Þjóðviljinn - 05.02.1981, Page 13
Fimmtudagur 5. febrúar 1981 ÞJOÐVILJlKN — SIÐA 13
Norræna húsið og MFA:
Sænskur vísnasöngur
Thorstein
Bergman heldur
þrenna tónleika
hér
Sænski visnasöngvarinn Thor-
stein Bergman heldur tónleika i
Norræna húsinu á laugardag, en
heldur siöan noröur tii Akureyrar
og endar heimsókn sina meö tón-
ieikum á Akranesi. Bergman er
hingaö kominn i boöi Norræna
hússins og Menningar og fræöslu-
sambands alþýöu.
Thorstein Bergmann sver sig i
ætt viö þá hefö sem skapast hefur
i sænskum visnasöng, hann leikur
á gitar og syngur, einkum ljóö
eftir skáldin Dan Anderson, Nils
Ferlin og Emil Hagström auk
eigin ljóöa. Eins og trúbadúrum
sæmir ferðast hann um og flytur
listsina hvar sem fólk vill til hans
heyra, en jafnframt hefur hann
sungið inn á nokkrar hljómplötur.
Bergmann er fæddur 1942 i
bænum Harnösand sem er
norðarlega i Sviþjóð. Hann lærði
ungur að leika á gitar. Arið 1965
kom hann fram i sjónvarpsþætti
og þar meö voru örlög hans ráöin,
hann gerðist visnasöngvari. Hann
samdi lög, ferðaðist um á vegum
MFA þeirra i Sviþjóð m.a. með
söngdagskrá um Suður Ameriku.
Hann gaf út hljómplötur á þess-
um fyrstu árum á listabrautinni
sem náðu miklum vinsældum, en
þær munu nú vera alls 15. Hin
siöari ár hefur hann einkum flutt
eigin kvæði við eigin lög og gefiö
út eina ljóðabók.
Hér áður var minnst á skáldin
þrjú sem Thorstein Bergman
hafa veriö einkar hugleikin, þá
Anderson, Ferlin og Hagström.
Þeir hafa allir samiö ballööur
sem freistað hafa trúbadúra og
eru mikið sungnar.^Anderson fór
viða á sinni stuttu ævi, samdi og
kvæði sem enn halda nafni hans á
lofti, enda fjalla þeir um lifið og
strit hins vinnandi fólks.
Nils Ferlin var bæöi skáld og
söngvari, hans ljóð fjalla mörg
um hinar dökku hliðar mannlifs-
ins. Magnús Asgeirsson þýddi á,
sinum tima nokkur ijóða Ferlins.
Emil Hagström yrkir hins vegar
mest um landsbyggöina meðan
hinir tveir fjalla um borgarlifið.
Þessum skáldum og söng Thor-
stein Bergmans gefst færi á að
kynnast á tónleikum i Norræna
húsinu á laugardag kl. 16., en á
mánudag syngur Bergman i
Amtsbókasafninu á Akureyri kl.
20.30. Siðustu tónleikar hans
verða svo i Fjölbrautaskólanum á
Akranesi á miðvikudag kl. 21.
— ká
Skákþing Reykjavíkur:
Staðan skýrist
Linur hafa nú skýrst a
Skákþingi Reykjavikur, og
hafa þegar þessar línur
eru skrifaóar allar skákir
utan tvær verið kláraðar
og staöan þessi:
1. Jón L. Arnason 5 1/2+ 1 frestuð
skák
2. —3. Helgi Ólafsson og Elvar
Guömundsson 5 v. + 1 frestuð
skák hvor
4. Karl Þorsteins 4 1/2 v.
5. Bragi Halldórsson 4 V. + 1
frestuð ská.
6. Dan Hansson 4 v.
7. —9. Björgvin Viglundsson, Þór-
ir Ólafsson og Sævar Bjarnason 3
1/2 v. hver.
10. —12. Asgeir Þ. Arnason,
Benedikt Jónasson og Hilmar
Karlsson 2 1/2 v.
Hvitt: Karl Þorsteins
Svart: Björgvin Viglundsson
Sikileyjarvörn
9. Be3-0—0
10. 0—0—0-d6
11. Hhe 1-Bd7
12. f4-Bxe3
13. Dxe3-Dc7
14. Dg3-b5
15. Í5-Í6?
1. e4-c5
2. Rf3-e6
3. d4-cxd4
4. Rxd4-a6
5. Bd3-Bc5
6. Rb3-Bb6
7. De2-Re7
8. Rc3-Rbc6
(Mistök sem veikja hvitu reit-
ina. Svartur gat óhræddur leikið
15. -Re5 þvi eftir 16. f6-R7g6 17. h4-
h5! má hann vel við una t.d. 18.
Dg5-Dd8! eða 18. fxg7-Kxg7 19.
Rd4-b4 o.s.frv..)
16. fxe6-Bxe6 18. exd5-Re5
17. Rd5!-Bxd5
(Veikingin á e6-reitnum gerir
aðstöðu svarts afskaplega
erfiða.)
19. Dh3-h6 21. De6-Kf8??
20. Rd4-Hf7
til að finna 22. Dxe5! sem vinnur
strax.)
22. ...-Hc8
(Svartur flýtir sér að valda
drottninguna.)
23. g4-Dc5 26. Hc3-Rc4
24. Bf5-Kg8 27. b4?
25. He3-g6
(Karl var i miklu timahraki.
Hann gat leikið 27. Rc6, leik sem
gerirsvörtum meira en litið erfitt
fyrir.)
27. ...-Dc7 28. De2?!
(Það var ekki að sjá á Karli aö
hér væri um yfirstjórn að ræða.
Til muna öruggara var 28. Bd3.)
28. ,..-gxf5 32. Re6 + -Kh7
29. gxf5-Dd7 33. Dh5-De8
30. Hgl + -Hg7 34. Dh4
31. Hxg7 + -Kxg7
(Illu heilli gengur 34. Dxh6+-
Kxh6 35. Hh3+ ekki vegna 35. -
Dh5. Fallöxin vofði yfir báðum
keppendum.)
34. ...-Df7
9. umferð mótsins var tefld i
gærkvöld . Eins og sjá má ætlar
baráttan um efsta sætið að veröa
æði spennandi, en ein af úrslita-
skákunum er enn ótefld. Þar er
um að ræða viðureign Jóns L.
Arnasonar og undirritaös, en
þeirri skák var frestað vegna
veikinda Jóns.
Frammistaða Elvars
Guðmundssonar hefur komið all-
nokkuð á óvart, og einnig hefur
Karl Þorsteins teflt af mikilli
hörku og virðist vera i örri fram-
för þessa dagana. I 7. umferð
lagði hann að velli Björgvin
Viglundsson i afar tilþrifamikilli
skák. Hún var langt frá þvi að
vera gallalaus, enda einkenndist
baráttan undir lokin af gifurlegu
timahraki beggja aðila.
22. a3??
(Karl átti að visu einungis 5
minútur eftir á klukkunni, en það
ætti samt að vera nógu mikill timi
35. Hh3-Rg8
36. Hg3-Re5!
(Svartur getur óhræddur
tept stöðuna sem kemur upp eftir
37. Hg7 + -Dxg7 38. Rxg7-Kxg7.
Hann hefur þá hrók og tvo ridd-
ara fyrir drottninguna og alla
möguleika.)
37. Dh3
(Lúmskur leikur.)
37. ...-Hc4??
(Eftir 37. -Re7 stendur svartur
til vinnings. Svartur svarar 38.
Dg2 með 38. -Hg8.)
38. Dg2!-Kh8
(Eftir 38. -Hg4 39. Hxg4-Rxg4
40. Dxg4 er staöa svarts vonlaus.)
39. Hg7-De8
40. H h7 + !
— Björgvin gafst upp. Hann er
mát i næsta leik. Spennandi skák.
Ákvörðun
Framhald af bls. 16
þar. Sagðist Eiður ekki
telja skelfiskinn til
skiptanna milli þriggja
staða.
Sjávarútvegsráöherra, Stein-
grimur Hermannsson, sagðist
ekki telja að þessi ákvöröun hans
myndi neitt skaða atvinnulífiö á
Stykkishólmi því nú fengju fyrir-
tækin þar meira magn til vinnslu
en i fyrra. Veitt hefði verið leyfi
til skelfiskvinnslu á Grundarfirði
og Brjánslæk til aö tryggja at-
vinnuástandið á þessum stööum
og haft hefði veriö i huga að aö-
staða væri fyrir hendi á þessum
stöðum til að vinna skelfisk og þvi
þyrfti aö fara út i mjög litla fjár-
festingu.
Auk ofangreindra tók Þorvald-
ur Garðar Kristjánsson til máls
og lýsti stuðningi við ákvörðnn
ráöherra. —Þ
íþróttir
Framhald af bls. 16
varði 2 viti og eitt linuskot á
siðustu minútunum. Vikingur
sigraði siðan leikinn eins og áður
sagði 20-19.
Markhæstir i góðu liði FH voru:
Gunnar 5, Pálmi 6 og Kristján
4/3. Fyrir Viking skoruðu mest:
Steinar 7, Þorbergur 7/1 og Páll 5.
„Þetta er búið að vera ágætt
mót. Við höfum unnið alla leiki
okkar örugglega, að leiknum i
kvöld og gegn Haukum undan-
skildum. Eg held að við höfum
gert okkur glögga grein fyrir þvi
hvar við stóðum i haust, en and-
stæðingarnir ekki og það munar
miklu,” sagði Árni Indriöason
ennfremur. — IngH
• Blikkiðjan
Ásgarði 7, Garöabæ
Onnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verðtilboö
SIMI53468
St. Jósefsspítali
Landakoti
óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk á
saumastofu spitalans:
Forstöðumann/konu, sniðakunnátta
áskilin.
Starfsmann/konu til almennra sauma-
starfa.
Upplýsingar veittar á skrifstofu
hjúkrunarforstjóra milli kl. 11 og 14.
St. Jósefsspitali Landakoti
Simi 19600
ALÞVÐUBANDALAGIÐ
Viðtalstimar þingmanna og borgarfulltrúa
Næstu viðtalstimar verða laugardaginn 14. febrúar kl. 10—12
Stjórn ABR
Áskorun frá stjórn ABR
Stjórn Alþýðubandalagsins i Reykjavik skorar á þá félaga sem enn
skulda gjaldfallin árgjöld að greiða þau nú um mánaðamótin.
* Stjórn ABR.
Alþýðubandalagið Kópavogi heldur ÁRSHATÍÐ
sina laugardaginn 7. febrúarog hefsthún á Þorramat kl. 19.30.Þá verða
skemmtiatriði og dans. Stjórnin
Alþýðubandalagið á Akranesi
Opið húsverður i Rein laugardaginn 7. febrúar frá kl. 13.30.
Gisli Sigurkarlssonkennari les úr ljóöum sinum og situr fyrir svörum.
Hjálmar Þorsteinsson leikur tónlist milli atriða.
Alþýðubandalagið Selfossi
og nágrenni
Garöar Sigurðsson alþingismaður verður með viðtalstima að Kirkju-
vegi 7, laugardaginn 7. febrúar kl. 14. — Stjórnin.
Alþýðubandalagið Selfossi
og nágrenni — Félagsvist
Þriggja kvölda keppni hefst að Kirkjuvegi 7, Selfossi, föstudaginn 6.
febrúar kl. 20.30
Góð verðlaun. Félagar mætið vel og stundvislega og takið með ykkur
gesti! —Hin kvöldin verða auglýstsiðar. — Stjórnin.
Æskulýðsfélag sósialista
Fundur um stefnuskrá Alþýðubandalagsins verður haldinn n.k. laugar-
dag, 7. febrúar kl. 14 að Grettisgötu 3, (rishæð). Nánar auglýst siðar. —
Stjórnin.
Alþýðubandalagið Akureyri
ÁRSHÁTÍÐ
Arshátið Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldin i Alþýðuhúsinu
laugardaginn 14. febrúar.
Húsið opnað kl. 10. Borðhald hefst kl. 20.
Miðasala við innganginn. Einnig er hægt að panta miða i sima 25363
(Ingibjörg), 21740 (Hildigunnur) eða 23871 (Katrín). Arshátiðarnefnd.