Þjóðviljinn - 20.02.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.02.1981, Blaðsíða 3
Föstudagur 20. febrúar 1981. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Afleiðingar gossins enn að koma í ljós Hœttu- legt flúor- magn finnst í heyi Það hefur komið i ijós, að flúormagn í heyi á sumum þeim bæjum sem urðu fyrir öskufalli i Heklugosinu i sumar er meira en svo, að heyið sé með öllu hættulaust skepnum. — Við rannsökuðum flúor- magn i grasi og heyi á ösku- fallssvæðunum i sumar og fylgdumst með efnainnihaldi flúors i heyinu, sagði dr. Sturla Friðriksson, erfða- fræðingur, er við áttum tal við hann um þetta. — Að þessum athugunum loknum töldum viðað gróður, sem þá var i vexti og aðgengilegur, yrði hættulaus orðinn til beitar með haustinu. Siðar kom svo i ljós að á nokkrum bæjum i innsveit- um Skagafjarðar reyndist meira flúormagn i heyi, sem hirt var eftir gosið, en æski- legt þykir. Dr. Sturla sagði að þeim bændum, sem þarna ættu hlut að máli, hefði verið ráðlagt að halda þessu heyi sér, gefa það eldri gripum og þá með öðru heyi, þvi ung- viði i vexti væri mun hættara við beinaskemmdum af völdum flúors en fullorðnum gripum. — Um þetta vita þessir bændur þvi viökomandi ráðunautar eiga að hafa komið til þeirra upplýs- ingum um hvað einkum beri að varast i þessum efnum, sagði dr. Sturla Friðriksson. Fyrstu tækin sem hjálparsveitin eignaðist voru þessar luktir. Frá vinstri: Birgir Dagbjartsson, Svavar Geirsson, Guðmundur Jónsson og Garðar Gisiason, en hann hefur starfað i sveitinni siðan 1952. (Ljósm. —eik.) Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði 30 ára í gær: Hugsjónastarf og góður félagsskapur — segir Svavar Geirsson, formaður sveitarinnar Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði er 30 ára um þessar mundir. i gær var blaðamönnum boðið i heimsókn i félagsheimili sveitarinnar að Hraun- vangi 7, til að kynnast starfi og búnaði sveitar- innar. Þar kom fram að sveitin var stofnuð 19. febrúar 1951 af 18 félögum sem tóku þátt i leitinni að Geysi, sem fórst á Vatnajökli. Nú eftir 30 ára starf hafa yfir 300 menn og konur starfaö með sveitinni, en virkir félagar eru milli 60 og 70. Hér er um algjört sjálfboðastarf að ræða. Einn þáttur i sögu H.S.H. er mjög sérstæður. Allt frá árinu 1960 hefur sveitin þjálfað og gert tilraunir með sporhunda til leitar og björgunar. Nú á sveitin tvo heinræktaða blóðhunda og sinnti hún 27 útköllum á siðasta ári. Hundarnir hafa oft bjargað mannslifum. Sveitin var alls 8 sinnum kölluð út i heild á sl. ári að sögn Svavars Geirssonar, formanns sveitarinn- ar. Siðasta verkefni hennar var i fárviðrinu nú i vikunni. Þá voru 40 manns að störfum við björgun á fólki og viðgeröir á húsum. Þóttbúnaður og aðstaða öll hafi batnað mjög i áranna rás hefur sveitin fullan hug á að efla enn frekar tækjakost sinn og fá fleiri til fullra starfa, þannig að hún sé i stakk búin til aðgegna hlutverki sinu eins vel og kostur er á i fram- tiðinni. „Þetta starf er okkar hug- sjón, en við sjáum ekki eftir tima og fjármagni sem fer til starfsins, þvi þetta er góður félagsskapur”, sagði Svavar Geirsson, formaður H.S.H.. Bó. Félagsmálaráð og leikvallanefnd samþykkja: Leikvelllr og daghefm- ili undir sömu stjóm Verður leikvallanefnd lögð niður? Féiagsmálaráð og leikvalla- nefnd Reykjavikurborgar hafa fyrir sitt leyti samþykkt að fella smábarnagæsluvelii undir sömu stjórn og dagvistarþjónustuna i þvi markmiði að tryggja sem best samræmi i uppbyggingu og rekstri á þessari starfsemi. Við- hald lóða og leiktækja bæði á gæsluvöllum og dagheimilum verður endurskoðað og fellt undir embætti garðyrkjustjóra sam- kvæmt þessari samþykkt sem borgarstjórn á eftir að staðfesta. Þessar tillögur eru afurð frá samstarfsnefnd Félagsmálaráös og leikvallanefndar og voru sam- þykktar samhljóða i báðum nefndunum. Bessi Jóhannsdóttir, fulltrúi i félagsmálaráði, hafði þó þann fyrirvara á samykki sinu að hún vildi láta færa alla starfsemi leikvallanefndar undir félags- málaráð og leggja leikvallanefnd niður. Hjörleifur Stefánsson, for- maður leikvallanefndar, sagði i samtali við Þjóðviljann i gær.að hann liti svo á aö ef af þessum framkvæmdum yrði myndi leik- vallanefnd sjálfkrafa verða lögð niður. A rekstrarsviði ieikvalla- nefndar eru þá aðeins starfsvell- irnir eftir og sagði Hjörleifur að ef flytja ætti þá til ættu þeir helst heima undir æskulýðsráði sem hluti af tómstundastarfi fyrir börn og unglinga að sumarlagi. Minnkandi aðsókn Hjöleifur sagði að nú væru 34 lokaðir gæsluvellir i borginni, 1 opinn og 12 starfsvellir. Þrátt fyrir fjölgun gæsluvalla á undan- förnum árum hefur aðsókn að þeim dregist verulega saman eða um 30% á árabilinu 1975—1979. Sagöi Hjörleifur að ástæðan væri þriþætt. 1 fyrsta lagi aukið framboð á dagvistarrými af öðru tagi, i öðru lagi hefði útivinna beggja foreldra aukist og leik- vellirnir nýttust ekki fyrir börn þeirra og i þriðja lagi hefði börn- um á forskólaaldri fækkað i Reykjavik. Tilgangurinn með þessum sam- runa er hagræðing i sambandi við allan rekstur svo og samræmi i uppbyggingu og allri starfsemi þessara þjónustustofnana fyrir börn, sagði Hjörleifur. Með hon- um i leikvallanefnd eru Hulda Valtýsdóttir, Margrét S. Einars- dóttir, Guðrún Flosadóttir og Anna Kristbjörnsdóttir. AI Þjóðhagsstofnun ekki tilbúin með áætlun um afkomu veiða og vinnslu: Hækkun á lélegra hráefni Þjóöviljinn haföi I gær sam- band við Ólaf Daviösson for- stööumann Þjóðhagsstofnunar og spurðist fyrir um horfur á rekstrarafkomu hinna ýmsu greina fiskvinnslu og útgerðar eftir fiskverðsávörðunina. Ólafur vildiá þessu stigi ekkert láta uppi um það, en þessi mál eru i skoðun hjá stofnuninni. Eitt af því sem gerir stofnuninni erfitt um vik i mati sinu að sögn ólafs, eru breytingar á verði og gæða- mati á þorskfiskinum. Verðkerfinu var breytt á þorski þannig að nú er stórþorskur talinn 5 kg og þyngri, en áöur var miðað við 4 kg. 2. og 3. gæða- flokkur á þorski er hækkaður i veröi þannig að 2. flokkur verður nú 85% af verði 1. flokks i stað 75% áður. 3. flokkur verður 60% af verði 1. flokks en var áður 50%. Ufsi var áður flokkaður i 3 flokka, en nú aðeins i tvo. Sama gildir um löngu. Þá var verð á löngu og blálöngu hækkað. Kassauppbót var nú lækkuð úr 12% i 10%. Þessar breytingar hljóta að vekja nokkra athygli. Það virðist vera um þá stefnubreytingu að ræða að hækka fremur en áður verðiö á lélegra hráefninu. Um það virðist hafa náðst nokkuð viðtæk samstaða. Það getur varla hvatt sjómenn til vandaðri meðferðar aflans. — Bó. Kvikmynda- hátíð SÁK um helgina Nú um helgina, 21. og 22. febrúar, veröur haldin þriðja kvikmyndahátiö Samtaka áhugamanna um kvik- myndagerð. Hátiðin hefst i Tjarnarbiói kl. 15 á laugar- daginn og verða þar sýndar allar myndir sem berast i keppnina. Einsog áður er keppt i tveimur flokkum: 1. 20 ára og eldri, og 2. Yngri en 20 ára. Dómnefndin er skipuð fulltrúum frá Blaðamanna- félagi Islands, Félagi kvik- myndagerðarmanna og SAK. A sunnudaginn kl. 14 verða bestu myndirnar sýndar og verðlaunaðar i kvikmynda- sal Hótels Loftleiða, Strax á eftir hefst svo þing samtakanna. Hátiðin er opin öllum þeim sem áhuga hafa á kvik- myndagerð. Lesið úr Biblíunni frá föstu- degi til sunnudags A hádegi i gær hófst bibliu- lestur i Aöventistakirkjunni viö Ingólfsstræti og mun hann standa samfellt til kl. 14 á sunnudag, en þá verður guðsþjónusta i kirkjunni i tilefni af Bibliudeginum og aðalfundi Bibliufélagsins, sein einnig verður haldinn á sunnudaginn. Bibliulesturinn fer þannig fram, að menn skipast á um að lesa upphátt, og er öllum sem vilja velkomið að hjálpa til við upplesturinn. Mark- miðið er að lesa alla bibliuna, frá upphafi til enda. Hátölurum hefur verið komið fyrir á kirkjunni og geta þeir sem leið eiga um Ingólfsstrætið staldrað við og hlustað, eða litið inn og fylgst með lestrinum. —ih Nýtt verð á rœkju og hörpudiski Verðlagsráð sjávarútvegs- ins hefur ákveðið nýtt lág- marksverö á rækju og hörpudiski frá 1. jan. sl. til ioka maimánaðar n.k.. Um tvöfalt verð er að ræða þar sem almenn hækkun verður á fiskvcrði nú aftur um næstu mánaðamót. Stórrækja, þ.e. 160 stk. eða færri i hverju kg, kostar 6.38 kr/kg og hækkar siðan i 6.76 kr /kg eftir 1. mars. Fyrir smárækju, þ.e. yfir 340 stk i kg, er lágmarksverð nú 2.00 kr/kg en hækkar i 2.12 kr. um næstu mánaöamót. Hörpudiskur yfir 7 cm og stærri kostar nú 1.95 kr. kg og hækkar siðan i 2.07 kr.. Fyrir smærri hörpudisk fæst nú 1.60 kr. fyrir hvert kg sem hækkar siðan i 1.70 kr. um mánaðamótin. Úttekt á tjóni í Reykjavík Borgarstjórn Reykjavikur samþykkti á fundi sinum gær, að gera rækilega úttekt á þvitjóni sem Reykvikingar urðu fyrir i ofviörinu á dög- unum. Þá var samþykktur stuön- ingur við það álit stjórnar Bjargráðasjóðs, aö félags- málaráðherra tæk tjónamálin til nýrrar ■ ferðar. með

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.