Þjóðviljinn - 05.02.1981, Side 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. febrúar 1981
AUGLÝSING
um aðalskoðun bífreiða
í lögsagnarumdæmi
Reykjavíkur í febrúar 1981
Auglýsing um aðalskoðun bifreiða i
lögsagnarumdæmi Reykjavikur i febrúar-
mánuði 1981.
Mánudagur 16. feb. R-l til R-500
Þriðjudagur 17. feb. R-501 til R-1000
Miðvikudagur 18. feb. R-1001 til R-1500
Fimmtudagur 19. feb. R-1501 til R-2000
Föstudagur 20. feb. R-2001 til R-2500
Mánudagur 23. feb. R-2501 til R-3000
Þriöjudagur 24. feb. R-3001 til R-3500
Miðvikudagur 25. feb. R-3501 til R-4000
Fimmtudagur 26. feb. R-4001 til R-4500
Föstudagur 27. feb. R-4501 til R-5000
Bifreiðaeigendum ber að koma með bif-
reiðar sinar til bifreiðaeftirlits rikisins,
Bildshöfða 8 og verður skoðun fram-
kvæmd þar alla virka daga kl. 08:00 til
16:00.
Festivagnar, tengivagnar og farþega-
byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar.
Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna
leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber
skilriki fyrir þvi, að bifreiðaskattur sé
greiddur og vátrygging fyrir hverja bif-
reið sé i gildi.
Athygli skal vakin á þvi að skráningar-
númer skulu vera vel læsileg.
Samkvæmt gildandi reglum skal vera
gjaldmælir i leigubifreiðum sem sýnir rétt
ökugjald á hverjum tima. Á leigubif-
reiðum til mannflutninga, allt að 8
farþegum, skal vera sérstakt merki með
bókstaínum L.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til
skoðunar á auglýstum tima verður hann
látinn sæta sektum samkvæmt umferðar-
lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar
sem til hennar næst.
Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum.
Lögreglustjórinn i Reykjavik,
3. febrúar 1981.
Sigurjón Sigurðsson
Tilkynning
frá hlutafélagaskrá
Skv. hinum nýju hlutafélagalögum nr.
32/1978 bar öllum hiutafélögum sem stofn-
uð voru iynr l. jan. 1980 að samræma
félagssamþykktir sinar ákvæðum laganna
á aðalfundi árið 1980. Nokkur misbrestur
hefir orðið á framkvæmd þessa ákvæðis.
Viðskiptaráðherra hefur þvi ákveðið með
heimild i 160. gr. iaganna að veita loka-
frest i þessu skym til aðalfundar 1981.
Þá ber öllum hiutafélögum að skila til
hlutafélagaskrár staðfestu endurriti árs-
reiknings ásamt endurskoðendaskýrslu
eigi siðar en manuði eftir samþykkt
reikningsins, þo ekki siðar en 10 mánuðum
eftir lok reikmngsarsins, sbr. 105. gr. lag-
anna. Akvæði þetta tók gildi fyrir það
reikningsár sem hofst á árinu 1979. Frá
þessari skyldu er og verður enginn frestur
gefinn skv. iögunum.
Hlutafélagaskrá
Reykjavík, 2 febrúar 1981
01000
AUGL ÝS/NGASIMINN Efí
OIOOO
DJOÐVIUINN
SÍÐUMÚLA 6
Myndargjöf VR til fyrirbyggjandi starfs SÁÁ
Langur biðlisti eftir
plássum til meðferðar
Samtökum áhugafólks um
áfengisvandamáliö var á mánu-
dag afhent myndarleg gjöf frá
Sjúkrasjóði Verslunarmanna-
félags Reykjavikur, 80 þús.
krónur sem SAÁ hyggjast verja
til fræðslu- og fyrirbyggjandi
starfs. Mjög umfangsmikil starf-
semi fer fram hjá samtökunum
um þessar mundir, nýiega var
opnað nýtt eftirmeðferðarheimili
og unnið er af fuilum krafti við
frágang húsnæðis sem samtökin
hafa eignast við Siðumúla og
áætlað er að taka i notkun I mal
nk.
Magnús L. Sveinsson form. VR
og aðrir stjórnarmenn afhenti
Björgólfi Guðmundssyni varafor-
manniSAA gjöf sjúkrasjóðsins og
kom fram ma. við það tækifæri,
að upphaflega var sjóðurinn nær
eingöngu notaður til aöstoðar
félagsmönnum sem áttu við lang-
varandi sjúkdóma að striða, en i
reglugerð hans er lika kveðið á
um fyrirbyggjandi starf og ákvað
stjórn sjóðsins fyrir sl. áramót að
veita þrem aðilum styrk i þvi
skyni að þessu sinni. Auk SAA
styrkti hann Gigtarfélagið og
Hjúkrunarheimili aldraðra i
Kópavogi einnig með 80 þús. kr.
eða 8 milj. Gkr. hvort. Kvaðst
Magnús vona, að unnt yrði i
auknum mæli að verja fé til fyrir-
byggjandi starfs i framtiðinni,
auk þess sem þetta gæti etv. orðið
öðrum fordæmi.
Um 9000 félagsmenn eru nú i
SAA, sem starfrækir siaukna ráð-
gjafar- og meðferðarþjónustu.
Ráðgjöf fyrir alkóhólista, að-
standendur og vinnuveitendur er
daglega i Lágmúla 9 kl. 9—17,
simi 82377, en kvöldþjónusta er kl.
17-23 i sima 81515. Sjúkrastöð
fyrir alkóhólista með 30 rúmum
reka samtökin á Silungapolli og
eftirmeðferðarheimili fyrir 30
manns að Sogni i ölfusi og fyrir 20
að Staðarfelli i Dölum, þar sem
starfsemi hófst i lok nóvember sl.
Þá er rekin fyrir aðstandendur
alkóhólista fjölskyldudeild i sam-
vinnu við Áfengisvarnardeild
Heilsuverndarstöðvar Reykja-
vikur og fræðsla og fyrir-
byggjandi störf eru unnin i
skólum, á vinnustöðum og á
félagsfundum samkvæmt óskum.
Fjöldi starfsfólks hjá SAA er nú
um 40 manns.
1 janúar 1980 festi SAÁ kaup á
574 fermetra hæð við Siðumúla 3-
5. Kaupverð 110 miljónir G. kr.
var miðað við að húseignin væri
tilbúin undir tréverk. Aætlað er
að taka húsnæðið i notkun i mai
nk.
Áfengisvarnardeild Reykja-
vikurborgar hefur tekið 235 fer-
metra á leigu til 10 ára.
Húsnæðið i Siðumúla dugir vei
fyrir stóreflda starfsemi SAA.
Ber þar fyrst að nefna verulega
stækkun fjölskyldudeildar. Þá er
ætlað að hefja námskeið, hópefli,
fyrir þá sem fræðast vilja meira
um sjálfan sig og sjúkdóm sinn.
Þarna verður tviskiptur 120
manna fundarsalur, sem ljóst er
að fullnýttur verður flest kvöld
vikunnar. Að sjálfsögðu fæst
einnig stórbætt aðstaða fyrir
starfsfólk skrifstofu SAA og
fræðslu- og leiðbeiningastöðvar.
Mikil og æ vaxandi eftirspurn
er eftir aðstoð SAÁ og langur bið-
listi eftir plássum bæði á sjúkra-
stöðinni og eftirmeðferðarheim-
ilunum, auk þess sem gifurlega
mikið er hringt bæði til ráðgjafar-
innar og kvöldsimaþjónustunnar
og er greinilegt, að SAA koma
þarna til móts við brýna þörf i
þjóðfélaginu. _vh
Laganemar
aðstoða við
skattfram
talið
Eins og I fyrra mun Orator,
félag lagancma, veita hjónum og
einstaklingum aðstoð við útfyll-
ingu skattframtala fram til 10.
þessa mánaðar.
Framtalsaðstoðin verður veitt
virka daga kl. 17—22 og um
helgar kl. 13—19 og geta menn
komið i Lögberg húsnæði laga-
deildar á þeim timum. Lögberg
ersunnan aðalbyggingar Háskóla
Islands og laganemar hafa þar
aðstöðu á 1. hæð. Fólki er bent á
að koma með öll framtalsgögn
með sér og helst einnig afrit af
siðasta skattframtali.
Þá verður einnig hægt að hafa
simasamband við laganemana á
sama tima i sima 21325 og er
simaþjónustan einkum miðuð við
framteljendur utan Reykjavikur-
svæðisins.
Laganemar þeir sem framtals-
aðstoðina annast eru allir á sið-
asta námsári og hafa sótt sér-
stakt námskeið i skattarétti.
Gjald fyrir þessa þjónustu er 140
nýkr.
lðnaðarráðunautur á Austurlandi:
Ókeypis þjónusta
fyrsta starfsárið
r
Oskad eftir skemmtilegu annríki
Iðnaðarráðunautur sem Sam-
band sveitarfélaga á Austurlandi
hefur ráðið til starfa hefur nú
fengið aðsetur þar eystra og geta
þvi fyrirtæki, svo og áhugamenn
um iðnað og nýiðnað á Austur-
landi snúið sér beint til hans, en
þjónustan er ókeypis fyrsta
starfsárið.
1 frétt frá SSA kemur iram, aö
Halldór Arnason efnafræðingur
og hagfræðingur var ráðinn
iðnaðarráðunautur þess i septem-
ber sl., var fyrstu mánuðina hjá
Iðntæknistofnun tslands, Fram-
kvæmdastofnun rikisins og hafði
samband við fleiri aðila til að
kynna sér sitthvað i sambandi við
starfið, en hefur nú aðsetur að
Heimatúni 2, Hlööum, Fella-
hreppi.
Við ráðningu iönaöarraöunaut-
ar naut sambandiö aöstoöar og
fyrirgreiðslu iönaöarráöuneytis-
ins, sem greiöir laun starfs-
mannsins i eitt ár, en að sam-
komulagi varð, aö SSA tæki að
sér annan kostnaö viö staríiö.
Að fyrsta starfsárinu loknu, er
ráð fyrir þvi gert i samkomulagi
iðnaðarráðuneytisins og S.S.A. að
framhald verði á þessari þjón-
ustu, en þeir sem hennar njóta og
notfæra sér, greiði þá eðlilega og
sanngjarna þóknun fyrir og með
þeim greiðslum verði hún aðal-
lega borin uppi framvegis. Það er
þvi aðeins þetta fyrsta reynsluár,
sem þjónustan er veitt ókeypis og
er það von S.S.A. og iðnaðarráðu-
neytisins, að sem allra flestir færi
sér hana í nyt og láti iðnaðar-
ráðunautinn, Halldór Arnason,
búa við skemmtilegt annriki dag
hvern, segir aö lokum.
— vh
Trésmiðafélag Reykjavikur:
Verkalýðs- hreyfingin
tortryggin á aðgerðir
Trésmiðafélag Reykjavikur
sendi frá sér eítiríarandi
samþykkt, geröa á fundi stjórnar
og trúnaðarmannaráðs 22. jan.
sl.:
,,Stjórn og Trúnaðarmannaráð
Trésmiðafélags Reykjavikur for-
dæmir harðlega siendurtekna
ihlutun stjórnvalda i gildandi
kjarasamninga, eins og gert var
með setningu bráðabirgða-
laganna um s.l. áramót. Einnig
mótmælir fundurinn þeim vinnu-
brögðum stjórnvalda, að þrátt
fyrir marggefnar yfirlýsingar
þeirra um samráð við verkalýðs-
hreyfinguna eru slik samráð að
engu höfð.
Slik vinnubrögð sem þessi eru
fordæmanleg.
Að visu eru gefin fyrirheit þess
efnis að sú skerðing visitölubóta,
nú i byrjun árs, sem leiðir af lög-
'unum skili sér siðar á árinu vegna
afnáms skerðingarákvæða
„Ólafslaga” á visitölu, með
skattalækkun og fleiri fyrirheit-
um sem fram koma i efnahags-
áætlun rikisstjórnarinnar.
Verkalýðshreyfingin hlýtur að
vera tortryggin á þessar aðgerðir
og að þær skili þeim kaupmætti
sem nýgerðir kjarasamningar
tryggðu. Fundurinn telur að þvi
aðeins verði hægt að una þessum
aðgerðum án mótaðgerða að i
raun verði um sama kaupmátt að
ræða og samningar tryggðu.
Af framansögðu hefur fundur-
inn allan fyrirvara á um þessar
ráðstafanir stjórnvalda og áskil-
ur sér fyllsta rétt til nauðsynlegra
aðgerða til þess að tryggja
umsaminn kaupmátt.”