Þjóðviljinn - 13.02.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.02.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. febrúar 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ vidtalið Var Abraham Lincoln svona stór i alvörunni? Ábyrgðin enn meiri... Gro Harlem Brundtland, nýr forsætisráðherra Noregs, gerir sér að sjálfsögðu grein fyrir þvi að það hefur mikla táknræna þýðingu fyrir jafnréttisbarátt- una að hún er fyrst kvenna I landi sinu i svo hárri vaida- stöðu. — Að sjálfsögðu hvilir mikil ábyrgð á forsætisráðherra, sama hvers kyns hann er, segir hún i blaðaviðtali. En það er sjaldgæft aö konur gegni mikl- um valdastöðum. Þetta þýðir að það eru gerðar meiri kröfur til þeirra og að það verður betur fylgst með frammistöðu þeirra en karla. Þetta leiðir til þess að ábyrgðin verður enn meiri... Um illmennsku Guð hefur þolinmæði með hin- um illa, en ekki um alla eilifð. Cervantes (Don Quixote) Illmennska er veikleiki. Milton (Samson Agonistes) Sóiin skin iika á þann illa. Seneca Enginn varð skyndilega illur Juvenal 1 þessum heimi er vinsælt að krydda með illu. Longfeliow Þessi börn Mamma er orðin uppgefin á rellinu um kettling, sem hún telur, að ómögulegt sé að eiga i fjölbýlishúsi: — Svona, nú er nóg komið! Þið verðiö bara að velja milli kettlings og min! — Pabbi, hvað finnst þér að við eigum aö gera? Ég er nú ekki vel að mér i hagfræði, en ég held það sé að- eins timaspursmál hvenær bill- inn verður ódýrari en bensinið. Málshátturinn Þvi meira Syfjar sem sefur. Rætt við Árna Jónasson, erinreka Stéttarsambands bænda Jafnvægi náð milli fram- leiðslu og sölu? Mörg orð og ekki öll sann- gjörn né ýkja viturleg hafa verið látin falla i garð bænda vegna dugnaðar þeirra við framleiðslu á mjólk og mjólkur- vörum nú sfðustu árin. Hefur flónskan jafnvel komiast á það stig, aðstöku „spekingur” hefur talið, að við ættum með öllu að hætta mjólkurframleiðslu en neyta eingöngu innfluttra mjólkurafurða. Þótt flestir telji að slikar tillögur séu norðan og neðan við það að vera umræðu- hæfar þá var bændum sjálfum það fullljóst, að I óefni stefndi með siaukinni framleiðslu I þjóðfélagi þar sem verðbólga og þar af leiðandi hár framleiðslu- kostnaður gerir allan útflutning óhagstæðan. Þeir gripu þvi sjálfir til úr- ræða til framleiðslutakmörk- unar, þar sem annars vegar var kvótakerfið og að hinu leytinu kjarnfóðurgjaldið. Og nú liggja fyrir tölur um það, að mjólkur- framleiðslan á siðasta ári varð 8,7% minni en á árinu 1979. Má ætla, að þar með hafi a.m.k. nokkurnveginn náðst jafnvægi á milli framleiðslu og neyslu, og það þegar i fyrstu atrennu, ef svo má að orði komast. Við spurðum Árna Jónasson, erindreka Stéttarsambands bænda að þvi, hvort hann teldi ekki einsýnt, að þær aðgerðir, sem bændur sjálfir ákváðu til Árni Jónasson takmörkunar á framleiðslunni, hefðu valdið þessum umskipt- um. — Jú, ég held, að það séu þær, fyrst og fremst, sagði Arni. Menn hafa nú talað um að fóðurbætisskatturinn ætti hér i megin þátt. en það er kannski erfitt og fullyrða nokkuð um hver sé megin ástæðan. En við erum nú hér með alveg nýjar tölur, sem virðast sýna nokkuð glöggt að áhrif fóðurbætis- skattsins hafi verið tiltölulega litil. Við höfum hér uppgjör fyrir alla bændur, sem eru i nautgriparæktarfélögunum og ná þær yfir árin 1980 og 1979, og þær sýna, að mjólkurmagnið á kú minnkar ekki nema um 53 ltr. á milli ára. Hinsvegar var kjarnfóðurgjöfin 870 kg. á kú 1979 en 643 kg. 1980 og hefur þannig minnkað um 230 kg. á kú. Minnkun kjarnfóður- notkunarinnar hefur þannig valdið óverulegum samdrætti á mjólkurmagninu eftir kú. Aftur á móti hafa þessir bændur fækkað um eina kú að meðaltali. Þær voru 25,5 en eru nú 24,5. Þetta bendirtil þess, að kvótinn vegi hér þyngra en fóðurbætis- skatturinn. Við áttum naumast von á þvf. Bændur i nautgripa- ræktarfélögunu m eiga nú 22 þiís. kýr eða 2/3 af öllum kúm i landinu þannig að þetta er mjög marktækt og sú lang-traustasta heimild, sem hægt er að benda á til þess að sýna þetta. En i heild eru áhrifin af þessum ráöstöf- unum bænda þau, að mjólkur- framleiðslan hefur minnkað um 8,7% eða um 10 milj. ltr. — Telurðu þá að náðst hafi nokkurnveginn jafnvægi á milli framleiðslu og neyslu mjólkur- afurða? — Já, það sýnist okkur. Og ég held að mjólkin megi a.m.k. ekki minnka mikið úr þessu.eigi ekki að verða timabundinn mjólkurskortur. Við óttumst það fremur, að afturkastið verði of mikið. — Bendir nokkuð til þess að framleiðslan aukist á ný á yfir- standandi ári? — Ekki sé ég það. Og það þvi slður þegar þess er gætt, að or- sökin liggur i fækkun kúa. Og það er mjög liklegt að þessi þróun i mjólkurframleiðslunni verði til þess að stutt verði i að bændur fái fullt verð fyrir fram- leiðsluna. Það nær þó ekki til ársins 1980 þvi skerðingin er mest siðustu 4 mánuðina, sumir hafa kannski minnkað við sig meira en þeir þurftu að gera, aðrir e.t.v. fremur aukið við og þeir fá náttúrlega einhvern skell, en þegar við litum á landið i heild þá sýnist manni, að náðsthafisá árangur, sem að var stefnt. Og það er ákaflega ánægjulegt að hann skuli hafa náðst vegna aðgerða bænda sjálfra en ekki fyrir eitthvert valdboð ofan frá. — Ber ekki enn á þvi aö fram- leiðslan sé mismikil eftir mánuöum? — JU, það gerir það og bænd- um er það alveg ljóst, að úr þvi þarf að bæta og munu leitast við að gera það. — Veistu til þess að nokkur brögð séu að þvi svo heitið geti að bændur hafi horfið frá kúa- búskap vegna þessara aðgerða? — Það er vafalaust til,en þó er litið um það að þvi er snertir stærri kúabúin og það eru þá einkum bændur, sem voru að þvi komnir að breyta til hvort sem var. Þar kemur til aldur, heilsufar o.fl. En svo skaltu tala betur um þetta allt saman við hann ölaf E. Stefánsson, nautgripa- ræktarráðunaut. Við munum gera það. — mhg SkíðadellanUr dagbókGunnu Jóns. I. Maðurinn þinn getur náttúrlega ekki gengið I nýja dressinu, en uppi brekku verður hann algert æði! Fyrir að anda djúpt — Þrjá skildinga, takk! Við hjónin byrjuðum að undirbúa okkur strax Það er óhjákvæmilegt að fjárfesta I almenni- Við fórum á mjög finan vetrariþróttastaö I i sumarfriinu... legum útbúnaði... austurrisku ölpunum... ■hhbbh < p o Ph f Bless, mamma! Ég fer til ! Filips! y'\Bless! HS73 © Bvlls ( Þú gleymdir aö segja „komdu snemma heim!” 4«

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.