Þjóðviljinn - 05.02.1981, Page 5
Fimmtudagur 5. febrúar 1981 ÞJ'ÓÐVILJINN — SIÐA 5
■~Aðstoð USA viö valdaklíkuna í El Salvador
j Sjálfsagður hlutur
jeða hin
iversta heimska?
Skæruliðar i E1 Salvador: Hvaft annaö gátu þeir gert? spyr
Guardian.
Rétt áður en stjórn
Carters forseta fór frá
tók hún aftur upp
hernaðaraðstoð við þá
hægrikliku i E1 Salva-
dor, sem um hríð var
slikri aðstoð svipt —
meðal annars vegna
þess að meðal fórnar-
lamba morðsveita henni
tengdra voru banda-
riskar nunnur og ráðu-
nautar. Ástæðan er
augljós: Bandarikin sjá
,,nýja Kúbu” á bak við
allar vinstrihreyfingar
og kjósa, þegar á reynir,
að styðja við bakið á
hægrisinnuðum, ,,hefð-
bundnum” harðstjórn-
um fremur en að taka
áhættur lýðræðis.
Enginn vafi er talinn leika á
þvi, að stjórn Reagan verði enn
umsvifameiri i stiöning við blóð-
stjórn Napelons Duarte i E1
Salvador, og muni ekki hika við
að senda eigin hersveitir á vett-
vang ef þurfa þykir.
En i þessu máli kemur fram
djdpstæður ágreiningur milli
bandariskra og evrópskra sjónar-
miða. Ljós dæmi þar um má
t.a.m. finna i einu og sama tölu-
blaði breska blaðsins Guardian
Weekly, en þar eru og birtir
„kálfar” með greinum úr banda-
riska blaðinu Washington Postog
franska blaðinu Le Monde.
„Enginn annar kostur”
t leiðarastúf um E1 Salvador i
Washington Post, sannast það
enn, að þótt hin skástu bandarisk
blöð kunni vel að fara með ýmis-
leg gagnrýnin viðhorf til yfir-
valdsins, þá munu þau sjá rautt
þegar komið er að ástandinu i
þeirri Rómönsku Ameriku sem
Bandarikin hafa jafnan fjarstýrt i
krafti hins „stóra stáfs” her-
veldis sins. Washington Post
tekur undir aukinn stuðning við
E1 Salvador þvi að blaðið sér
Kúbu og Sovétrikin á bak við
hverja hræringu þar i álfu sem er
Stóra bróður i norðri óþægileg.
Blaðið segir:
„Hernaðaraðstoð kemur ekki i
staöinn fyrir þær umbætur sem
einar geta tryggt löglega st jórn til
langframa. En það er heldur
engin þörf á að sneiða hjá nauð-
syn varfærinnar og virkrar hern-
aðaraðstoðar. Nicaragua, Kúba
og Sovétrikin einhversstaðar á
bak við þau riki hafa ekki gefið
Fréttaskýring
Reagan forseta neinn annan
kost.”.
Ný Kampútsea?
Evrdpsku stórblöðin hafa allt
önnur viðhorf til þessa máls, sem
fyrr segir. Le Monde tekur svo
stórt upp i sig, aö spyrja i fyrir-
sögn: „E1 Salvador: er vestræn
Kampútsea að verða til” — og á
þá við hiö mikla blóðbað þar
vestra. Le Monde telur banda-
risku forsetana á verstu villu-
stigum i þessum málum og segir:
„Þaö er ekki slæmt að hjálpa
bandamönnum sinum gegn and-
stæðingi. En það er hættulegt að
hafa vinskap við harðstjóra, sem
traðka á þeim grundvallarreglum
sem Bandarikinlýsa sig fylgjandi
og draga jafnaöarmerki milli
andstöðu við kommúnisma og
þess að verja hagsmuni for-
réttindastéttar, sem er jafnvel
skammsýnni en okkar eigin
(franska) reyndist I uppreisn vef-
aranna i Lyon 1831...
Ef mannréttindi eru alls-
staðar látin vikja fyrir baráttunni
við kommúnismann eru meiri
likur á þvi að mannréttindi setji
enn meir ofan en fyrr en að
kommúnisma sé 1 reynd haldið i
skefjum.
Þvi þegar sú harðstjórn sem
fyrir er verður enn harðhentari er
ýtt undir kommúnisma. Sú
skipan sem haldið er uppi með
vopnavaldi elur af sér þrá eftir
byltingu sem reynist eina leiðin út
úr ógöngunum. Með þvi að
kremja undir sér „þriðja aflið”
eru einræðisherrar Suður-
Ameriku aö hrekja hina kúguðu i
átt til kommúnisma yst til vinstri
eða kommúnisma af sovéskri
gerðl’.
Skelfileg yfirsjón
Hið breska blað sjálft, Guard-
ian.tekur mjög eindregna afstöðu
með FDR, þeirri fylkingu sem
berst nú við hægriklikuna 1 E1
Salvador. Guardian segir:
„Bandarikjamenn eru að
fremja skelfilega yfirsjón. Þeir
senda ekki þyrlur eða „ráðgjafa-
sveitir” til að svæla út nokkra
skæruliöa heldur reyna þeir að
brjóta á bak aftur þá einu póli-
tisku hreyfingu sem liklegt er að
hægt verði aö binda vonir við i E1
Salvador. FRD, Lýðræðislega
byltingarhreyfingin, andstöðu-
hreyfing óbreyttra borgara sem
styður uppreisnina, er hin breið-
asta af breiðfylkingum, spannar
allt frá Kristilegum demókrötum
tíl hægri til Kommúnista og utar
til vinstri.
Hún er studd af sveitum vopn-
aðra bænda úti á landsbyggðinni
og götunefndum 1 borgum, af
stúdentum, verkalýðsfélögum,
kaþólskum prestum og starfs-
greinasamtökum. Foringjar
hennar eru vel þekktir stjórn-
málamenn úr miðju stjórnmál-
anna. Núverandi forseti hennar
er Guillermo Ungo, sósialdemó-
krati, varaforsetaefni i kosning-
unum 1973 og ráöherra 19791’
Gátu þeir annað?
„Kosningar? Hvenær hafa
frjálsar kosningar verið leyfðar i
E1 Salvador siðustu hálfa öld?
Kannski sigra vinsælir leiðtogar i
þeim, en það er alltaf herinn sem
endanlega vinnur talninguna. Og
hver áræðir að gegna opinberum
störfum i E1 Salvador þegar svo
er ástatt, aö á siðastliðnu ári einu
saman myrtu dauöasveitir hægri-
sinna, sem verndaðar eru af
öflum innan rikisstjórnarinnar,
erkibiskupinn, rektor háskólans,
alla þáverandi foringja stjórnar-
andstöðunnar, helsta foringja
bænda — að ekki sé minnst á
þrjár bandariskar nunnur og tvo
bandariska sérfræðinga I jarða-
bótum?
Við þessar aðstæöur er það ekki
undarlegt þótt margir föður-
landsvinir I E1 Salvador skuli
hafa viljað skipuleggja og hefja
vopnaða uppreisn alþýðu. Hvaða
leið áttu þeir aðra?”
Keðjuverkanir
Guardian kemur og með fróð-
lega athugasemd um alþjóðleg
áhrif hinnar bandarisku Ihlutunar
i E1 Salvador. Blaöið segir, að
kannske muni fréttirnar um
aðstoð Bandarikjanna við stjórn
E1 Salvador hafa komið einna
verst við mann að nafni Lech
Walesa — vegna þess að þessi
aðstoð „gerir það nokkru auð-
veldara en ella fyrir Kremlverja
að velta fyrir sér innrás i Pólland.
Rétt eins og Súezævintýri Breta
og Frakka 1956 gerði rússneska
innrás i Ungverjalandi auðveld-
ari og rétt eins og bandarisk inn-
rás i Dóminkanska lýðveldið
ruddi veginn fyrir þvi að Dubcek
var steypt i Tékkóslóvakiu —
einmitt þannig er sú ákvörðun
Bandarikjamanna að reyna að
hressa upp á hrynjandi virki sitt i
Mið-Ameriku óbein en raunveru-
leg hætta fyrir Samstöðu (hin
óháðu pólsku verkamannasam-
tök). Kannski ekki þessa viku,
ekki á næsta mánuði, en til að
setja á dagskrá i framtiöinni. Þaö
er einmitt þannig sem stórveldi
haga sér. Þetta er það sem
áhrifasvæði snúast um”.
Sálir sóslaldemókrata
Það mætti vel hugsa sér i fram-
haldi af þessu, að heitt og ákaft
yrði mótmælt ef dulbúnar lög-
reglusveitir pólskar væru búnar
að myrða Lech Walesa, einnig
foringja bændasamtakanna
pólsku sem nú biða eftir viöur-
kenningu, sömuleiðis Wyszinski
kardinála og alla nefndarmenn i
KOR — svo að rakin séu dæmi
hliðstæð við það sem gerst hefur i
E1 Salvador. Og væru þau mót-
mæli meira en sjálfsögð og
nauðsynleg. Margir stjórnmála-
menn evrópskir hafa og tekið ein-
arðlega afstöðu gegn þeirri
valdakliku sem Bandarikjamenn
eru að reyna að bjarga, ekki sist
sósialdemókratar, enda er
flokksbróðir þeirra, Ungo, nú for-
seti uppreisnarfylkingarinnar.
Það er lika vitað, að bandariskir
sendimenn ganga nú um eins og
grenjandi ljón i bækistöðvum
evrópskra sósialdemókrata-
flokka til að fá þá til að breyta af-
stöðu sinni. Til dæmis að taka
hafa ábyrgðarmenn 1 Verka-
mannaflokkinum norska og
Sósialdemókrataflokknum
danska skýrt frá þvi, aö þeir hafi
fengið heimsóknir af þessu tagi,
en visað tilmælum hinna banda-
risku útsendara á bug.
Það væri gaman aö vita hvort
Alþýðuflokkurinn heföi hlotið
slika heimsókn; eða kannski
þykir Könum ekki taka þvi að tala
við hann? Hitt er svo vist, að þeir
hinir sömu þurfa ekki aö hafa
áhyggjur af Morgunblaðinu i
þessum efnum — það mun alltaf
og alveg af sjálfsdáðum og ótil-
kvatt trimma á eftir Reagan i
hans úthlaupum gegn „kommún-
isma” — reyna að hlauDa feti
framar ef hægt væri. —00.
Carter kveður Hvita húsið hnugginn og hefur slokknaö á þvi ljóskeri mannréttinda sem hann heldur á
En Reagan gengur I garð meöljá mikinná öxl. Þarstendur: Sá sem er sterkur hefur rétt fyrir sér!
■ ■ .»1
Danska sósíalistadagblaðið er í hættu
Reynt aö koma á samstatfi tveggja vinstrijlokka um dagblaösútgáfu
Vinstrisinnuð dagblöð eiga
jafnan i erfiðleikum og ber þar
helst til að staða þeirra á auglýs-
ingarmarkaði er erfið. Eitt slikt
blað, Socialistisk Dagblad
(SoDa), sem tengt er SF, Sósial-
iska alþýðuflokknum danska, á'
nú I miklum erfiðleikum og
hyggst leysa þá m.a. með auknu
samstarfi við annan flokk vinstri-
sinna, VS, Vinstrisósialista.
SoDa er eina dagblaðið sem
byrjað hefur verið á i Danmörku
eftir striö sem hefur getað lifað.
Það hóf göngu sina 1970 sem
flokksmálgagn SF en hefur siðan
Torben Krogh tók við ritstjórn
þess 1974 reynt að vera „opið”
dagblað fyrir vinstrisinna. Það er
m.a. á þeirri reynslu sem sam-
starf við VS er nú rætt, en VS er
reyndar upphaflega klofningur út
úr SF, sem varð þegar hinn rót-
tækari armur Sósialiska alþýðu-
flokksins sagði skilið við flokkinn
vegna stuðnings hans við óvin-
sælar efnahagsráðstafanir minni-
hlutastjórnar Sósialdemókrata.
SF hefur jafnan verið allmiklu
stærri flokkur en VS, en saman
hafa þessir tveir flokkar vinstri-
sósialista haft 10—12% atkvæða i
siðustu kosningum. Kommúnista-
flokkurinn, DKP, er svo sér á báti
og á nú ekki menn á þingi, en 2%
atkvæða þarf til að komast á
danska þingið.
Socialistisk Dagblad er litið i
fréttum en þeim mun iðnara blað
við birtingu greina um sósialiska
baráttulist, félagsleg vandamál
og alþjóðamál.
Blaðið kemur nú út i 6000 ein-
tökum og er þvi allmiklu minna
en t.d. Þjóðviljinn. Það hefur eins
og svo mörg sósialistablöð lifað
mjög á fjársöfnunum meðal
stuðningsmanna. Til dæmis hafa
blaðinu nýlega safnast 600 þúsund
krónur. En skuldirnar nema 1.4
miljónum og verður blaðið að
ganga i gegnum niðurskurðar-
tima og m.a. lækka launin hjá
flestum starfsmönnum ritstjórn-
ar og prentsmiöju. Geta þeir
samningar orðið mjög erfiðir.
Það hefur einkum komið sér illa
að dregiö hefur úr verkefnum hjá
prentsmiðju þeirri sem blaöið á.
Torben Krogh, hefur reynt afi
gera SoDa að vettvangi vinstri-
umræðu.