Þjóðviljinn - 05.02.1981, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 5. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 7
Manhattan
Bandarisk, árgerö 1979.
Leikstiórn: Woody Allen
Handrit: Woody Allen
og Marshall Brickman
Kvikmyndun: Gordon Willis
Tónlist: Gershwin
Aöalhiutverk: Woody Allen,
Diane Keaton, Mariel
Hemmingway.Michael
Murphy,
Meryl Streep.
Woody Allen hefur verið að
færa sig upp á skaftið á undan-
förnum árum. Hann byrjaði
kvikmyndaferil sinn sem
höfundur handrits að myndinni
What’ s New Pussycat? árið
1965 og hefur siðan á einn eða
annan hátt veriö viöriðinn u.þ.b.
14 kvikmyndir — sem leikari,
höfundur handrits eða leik-
stjóri, og oftast allt þetta i senn.
Það er þó ekki fyrren i siðustu
myndum hans sem hann kemur
fram sem verulega þýöingar-
mikill kvikmyndastjóri, einn af
þeim sem sýna okkur samtiðina
i spegli.
Tónabió hefur sýnt tvær þess-
ara mynda: Anne Hall(1977) og
Manhattan (1979). Þessar
myndir eiga ýmislegt sameigin-
legt og fjalla um svipuð
vandamál og samskonar fólk:
taugaveiklaða „intelligentsiu” i
New York. Þær eiga það lika
sameiginlegt að samtölin i þeim
eru fyndnari en gerist og gengur
i kvikmyndum. En það sem ger-
ir þær eftirminnilegar er þó
fyrst og fremst Woody Allen
sjálfur, sú persóna sem hann
skapar á tjaldinu.
Woody Allen er nefnilega einn
af þessum gamanleikurum sem
hefja sig upp yfir flatneskjuna
og meðalmenskuna og eru fyrr
en varir komnir i bás með snill-
ingum. Ég held það sé ekki guð-
last að tala um hann og Chaplin
i sömu andránni, eða bera
saman myndir einsog Borgar-
ljósin og Manhattan. Við
verðum þá aðsjálfsögðu aðhafa
huga að timarnir hafa breyst,
og vandamálin og mennirnir
sömuleiðis. En Woody Allen
hefur til að bera þennan eigin-
leika sem Chaplin átti i svo rik-
um mæli: að geta tjáð sig um
alvarlega hluti með háði og
skopi og koma áhorfendum til
að hlæja „þrátt fyrir allt”.
Manhattan er mynd sem er
uppfull af mótsögnum. Hún er
að stórum hluta ástaróður til
New York, þar sem rómantikin
er undirstrikuð með frábærri
svarthvitri myndatöku og tón-
list Gershwins. Jafnframt er
hún lýsing á lifi fólks sem þjáist
af öryggisleysi og sér ekki út
fyrir eigin nafla. I þessum heimi
er sálgreining stór hluti af
tilverunni, en sálgreinendurnir
eru kannski ruglaðastir allra.
Fólk þetta slær um sig með
lærðum frösum, sem koma eng-
um að gagni, en á bak við
Spegill Tarkofskís
Sovésk, árgerö 1974
Leikstjóri Andrei Tarkofski
Leikendur: lnnokenti
Smoktunofski, Margarita
Terekhova, Oleg Jankofski.
Andrei Tarkofski er tvimæla-
laust i hópi merkari sovéskra
kvikmyndastjóra, þeirra sem
nú lifa. Þekktastur er hann fyrir
mynd sina um ikonamálarann
Andrei Húbljof (sýnd i sjón-
varpinu i vetur), en aðrar
myndir hans eru Bernska tvans,
Soiaris, Spegill og tvær nýrri
myndir, ein sem á ensku heitir
The Stalker og önnur sem ber
heitið Nostalgia.
Fjalakötturinn ætlar að
vera svo elskulegur að sýna
okkur Spegilinn i þessari viku.
Þessi mynd er sovéskum kvik-
myndayfirvöldum þyrnir i aug-
um, og gefa þau upp þá ástæðu
að hún sé „óskiljanleg, innhverf
og leiðinleg”. Gagnrýnendur á
Vesturlöndum hafa þó yfirleitt
verið á öndverðum meiði við
þetta sjónarmið og gefið Spegl-
inum háar einkunnir.
Spegill er afar persónuleg
mynd. Hún er byggð að miklu
leyti á bernskuminningum
Tarkofskis; móðir hans leikur
eitt hlutverkanna i myndinni og
faðir hans les frumsamin ljóð,
sem eru hluti af texta
myndarinnar. Tarkofski
stekkur fram og til baka i
timanum, en dvelur þó lengstaf
við fortiðina. Inn i myndina
fléttast svo draumar og mar-
traðir höfundarins frá bernsku-
árunum.
Tarkofski er semsé að sýna
okkur fortiðina og lif sitt i marg-
földum spegli, einsog segir i
dagskrá Fjalakattarins. Til
þess notar hann þau meðul sem
kvikmyndalistin hefur upp á að
bjóða og þá fyrst og fremst
kvikmyndatöku sem hlotið hef-
ur griðarlegt hrós — menn hafa
likt myndinni við verk frægra
málara fyrri alda, og til eru þeir
sem segja að jafnvel þótt maður
skilji ekki innihald og boðskap
myndarinnar geti maður þó
alltaf notið formsins.
En um þetta getum við ekki
dæmt fyrren við erum búin að
sjá myndina, og verður hún
sýnd i Tjarnarbiói kl. 20 i kvöld
kl. 13 á laugardaginn og kl. 19 og
22 á sunnudaginn.
1
i
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
siðan á eftir honum.
Leikararnir i myndinni eru I
hver öðrum betri. Diane Keaton !
er löngu þekkt sem „prima- |
donna” Allenmyndanna, og ■
bregst ekki hér fremur en i I
Annie Hall. Mariel Hemingway "
er sannfærandi i hlutverki ■
skólastelpunnar, sem er algjör I
andstæöa við allar aðrar persón- !
ur myndarinnar og sú þeirra |
sem von er bundin við, einsog ■
best kemur fram i lokaatriðinu. J
Að lokum vil ég taka undir I
með danska gagnrýnandanum ■
sem sagði: „Ef þú ert einn |
þeirra sem aðeins fara i bíó ■
tvisvar á ári skaltu sjá Man- |
hattan i bæði skiptin”.
Diane Keaton og Woody Ailen i „Manhattan”.
frasana leynist ótti og örvænt-
ing. Yfir vantrú á sjálfan sig er
breitt með sifelldum yfirlýsing-
um um eigið ágæti.
Skopskyn Woody Allens hefur
J3
kvikmyndir
Ingibjörg
Haralds-
dóttir
skrifar
oft verið nefnt bóklegt, og vissu-
lega eru samtölin ein sterkasta
hlið hans. En hann kann lika að
notfæra sér myndmálið án orða,
um það er mörg dæmi að finna i
Manhattan. Eitt af þessum
mörgu dæmum er t.d. atriðið
þar sem Isak (Allen) stendur
fyrir utan búðarglugga með
syni sinum. Kvikmyndavélin er
staðsett inni i leikfangaverslun-
inni og við fylgjumst með þög-
ulli togstreitu feðganna:
strákurinn vill stórt skip, en
pabbinn bendir á annað minna.
Þessari togstreitu lýkur með þvi
að strákurinn tekur á rás inn i
búðina og pabbinn þreifar i vasa
sinn eftir peningum og röltir
Filip Janovski heitir þessi drengur, sem leikur Tarkofski ungan I
myndinni Spegill.
Fjalakettínum
Jk
Samband íslenskra rafveitna:
Aukning útgjalda meiri en gjaldskrárhækkunin
Itafveitustjórar hvaöanæva af
landinu sátu fund Sambands isl.
rafveitna um fjárhagsstööuna og
afgreiöslu stjórnvalda á bciönum
um gjaldskrárhækkanir sl. föstu-
dag einsog sagt var frá i Þjóövilj-
anum. i lok fundar var samþykkt
svohljóöandi ályktun:
„Afgreiðsla stjórnvald'a á
beiðnum rafveitna um leiðrétt-
ingar á gjaldskrám hefur verið
meö þeim hætti um langt skeið að
núhorfir til algerra vandræða. Er
þess skemmst að minnast að um
áramót ákvað rikisstjórnin 10%
hækkun á opinberri þjónustu,
þ.á m. á verði raforku til notenda.
Innan þeirrar hækkunar átti að
rúmast 16% hækkun til heildsölu-
aöila, þ.e. þeirra virkjanafyrir-
tækja sem selja rafveitum orku.
Þetta þýðir, að útgjöld flestra
rafveitna vegna orkukaupanna
einna saman aukast meira en
gjaldskrárhækkuninni nemur. Er
þetta svipuð afgreiðsla og raf-
veitur hafa fengið siðustu 12—15
mánuðina og sigur þvi sifellt á
ógæfuhliðina.
Á þessu timabili hafa rafveitur
engar hækkanir fengiö til að
mæta auknum kostnaði viö aöra
þætti i rekstri og uppbyggingu
dreifikerfanna i þeirri veröbólgu
sem geisað hefur. Kostnaður raf-
veitna við orkukaup á undanförn-
um árum hefur verið milli 40 og
50% af orkusölutekjum þeirra.
Hefur hann farið vaxandi og er nú
kominn upp i 60—65% aö jafnaði.
Senn fer sá timi i hönd, sem
notaður er til framkvæmda við
dreifikeri á nýjum bygginga-
hverfum auk viðhalds og lagfær-
inga á eldri kerfum. Ekki er
fyrirsjáanlegt að rafveitur geti
keypt nægilegt efni til þessara
framkvæmda né greitt laun
vegna þeirra. Má þvi gera ráð
fyrir miklum samdrætti i starf-
seminni á þessu ári, sem getur
stefnt rekstraröryggi i hættu og
er ófyrirsjáanlegt hverjar
afleiðingarnar kunna að verða
m.a. fyrir húsbyggjendur.”
Rafveitustjórar ræddu gjaldskrármálin á fundi s.l. föstudag. Haukur Pálmason sem situr fyrir borös
endanum stýröi umræöum ásamt Aöalsteini Johnsen formanni SIR. — Ljósm. — gel.