Þjóðviljinn - 13.02.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 13.02.1981, Blaðsíða 15
Föstudagur 13. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 M Hringið í sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum frá & lesendum Léleg læknaþjónusta Ari Guðmundsson hringdi: — Ég hef veriö að hugsa um það, hve léleg sú þjónusta er, sem islenskir heimilislæknar veita. Yfirleitt eru þeir til við- Lífeyris- sjóðir ríði á vaðið Rannveig Sveinsdóttir hringdi: — Ég er satt að segja orðin hundleið á öllu þessu kjaftæði um vandamál gamla fólksins, og finnst timi til kominn að farið verði að gera eitthvað i málinu i staðinn fyrir að velta þvi fram og til baka i blaðagreinum. Ég legg til að lifeyrissjóðirnir riði á vaðiö og opni banka- reikning og komi af stað lands- söfnun i þvi skyni að koma upp B-álmu Borgarspitalans með hraði. Það er gamalt fólk útum allan bæ sem á peninga og mundi vilja leggja þessu máli lið. Og við hin eigum lika eftir aö verða gömul og ættum að hugsa um það sem biður okkar. tals i sima einn klukkutima á dag, og er ekkert tillit tekið til þess að sjúklingar eiga ekki alltaf auðvelt með að komast i sima, og þvi siður að liggja i simanum allan þennan klukku- tima, þvi oftast er á tali allan timann hjá þeim læknum sem hafa eitthvað að gera. Ég var um tima staddur i Cabella, sem er smábær i Hol- landi, rétt hjá Rotterdam. Svo vildi til að litil stúlka i húsinu þar sem ég bjó fékk blóðnasir. Ég þóttist fullfær um að hjálpa henni, þar sem ég hafði lært hjálp i viðlögum og fleira þess- legt, en það dugði ekki, og náði ég þá i lækni i sima. Hann kom eftir tæpt korter, stöðvaöi blóð- nasirnar, og kenndi mér hvernig ég ætti að meðhöndla telpuna. Eftir örstutta stund kom bill frá lyfjabúö með lyfin sem læknirinn hafði fyrirskipað, þvi telpan hafði misst talsvert Guöjón Sigurf innsson hringdi: — Mig langar til að koma þeirri spurningu á framfæri, hvort lögð veröi útsvör i vor á þá sem aðeins hafa lifeyri og tekju- tryggingu sér til framfærslu. Ég veit um dæmi þess að út- svar hefur verið lagt á fyrir- fram og siðan endurgreitt siöar af blóði. Reikninginn fengum við svo sendan mánuði siðar. Þetta rifjaðist upp fyrir mér um daginn þegar ég fékk slæma inflúensu og reyndi að ná sam- bandi við helgidagalækni. Ekki var hægt að fá að tala við hann i sima og fólkið sem svaraði gat engar ráðleggingar gefið. Ég varð þvi að biðja um að fá lækn- inn heim og hann kom —- eftir hálfan annan klukkutlma. Siðan hringdi hann i lyfjabúð, og hefur sennilega ætlast til þess að ég klæddi mig upp úr rúminu og færi sjálfur að ná i lyfin. Mér finnst oft að læknar hugsi fyrst og fremst um að græöa. Margt af þvi sem flokkast undir lélega þjónustu má áreiðanlega bæta án peningaútláta, aðeins með svolitilli hugsun. Þetta er engum einstökum lækni að kenna, heldur er hér um þjóð- félagslegan sjúkdóm að ræða, sem þarf að lækna. á árinu. Þetta getur komið sér illa fyrir menn sem eru nýhættir að vinna. Það er oft mikið skattafarganiö á þá menn, ég þekki það af eigin raun. 011 hækkun á tryggingunum fer beina leiö til baka. Mér finnst að réttara væri að hækka trygging- arnar minna, en láta okkur hafa þær friar. Verða útsvör lögð á líf- eyri og tekjutryggingu? Gátur 1. Hvað er það sem getur ekki gengið en getur þó hlaupið? 2. Hvaða jarðarhluti inni- heldur annan jarðar- hluta? 3. Hvaða dýr er það sterk- asta? 4. Hvernig er hægt að hafa kjötið ferskt allt árið? 5. Hvað þarf úlfurinn að ganga langt inn í skóginn til að eiga jafn langt út úr honum aftur? 6. Hvað er það sem kuld- inn fær til að svitna? 7. Hvað er það er fylgir öllum? 8. Hvaða skeið er aldrei borðað með? 9. Hvað er það sem alltaf er hægt að skjóta? 10. Hvernig er hægt að skrifa rautt með svörtu bleki? Svör við gátum 1. Kona að mjólka kú. 2. Regnboginn Brandari Faðirinn: Hvað hefur þú nú lært í skólanum i dag? Einar: Pabbi, ég hef gleymt þvi öllu. Faðirinn: Gleymt því öllu. Það er leiðinlegt. Hann Siggi litli, félagi þinn, man allt þegar hann kemur heim. Einar: Já, hanná líka svo miklu styttra heim. Barnahornid Finndu fimm villur í f Ijótu bragði virðast þessar tvær myndir eins en vii nánari athugun kemur í I jós að það vantar f imm atrið á neðri myndina. Getur þú fundið þau? Morðgátan Biómyndin i kvöld nefnist Morðgátan (The Detective). Leikstjóri er Gordon Douglas, aðalhlutverk leika Frank Si- natra og Lee Remick. Lik af ungum pilti, syni auðugs borgara, finnst illa leikið. Lögreglumaðurinn Joe Leland fer á stúfana og með þvi að rekja atburðina fyrir morðið fer sterkur grunur að beinast að fyrrverandi her- bergisfélaga piltsins. Við nánari eftirgrennslan kemst Joe að þvi að sá grunaði er kynvilltur. Löggan tekur hann fastan en hann er ekki aldeilis á þvi að játa. Þá þjarma þeir mjög að honum til að fá fram játningu. Inn i þetta blandast svo að sjálfsögðu ástamál lög- reglumannsins. Hann giftist ungri konu sem lifað hafði skrautlegu lifi og hjónabandið varð eitthvað rósótt. Þokkaleg leynilögreglu- mynd, segir Kristmann Eiðsson þýðandi myndarinnar. — S.K. Frank Sinatra leikur aöalhlut- verkið i föstudagsmyndinni. >. Sjónvarp TT kl. 22.00 Fasteignamarkaöurinn verður á dagskrá i þættinum i dag. Innan stokks og utan í þættinum „Innan stokks og utan". i kvöld verður ma. fjallað um fasteignamarkað eins og hann er i dag. Þeir Ragnar Tómasson frá Fasteignaþjónustunni og Jón Guðmundsson frá Eigna- miðluninni fræöa okkur um það. Þá verður og rætt viö félaga i S.A.A., sagt frá fjölskyldu- námskeiðum sem þar eru haldin, og rætt við þátt- takanda námskeiðsins. • Útvarp kl. 15 .00 Myndlistaskólinn verður sóttur heim og talaö við Katrinu Briem skólastjóra. Litið verður inn i kennslustund hjá yngstu nemendum skólans, en þeir eru 5—10 ára. Sigurveig Jónsdóttir og Kjartan Stefánsson stjóran þættinum. _ Efnameng un á vinnu- stöðum i kvöid er á dagskrá útvarps seinni þátturinn um vinnu- vernd, sem er i umsjá Gylfa Páls Hersis, Sigurlaugar Gunnlaugsdóttur og Þrastar Haraldssonar. Fjallað verður um cfnamengun á vinnu- stöðum. Lýst er vexti efnaiðnaðar og eftirliti með efnamengun i andrúmslofti vinnustaða, greint frá afleiðingum hennar: krabbameini, heilaskemmdum ofL.Tekin eru dæmi af einstökum at- vinnustéttum og einkum dvalið við áhrif leysiefna (þynnis) sem málarar nota. • Útvarp kl. 21-45 Þá eru plastefninu epoxy gerð sérstök skil, greint frá nota- gildi þess og rakin atburðarás i deilubyggingarverkafólksog yfirvalda i Kaupmannahöfn 1978—1979, sem snerust um hversu hættuleg epoxy væri og hvort yfirvöld gætu skikkað verkafólk til að vinna með ákveöin efni. Að lokum eru tiundaöar helstu kröfur verkafólks i baráttunni gegn efnamengun á vinnustööum. Þess má að lokum geta, að Gylfi Páll Hersir vinnur nú ásamt öðrum að umfangsmik- illi vinnuverndarkönnun i járn- og byggingariðnaði á Akureyri og á höfuðborgar- svæðinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.