Þjóðviljinn - 13.01.1981, Page 1

Þjóðviljinn - 13.01.1981, Page 1
UOBVIUINN Þriðjudagur 13. janúar 1981 9. tbl. 46. árg. '' .— .......... ..................,1 ■■■■■.■■■I ..... II » S ALTFISKM ARK AÐURINN: Útlitið sjaldan verið eins gott Langt frá því að Norðmenn geti annað eftirspurn Samkvæmt heimildum, sem Jóhann J.E. Kúld hefur frá Noregi/ hefur út- litiö á saltfiskmörkuðum sjaldan verið jafn gott og á þessu ári. Norðmenn gátu ekki fullnægt eftirspurn á sínum mörkuðum hvað þorski viðkom og kom þetta auðvitað niður á mörkuðum þeirra, svo sem i Brasiliu, þar sem þeir urðu að bjóða saltaða, þurrkaða keilu í stað þorsks. Norðmenn óttast að geta ekki annað eftirspurn i ár á sinum saltfiskmörkuðum. Jðhann J.E. Kúld telur augljóst að Islendingar ættu að geta komist inná norska markaðinn fyrst þeir geta ekki annað eftirspurn. Telur hann augljóst að ef við gerum það ekki, þá muni Kanadamenn gera það i staðinn. Þá segir Jóhann ennfremur, að mjög gott útlit sé einnig á skreiðarmörkuðum, svo fremi sem Nigeriu markaðurinn lokist ekki. Fersk-fiskmarkaðina segir Jóhann vera i mun meiri óvissu en þó sé almennt búist við hækk- andi verði á þessu ári þegar á liður. Undanfarið hefur verið talað um að freðfiskmarkaðurinn i Bandarikjunum þoli ekki meira framboð án þess að til verðlækk- unar komi. Þetta er m.a. haft eftir Guðmundi H. Garðarssyni hjá SH um siðustu helgi. Ekki er þvi útilokað að þessir auknu möguleikar á saltfiskmörkuðun- um geti bjargað málunum þar sem ljóst er að þorskveiði verður með allra mesta móti i ár hér við land. — S. dór Listaverki fagnað L. Hér takast þeir i hendur, Ragnar Jónsson i Smára t.v. og Sigur- jón ólafsson myndhöggvari,austur á Eyrarbakka sl. sunnudag, en þá var listaverkið „Krian” eftir Sigurjón, formlega afhent Eyrarbakkahreppi til varðveislu. Verkið er reist þar eystra til hciðurs og þakklætis Ragnari i Smára fyrir hina stórkostlegu listaverkagjöf hans til „heildarsamtaka islenskra erfiðis- manna” og það var Listasafn alþýðu sem lét smiða og reisa listaverkið nærri Mundakoti á Eyrarbakka, þar sem Ragnar er fæddur og uppalinn. Nánar segir frá þessum atburði á bls. 6 i blaðinu idag. — S.dór. J sóttar stöður í Kanada Fyrir skömmu var auglýst i islenskum blöðum eftir framkvæmdastjóra við fisk- vinnslu i Kanada og sóttu um IIOO manns um stöðuna. Kanadamenn eru i mjög harðri samkeppni við islendinga i fisksölumálum bæði i Ameriku og Evrópu og hafa gert mikið af þvi að fá til sin islcndinga með sérþekkingu i þessum málum. Auglýsa þeir gjarnan að vara þeirra sé unnin undir eftirliti íslenskra sérfræðinga. Kanadamenn eru nú sem stendur Tiörðustu keppinaut- ar okkar i sildarsölu á hinum hefðbundnu sildarmörk- uðum i Evrópu. Bjóða þeir sild fyrir mun lægra verð en tslendingar geta gert. Og það eru einmitt tslendingar sem hafa aðstoðað þá mest við að verka sildina á sama hátt og við höfum gert hér um áratuga skeið. Um þessar mundir vinna islenskir sérfræðingar um sildarsöltun á norðurslóðum. i Kanada við að kenna Kanadamönnum að verka sild. — S.dór. Fundir um efnahagsráð- stafanirnar i kvöld boðar Alþýðubanda- lagið i Reykjavik til fundar um efnahagsráðstafanir rikis- stjórnarinnar og er frummælandi Svavar Gestsson. Fundurinn er að Hótcl Esju. Seinna i vikunni hefst fundaröð á vegum flokksins i öllum kjördæmum um sömu mól. — Sjá bls J Ekki samstaða í stjóminni um bráðabirgðalög: „Kjaradómur þvert á launaj öfnimarstefnuna’ ’ Stórfellt ósamræmi í launum opinberra starfsmanna fær ekki staðist til lengdar, segir Ragnar Arnalds fjármálaráðherra „Til þess að unnt sé að koma i veg fyrir þá skriðu launahækkana hjá hálaunamönnum, sem hófst með úrskurðum Kjaradóms um áramótin, hefði þurft að setja bráðabirgðalög þar sem Kjaradómi væri falið að kveða upp nýjan úrskurð, eða ein- hverjum yfirdómi falið að endur- skoða þessa úrskurði fyrir ein- hvern ákveðinn tima. En til þess að þessi leið sé fær, þarf auðvitað að vcra samstaða uni hana.” Þetta sagði Ragnar Arnalds fjármálaráðherra i samtali við Þjóðviljann i gær. Hugmyndin um bráðabirgðalög til ógildingar úrskurðum Kjaradóms um kaup- hækkun alþingismanna og BHM- manna naut ekki nægilegs fylgis innan rikisstjórnarinnar. Þriggja manna ráðherranefndin, sem skipuð var til að kanna málið, hafnaði þeirri leið að ógilda úrskurði Kjaradóms með bráða- birgðalögum. „Min afstaða er algjörlega óbreytt,” sagði Ragnar. „Ég tel að skynsamlegast hefði verið að stemma á að ósi og stöðva þessar hækkanir, en þar sem fyrir liggur að nægileg samstaða um þessa leið er ekki fyrir hendi, þá er ljóst að hún verður ekki farin.” Ragnar sagði að rikisstjórnin hefði mótað launajöfnunarstefnu með samningum við BSRB en með þessum úrskurðum Kjaradóms væri gengið þvert á þá stefnu. Hann sagðist ekkert vilja segja ujn bað að sinni, r- hvernig brugðist yrði við kröfum BSRB um kauphækkanir til jafns við BHM. „Það kynni aftur á móti að vera að þingmenn vildu endurskoða þessa niðurstöðu kjaradóms” sagði Ragnar. „Spurningin er, hvernig verði best komið i veg fyrir að stórfellt ósamræmi skapist i launum opinberra starfsmanna eftir þvi hvort þeir eru i BSRB eða BHM. Ég tel að slikt ósamræmi geti ekki staðist til lengdar.” _ eös ■1 FALL ER FARAR- HEILL Smábyltur veröa allir skiðamenn að þola, enda var hann ekkert að sýta fallið, heldur stóð upp jafnharðan til þess að fara aðra bunu I nýju skiðabrekkunni i Vatnsendahæðinni. Þar hefur veriö komið upp góðri brekku fyrir byrjendur I skiðaiþróttinni,og þó snjórinn væri i minna lagi i gær var þar krökkt af krökkum. Fleiri myndir frá Vatnsendabrekkunni verða i Þjóðviljanum á morgun. Ljósm.—gel.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.