólginn i þvi, að á markað koma tiltölulega ódýrar upptöku- vélar sem koma i staðinn fyrir mjófilmuvélar áhugamanna um kvikmyndir af eigin ferðalögum, börnum, hátiðum osfrv. Upptökuvélar fyrir myndsegul- bandstæki kostuðu fyrir nokkrum árum sem svarar 40 þúsund ný- krónum, en eru nú komnar niður i svosem 6500. Enn sem komið er er varla hægt að nota þær evrópskar upp- tökuvélar sem á markaði eru nema heima fyrir. Vegna þess, að meðan tekið er upp þarf upptöku- vélin að vera i sambandi við myndseguibandstækið. Það er ærin fyrirhöfn að flækjast með allan útbúnað með sér úti i náttúruna — alls svona fimmtán kiló. Japanir hafa þegar sett undir þennan leka. Þeir hafa nú búið til miklu smærri mynd- bandstæki sem vega helmingi minna og hægt er án teljandi vandræða að hafa á öxlinni. Og nú fyrir skemmstu gerðu Sony og Hitachi evrópska keppinauta sina gula og græna af öfund þegar þeir sýndu það sem koma skal á vöru- sýningu i Köln: Það eru upptöku- vél og myndbandtæki komin saman i handhægu appirati sem er varla miklu stærri en kvik- myndavélar áhugamanna nú ger- ast — allt saman vegur um fimm pund og kemst vel fyrir i hand- tösku. Þetta verður hægt að kaupa á almennum markaði eftir þrjú ár, og er þá hætt við þvi að litið verði úr bandariskum og ev- rópskum mjófilmuvélum og filmuframleiðslu fyrir þær. Verðá myndböndunum sjálfum hefur farið lækkandi, og kosta þau nú sem svarar 33 nýkrónum á klukkustund (i Vestur-Þýska- landi). En á þessum áratug verða þau úrelt — i stað þeirra koma örsmáar silikatplötur: þar verður löng kvikmynd á einum rafeinda- kubbi! Hvað vilja menn sjá? En hvað vilja menn helst sjá á myndsegulböndum? Vafalaust eru þau enn sem komið er mest notuð til að taka upp úr sjónvarpi eitthvað sem menn vilja geyma eða hefðu annars misst af. t annan stað hefur verið gifurleg Það er hægt að nota mvndsegulbönd við kennsliven lögreglan notar þau lika til að fylgjast með kröfugöngum! SchUHer hét verkfræöingurinn sem er upphafsmaðurinn að þessu öllu. . eftirspurn eftir klámmyndum, ekki sist þeim sem kenndar eru við „hart klám”. I þriðja lagi hafa kvikmyndafélög getað halað inn ýmsa aukagetu á þvi að selja á spólum kvikmyndir sem fyrir löngu hafa skilað öllu sem þær geta i kvikmyndahúsum. Það er reyndar liklegt, að myndsegulbandið muni breyta kvikmyndaframleiðslunni veru- lega. Það kemur nefnilega á dag- inn, að það er alltaf að styttast sá timi sem liður frá þvi að vinsæl mynd fer i kvikmyndahús og þangað til hún er til kaups og leigu i myndbandabúðum. Margir hafa furðað sig á þvi, að áhuga- menn hafa verið reiðubúnir að kaupa fyrir svosem 900 nýkrónur mynd, sem þeir sáu kannski ókeypis i sjónvarpi fyrir fáum mánuðum. En vitanlega er hægt að leigja kvikmynd á spólu fyrir minna fé,35-170 nýkrónur eöa þar um bil. Hvert stefnir? Sjálfsagtá þessi nýja fjölmiðla- bylting eftir að breyta miklu um stöðu þeirra sem kvikmyndir og skemmtanaefni framleiða, einnig neysluvenjum sjónvarpsglápara. En þaö er ekki gott að vita með hvaða hætti það verður. Sumir eru hinir bjartsýnustu og einblina á það valfrelsi sem „heima- bióið” gefur. Aðrir telja að ekki verði úr þessu annað en að fjöl- skyldumyndirnar komist á myndband, klámið flytjist inn á heimilin og að ofurvald vissra tegunda vinsældakvikmynda verði enn meira en fyrr. Með öör- um orðum: að sá tækjakostur sem býður upp á meiri fjölbreytni i neyslu ýmiskonar kvikmynda- efnis verði i raun til að gera ein- hæfnina enn meiri. AB tók saman (aðalheimild der Spiegel) á dagskrá En menning er ekki einungis lúxus. Menning er litilli þjóð lifsnaudsyn. Menning er beinlinis eina tryggingin fyrir sjálfstædi smáþjóðar. Þetta held ég að saga Islendinga staðfesti rækilega Höggvið var að rótum „alþýðumenningar” í orðabók Menningarsjóðs er menning skilgreind á eftirfarandi hátt: „Þroski mannlegra (andlegra) eiginleika mannsins, það sem greinir hann frá dýrum, þjálfun hugans, andlegt lif, sameiginleg- ur arfur (venjulega skapaður af mörgum kynslóðum)”. Þessa lauslegu skilgreiningu orðabókarinnar á menningunni fyndist mér ekki úr vegi aö draga betur fram i þær umræöur um menningarmál, „gúanóum- ræðurnar”, sem góðu heilli hafa verið i gangi i Þjóðvijjanum undanfarna mánuði. Þrátt fyrir ýmislegt bitastætt sem komið hefur fram, virðist það þó vera nokkuð einkennandi hvað megnið af þessum um- ræöum er mikið i ætt við venju- legt dagblaðapex, þar sem hver skrifar öðrum sendibréf og ýmsar persónulegar væringar koma upp á yfirborðið, hlutir sem venjuleg- ir lesendur vita ekki neitt um, en lesa milii linanna. Að finna sökudólg Þetta endalausa persónupex finnst mér standa rökræðu fyrir þrifum. Mér finnst það til að mynda furðulegt að varla skuli nokkur maður reyna að leita al- mennra sögulegra skýringa á þeirri stöðu, sem „alþýðumenn- ingin” virðist vera i núna. Mér finnst raunar furðulegt hvað margt af þvi fólki sem um þessa marghrjáðu menningu skrifar, virðist hafa litla þekkingu á þvi fólki sem þarna á hlut að máli. Þessi einangrun kom raunar miklu betur i ljós eftir margfræga könnun Hagvangs á „menningar- neyslu” fólksins. Af þvi að mér er ekki illa við neinn og þarf ekki að ná mér niöri á neinum á prenti, langar mig að gera svolitla tilraun til að leita skýringa á ástandinu og reyna aö finna sökudólginn. Ég hef lengi haft vissan sökudólg grunaöan og hann er hvorki karl né kona, held- ur þróun, eða réttara sagt skortur á þróun á sérstöku timabili. Bylting á röngum tima I heimsstyrjöld tvö gerðust margir hlutir hér á tslandi, sem áður voru óþekktir. A þessum tima urðu þáttaskil i tslands- sögunni. Á þessum tima leið bændaþjóðféiagið endanlega und- ir lok. Á þessum tima varð at- vinnubylting i landinu. Á þessum tima hvolfdust yfir okkur erlend áhrif og ekki sist sú ómenning sem fylgir styrjöldum. Landið opnaöist á nær öilum sviöum og lá óvarið fyrir nánast hvaða erlend- um áhrifum sem skolaði á land. Ekki voru öll þessi erlendu áhrif af þvi vonda. Þegar landið komst i auðveld alþjóöleg tengsl, varð mikill handagangur i menn- ingaröskjunni. t samræmi viö annað varð nú að gera byltingu i menningunni. Þessi menningar- bylting varð þess valdandi, meðal annars, að höggvið var að rótum islenskrar „alþýðumenningar” og menningararfleifðar. Eftir á að hyggja mætti ætla að á þessum viðkvæmu timamótum hefði islensku þjóðinni ef til vill verið meiri þörf á einhverju öðru en einmitt þvi að slita þessar rætur. Aftaka menningarinnar Auðvitað þurfti að hræra upp i menningunni. Kyrrstaöa býður stöðnuninni heim. Hinsvegar virtist nú hin nýrika þjóö, sem þegar hafði orðið fyrir margvis- legum truflunum og tilfinninga - legum skakkaföllum, ekki þola meira af byltingum. Þegar menn- ingarbyltingunni lauk og upp var staðiö lá islensk „alþýðumenn- ing” helsærð i valnum. Þarna var ekki um neina þróun að ræða. Fleiri og fleiri viðurkenna nú að þarna hafi farið fram örlagarik aftaka. Svo hart var gengið fram i formbyltingu lista, til að mynda, að eftir örvæntingarfúlla vörn fólksins, beið það algeran ósigur og smám saman myndaðist sú minnimáttarkennd, sem enn i dag lokar flestum skilningarvitum almennings. Ef þetta er rétt skilgreining á þessu timabili, mætti ég þá spyrja hverjir það eru sem telja sig geta dæmt afkomendur þess fólks,sem þá missti menningar- arfleið sina i þessu ótimabæra og heimskulega striði. Niður i grautardiskinn Þó að skilgreining orðabókar- innar sé rétt, þá segir hún ekki alla sögu um menningu. Menning er lúxus. Menningarverðmæti vekja öðruvisi kenndir en efnis- legir hlutir. Sá sem mætir listum og menningu með opnum huga og opnum skilningarvitum, hlýtur andlega fullnægingu sem aðrir missa af sem aldrei lita upp úr grautardisknum sinum. Það var slik andleg fullnæging, sem var vel þekkt á flestum heimilum landsins áður en hefðbundin list- form voru rægð af fólkinu án þess að það fengi annað i staðinn sem það gat eða vildi tileinka sér. Þetta er staðreynd, þó að sumir menntamenn, sérstaklega ungir, haldi þvi fram að „alþýðumenn- ing" hafi aldrei verið til i landinu, heldur hafi einn og einn einstak- lingur risið upp úr, en meginþorri fólksins verið skynlitill múgur. Með opnum skilningarvitum En menning er ekki einungis lúxus. Menning er litilli þjóð lifs- nauðsyn. Menning er beinlinis eina tryggingin fyrir sjálfstæði smáþjóðar. Þetta held ég að saga Islendinga staðfesti rækilega. Ég vil reyna að beina umræðunni inn á þá braut að staöreyndir verði viðurkenndar. Könnun Hagvangs var i stórum dráttum rétt. Meginþorri Islend- inga er hættur að reyna að pæla i menningu og menningar- verðmætum. Þjóöin er mötuð og vill láta mata sig. Yngri kynslóðin er mötuð á hávaða. Flestir ungir einstaklingar vilja ekki leggja neitt á sig til að hljóta þá andlegu fullnægingu sem menning veitir. Þarna hefur skólinn ekki einungis brugöist, heldur beinlinis unnið skemmdarverk á skynfærum og hugsun ungmenna. Til að njóta menningar þarf svolitla þjálfun. Það þarf að leggja svolitið á sig til að njóta lista. En fyrst og fremst þarf aö ganga til leiksins með opin skilningarvit og opinn huga. Sá draugur lœðist Liklega hitti Guðrún Guðvarðar naglann beintá höfuðið þegar hún sagði einu sinni: „Mikið lifandi skelfing verðég alltaf fegin þegar ég heyri eitthvað sem ég skil ekki”. Þetta var auðvitað sagt á glaðværan hátt á góðra vina fundi. Þó held ég að þarna hafi verið um að ræða hógværa kennsiustund að gefnu tilefni fyr- ir þá sem komist höfðu áö endan- legri niðurstöðu. Það ástand er eitt af þvi hroðalegasta sem hent getur manneskjuna. Þetta and- lega ástand gengur engu aö siður ljósum logum eins og vofa meðal okkar. Allavega þykist ég sjá þennan draug læðast um siðurnar i „gúanóumræðum” Þjóöviljans. Kjarni málsins er gleymdur, en risavaxið sjálf dansar innhverfan ballett utan þess veruleika sem við búum við. Innvegin mjólk í fyrra um 106 miljón lítrar Frá áramótunum 1979-1980 og fram til 1. desember sl. tóku mjólkursamlögin á móti rúmlega 100 miljón litrum af mjólk, en á sama tima i hitteðfyrra 109 milj- ón litrum. Samdráttur þessa 11 mánuði var þvi um 8,5%. Innveg- in mjólk á öllu siöasta ári mun hafa verið nálægt 106 miljón litr- um. Þar með er mjólkurfram- leiðslan komin á það stig að hún má ekki dragast mikiö meira saman, ef fullnægja á þörfinni allt árið. Aukin áhersla verður nú lögð á að jafna mjólkurfram- leiðsluna á árið, þannig að ekki verði mjólkurskortur yfir vetrar- mánuðina, að þvi er segir i frétta- bréfi Upplýsingaþjónustu land- búnaöarins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.