Þjóðviljinn - 13.02.1981, Blaðsíða 3
Föstudagur 13. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Hópurinn sem stendur aft sýningu Garftaleikhússins á Galdralandi. Efri röft f.v.: Aftalsteinn Bergdal,
Þórir Steingrimsson og Randver Þorláksson. Fremri röft.: Maria Hauksdóttir, Orn Gunnarsson og
Nikulás Þórftarson.
Enn eitt leikhús:
Garðaleikhús
sýnir Galdraland
Samstarfshópur
MS um fiskeldi:
Gefið
fisk-
eldinu
meiri
gaum
Staftift hefur yfir svo nefnd
Þorravika hjá nemendum MS og
hafa nemendurnir kynnt sér ýmis
svið þjóftlifsins þennan tima.
Einn hópurinn kynnti sér fisk-
eldismál og hefur hann sent Þjóft-
viljanum skemmtilega skýrslu
um málift aft lokinni kynningu og
fer hún hér á eftir:
Eftir að hafa kynnt okkur fisk-
eldi á þorraviku Menntaskólans
við Sund viljum viö leggja eitt-
hvaö af mörkum til umræðu um
fiskeldismál á Islandi.
Eins og flestum er sjálfsagt
kunnugt eru á íslandi kjörnar
aðstæður til fiskeldis. Þykir
okkur að þessu málefni hafi ekki
verið sinnt sem skyldi og að yfir-
völd mættu styöja betur við bakið
á þessari grein búskapar, svo
sem með auknum fjárframlögum
til rannsókna á þessu sviðið og
hagkvæmari lánum til frum-
kvöðla. Við skoðuðum laxeldis-
stöð rikisins i Kollafirði og okkur
fannst greinilegt að þar mættu
gjarnan koma til meiri f járfram-
lög til eflingar á rannsóknum á
þessu sviði. Okkur finnst hálf
skritið, að á sama tima og miklu
fé er varið i óhagkvæm togara-
kaup er tiltölulega litlu fé varið til
fiskeldismála. Þá eigum við bæði
við laxeldi til útflutnings og
möguleika á ræktun á nytjafiski,
sem án efa er framtiðin i þessum
málum og gróðavænlegra en tog-
arakaup, a.m.k. þegar til lengdar
lætur. Við viljum hvetja islensk
yfirvöld til að sýna meiri fram-
sýni i þessum málum svo að viö
tslendingar verðum ekki á eftir
öðrum þjóðum. Slikt yrði skömm
fyrir þjóð okkar. Við teljum, að
Islendingar eigi að sjá sóma sinn i
að standa sjálfir að uppbyggingu
þessarar atvinnugreinar, sem
gæti orðið veigamikil i fram-
tiðinni, og varast aö láta erlenda
aöila verða ráðandi afl á þessu
sviði.
Við skorum á alþingi og ráð-
herra að gefa þessum málum
meiri gaum en gert hefur verið til
þessa.
Samstarfshópur um
fiskeldi á Þorraviku
Menntaskólans vift Sund.
Lcikhúsum fjölgar nú óftum á
höfuftborgarsvæftinu. Fyrir
skömmu tók leikhús til starfa i
Breiftholti, og nú er enn eitt leik-
hús aft hefja göngu sina: Garfta-
leikhúsið, meft heimkynni i
Garðabæ. Aft þvi stendur
Tveir áhrifamiklir öld-
ungadeildarþingmenn
bandarískir, annar úr
flokki Reagans, hinn
Demókrati, hafa lagtfram
frumvarp til laga um að
nýstofnaft „Leikfélag Garfta” og
fyrsta frumsýningin verftur á
laugardaginn i Bæjarbiói i
Hafnarfirfti.
Sýnt verður leikritið Galdra-
landeftir Baldur Georgs, en það
var áöur sýnt hjá Leikfélagi
takmarka innflutning jap-
anskra bíla til Bandaríkj-
anna við 1,6 miljónir á ári,
eða 300 þúsund færri en i
fyrra.
Óliklegt er talið að frumvarp
Akureyrar sem íerðaðist með
sýninguna um nær allt norðaust-
urland við m jög góðar undirtektir
og mikla aðsókn. Einnig var leik-
ritið sýnt á Listahátið 1978.
LeikstjórierErlingur Gislason,
Framhald á bls. 13
þetta veröi samþykkt i óbreyttu
fórmi, en hinsvegar er álitið að
það verði notað sem skiptimynt i
viöleitni til að fá Japani til að
draga af frjálsum vilja nokkuð úr
sigurför sinni á bandariskum
bilamarkaði.
Bandariskur bilaiðnaður er i
mikilli kreppu og ekki fer hún
batnandi. Salan i janúar var 20%
minni en á sama tima i fyrra. t
byrjun febrúar lokuðu bandarisk
bilafyrirtæki sextán samsetn-
ingarverksmiðjum i Bandarikj-
unum og Kanada.
Þingmennirnir sem leggja
fram frumvarpið visa til þess, að
bandarisk bilafyrirtæki hafi
tapað fjórum miljöröum doilara i
-fyrra og að 200 þúsund banda-
riskir bilasmiðir gangi verkefna-
lausir. A meðan hafa Japanir
aukiö sölu sina um miljón bila frá
árinu 1976 og seldu 1,9 miljónir i
fyrra.
William Brock, helsti tals-
maður stjórnar Reagans um við-
skiptamál, er ekki beint hrifinn af
þessu frumvarpi. En hann hefur
sagt, að sérstök bilaiðnaðarnefnd
muni fjalla um það og leggja
fram tillögur sinar i mars. Frum-
varpiömun aðlikindum efla mjög
þrýsting á stjórn Reagans i þa
veru aö bilaiðnaðinum sé hjálpað
með einhverjum sérstökum ráð-
um — hvað sem opinberum játn-
um hans manna um hollustu
markaðslögmála liöur.
Félag
járniðnaðarmanna:
Mótmælir
skerdingu
verðbóta
Þjóftviljanum hefur borist eftir-
farandi fundarsa m þykkt frá
Félagi járniftnaftarmanna:
Félagsfundur i Félagi járn-
iönaöarmanna haldinn 27. janúar
1981, mótmælir þeirri ráðstöfun
stjórnvalda að skerða verðbætur
á laun hinn 1. mars n.k.
Með þeirri ráöstöfun er rift
mikilvægu samningsákvæöi i
kjarasamningum og slika ráð-
stöfun hljóta verkalýðsfélög
ávallt að fordæma.
A móti þessu kemur að ákveðið
er að siðar á árinu verði áöur lög-
bundin skerðing verðbóta af-
numin, ásamt lækkun skatta og
vaxta og fleiri ráðstafanir gerðar
til að bæta kaupmátt á ný.
1 þessum væntanlegu aðgerðum
stjórnvalda er margt óljóst og
áhrif þeirra þvi óviss.
Félag járniðnaðarmanna hefur
allan fyrirvara á um afstöðu til
þessara ráðstafanna stjórnvalda
og áskilur sér fyllsta rétt til
ákvarðana og aðgerða til þess að
tryggja umsaminn kaupmátt
launa félagsmanna.
Forystu-
maður
norskra
bóka-
varða í
heimsókn
Olav Zakariassen, for-
stöftumaftur bæjar- og
héraftsbókasafnsins i Kskim
i Noregi, dvelur um þessar
mundir hér á landi i bofti
menntamálaráftuneytisins,
Bókavarftafélags islands og
Fclags bókasafnsfræftinga.
Olav Zakariassen er hér
m.a. til að eiga viðræður við
nefnd, sem skipuð var af
ráðuneytinu i febrúar 1980 til
aö gangast fyrir gerð
heildaráætlunar um upp-
byggingu og aðsetur al-
menningsbókasafna. Hann
situr fund nefndarinnar i dag
og svarar ýmsum fyrir-
spurnum um þróun bóka-
safnsmála i Noregi en á
morgun laugardag heldur
hann fyrirlestur um sam-
tengingu bókasafna og upp-
byggingu bókasafnakerfis og
svarar fyrirspurnum. Fyrir-
lesturinn er opinn starfsliði
bókasafna, bókasafnsstjórn-
um og öllum öðrum, sem
áhuga hafa á efninu. Hann
verður haldinn i Sólheima-
útibúi Borgarbókasafns
Reykjavikurborgar, Sól-
heimum 27, og hefst kl. 10.
f.h. Kaffiveitingar verða á
fundinum.
Olav Zakariassen er rúm-
lega þritugur. Hann hefur
verið forstööumaður Sskim
Bibliotek siðan 1976, en áður
vann hann viö Frederikstad
Bibliotek, sem er jafnframt
fylkisbókasafn fyrir Ost-
fold-fylki. Hann er varafor-
maöur Norsk Bibliotek-
forening og formaöur i deild
almenningsbókavaröa, sem
starfar innan NB og hefur
gegnt mörgum trúnaðar-
störfum fyrir samtik bóka-
varða og sveitarfélag sitt.
1 Kskim Bibliotek fer nú
fram tilraunastarfsemi, sem
snýst um bókasöfn sem upp-
lýsingaaöila fyrir hið opin-
bera.
Tónleikar á
Kjarvalsstöðum:
Verk frá
18. og
19. öld
Þrjú verk frá 18. og 19. öld eru
á efnisskrá tónleika sem
haldnir verða á Kjarvalsstööum
i kvöld.
Fyrri hluti efnisskrárinnar
eru helgaöar fagottinu en þar
mun Björn Arnason fagottleik-
ari leika sónötu fyrir fagott og
pianó eftir Telemann við undir-
leik Guðrúnar Kristinsdóttur og
kvartett Op. 73 nr. 1 fyrir fagott
og strengjatrió eftir Devienne.
Eftir hlé verður siðan oktett
Schuberts I F-dúr op. 166 fluttur.
Þetta verk er eitt viðamesta og
fegursta verk tónbókmenntanna
enda vinsælt i tónleikasölum um
heim allan. Flytjendur oktetts-
ins eru auk Björns Arnasonar
þau Michael Shelton fiðluleik-
ari, Mary Johnston fiðluleikari.
Helga Þórarinsdóttir lágfiölu-
leikari, Nora Kornblueh kné-
fiðluleikari, Richard Korn
kontrabassaleikari, Siguröur I.
Snorrason klarinettuleikari og
Þorkell Jóelsson hornleikari.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30
og fást aðgöngumiðar við inn-
ganginn.
Verður settur innflutnings-
kvóti á japanska bíla í USA?