Þjóðviljinn - 05.02.1981, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. febrúar 1981
Fimmtudagur 5. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
Starri
i Garöi:
í dagskrá
Áður en lengra er haldið er rétt að
upplýsa, að við i fjósinu erum sammála
um flest sem máli skiptir og
eindregnir samherjar í pólitik
„Þessi ríkisstj órn er
vinveitt verkalýdnum”
„Mætti vera meiri áhugi fyrir verkalýðsfélaginu ”
Heimsókn ífrystihús ísbjarnarins:
Frá vinstri: Sólveig Helgadóttir, Snjólaug Kristjánsdóttir trúnaftar maöur og Sigrlöur Siguröardóttir: Ahuginn á verka
lýðsfélaginu mætti vera meiri. Það er ekki lakara að þið eruð frá Þjóðviljanum.
Það getur oft verið lif og fjör I vinnslusalnum. Hér sjást þær Sigrún Þorgeirsdóttir, Guðmunda Þorbjörnsdóttir, Halldóra Svavarsdóttir og
Asa Viðarsdóttir.
Ef hægt er að tala um
islenska stóriðju er hún
tvímælalaust frystihúsin i
landinu. í mörgum sjávar-
plássum um landið eru þau
miöpunktur atvinnulífs. í
höfuðborginni fer aftur
minna fyrir þessum at-
vinnufyrirtækjunri/ enda
verður margur unglingur-
inn í borginni ekki var við
aðra vinnustaði en
búðirnar við Laugaveginn.
Fyrir tveimur árum tók
ísbjörninn hf. til starfa i
nýju og vel búnu frystihúsi
við Norðurgarð úti á
Granda. Það er i eigu
Ingvars Vilhjálmssonar og
afkomenda hans/ en Ingv-
ar var áður þekktur
togaraskipstjóri og var
einna fyrstur manna til að
hefja héðan vélbátaútgerð
árið 1935. isbjörninn tók
aftur á móti til starfa árið
1944 og þá á Selt jarnarnesi.
Isbjörninn er i hópi stærstu fyr-
irtækja á tslandi. Þar vinna að
jafnaði um 300 manns. Fyrir utan
frystihúsið rekur fyrirtækið
herslu og saltfiskverkun og gerir
út togarana Asbjörn og Asgeir og
togbátinn Asþór sem er 150 tonna
bátur.
Þegar okkur bar að garði i sl.
viku var óvenju lftið um að vera i
frystihúsinu, en von var á togara
straxdaginneftir.
Kaupið
alltof litið
Við rákumst fyrst á Asu Viðars-
dóttur, Halldóru Svavarsdóttur,
Guömundu Þorbjarnardóttur og
Sigrúnu Þorgeirsdóttur, en þær
voru að pakka karfaflökum.
Halldóra sagðist hafa unniö i
tsbirninum i um það bil eitt og
hálft ár og kunna ágætlega viö
Vilhjálmur Ingvarsson framkvæmdastjóri annar frá vinstri og Bjarni
Kjartansson verkstjóri lengst til hægri sýna nýjung i framleiðslu full-
búinna fiskrétta, steinbit tilbúinn á pönnuna.
verkþætti inn i bónuskerfi.
Snjólaug fylgist með bónus-
framkvæmdinni i samvinnu viö
Bolla Thoroddsen, hagfræðing
hjá ASt, en segja má að bónus-
kerfið hafi verið i stöðugri mótun
tvö sl. ár.'
Nú hagar þannig til, að tekiö
hefur verið upp tölvukerfi á
vinnustaðnum, þannig að allur
fiskur er vigtaður inn til fólksins
og nýting og hraði mælt um leiö
og vigtað er það sem frá fólkinu
kemur, unnið og pakkað. Við
spuröum Sigriði hvernig þær
kynnu þessu tölvukerfi.
,,Ég kann þvi mjög vel, og
tel það til bóta. Við getum
meö þessum hætti fylgst mun bet-
ur með afköstum okkar og
nýtingu. Við fáum um það bil
60—80 þúsund krónur aukalega á
viku vegna bónuskerfisins, en það
fylgir þessu mikið vinnuálag og
erfiöi, einkum þegar um er að
ræða 7 punda karfa.”
„Já, við erum tiltölulega
ánægðar með vinnuaðstöðuna”,
sögöu þær einum rómi.
„En það mætti vera meiri
áhugi fyrir verkalýösfélaginu”,
sagði Snjólaug.
Hvernig likar ykkur rikis-
stjórnin og ráðstafanir hennar?
„Þessi rikisstjórn er mjög vin-
veitt okkur verkalýðsnum. Ég er
bjartsýn á að henni takist
farsællega að leysa efnahags-
málin”, sagði Sigriður.
„Rikisstjórnin þarf á skilningi
okkar og stuðningi að halda. Ef
viö stöndum vel að baki þeim
verður stjórnin langlif”, sagði
Snjólaug.
„Framtið rikisstjórnarinnar er
undir fólkinu komin. Við verðum
að standa fast við bakið á þessum
mönnum”, bætti Sólveig þá við.
„Frá hvaða blaði ertu?”,
spurði Sigriður. Og það er nú
Þjóðviljinn. „Ekki er það nú
lakara, blessaður minn”, sagði
hún um leið og haldið var áfram
aö snyrta bjargræðið þannig að
hvorki ormur né bein stæði i koki
þess sem bragðaði steinbitinn.
Bjarni Kjartansson verkstjóri með heilfrystan þorsk, sem sagaöur er I sneiðar og fluttur í neytendaum-
búðum til Bretlands.
sig. Yfirleitt væri alltaf unnið i
bónus og væri kaupið um 1.500
krónur á viku ef unnið væri frá
8—5, sem væri eðlilegur vinnu-
timi. Auðvitað væri kaupið allt of
litið miðað við þá vinnu og álag
sem fólkið legði á sig.
Litið rætt um
þjóðmál
Frimann Sigurnýasson
hamaðist við að færa til fisk-
bakka, en gaf sér þó tima til að
tala við blaðamann litla stund.
Hann kvaðst vera rafvirki að
mennt, en hafa unnið i tsbirninum
i um það bil ár, svona til tilbreyt-
ingar. Hann var að mörgu leyti
ánægður með vinnuna og
aðstöðuna. Hópbónus sem hann
nyti gæfi 50—60 þúsund krónur
aukalega á viku.
Ekki kvaðst hann enn sem
komið væri hafa tekið þátt i starfi
Dagsbrúnar, en hefði fullan hug á
þvi, kæmi til langvarandi vinnu i
tsbirninum.
Hann tjáöi okkur að það væri
ekki mikiö rætt um stjórnmál á
þessum vinnustað, eða
þjóðfélagsmál almennt. Þeir sem
eitthvað létu að sér kveða i þeim
málum væru yfirleitt frekar
umburðarlyndir i garð rikis-
stjórnarinnar, enda fólk orðið
langþreyttá þvi ástandi sem áður
rikti. „Ég hef ekki næga þekkingu
til að meta efnahagsaðgerðir
stjórnarinnar, en mér er auðvitað
mjög illa við þá kjaraskeröingu
sem ég held að i þeim felist”,
sagöi Frimann.
Rikisstjórnin þarf á
stuðningi og skilningi
okkar að halda
A næsta borði hittum við fyrir
þær Sigriði Sigurðardóttur, Sól-
veigu Helgadóttur og Snjólaugu
Kristjánsdóttur. Þær eru allir i
Verkakvennafélaginu Framsókn
og er Snjólaug I trúnaðarráði þar,
enda bónustrúnaðarmaður á
vinnustaðnum. Hún hefur unnið
18 ár i tsbirninum, en starf
hennar sem túnaðarmanns er
fólgið i að fylgjast með hvernig
bónusútreikningar eru fram-
kvæmdir. Eftir aö starfsemin
hófst i þessu nýja húsi hefur verið
unnið að þvi að taka alla
Nokkur orð frá
mér og kúnum
Það hefir nú um hrið verið siöur
minn að fara meö útvarpið með
mér i fjós kvölds og morgna.
Þetta er orðinn vani, og ef útaf er
brugðið lita kýrnar á mig stórum
spurnaraugum. Það eru einkum
< fréttir og veðurfregnir, sem á er
hlýtt, að ógleymdum lestri úr
forystugreinum dagblaðanna, og
nú hafa morgunorð heittrúaðra
leikmanna bæst viö. Fyrst þegar
ég tók upp þennan sið uröu kýrnar
æfar viö þegar upphófst lestur á
leiöara Dagblaösins, næstum
trylltust á básunum, bölvuðu og
slitu af sér mjaltavélar. Þær
sögðu að Jónas á Dagblaðinu vildi
leggja bæði mig og þær niöur við
trog, og sögðust ekki taka slikum
boðskap með þögn og þolinmæöi.
Þó ég væri þeim hjartanlega
sammála, þá þótti mér súrt i broti
að verða af með mjólkina úr
þeim, svo ég neyddist til að bera i
bætiflákann fyrir Jónas, ef ske
kynni að með þvi mætti róa þeirra
æsta skap. Ég sagði þeim að
þegar Jónas væri ekki að skrifa
leiðarann sinn, þá hefði hann það
að atvinnu að smakka á mat og
drykkjarföngum á finum hótelum
hér heima og erlendis og gefa svo
skýrslu i Vikunni um bragðgæðin.
öll þessi leiðaraskrif hans myndu
breytast i okkar garö, ef hann
aðeins kæmi nú i fjósið til okkar
og bragðaði á mjólkinni þeirra
svona spenvolgri. Þær skyldu þvi
ekki taka sér Dagblaðsleiðarann
nærri. Þetta skildu kussur, og
núorðið seturað þeim skellihlátur
þegar tittnefndur leiðari er lesinn
i útvarpinu. Siðan kalla þær
manninn aldrei annað en Jónas
Smakkara, svona i sinn hóp.
Aður en lengra er haldið er rétt
að upplýsa, að við i fjósinu erum
sammála um flest, sem máli
skiptir og eindregnir samherjar i
pólitik. Viö styöjum rikisstjórn-
ina hans Gunnars, ég og kýrnar,
en ekki þó i gegnum þykkt og
þunnt, frekar en þau Albert og
Guðrtln. Við erum t.d. ákaflega á
móti verðbólgu, sérstaklega óða-
veröbólgu. Kýrnar héldu i
upphafi aö þetta væri illkynjuð
tegund af júgurbólgu, það var sú
bólga sem þær þekktu best, bless-
aðar. Ég sagði þeim, — þvi viö
upplýsum hvert annað — aö
verðbólgan væri miklu verri en
júgurbólga, þvi hún legöist ekki-
einungis á júgrin, heldur á allan
likamann þ.e. þjóðarlikamann.Við
höfum þvi hér i fjósinu fylgst af
áhuga með dagblaðaleiðurum og
fréttum, sem upplýsa okkur um
bráðabirgöalög og efnahagsað-
geröir Gunnars og félaga, sem
auövitaö miða allar aö þvi að
finna þá tegund fúkkalyfja er
duga gegn verðbólgunni. Okkur
listnú bara dável á þetta, einkum
þó að hætt skuli að nota tvær
tegundir lyfja, sem báðar höfðu
öfugar verkanir, þ.e. juku bólg-
una, en þaö voru gengissig og
kratavextir.
Nú, þá er ekki _ bráðónýtt aö
verðstöðvun sú, er gilt hefir i
áratug eða meir, skuli halda
áfram að gilda. Að visu hefir
veröstöðvun undangenginna ára
algerlega farið framhjá okkur
hér i fjósinu, og enga vörutegund
þekkjum viö sem ekki hefir veriö
ögn dýrari i dag en hún var i gær.
Hinsvegar veröur núverandi
verðstöðvun hin magnaðasta,
enda tóku stjórnvöld forskot á
sæluna og hækkuöu alla þjónustu
um 10% rétt fyrir áramótin.
Nú, svo eru það 7% 1. mars sem-
launþegar verða af meö, en eiga
aö fá bætt siðar á árinu þegar
þjóðarbólgan fer að minnka.
Okkur sem erum að fást viö
búskap finnst nú ekkert til um
svona smámuni, sem sumir kalla
kauprán. Það hefir nefnilega oft-
ast gengið svo, að vantað hefir
verulega upp á það kaup sem
okkur var ætlað, og þykir slikt
ekki tiltökumál. Miklar voru þær
áhyggjur sem við höfð-
um af þvi hvort þau Guðrún og
Gervasoni tækju upp á þvi að fella
rikisstjórnina, og stóðu kýrnar
hreint á stálma meðan þau mál
leystust ekki.
Og svo kom niðurstaða Kjara-
dóms eins og köld gusa framan i
okkur, eins og Ragnar okkar orð-
aði það. Þó var það nú svo, að
okkur fannst það hálfgerður
nánasarháttur að telja hýruna
eftir þessum sextiu striðsmönn-
um okkar á Alþingi, sem berjast
nótt og dag ár eftir ár við þennan
ógurlega óvætt, þjóðarbólguna,
sem ógnar tilveru okkar á þessu
útskeri. Þrautseigja þessara
manna er undursamleg í þessari
baráttu. Þessi ódrepandi sigur-
vissa, hver og einn kann óbrigðul
ráð til að vinna sigur, en hafa þó
aldrei komist lengra en að verja
undanhaldið. En þegar kom að
háskólamönnum i þessu Kjara-
dómsmáli, þá urðum við ekki
sammála hér i fjósinu. Ég álp-
aðist til að segja kúnum frá þvi,
aö hér um árið hefðu háskóla-
menn fært þau rök fyrir þvi að
þeim bæri hærri laun en öðrum
landsmönnum, að starfsævi
þeirra væri svo stutt. Til að skýra
þetta nánar lét ég þau orð falla,
að starfsævi þeirra væri svona
upp og ofan ekki lengri en meðal
kýrævi.
Þar með var teningnum kast-
aö: Kýrnar tóku ákveðna afstöðu
með háskólamönnum og töldu þá
sina samherja. Ég sat hjá við
atkvæðagreiðslu um þetta atriði i
stjórnmálaályktun okkar til að
forðast illindi.
Mikið vorum við nú spennt fyrir
að heyra nýársboðskapinn hjá
nýja búnaðarmálastjóranum
okkar, hónum Jónasi frænda frá
Ysta-Felli. Við misstum nú þvi
miður af upphafinu. En mikiö var
nú notalegt að hlusta á hann,
blessaðan. Það var nú ekki æsing-
urinn i þeim manni, nei, onei.
Þetta var svo róandi. Röddin var
eins og ljúfur lækjarniöur þegar
vorleysingar eru afstaðnar. Enda
skildist manniaðalltværi i besta
lagi, ekki yfir neinu að kvarta.
Kýrnar lögöust og jórtruöu, ég
settist á skemil út á tröö meö
höndundir kinn. Hann upplýsti að
mjólkurframleiösla væri nú
aldeilis mátuleg, engin ægileg of-
framleiðsla lengur á þvi sviði.
Þá hættu kussur snögglega að
jórtra og litu allar á mig og
spurðu: Ertu þá ekki hættur við
að skjóta okkur næsta haust, eins
og þú sagöist verða aö gera?
Ég tilkynnti þeim hátiðlega að
ég væri steinhættur viö þá fyrir-
ætlun. Þá fóru þær aftur aðjórtra
og lygndu augunum.
Ekki sýndist okkur ástæða til aö
fárast yfir þessum krónum sem
greiða þyrfti á þá kjötbita, sem
ekki ætust innanlands, i það
minnsta meðan landsfeðrum
þætti sjálfsagt að greiða stórar
fúlgur til álbænda suður i Sviss,
sem þar ofan i kaupið gætu hæg-
lega týnst i hafi. Samt var helst á
Jónasi að skilja, að nauðsynlegt
væri að draga saman hina „hefð-
bundnu” búvöruframleiðslu, en
láta ýmsar nýjar búgreinar koma
i staðinn. Það verður að viður-
kennast að þessa speki skildum
viö ekki.
Já, þessar nýju búgreinar, þar
var nú um margt aö velja. Sumt
af þvi sem þar var taliö héldum
við nú jafnvel, að væru gamal-
kunnar búgreinar, svo sem nýting
hlunninda. Af nýjum búgreinum
leist búnaðarmálastjóra einna
best á hrædýrabúskap, þ.e. mink
og tófu. Okkur sýndist hinsvegar
að slik búgrein ætti litiö erindi til
sveita. Hrædýrabúin væru betur
komin út viö sjó i nánd við sjávar-
plássin, þaðan kæmi hvort eð er
ætið i þessi villidýr.
Nú, svo er það nýjasta, sem
stofnuð hafa verið sérstök lands-
samtök um, þ.e. gestabúskapur.
Innan tiðar yrði þá um eftirtaldar
höfuðbúgreinaraðræða á tslandi,
kenndar hver viö sinn búpening:
Sauðfjárbúskapur, kúabúskapur,
hrædýrabúskapur og gesta-
búskapur. Þegar timar liða héti
þetta svo allt hefðbundnar bú-
greinar. Þetta er nú ekki amaleg
framtiöardraumsýn.
Þessi stjórnmálaályktun okkar
verður ekki lengri að sinni, nú
þegar tiu dagar eru liðnir af nýju
ári, enda eins og allir sjá er hér
gripið á öllum höfuð-vanda-
málum dagsins i dag. Okkur
dreymir um þaö, að þrátt fyrir
allt færi nýja árið okkur græna
haga og fullar pyngjur af nýkrón-
um.
Að svo mæltu óskum við
mönnum og dýrum árs og friðar.
Garði við Mývatn, 10. jan. 1981
Skrauta, Skjalda, Búkolla,
Stjarna, Kola, Héla, Grön og
Starri.
P.s. Njóla heitin hefði áreiöan-
lega skrifað undir þetta lika, en
hún varð bráðkvödd á básnum
sinum, nýlega borin, aðfaranótt
30, des. siðastl. Sonur hennar
hefir það gott á dagvistunar-
heimili, sem ég rek hér við hliöina
á fósinu
Starri