Þjóðviljinn - 13.02.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.02.1981, Blaðsíða 7
Föstudagur 13. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 7 KVIKMYNDAHÁTIÐIN í REGNBOGANUM Hátíðin verður ekki framlengd — Það er útilokað að fram- lengja kvikmyndahátiðina vegna þess að við þurfum að senda myndirnar úr landi á mánudag- inn, — sagði Örnólfur Arnason, framkvæmdastjóri Listahátiðar, i samtali við Þjóðviljann i gær. — Sumar myndirnar eru reyndar þegar farnar, t.d. danska myndin Johnny Larsen, sem mikið hefur verið spurt uin. örnólfur sagði að tekið hefði verið til þess ráðs, vegna hinnar miklu aðsóknar að fjölga sýning- um um helgina, og verður byrjað aðsýna i öllum sölum Regnbog- ans kl. 1, bæði á morgun og á sunnudaginn. — Okkur þykir leitt ef fólk hefur misst af myndum sem það ætlaði að sjá, en það stafar af þvi að fólk er ekki orðið vant kvik-. myndahátiðum ennþá, sagði örnólfur. Munurinn á kvik- myndahátið og venjulegum bió- sýningum er sá,að aðeins er hægt að sýna hverja mynd i örfá skipti á hátið. Við sýnum kannski myndirnar fyrir hálftómum söl- um fyrstu dagana, og svo komast ekki allir sem vilja þegar við höf- um færtþæriminnisalina siðustu dagana. En þetta hlytur að lærast smám saman; menn verða bara að gera sér grein fyrir þessu eðli kvikmyndahátiöar og reyna að sjá myndirnar sem fyrst. En það er fleira i fréttum af kvikmyndahátiðinni. Tvær en sýmngum fjölgað um helgina myndanna, sem auglýstar höfðu verið, komu ekki til landsins og falla þvi út úr dagskránni. Þær eru Trúnaðartraust eftir Ung- verjann Istvan Szabó, og í hjarta hvirfilbylsinseftir V-Þjóöverjann Hark Bohm. 1 staðinn var bætt inn i dag- skrána annarri Hitchcock-mynd: Jamaica-kránni frá 1939, og verður hún sýnd um helgina ásamt Fuglunum. Þessar tvær myndir eiga það reyndar sam- eiginlegt aö vera byggðar á skáldsögum eftir Daphne du Maurier. Jamaica-kráin tThe Jamaica - Inn) var siðasta myndin sem Hitchcock gerði i Bretlandi. Arið eftir gerði hann fyrstu Holly- wood-myndina sina, og var hún lika eftir sögu du Maurier: Rebecca. Aðalhlutverkið i Jamaica - kránni leikur Charles Laughton, og má eiginlega segja að myndin sé hans verk ekki siöur en Hitch-, cocks. Laughton leikur aðals- mann sem hefur ræningjahóp á sinum snærum og lætur ræningj- ana slökkva á vita til þess að skip brotni i spón á sker jum og hægt sé að ræna verðmætum farmi Val eða óbreyt- anleg stærð? PÓLLAND 1980. Leikstjórn og handrit: Krzysztof Zanussi Aðalhlutverk : Tadeusz Bradecki, Zofia Mrozowska, Malgorzata Zajacekowska. Konstantur sver sig mjög i ættir við fyrri myndir Zanussi t.d. Spiralinn sem sýndur var i Háskólabiói fyrir svo sem tveim- ur árum. Myndir hans eru fullar af táknum, hann notar snöggar skiptingar milli atriða og nær þannig hraða i myndina. Konstantur er stærðfræðilegt hugtak og þýðir föst óbreytanleg stærð. I myndinni tengist það stærðfræðikennslu sem Witold aðalpersónan sækir i háskólan- um. Stærðfræðin er leikur að hug- myndum, leit að leiðum, en þar eru ýmsar stærðir gefnar. Sömu sögu er að segja um lif og starf Witolds, hann er að leita og reynir að halda sér hreinum sem óþekktri stærð i sviptingum heimsins. Þegar myndin hefst er Witold i herþjónustu, þessu dæmigerða athvarfi karlmennskunnar. Hann þarf að standast ýmsar þrek- raunir, en hefur alltaf i huga af- rek föður sins sem fórst i leiðangri er hann var að klifa Himalajafjöllin. Witold dreymir um að ljúka verki föður sins, snævi þakin fjöllin koma fyrir hvað eftir annað sem merki hreinleikans, karlmennskunnar og dauðans. Witold heldur út i at- vinnulifið, gefst tækifæri til að ferðast, þar á meðal til Indlands og Vestur-Berlinar. 1 Indlandi opnast honum sýn inn i heim framandi siða og mikillar fátæktar, jafnframt þvi sem hann sér félaga sina baða sig i lúxus og reyna hvað þeir geta til að græða og svindla á ferðinni. I Indlandi hittir Witold unga vesturlandabúa, sem gerst hafa Hindúar og vilja fá hann með i leikinn. Hann svarar þvl til að hann sé mótaður af ákveðnum aðstæðum og gæti ekki breytt yfir i aðra menningu eins og ekkert sé, þau hin hafi valið leið hindu- ismans, landsmenn geti ekkert valiijþeir sitja fastir þar sem þeir eru komnir i fátækt sinni. Þeir geta vist valið, þeir hefðu getað unnið sig upp og t.d. gerst kristn- ir, svarar ungi maðurinn og af- greiðir þannig hinar miklu and- stæður sem rikja i veröldinni. Myndin undirstrikar hins vegar rækilega að það er ekki um neitt val að ræða, það virðist allt „konstant”. Af ferðum sinum um heiminn dregur Witold þá ályktun að hann vilji ekki blanda sér i spillinguna, meira að segja vill hann berjast gegn henni. En i kerfi þar sem allt er konstant kemur baráttan aðeins niður á honum sjálfum. Honum er vikið úr starfi, það er komið i veg fyrir að hann geti komist f feröina langþráðu upp i Himalajafjöllin. Honum er meinað að halda áfram á braut afa sins, sem barðist i striðinu og lét þar lifið, og föður sins sem hélt á vit hins ókunna i glimu við hina miklu náttúru. Lokasenan skilur áhorfandann eftir með spurn- ingar á vörum. Zanussi er mikill pælari, honum er dauðinn hugleikinn, hið hreina á móti hinu spillta, leið tærra vfsinda (hugsunar) gegn atvinnu- lifinu, þar sem sambönd og peningagræðgri eru alls ráðandi. Witold er eins og vin i eyðimörk mannlifsins, stundum virðist hann einum of saklaust lamb inn- an um úlfana i þessum karlmannaheimi sem myndin lýsir. Alþekkt aðferð, þar sem einum saklausum er stillt upp til að sýna allt hið vonda. Mynd Zanussi er verulegt augnayndi á að horfa, þar rikir mikil tækni og öguð leikstjórn. Konstantur gefur áhorfandanum ýmislegt að hugsa um, myndin lætur mörgum spurningum ósvarað eins og góð listaverk eiga að gera. Það er reyndar langt siðan ég hef séð mynd sem ber slikan karlmennskublæ yfir sér. Konurnar sem koma við sögu, móðir Witolds sem berst við dauðann og hjúkrunarkonan sem Witold verður ástfanginn af, eru báðariaflhinu hreina en gegna þvi hlutverki að leiða Witold áfram um hina spilltu veröld. Samt sem áður kemur barátta Witolds okkur öllum við, hann stendur ekki eins einn og myndin gefur til kynna. —ká. þeirra. Ymislegt fleira gerist i myndinni, sem að sögn Viöars Vikingssonar i undirbúnings- nefnd Kvikmyndahátiðar er mjög ensk, full af sjóræningjum og smyglurum. —'h Hrollvekjumeistarinn Hitchcock, sem lést I fyrra, á tvær myndir á kvikmvndahátið. n I dag 1 dag verður sýnd ný mynd á kvikmyndahátiðinni: Vikufri (Une Semaine des vacances) eftir Frakkann Bertrand Tavernier. í henni segir frá kennslukonu sem ákveður að taka sér fri frá kennslunni i viku til að athuga hvert stefnir i lifi hennar. Nathalie Baye leikur aðalhlutverkið. Mynd þessi var gerði fyrra og hefur hlotið mjög góða dóma. Sýnd kl. 3.10 og 5.10. Haus tm araþon, sovéska gamanmyndin um manninn sem vildi gera öllum til geðs og klúðraði lifi sinu eftirminnilega, verður sýnd i siðasta sinn kl. 3.00, 4.45 og 6.45 i dag. Jónas, sem verður 25 ára árið 2000, svissneska myndin um 1968-kynslóðina, er einnig á dagskrá i siðasta sinn i dag, kl. 3.05, 5.05 Og 7.05. Og þa er lika siðasta tækifæri i dag til að sjá Pcrceval frá Wales, eftir Eric Rohmer, myndina sem sýnd var við opn- un hátiðarinnar og byggð er á riddarasögu frá 12. öld. Kl. 8.30 og 11.00. Fuglarnir, eftir meistara Hitchcock er á dagskrá kl. 9 og 111 kvöld. Myndinvar gerð 1963 °g byggð á skáldsögu eftir Daphne du Maurier, og er áreiðanlega með frægari mynd- um Hitchcocks, sem lést i fyrra. óp úr þögninni — kanadisk mynd um nauðganir. Siðasti sýningardagur. Kl. 9.05 og 11.05. Buster Keaton er að sjálfsögðu á dagskránni, og verða að venju sýndar tvær langar myndir hans og tvær stuttar. Kl. 3, 5 og 7 verður sýnd myndin Hnefaleikarinn, aukamynd: Báturinn.og kl. 7, 9 og 11 verður sýnd myndin Fyrir vestan er best, aukamynd: Leikhúsið. 1 STORKOSTLEGAR VERÐLÆKKANIR SÍÐUSTU DAGA UTSOLUNNAR Fatnaður á alla fjölskylduna Dömuúlpur Dömuvesti Dömusíðbuxur Barnarúllukragabolir Barnamittisjakkar Herraskyrtur Herrasokkar Verð áður 349,00 149,00 189,00 29.95 99.95 79.95 19.95 Verð nú 199,00 39.95 59.95 9,95 9.95 39.95 7.95 Fyrir heimilið Verð áður Verð nú Hakkavél 159,00 69,95 Speglar m. mynd 155,00 59,95 Leirblómapottar 59,95 29,95 Trébretti 32,95 4,95 Matardiskar 69,95 29,95 Hárþvottalögur 22,95 15,95 Freyðiböð 49,95 19,95 Hljómplötur 119,00 35,00 Gerið góð kaup , verslið ódýrt HA6KAUP

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.