Þjóðviljinn - 20.02.1981, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. febrúar 1981.
KÆRLEIKSHEIMILIÐ
Hæ> pabbi! Komstu með litlar sápur?
r
Oþægileg uppákoma í bandarísku
sædýrasafni:
Finna reyndist karlkyns!
C16
THt HARTFORD COURANT W.dnMdor, Jonoo/y
Sex of Whale Is Surprise
VANCOUVER t UPI * — Vancouver pubhc
aquarium officials may stake a claim to first prize in
the embarrassment sweepstakes — one of the fe-
male whales they purchased in Iceland more than a
month ago has tumed out to be a male
To add to their embarrassment. the discoverv
was made by a spectator at one of the daiiy whale
shows in Stanley Park
The spectator noticed Finna displaymg a phvs-
ical characteristic that wayjnmistakab'ly male He
told a guide who ín turn told chief trainer Klaus f
Michaelis.
Aquarium curator Gil Hewlett said the whales.
imported from Iceland, were examined by a team of
veterinarians before they left
"Finna was the only one they had a little doubt
about, but in the end they were sure she was female
and we never dreamed of questionmg their word
Hewlett said.
"Sometimes /ou can tell if it's female and some-
times you can’t," assistant chief trainer Doug Pem-
berton explained Sunday before the revised two
male-one female whale show resumed in SUnlev
Park. 3
The aquarium had imported two Icelandic
whales for company for their lonely 15-year-old
male killer whale Hyak whose mate died in the fall
Pemberton said the staff was sure the other
Icelandic import. Bjossa, was female
“There was some sloughing icovering) of skin
over the nipple openings (on Finna)," Pemberton
Mid. "A male whale has one long slit, but a female
has three slits —one Iong one and two short ones."
/==
Málshátturinn:
Eftirráöin eru
mörg, fyrirráðin
færri.
Það kom heldur betur á einn
gest i sædýrasafninu þeirra i
Vancouvcr i Bandarikjunum
þegar hann sá að kvenháhyrn-
ingurinn Finna sem safnið
keypti frá islandi fyrr i vetur
brá undir sig betri fætinum eins
og karlháhyrningar einir gera.
Kallaði hann þegar á yfirþjálf-
ara háhyrninganna og jú, — þvi
varð ekki lengur leynt að Finna
var greinilega karlkyns!
Þessa frétt höfum við úr blað-
inu Hartford Courant frá 28.
janúar s.l. og fylgir það sögunni
að hinn islenski háhyrningurinn
sem heitir Bjössa sé aftur á
móti örugglega kvenkyns. Þaö
er lika eins gott þvi dömurnar
tvær voru keyptar til þess að
lifga upp á tilveru ekkilsins
Hyak, en maki hans lést s.l.
haust.
1 féttinni kemur einnig fram
að i upphafi hafi leikið nokkur
vafi á kynferði Finnu, en dýra-
læknir safnsins sagðist þó ekki
hafa séö ástæðu til þess að efa
þá niðurstöðu islensku sérfræð-
inganna að Finna væri kven-
kyns.
Kyngreining ungra háhyrn-
inga er ekki með öllu einföld en
kvendýrin hafa þrjár rifur yfir
geirvötunum, eina langa og
tvær stuttar en karldýrin aðeins
eina langa. Alitið var að skinn-
fellingar yfir stuttu rifunum
tveimur á Finnu myndu opnast
með timanum, hún væri sem sé
kvenkyns.
é .
viðtalið
Rætt viö Gísla
Ingvarsson
um menningarhúsið
á Akureyri
,,Erum
að svala
eigin
forvitni
55
i liðinni viku öðlaðist Rauða
húsið á Akureyri, fyrrum kaffi-
hús eyrarkarla nyrðra sem um
árabil hefur i mikilli niður-
niðslu, á ný fullt gildiog nú sem
hvorki meira né minna en
menningarmiðsiöð norðan-
manna.
Það er hópur ungs fólks á
Akureyri sem stendur fyrir til-
tækinu og hefur varið þeim tima
sem liðinn er af nýju ári til að
endurreisa Rauða húsið jafnt að
veraldlegum sem andlegum
mætti.
Gisli Ingvarssoner einn i hópi
fleiri góðra framtaksmanna.
Hann sagði i samtali við Þjóð-
viljann að hugmyndin með
stofnun þessarar menningar-
miðstöðvar hefði legið um nokk-
urn tima i loftinu. — Okkur
langaði að sjá hluti sem við
höfðum haft kynni af annars
staðar, og þá einkum að koma
þeim á framfæri hér i bæ, og at-
huga með viðtökur. Eiginlega
Gisli Ingarsson: Erum öll
venjulegt fólk, ekki i neinum
stöðum.
erum við að svala eigin forvitni,
þvi það sem fyrir okkur vakir er
að hafa á boðstólum ýmislegt
sem ekki hefur áður þekkst hér.
Hvað er þar helst til að tina?
— Húsnæðiið sem við höfum til
umráða samanstendur af um
40—50 fermetra sýningarsal og
þvi má reikna með að nokkuð
fari fyrir myndlistarþættinum.
Hins vegar höfum við sem
stöndum að þessu fyrirtæki
mikinn áhuga á að hér verði
fluttir heimspekifyrirlestrar,
skáld og aðrir upplesarar komi i
heimsókn og einnig hefur verið
talað um tónlistarflutning
þannig að ýmislegt kemur til
greina.
Hvaða hópur stendur að baki
þessari starfsemi?
— Ailt er þetta tiltölulega ungt
fólk, og að hluta til listafólk,
skáld og heimspekingar. Hins
vegarerum við öli ósköp venju-
legt fólk, þ.e. ekki fólk i neinum
stöðum. Starfsemi þessarar
menningarstöðvar er algjörlega
rekin af okkur sjálfum. Við tök-
um sameiginlega ákvarðanir
um hvað er á boðstólum hverju
sinni auk þess sem við borgum
öll 8, sem stöndum aöallega að
baki þessu, mánaðarlega skatt
til að halda rekstrinum gang-
andi.
Hvað kom til að þið settust að
i Rauða húsinu?
— Við höfðum leitað þó
nokkuð fyrir okkur með húsnæði
hjá einkaaðilum en ekkert
heppilegt fundið. Það má i raun
segja að við höfum dottið ofan á
þetta hús fyrir algjöra tilviljun.
Bæjarfélagið tók vel i að við
fengjum þar aðstöðu endur-
gjaldslaust, gegn þvi að við
gerðum húsið upp. I okkar
hendur komst húsið þann 15.
desember sl. og frá áramótum
hefur hópurinn unnið að þvi að
laga til og bæta. 1 raun hefur
ekki staðið á neinu og uppbygg-
ingin gengið framar vonum.
Hvað er siðan á dagskrá hjá
ykkur?
— Við opnuðum formlega
þann 14. þ.m. og nú stendur yfir
sýning Magnúsar Pálssonar
myndlistamanns á gipsskúlp-
túrum sem hann framleiðir á
staðnum. A þriðjudaginn kemur
mun Eyjólfur Kjalar heimspek-
ingur flytja erindi og jafnvel tvö
ef vill. Það fyrra fjallar um
Sögu sálarinnar i heimspekinní,
og hitt fjallar um Efnishyggj-
una. Þá verður ólafur Lárusson
með ljósmynda- og myndlistar-
sýningu og ýmislegt fleira er á
döfinni.
Hvernig hafa bæjarbúar tekið
viðleitni ykkar?
— Það er ekki hægt að segja
að þeir hafi hlaupið upp til
handa og fóta þegar við opn-
uðum. Við vitum vel að það
tekur sinn tima að kynna sig og
sitt. Hins vegar erum við sem
stöndum að þessu mjög ánægð
og gleðjumst yfir fengnu tæki-
færi til að koma ýmsum for-
vitnilegum hlutum á framfæri
sagði Gisli Ingvarsson. _ ig
Þrír góðir á Vesturslóð
Nýir kúrekar við skenkinn I Vesturslóö,
Bjöggi, Tómas og Gunni Þórðar.
— Ljósm. Ella.
Þrir vinsælir hljómlistarmenn,
þeir Gunnar Þórðarson, Björgvin
Halldórsson og Tómas Tómasson,
hafa gengiö til liðs viö veitinga-
manninn i Vesturslóö, Anton
Viggósson, og ætla að skemmta
gestum hans tvisvar i viku,
klukkutima i senn.
Þeir félagar ætla að mæta i
Vesturslóð, sem er eina smáveit-
ingahúsið i Vesturbænum, stað-
sett á Hagamei 67, fimmtudaga
og sunnudaga kl. 21, og þessi
kvöld verður gestum boðið uppá
fina fjórréttaða máltið. Borð-
haldið hefst þó ekki fyrr en kl.
20.30, svoað margir fastagestir
sem koma með alla fjölskylduna
geti eftir sem áður komið fyrr og
borðaö af matseðlinum án þess að
binda sig við stóru máltiðina. En
mikið er um slikar heimsóknir,
sagði Anton á blaðamannafundi
sem hann boðaði til nú i vikunni.
Fleiri breytingar eru fyrir-
hugaðar og má m.a. nefna nýjan
hádegisverðarseðil þar sem
blandað verður saman stærri
réttum og ódýrum réttum, sem
byggðir eru á uppskriftum frá
húsmæðrum úti bæ, sem auglýst
var eftir og talsvert barst af.
Sagðist Anton veitingamaður
vænta góðs af þessari samvinnu
við husmæðurnar.
— vh
Þingmenn hafa fundið Mink
ársins: Togara Norður-Þingey-
inga, sem sumir vilja skira
Doiiaraprinsinn...