Þjóðviljinn - 05.02.1981, Side 16
Aðalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná I blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná i afgreiöslu blaösins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663
t fyrrakvöld voru haldnir i Austurbæjarbiói tónleikar I minningu John Lennon, hins ástsæla Iaga-
og textahöfundar The Beatles. Troðfullt var á tvenna tónleika og komust færri að en vildu. Var það mál
manna að mjög vel hefði tekist, enda lögðu allir okkar fremstu tónlistarmenn á þessu sviði hönd á
plóginn, undir trausti framkvæmdastjórn óttars Felix Haukssonar. Rfkti mikil stemning meðai
áhorenda og flytjendur klappaðir upp margsinnis. Aliur ágóði af tiltækinu rennur til Geðverndarfélags
islands, og er viðbúið að þar hafi bæst i sjóðinn nokkur hundruð þúsund nýkrónur A myndinni sést Egill
Ólafsson syngja lagið Power To The People með tilheyrandi tilburðum. Nánar verður fjallað um tón-
leikana i sunnudagsblaði Þjóðviljans. Ljósm. —gel—
Ákvörðun um að dreifa skelfiskveiðum vekur deilur:
Til að tryggja
atvinnuöryggi
— Segir sjávarútvegsráðherra
DIOÐVIUINN
Fimmtudagur 5. febrúar 1981
Tillaga 3 þingmanna
Erlendir
menn fái
að halda
nöfnum
sínum
Þrátt fyrir aö þeir
taki sér íslenskan
ríkisb orgararétt
Þrir þingmenn, þeir Stefán
Jónsson, Eiður Guðnason og
Salóme Þorkelsdóttir.hafa ákveð-
ið að flytja breytingartillögu við
frumvarp um veitingu rikis-
borgararéttar og felur tillagan i
sér að þeir útlendingar sem fá
islenskan rikisborgararétt þurfi
ekki að skipta um nafn. Sam-
kvæmt islenskum lögum skal
maður er heitir erlendu nafni
taka sér islenskt fornafn er hann
hlýtur islenskt ríkisfang. Þá
skulu börn hans taka islensk nöfn.
Frumvarp um að veita 22 ein-
staklingum islénsk rikisfang kom
til umræðu i efri deild i gær og
mælti dómsmálaráðherra fyrir
þvi. Við það tækifæri lýstu ofan-
greindir þingmenn yfir andstöðu
sinni við það að útlendingar
þyrftu að taka sér islenskt for-
nafn. Bentuþessir þingmenn á að
nafn hvers einstaklings væri það
rikur hluti af persónu hans að
ósanngjarnt væri að krefjast þess
að menn köstuðu nafni sinu fyrir
róða þegar þeir öðluðust
islenskan rikisborgararétt. Þing-
mennirnir töldu þó rétt að börn
viðkomandi tækju sér islenskt
fornafn.
Uta nrikisráðherrar ólafur
Jóhannesson, minnti á að nú
þyrftu útlendingar aðeins að taka
sér islenskt fornafn en fyrir
nokkrum árum þurftu þeir einnig
. að gefa frá sér eftirnafn sitt.
Taldi ráðherra að með þvi hefði
verið farinn millivegur i málinu
auk þess sem enginn væri neydd-
ur tilað sækja um islenskan rikis-
borgararétt.
Ddmsmáiaráðherra lagði
áherslu á að brýnt væri að endur-
skoða gildandi lög um islensk
mannanöfn og tóku þingmenn
undir það. A 6. siðu er birtur listi
yfirþá sem gerð er tillaga um að
öðlist íslenskan rikisborgararétt i
ár. h
Steingrimur Her-
mannsson hefur
ákveðið að veita leyfi til
skelfiskvinnslu á þrem-
ur stöðum við Breiða-
fjörð. Hefur Stykkis-
hólmi verið úthlutað
leyfi til að vinna 7200
tonn, Grundarfirði 400
tonn og Brjánslæk á
Barðaströnd 400 tonn.
Ákvörðun ráðherra að
dreifa vinnsluleyfum á
þrjá staði var harðlega
gagnrýnd á Alþingi i gær
af Eiði Guðnasyni
og Kjartani Jóhanns-
syni. Taldi Eiður að með
þessu væri verið að
stefna atvinnuöryggi
ibúa Stykkishólms i
hættu i framtiðinni en
Stykkishólmur hefur
verið aðalvinnslustaður
skelfisks og skelfiskur
undirstaða atvinnulifs
Framhald á bls. 13
Bæjarfoss stöðvast:
Uppskipunar-
bann í
Skotlandi
Sjómenn óánægðir
með stefnu EBE
1 fiskveiðimálum
Fregnirbárusthingaötillands I
gær um þaö aö uppskipunarbann
væri skolliö á i Skotlandi.
Stöövaöist uppskipun úr Bæjar-
fossi sem var aö flytja frysta sild
á markað. Sjómenn i Skotlandi
eru mjög óánægöir vegna þess aö
ekki hefur verið mörkuð fisk-
veiðistefna innan Efnahags-
bandalagsins. Þeir hafa einnig
lýst óánægju sinni með aö ódýr
fiskur streymi aö meðan ekki
borgi sig fyrir þá aö veiöa. Þvi
hafa þeir hafiö herferð, lokaö
höfnum og ætla aö reyna aö kný ja
á um úrbætur I sinum málum.
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson hjá
Sölumiöstöö Hraöfrystihúsanna
sagöi aö veriö væri aö leita aö
öörum staö þar sem Bæjarfoss
gæti landaö, en þetta mál heföi
komiö svo skyndilega til, aö ekki
heföi gefist timi til aö kanna hver
áhrif uppskipunarbannið hefði.
Hins vegar sagði hann aö mjög
litiö væri um siglingar á erlenda
markaði um þessar mundir,
vegna þess hve veröiö væri þar
lágt. ká
Skelvinnslan
á Barðaströnd:
Fundið fé
fyrir fólkið
og okkur
Fiskifræöingar hafa lagt til aö
rýmkað veröi um skelfiskveiðar I
Breiöafirði i ár og sjávarútvegs-
ráöherra hefur heimilaö 8 þúsund
lesta veiðar i staö 7 þúsund I fyrra
og bætt Brjánslæk við sem þriöja
vinnslustaö. Flóki h.f. sem hefur
bækistöö sina á Brjánslæk á
Barðaströnd hefur fengiö leyfi til
vinnslu á 400 lestum, enda munu
veiöarnar að einhverju leyti nú
færact yfir á Breiöafjörö norðan-
verðan.
Ragnar Guðmundsson á
Brjánslæk sagöi i samtali viö
blaöið að skelvinnslan kæmi til
meö aö bæta mjög atvinnu-
ástandiðá Baröaströnd. Að Flóka
h.f. stæðu ísfiröingar, einn Arn-
firðingur auk Ragnars sjálfs.
„Flóki h.f. hefur m.a. stundaö
hrefnuveiöar”, sagöi Ragnar, og
aöstaöa til vinnslunnar er hér að
nokkru fyrir hendi. Viö höfum
frystiaðstööuna en þurfum aö
stækka húsiö dálitiö. Væntanlega
veröur þaö gert i sumar og skel-
fiskveiðarnar svo hafnar i haust.
Hafnaraðstöðu þarf að bæta og
standa vonir til að af þvi veröi i
sumar.”
Að lokum sagöi Ragnar
Guömundsson aö skelvinnslan
væri fundið fé bæöi fyrir verka-
fólkiö og fyrirtækiö, þvi vinnan
við hrefnuna hefði verið tiltölu-
lega stutt og stopul, en fjárfesting
mikil. — mhg
Breska íhaldiö hætti að hlakka yfir klofningi Verkamannaflokksins
Nýi krataflokkurinn tekur
fylgiö frá íhaldsflokknum
“I
Frá össuri Skarphéðinssyni I
■ Bretlandi:
IEnginn þeirra ellefu
þingmanna sem hyggj-
• ast kljúfa sig frá Verka-
' mannaflokknum og
^tofna nýjan flokk
■ sósialdemókrata myndi
Ihalda þingsæti sinu ef
kosningar færu fram nú.
. Gildir þá einu hvort
IFrjálslyndi flokkurinn
styddi þá eða ekki.
■ Þetta kom fram i ýtarlegri
I skoöanakönnun sem stórblaðið
Enginn ellefumenn
inganna
úr klofningsliöinu
kœmist á þing
vœri kosið nú
Guardian og ITV-sjónvarpsstööin
létu gera í kjördæmum ellefu-
menninganna.
Samkvæmt skoðanakönnuninni
myndi hinn tilvonandi flokkur
sósialdemókrata veröa annar
stærsti flokkur Bretlands, næst á
eftir Verkamannaflokknum. 011-
um á óvart sýndi könnunin aö ein-
ungis litill hluti af fylgi Verka-
mannaflokksins myndi snúast á
sveif meö sósialdemókrötum.
Mestur hiuti fylgis þeirra myndi
hinsvegar koma frá ihaldinu sem
nú er hætt aö hlakka yfir klofn-
ingnum i Verkamannaflokknum,
og sér fram á mikið fylgistap til
nýja flokksins við næstu kosn-
ingar. Frjálslyndi flokkurinn
myndi jafnframt missa mikinn
hluta af fylgi sini og ef til vill
þurrkast út af þingi.
Þess má geta að fyrri skoöana-
kannanir, sem m.a. voru geröar
af siödegisblööum eins og The
Sun, og sýndu fylgishrun Verka-
mannaflokksins, höföu þann ann-
marka aö vera geröar i hefð-
bundnum ihaldskjördæmum. En
samkvæmt skoðanakönnun
Guardian kæmist David Owen,
einn af leiðtogum klofnings-
manna og fyrrverandi utanrikis-
ráöherra, ekki einu sinni aö sem
þingmaöur þó aö hann sé fram-
bjóöandi i kjördæmi þar sem
vænta má verulegs ihaldsfylgis
yfir til nýja flokksins.
Stuöningsmönnum Verka-
mannaflokksins hefur létt nokkuð
viö þessi tiðindi, en Michael Foot
leiðtogi flokksins hyggst gera
frekari tilraunir til þess að halda
klofningsliðinu inni, og segir að
nú skipti öllu máli ,,aö öll litbrigði
flokksins sameinist til aö varna
þvi að Thatcher sparki bresku
þjóðinni fram af barmi glötunar-
innar”.
—ekh