Þjóðviljinn - 05.02.1981, Page 6

Þjóðviljinn - 05.02.1981, Page 6
6 StDA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. febrúar 1981 Þingmenn allra flokka flytja tillögu um skipulag og úrbœtur í geðheilbrigöismálum: Fordómar ráða ennþá of miklu segir Helgi Seljan fyrsti flutningsmaöur I siðustu viku mælti Helgi Seljan fyrir tillögu sem hann flytur ásamt þingmönnum úr öll- um flokkum um skipulag og úrbætur i geðheilbrigðismálum. Tillagan var flutt á siðasta þingi en fékk þá ekki afgreiðslu, en er nú flutt nokkuö breytt. Tillagan hljóðar eftirfarandi: „Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina að taka nú þegar til algerrar endurskoðunar öll geð- heilbrigöismál hér á landi með tilliti til þess að byggt verði upp nýtt skipulag þessara mála. 1 þessu skyni skipi viðkomandi ráðherra nefnd til undirbúnings málinu þar sem m.a. aðstand- endur geðsjúkra eigi fulla aðild. Nefndin skili áliti fyrir árslok 1981. Brýnustu viðfangsefni, sem vinna þarf að ýmist samhliða nefndarstarfinu eða i nefndinni sjálfri, eru þessi: Brýnustu verkefni 1) . Að lokið verði við fram- kvæmdir við Geðdeild Lands- spitalans á næstu tveimur árum og starfsfólk ráðið svo deildin geti sinnt verkefni sinu að íullu. 2) . Að aðstaða til skyndihjálpar og neyðarþjónustu verði bætt. 3) . Fullkomnari göngudeildar- þjónustu verði komið á. 4) . Fjölgað verði vernduðum heimilum fyrir geðsjúka. 5) . Sérstök áhersla verði lögð á aöstöðu fyrir unglinga með geðræn vandamál (12-16 ára), svo sem lög kveða á um. Frumvarp Benedikts um breytingar á þingsköpum: Miklar umræður Langar og málefnalegar um- ræður fóru fram i neöri deild Al- þingis i gær um frumvarp Bene- dikts Gröndals sem felur i sér - breytingar á þremur þáttum i starfi Alþingis þ.e. þingsályktun- artillögum, fyrirspurnum og ut- andagskrárumræðum. Þeir sem til máis töku þökkuðu Benedikt sérstaklega fyrir frumkvæði hans i þessum efnum. Auk Benedikts töku þeir Birgir isleifur Gunnars- son, Svavar Gestsson, Páll Pét- ursson og Vilmundur Gylfason. Fljótlega veröur gerö grein fyrir þessum umræöum hér i blaðinu. — Þ 6) . 1 stað fangelsisvistar geð- sjúklinga komi viðeigandi um- önnum á sjúkrastofnunum. 7) . Reglur um sjálfræðissvipt- ingu verði teknar til rækilegrar endurskoðunar. 8) . Atvinnumál geðsjúkra verði i heild tekin til athugunar, m.a. með tilliti til verndaðra vinnu- staða, nauðsynlegustu iðjuþjálf- unar, endurhæfingar, þ.m.t. simenntunar og ráðgjafaraðstoð- ar til að komast út i atvinnulifið á ný. Kannaðir verði allir mögu- leikar hins opinbera svo og at- vinnurekenda til lausnar þessum vanda. 9) . Stóraukin verði almenn fræðsla um vandamál geðsjúk- linga og aöstandenda þeirra svo og um eðli geðrænna sjúkdóma. Ráðgjafarþjónusta verði sem allra best tryggð. Tvíþœtt tillaga 1 upphafi máls sins sagði Helgi Seljan m.a.: „Meginuppistaða greinar- gerðarinnar og rök fyrir tillög- unni eru sett fram af stjórn Geð- hjálpar og þar hefur Sigriður Þorsteinsdóttir hjúkrunarkennari alveg sérstaklega unnið að bæði greinargerð og einstökum upplýsingum til handa okkur flutningsmönnum. Kunnúm við henni ásamt öðrum stjórnar- mönnum þar bestu þakkir fyrir það starf, þvi við sem flytjum þessa tillögu höfum litla sérþekk- ingu á þessu sviði og getum þvi ekki um það dæmt, hver skuli vera meginatriði i tillöguflutningi af þessu tagi.” Siðar i ræðu sinni sagði Helgi. „Tillaga þessi er i raun og veru tviþætt. Hún gerir ráð fyrir skip- an nefndar sem hafi það að mark- miði að taka öll geðheilbrigðis- mál til endurskipulagningar og þar sem leyst yrði úr ýmsum vandamálum til frambúðar. Hins vegar er bent á ýmis atriði, sem knýja þannig á um úrbætur, að á þeim er þörf að vekja sérstaka athygli og fá fram úrbætur svo fljótt sem mögulegt er, helst áður en Alþingi afgreiddi lagafrum- varp þessa efnis.” Fræðslan upphafalls Siðan sagði Helgi: Við flutningsmenn viljum i- treka nokkur atriði sérstaklega. 1 fyrsta lagi að aðstandendur geð- sjúkra eru yfirleitt illa i stakk búnir að takast á við vandann, þegar geðrænir sjúkdómar herja á. Þar er fræðslan upphaf alls. Þvi meira sem fólk veit um vand- ann þvibetrimöguleikareruá að leysa hann. Við erum þó ekki að leggja eingöngu áherslu á fræðslu til aðstandenda, ekki siður leggjum viö áherslu á fræðslu til geðsjúklinganna sjálfra um eðli sjúkdómsins, hvert stig hans er og batamögu- leika kannski fyrst og fremst. 1 öðru lagi minnum við á reglurnar um sjálfræðissvipting- Kveðið í þinginu Einum aðvífandi blaðamanni Þjóðviljans varð að orði í gær, eftir að hafa hlýtt á umræður utan dag- skrár á Alþingi um skelveiðar í Breiðafirði, þar sem Eiður Guðnason alþingismaður talaði fyrir f jölmiðla: Orðin runnu eins og smér, aumt var sálarstandið. Vildi ég ekki vera hér vesalings segulbandið. una, sem i dag eru slikar, að engir geta við unað. Hér þarf vel að hyggja að. Það er vissulega erfitt aðsetja nýjar reglur hér um. Við getum litið til næstu landa um fyrirmyndir, en um alhæfingu getur ekki orðið að ræða og við gerum okkur fyllilega ljóst, að það er erfitt að finna hér reglur, sem samræma hvort tveggja, mannúðar- og öryggissjónarmið. Mikilvœgi áningarstaðar 1 þriðja lagi leggjum við afar- mikla áherslu á svokallaða áningarstaði og verndaöa vinnu- staði. Þeir eru að visu til i dag, en þeir fullnægja hvergi þörfinni. Geðvernd er nú t.d. með hús i byggingu sem á að vera áningar- staður. Þeir góðu menn sem þar starfa,þeirfullyrða hins vegar að vissulega leysi það hús alls ekki þennan vanda. Hér er um eitt mikilvægasta millistigið að ræða fyrir sjúklinginn, og eitt mik- ilvægasta skrefið að þvi marki að hann aðlagist þjóðfélaginu á nýjan leik. En þar getur verið um gifurlegt átak að ræða, og þar þurfa margir að leggjast á eitt, þar þarf fyrst og fremst ráðgjöf og félagslega aðstoð sem allra mesta. 1 fjórða lagi og i beinu framhaldi af þessu, þá leggjum við áherslu á atvinnumálin. Þar ráða fordómar enn of miklu. Við mig hefur verið fullyrt af þeim sem gleggst þekkja hér til, að fordómarnir séu mun meiri hjá vinnufélögum heldur en vinnu- veitendum. Þaö er kannski eðli- legur hlutur, vegna þess að sjúklingurinn er i miklu nánari snertingu við vinnufélagana heldur en vinnuveitandannsjálfan sem gerir kannski litið annað en að greiða honum laun. En engu að siður sýnir þetta okkur það, að sem best samstarf þarf að takast við stéttarfélögin i þessum efnum og það þarf að eiga sér stað viss fræðsla á vinnustaðnum, svo ekki komi til þeirra eríiðleika sem sagt er að beri svo allt of mikiö á. Verðugt átak Nátengt þessu.og þvi miður i mjög vaxandi mæli, eru vandamál barna og unglinga. Þau eru kannski ógnvænlegust af þvi öllu. Það er mál sem ég ætla ekki að fara náið út i hér og það mál hefur reyndar verið tekið sérstökum tökumog er vissulega margt vel gert i þeim málum i dag.” Undir lok ræðu sinnar sagði Helgi: „Ég held að sú nefnd sem fær þetta mál til umfjöllunar, hún þurfi að leita til þeirra aöila sem gerst þekkja þessi mál.og ég held að það væri verðugt átak, a þessu alþjóðaári fatlaðra, ef þessi stóri hópur sem hér er um að ræða fengi nýja löggjöf, nýjar úrbætur i sinum málum eins og honum ber.” Auk Helga Seljan tóku Árni Gunnarsson, Stefán Jónsson og Davið Aðalsteinsson til máls um tillöguna, en þeir tveir siðast- nefndu eru meðal flutnings- manna. Aðrir flutningsmenn eru Salóme Þorkelsdóttir, Karl Stein- ar Guðnason, Jóhanna Sigurðar- dóttir, Jón Helgason og Egill Jónsson. —Þ Hjörleifur Guttormsson Lánadeild iðngarða komin á fót: Skapa starfs- aöstödu fyrir iðn- fyrirtæki 1 nóvember s.l. var gefin út á vegum iðnaðarráöuneytisins reglugerð um lánadeild iðngarða við Iðnlánasjóð. Tekjur lána- deildar hafa verið ákvarðaðar i lögum 250 miljónir gamalla króna á ári, árin 1980-1983, sem taka á af almennu umráðafé Iðnlánasjóðs. Annað umráðafé deildarinnar eru sérstök lán, sem stjórn Iðnlána- sjóðs tekur, samkvæmt heimild i lánsfjáráætlun ár hvert. Þessar upplýsingar komu fram i máli Hjörleifs Guttormssonar iðnaðarráðherra er hann svaraði fyrirspurn frá Eggerti Haukdal um framkvæmd á þingsályktun um iðngarða. Ráöherra sagöi að ofangreint reglugerðaákvæði væri sett á grundvelli laga um Iðnlánasjóð frá vorinu 1979. Sagði ráðheira að ýmsar sveitarstjórn- ir og aðrir aðilar hefðu á undan- fömum árum leitað eftir stuðn- ingi við byggingu iðngaröa og væri með þessum ráðstöfunum verið aö bæta úr brýnni þörf. Með starfsemi lánadeildar iðngarða væri stefnt að aukinni iðnaðar- framleiðslu. Iðnaðarráðherra sagðist vilja leggja sérstaka áherslu á gildi iðngarða fyrir hinar dreifðu byggðir landsins en auk þessa væri nú verið að vinna að undir- búningi að lagafrumvarpi um stuðning við iönþróun i landshlut- um. Til skýringa skal tekið fram að iðngarðar eru iðnaðarmannvirki sem reist eru i þvi skyni að skapa starfsaðstöðu fyrir iðnfyrirtæki og efla þar með Islenskan iðnað og stuðla aö hagkvæmari dreif- ingu iðnaðar um landið. þ Tillaga um nýja ríkis- borgara Lagt hefur verið fram stjórnar- frumvarp um veitingu rikisborg- araréttar til handa 22 einstakling- um. Þeir sem um er að ræöa eru eftirtaldir: 1. Bareuther, Gudrun, húsmóðir i Reykjavik, f. i V-Þýskalandi 28. sept. 1936 2. Bronwyn Kolbrún Kjartans- dóttir, bam f Vestmannaeyjum f. á Islandi 6. febr. 1980. 3. Butt, David John, bifvélavirki á Akranesi, f. í Englandi 15. október 1947. 4. Clarke, Michael John, tónlist- ' arkennari á Akureyri, f. i Eng- landi 6. ágúst 1949. 5. Clifford, Helene Arndís, verkakona i Vestamannaeyjum, f. á Islandi 18. október 1963 6. Driscoll, Kári, barn á Egils- stöðum, f. á Islandi 6. april 1980 7. Duffield, Mark Peter, nem- andi á Neskaupstað, f. i Englandi 28. nóvember 1963 8. Enos, Mary Ann, starfsstúlka á Seltjarnarnesi, f. i Bandarikj- unum 3. desember 1962 9. Enos, James Páll, nemi i Reykjavik, f. 12. desember 1964 i Bandarikjunum 10. Gehrig, Ursula Friedel Else, húsmóðir í Hafnarfirði, f. i Þýskalandi 4. febrúar 1941 11. Hansen, Kari Lund, sjúkraliði i Reykjavik, f. i Noregi 14. mars 1935 12. Jouhki, Ritva Leena, húsmóö- ir f Reykjavik, f. I Finnlandi 14. júní 1946 13. Kúnstlich, Catherine Dory Anne, menntaskólakennari i Reykjavik, f. í Frakklandi 16. ágúst 1937 14. Lilleskog, Anny Petra, hús- móðir á Svalbarðsströnd, f. i Nor- egi 10. júli 1944 15. Ohl, Elisabeth Margarethe, auglýsingateiknari i Reykjavik, f. i Þýskalandi 15. mai 1932 16. Perkins, Wayne Dexter, tölvustjóri i Garðakaupstað, f. i Bandaríkjunum 24. janúar 1952 17. Platek, Elvira, húsmóðir i Njarðvik, f. i Astralíu 18. mars 1954 18. Rasmussen, Anna Ingeborg, barn á Akureyri, f. á Islandi 21. janúar 1974 19. Spencer, Carl John, skrif- stofustjóri i Reykjavik, f. i Kan- ada 13. október 1943 20. Thorsteinsson, Asbjörg, hús- móðir i Reykjavík, f. i Færeyjum 13. nóvember 1937 21. Wright, Linda, húsmóðir i Reykjavfk, f. á Islandi 26. mars 1955 22. Þórunn Guðmundsdóttir, barn f Reykjavík, f. i Kólumbiu 1. ágúst 1974 2/3 olíunotkunar fer í einkabílinn Samkvæmt skýrslu frá Orku- stofnun eru nú notuð 90 þúsund tonn af bensíni og 40 þúsund tonn af gasoliu til samgangna hérlend- is eða samtals um 130 þúsund tonn. Til samgangna eru þvi talin fara 22% af heildaroliunotkuninni og nemur gjaldeyriskostnaður af þessari notkun 20-25 milljörðum gamalla króna árlega. Mestur hluti þessarar notkunar, liklegast um 2/3 hlutar er tengdur einka- bifreið. Þessar upplýsingar komu fram i máli iönaðarráðherra i siðustu viku á Alþingi er fjallaö var um rafknúin ökutæki. — Þ Framleiðslukostnaður í landbúnaði Aætlað hefur verið að þáttur söluskatts I framleiöslukostnaði landbúnaðarvara sé um 3.1% af heildarveröi vörunnar. Er þessi áætlun miöuð við framleiöslu- kostnaö landbúnaðarvara i júni 1980. Þessar upplýsingar komu fram i svari landbúnaöarráð- herra við fyrirspurn Jóns Helga- sonar um þátt söluskatts og aö- flutningsgjalda i framleiðslu- kostnaði landbúnaöarvara. 1 svari ráðherra kom jafnframt fram aö þáttur tolla og annarra aðflutningsgjalda i framleiðslu- kostnaði landbúnaöarvara hefur ekki veriö áætlaður, en sérstök nefnd vinnur hins vegar að könn- un á þætti þeirra gjalda, sem um var spurt, i framleiðslukostnaði atvinnuveganna þ.á.m. landbún- aðarins. — Þ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.