Þjóðviljinn - 05.02.1981, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. febrúar 1981
UOWIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyffingar og þjódfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Kitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Olafsson.
Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson.
úmsjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Alfheiður Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi
björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason,
Sigurdór Sigurdórsson.
iþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson.
Útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlssoij, Gunnar Elisson.
llandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson
Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir.
Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir,
Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6,
Reykjavik, simi 8 13 38.
Prentun: Blaðaprent hf.
Bjartara jramundan
# Meðan við þreyjum þorrann og góuna við orkuskort,
sem líklega mun kosta okkur um 10 miljónir nýkr. á
mánuði, þá er vert að hyggja vandlega að framtíðinni á
sviði orkumála.
# Samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar voru um
44,4% þeirrarorku, sem við Islendingar notuðum á árinu
1979,fengin úr innfluttum olíuvörum. Af olíuvörunum
nýtti f iskveiðif lotinn rúm 30%, samgöngutæki nýttu um
einn fjórða og litlu meira fór til iðnaðarþarfa. Olía til
húshitunar var hins vegar á árinu 1979 komin niður í
18—19% af heildarnotkun á olíuvörum hérlendis og hef-
ur lækkað síðan.
# Af heildarorkunotkun í landinu á árinu 1979 var olían
enn stærsti þátturinn með 44,4% eins og áður sagði.
Jarðhitinn tryggði okkur það ár 38% af heildarorkunotk-
uninni og vatnsorkan 17,6%.
# Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra hefur
boðað þá stefnu, að á næstu þremur árum eða svo verði
olíunotkun til húshitunar nær algerlega útrýmt, og
Orkustofnun telur, að með útrýmingu olíu við húshitun
og með öðrum sparnaði, sem tiltölulega auðvelt er að ná,
þá sé á fáum árum hægt að minnka innflutning á olíu-
vörum um 25% og þoka hlutdeild innfluttra orkugjafa í
orkubúskapnum úr 44,4% niður í 34%. Að sama skapi er
gert ráð fyrir að hlutdeild innlendra orkugjafa fari vax-
andi, jarðhitans úr 38% af heildarnotkun í um 47% og
vatnsorkunnar úr 17,6% í tæp 20%.
# Hér er aðeins horft örfá ár fram í tímann, en sé
horft til lengri f ramtíðar verður að ætla innlendum orku-
gjöf um enn stærri hlut, þótt enn sé ekki f yrirséð hvernig
komist verði hjá verulegri notkun innfluttrar orku við
rekstur f iskveiðif lotans og samgöngutækja.
# Svo sem kunnugt er þá haf a enn aðeins verið virkjuð
um 10% af því vatnsaf li, sem hér er talið virkjanlegt, og
þótt minna sé vitað um þá möguleika sem jarðhitinn
býður upp á, þá munu flestir þeirrar skoðunar, að þar
séum við enn skemmra á veg komnir.
# Landsvirkjun er öðrum umsvifameiri í orkubúskap
á landi hér og á hennar vegum hef ur mikil þekking verið
dregin saman.
# Greinilegt er þó að sérfræðingar og stjórnendur
Landsvirkjunar hafa alls ekki reiknað með þeim tíma-
bundnu erfiðleikum í vatnsbúskap okkar, sem nú eru
orðnir staðreynd, ekki frekar en stjórnmálamenn og
annar landslýður.
# En nú er að læra af reynslunni.
# Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra lýsti því
yf ir hér í Þjóðviljanum um siðustu helgi, að hann stefndi
að því að ákvörðun um næstu stórvirkjun f áist tekin f yrir
vorið, og þá ákvörðun verði, hvað sem öllu líður, að taka
á þessu ári.
# í þessum efnum stendur valið sem kunnugt er fyrst
og fremst milli tveggja virkjunarkosta: Fl jótdalsvirkjun
og Blönduvirkjun; því ríkisstjórnin hefur markað þá
stefnu að nú skuli virkjað utan eldvirkra svæða. En hvor
kosturinn sem valinn verður þá er ekki að búast við að
ný stórvirkjun komist í gagnið f yrr en 1987.
# Fram að þeim tíma ætti hins vegar ekki að vera
hætta á teljandi orkuskorti nema í vetur.
% Fyrsti áfangi Hrauneyjarfossvirkjunar kemur í
gagnið næsta haust og innan árs ættu 140 MW að verða til
ráðstöfunar frá þeirri virkjun, og 70 MW frá henni til
viðbótar 1—2 árum síðar. (Alls um 1000 Gwh á ári, sé
miðað við almennan markað).
# Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra hefur
einnig lýst þvi yf ir að hann telji nauðsynlegt að jafnhliða
verði ráðist í aukna vatnsöflun fyrir Þórisvatnsmiðlun
og byggingu stíf lu við Sultartanga á ármótum Þjórsár og
Tungnaár í því skyni að komast hjá alvarlegum ísvanda-
málum við Búrfell.
# Talið er að með gerð stíflu við Sultartanga og auk-
inni vatnsöflun fyrir Þórisvatnsmiðlun megi auka orku-
vinnslugetu landskerf isins um 400—500 gígawattstundir
á ári, en þessar f ramkvæmdir eru alls taldar kosta rúm-
lega 300 miljónir nýkr., og eru því hagkvæmar. Rétt er að
hafa í huga til samanburðar, að almenn orkuþörf í land-
inu er talin aukast sem svarar 120 gígawattstundum á
ári.
# Hér ættu því að vera f uilir möguleikar á að brúa það
bil sem brúa þarf milli Hrauneyjarfossvirkjunar og
næstu stórvirkjunar, jafnvel þótt Krafla skili litlum eða
engum nýjum árangri. —k.
klippt
Samsœrið mikla
Oftar en ekki ber svo viö, aö
maður verður hissa á því sem
| skrifað er um bókmenntir og
• önnur menningarmál i islensk
I blöð. „Lá mig við að stansa”
segir i visunni, og einmitt slik
| hugsun sest að klippara þegar
• hann skoðar leiðara sem Þór-
I arinn Þórarinsson, ritstjóri
I Timans, skrifar i blað sitt á
| þriðjudag og heitir „Samvinna
• Þjóðviljans og Morgun-
blaðsins”. Þar segir:
„Það hefur oft vakið furðu
I þeirra, sem hafa fylgst með
■ bókmenntaiðju Islendinga
siðustu áratugi, að litill eða eng-
inn skoðanamunur hefur verið
milli stjórnenda Mbl. og Þjóö-
viljans á þvi sviði, þótt þeir hafi
verið ósammála um flest
annað...
■ Það hefur reynst rifhöfundi
| mikill styrkur, er hann hlaut
• sameiginlegt lof þessara blaða
I og ritskýrenda þeirra. Einkum
hefur þetta þó gilt um unga rit-
| höfunda og skáld. Það hefur
• orðið þeim mörgum þungt i
| skauti, ef verk þeirra hafa ekki
I fallið gagnrýnendum Þjóðvilj-
I ans og Mbl i geð.
■ Sennilega hafa þessi tvö blöð
I haft meiri áhrif á þróun islensks
skaldskapar siðustu áratugina
| en menn gera sér almennt grein
■ fyrir. Einkum gildir þetta um
I ljóðagerðina.
Ef til vill er ekki fjarri lagi að
I kalla áratuginn timabil Þjóð-
■ viljans og Morgunblaðsins í
I skáldskaparsögu Islendinga.
Þaö gæti veriö glöggum og
| hlutlausum sagnfræðingi ærið
■ verkefni og merkilegt að gera
I eins konar úttekt á sameiginleg-
um áhrifum Morgunblaðsins og
| Þjóðviljans á bókmenntaiðju
■ þjóðarinnar á þessum tima.
■ Areiðanlega myndi slik úttekt
leiða i ljós, að menningarleg
I samvinna þessara blaða hefur
, stuðlaö verulega að þvi að hefja
■ vissar stefnur og viss form til
öndvegis. A sama hátt hafa þau
ráðið miklu um hverjir yrðu út-
, valdir, t.d. við ráðstöfun
■ styrkja.”
I Hér á eftir fara svo hug-
I leiðingar um að „þessi menn-
i ingarlega samstaða” sýni að
I bilið „milli vissra afla” i Sjálf-
I stæðisflokknum og Alþýðu-
I bandalaginu sé „miklu minni en
• ætla mætti stundum af forustu-
I greinum Morgunblaðsins og
Þjóðviljans” og gæti jafnvel
| auðveldaö — óbeint — samstarf
■ flokkanna, sem að blöðunum
I standa, ef til kæmi.
Það var og.
j Vondur
! félagsskapur
Nú er Þórarinn Þórarinsson,
allra karla elstur og reyndastur
I i blaðamennsku, margra góðra
■ hluta verður, og þá einnig for-
vitni um það, hvað hann er að
I fara i þessum leiöara og um-
I ræðu um þau efni, ef honum
■ þurfa þykir.
En i fyrsta lagi: allt er þetta
talsvo óljóst og dæmum firrt, að
I það er næsta erfitt aö fóta sig,
■ jafnvel á einföldum fyrirspurn-
1 um.
Að vi'su hafa svipaðar hug-
myndir skotið upp kollinum hjá
Svarthöfða, Hilmari Jónssyni
bókaverði og fleiri meðlimum
rithöfundasamtaka, að milli
Þjóðvilja og Morgunblaðs liggi
merkur leyniþráður i bðk-
menntum og listum. En að
óreyndu skulum við ætla, að
þvlllkt hjal hafi ekki minnstu
áhrif á Þórarin ritstjóra,
skárra væri það nú.
„ Vissar
stefnur”
Þá er það tal hans um að
„hefja vissar stefnur og viss
form til öndvegis” og svo
ábending um að menningar-
samsærið nái einkum til ljóða-
gerðar.
Það má rétt vera, að þeir sem
skrifa um bókmenntir i þessi
blöð tvö (og reyndar fleiri)
hafi sýnt velvild nýjunga-
mönnum i ljóöagerð og sagna-
smiði (og. væru höfundarnir
sjálfir þö alls ekki sammála
slikri staðhæfingu, væntan-
lega). En slik „samstaða” segir
næsta fátt.
Ef að Þórarinn hefur
áhyggjur af velferð þeirra sem
sækja meira til fyrri hefða t.d. i
ljóðagerð, eða til raunsæis i
skáldsögu, þá gæti hann fljót-
lega komist að þvi, að um okkar
bestu menn á þessum sviðum
rikir furðulega mikil samstaða
hjá gagnrýnendum, hvort sem
þeir skrifa i Þjóðviljann eða
Morgunblaðið, Dagblaðið eða
Timann. Ekki munum viö betur.
Ef að við höfum hugann við
ljóðagerðina eina, þá er
augljóst, að öngvir menn hafa
átt jafn jákvæðum undirtektum
að fagna og einmitt þeir, sem i
senn tóku mark á „atómbylt-
ingunni” og eiga sér traustar
rætur i' i'slenskri skáldskapar-
hefð: menn eins og Snorri
Hjartarson, Hannes Pétursson,
Þorsteinn frá Hamri. Og ef að
spurt er beinlinis um þá, sem
hafa hvergi hvikaö frá
„stuölanna þriskiptu grein” —
hver er sá, að hann hafi ekki
fagnað hverju kvæði höfuð-
skálds eins og Jóns Helgason-
ar?
Sem sagt: það er meira en
velkomið að taka upp umræðu:
en um hvað er spurt?
Formbyltingin, sem fyrr var
nefnd. og kennd er við
atómskáldskap, hún var einu
sinni mikið hitamál, það er rétt.
En það var fyrir svosem þrjátiu
árum. Það væri nokkuð seint i
rassinn gripið, að vekja upp þær
ræöur: voru menn ekki búnir aö
sætta sig við það, að lofa
„hundrað blómum að spretta”?
Og leiðrétti mig Þórarinn Þór-
arinsson, ef rar.gt er með farið.
Á meðan
við bíðum
En meðan við biðum eftir
nánari útfærslu á meintum
menningarsamsærum, þá get-
um viðekkimeð öllustillt okkur
að minna á nokkur þau tiðindi
•a
sem gerðust, ekki sist á Timan-
um, meðan Þórarinn Þór-
arinsson var fjörtiu árum yngri,
en hann nú er, orðinn ritstjóri
samt.
Þá átti Jónas frá Hriflu i
miklu menningarstriði. Hann
barðist á hæl og hnakka gegn
mikilli fylkingu: þar fór Halldór
Lasness og ókurteislegt
raunsæi hans, þar var Kristinn
E. Andrésson með Mál og
menningu, þar var „menn-
ingarvitatimaritið” Helgafell
sem þeir stjórnuðu Magnús As-
geirsson og Tómas
Guðmundsson, einnig allir
„klessumálararnir” — obbinn
af myndlistarmönnum þjóðar-
innar. Þetta var mikill
menningarslagur og kom sú
sérkennilega staða, að oddviti
Framsóknarmanna taldi sig
vera að berjast gegn samein-
uðum myrkraöflum kommanna
og ihaldsins (eða hluta af þvi)
gegn þvi sem gott var og fagurt.
Þessum merkilega tima hefur
kannski skotið upp i huga Þór-
arins Þórarinssonar eitt andar-
tak, það vitum við ekki þvi
miður. En hvort sem væri: það
Jónas Jónsson frá Hriflu
er ekki úr vegi að tilfæra hér
eina dýrlega setningu, sem
Jónas frá Hriflu lét sér siðar um
munn fara, þegar hann minntist
þessarar menningarbaráttu.
Ummælin lýsa þvi einkar vel,
hvers eðlis það vald var sem
hann saknaði til að geta ráðið
úrslitum hennar. Hann sagöi:
„Það mátti Stalin þó eiga að
hann lét búa til góðar myndir”.
— áb.
skorfð
6.
tc^ (W v-#
Samvinna ÞjóDviljans
► og Morgunblaðsins >