Þjóðviljinn - 20.02.1981, Page 10

Þjóðviljinn - 20.02.1981, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. febrúar 1981. Auglýsing um íbúðir í verka- mannabústöðum i Borgarnesi Til sölu eru þrjár ibúðir i verkamanna- bústöðum við Kveldúlfsgötu 18 i Borgarnesi. Umsóknir um ibúðirnar þurfa að berast skrifstofu Borgarneshrepps fyrir 28. febrúar n.k.. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu hreppsins. Borgarnesi 16. febrúar 1981. Stjórn verkamannabústaða i Borgarnesi LAUS STAÐA Staða tollvarðar i tollgæslunni á Kefla- vikurflugvelli er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknum sé skilað til undirritaðs fyrir 21. mars n.k..Umsóknareyðublöð eru til staðar i skriístofu minni. Lögreglustjórinn á Keflavikurflugvelli, 12. febrúar 1981. Nýr umboðsmaður Þjóðviljans á Eskifirði Ráðinn hefur verið nýr umboðsmaður blaðsins á Eskifiröi. Hann heitir Maria Elisdóttir, Strandgötu 25, simi 97-6162. DJOÐVIUINN Umboðsmann vantar á Sauðárkrók Þjóðviljinn óskar að ráða umboðsmann á Sauðárkróki til að annast dreifingu og inn- heimtu fyrir blaðið. Uppl. hjá núverandi umboðsmanni i sima 95-5245 og hjá framkvæmdastjóra blaðsins i sima 81333. DIOÐVIUINN A Blaðbera- ca^-^-^-œobíó! Blaðberabió hefst á ný um helgina eftir stutt hlé. N.k. laugardag er boðið upp á ævintýramyndina Arabisk ævintýri, og verður hún sýnd i Regnboganum, Sal A, kl. 1 eh. á laugardag. Góða skemmtun! DIOÐVIUINN • Blikkiðjan Asgaröi 7, Garöabæ onnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboö SIMI 53468 Spurningakeppni verkalýðsfélaganna Það var oft handagangur í öskjunni þegar lið Verslunarmannafélags- ins og Sóknar kepptust um réttinn til að fá að svara fyrst. Keppa við járnkarlana á sunnudaginn Á sólarkvöldum Samvinnu- feröa-Landsýnar annan hvern sunnudag i Súlnasal Hótel Sögu hefur i vetur farið fram spurn- ingakeppni verkalýðsfélaga inn- an ASÍ, þar sem keppt er um sex Lundúnaferðir, þ.e. fyrir sigurlið- ið og maka. Þrir keppendur eru I hverju liði og hefur sveit Verslunarmannafélags Reykja- víkur verið sigursælust tii þessa. Fyrstu félögin sem kepptu voru Bakarasveinafélag Islands og Trésmiðafélag Reykjavikur. Bakararnir tóku trésmiði i bakariið og kepptu þvi næst við fulltrúa HIP og töpuðu. Prentarar urðu að lúta i lægra haldi fyrir liði VR, og sunnudaginn 7. febrúar unnu verslunarmenn lið frá Starfsmannafélaginu Sókn. Nú á sunnudagskvöld, 22. febrúar, keppa verslunarmenn i þriðja sinn og þá við lið frá Félagi járniðnaðarmanna. Sigurliðið i þeirri keppni heldur áfram og mætir á þarnæsta kvöldi keppendum frá Félagi kjötiðn- aðarmanna. Þessi keppni hefur yakið mikla kátinu og er oft handagangur i öskjunni þegar liðin reyna að ná réttinum til þess að svara fyrst. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvaða félög keppa i framhaldi af tveim- ur næstu sólarkvöldum, en hafi einhver ASI-félög áhuga geta þau haft samband við Hauk Má hjá ASI (simi 83044) eða Sigurð Haraldsson, stjórnanda sólar- kvöldanna (simi 86366). A sólarkvöldi n.k. sunnudag 22. febrúar mætir i boði Samvinnu- ferða-Landsýnar fulltrúi Dansk Folkeferie og kynnir orlofs- staðina i Karlslunde og á Möltu. Samvinnuferðir-Landsýn hafa tekið upp samvinnu við dönsku verkalýðshreyfinguna og fengið aðstöðu i orlofsheimilum hennar á þessum stöðum. — ekh Kveðjatil huldumanns Undir siðustu jól fékk ég kveðju i blaðinu „Þjóðviljinn” frá huldu- manni er nefnir sig gamlan Skaft- felling. Þótt ég vilji sem minnst samskipti hafa við menn sem sýna af sér slfka bleyðimennsku sem umræddur huldumaður gerir með þvi að fela sig bak við dul- nefni eftir að hafa hrist úr penna sinum slikar aðdróttanir og get- sakir sem hann sendir mér i þessum greinarstúf get ég vart stillt mig um að senda honum litla nýárskveðju. Þessum vesalings huldumanni virðist hafa orðið svo illa við að ég skyldi benda á nokkrar leiðin- legar skekkjur i „Leiðaralýsingu N-Skaft” sem út kom á siðasta sumri, þótt hann forðist samt að geta þeirra er mest voru áberandi eins og t.d. þess sem sagt er um Skipahelli og Kötlugos 1723. Hann fullyrðir að ég hafi gert slikt i þeim tilgangi að koma höggi á þá er sömdu leiöarlýs- inguna, og ber það er hann spinnur þar við glöggt vitni um andlega innréttingu huldumanns. Ég vil ekki meðganga að ég hafi i neinum slæmum tilgangi bent á þær skekkjur er ég gerði,- hafði frekar i huga gamla máltækið ,,að sá er vinur er til vamms segir”. Enda get ég hryggt huldu- mann með þvi að ekki hef ég orðið þess var að kunningsskapur minn og útgefanda Leiðarlýsingar hafi nokkuð spillst við greinarkorn mitt. Þá hefur huldumaður fengið þá slæmu hugdettu i kollinn, að meö athugasemdum minum hafi ég verið að ráðast aftan að sr. Óskari Þorlákssyni og þvi sem hann segir i Arbók F.I. 1935, sem er um Vestur-Skaftafellssýslu. Helst er að skilja á orðum huldu- manns, aðhann telji sr. Óskar svo heilagan mann að enginn megi hafa aðra skoðun á neinum hlut. En ég dreg i efa að sr. óskar sé á sama máli og huldumaður eftir þeim kenningum sem ég hef heyrt hann flytja. En um hvað erum viö sr. óskar ekki sammála? Um Fell i Mýrdal ber okkur litt á milli, þvi að þegar við skrifuðum okkar lýsingar i „Arbækur F.l” var bærinn sunnan undir Fellsf jalli og getum við þess báðir. Það sem ég gerði athugasemd við i „Leiðarlýs- ingu” var, að ekki var þess getið, aö bærinn hefði staðið vestan viö fjallið sunnanvert, og hafði þá i huga ef ferðafólk, sem skoöaði hinar mjög merkilegu rústir bæjarins og hefði ekki neinar sagnir um flutning, vissi ekki hvaða bæjarrústir það væri að skoða. Þá var Fell varla stórbýli eftir að bærinn var fluttur. Um Loftsalahelli tel ég ekkert bera á milli; sr. óskar notar orðið aldamót, en ég ártalið 1901, sem fengið er beint úr manntals-þing- agjörðabók N-Skaft. Það sem okkur ber á milli er hvoru megin við Kerlingardalsá Kári barðist við brennumenn. Þar mun mestu um valda óná- kvæm frásögn Njálssögu. En ég tel mig hafa haft betri aðstöðu að kanna gömul munnmæli hér i Mýrdal, þar sem ég hef að mestu átt hér heima og þar að auki föðurætt min verð I Mýrdal lik- lega i alda raðir. En sr. Óskar dvaldist i Vik aðeins unglingsár sin. 1 heiðarleik ritsmiðar sinnar skrifar huldumaður svo (orð- rétt): „Af formála Arbókar F.I. um Mýrdalinn virðist mér ljóst að tæpast verður hjá þvi komist að geta um Skammadalshól þar sem E.H.E. staðsetur Mýrdalinn út frá þeim punkti”. Hvar lýsir nú sannleiksást huldumanns sér i þessari setningu? 1 fyrsta lagi nota ég staðarákvörðun Raunvis- indastofnunar H.I. á skynjara (géófons) jarðskjálftamælis Orkustofnunar sem viðmiðunar- stað, en ekki bæinn. I öðru lagi er staðarákvörðunin i „inngangi” bókarinnar, sem skrifaður er af mér. En það virðist vera ofætlun við heiðarleik huldumanns að geta þess að formáli Arbókar- innar er vitaskuld ritaður af rit- stjóra hennar, Páli Jónssyni bókaverði. En hvernig er það? Velta ekki sannleiksástarklyfjar huldu- manns víðar undir kvið? Hann tvigetur þess að lýsing min á Mýrdalnum sé i Arbók F.I. 1978. Þetta er ekki sannleikur, það er 1975 sem ártalið á að vera. Þá getur huldumaður þess, að Arbók 1935 sé löngu uppseld. Þessu skrökvar hann, þvi aö i hverri ár- bók nú i allmörg ár er hún aug- lýsttil sölu, en að sjálfsögðu ljós- prentuð eins og á annan tug elstu árbókanna, sem upphaflega voru gefnar út i sáralitlu upplagi. Þá lætur hann þess getið, aö hvorki ég né útgefendur Leiðar- lýsingar séu sér kunnir. Sé það að öllu sannleikanum samkvæmt má hann vera meira en litið pólitiskt viðutan sem gamall Skaftfell- ingur, ef hann hefur engin kynni af Björgvini Salómonssyni skóla- stjóra, sem búinn er að vera frambjóðandi Alþýðubandalags- ins við marga alþingiskosn- inguna i Suðurlandskjördæmi. Hitt virðist mér sanni nær, að höföingjasleikjuskapur huldu- manns banni honum að viöur- kenna annað en að hann sé yfir það hafinn, að þekkja slika al- þýðu- eða lágstéttarmenn, sem honum virðist við vera, og vilji þvi frekar hagræða sann- leikanum, enda likt öðru i ritsmið hans. Siðast rennur honum til rifja, að ég sendi slæmar kveðjur i at- hugasemdum minum við Leiðar- lýsingu þeim, er leitað hafi eftir fræðslu eftir ábendingu Leiðar- lýsingar. Það get ég meira en látið mér detta i hug, eftir að hafa lesiö ritsmiðar huldumanns, að eigindir hans séu slikar, að honum virðist hann maður að meiri eftir að hafa fengið heim- sóknir á borð við þær, sem ég lýsti vanþóknun minni á, en það er átroðningar alls konar erlendra bakpoka- og puttaferðalanga, sem ekki eiga annað erindi en afla sér fræðslu um hvar hægt sé að koma þvi við að stela ýmsum gersemum islenskrar náttúru, svosem minerölum og steingerv- ingum úr islensku bergi án alls áhuga um almenna fræðslu um náttúru landsins. Þessum heim- sóknum mun ég hafa skömm á framvegis eins og að undanförnu. En með þvi skirrist ég ekki við að hryggja greinarhöfund með að láta hann vita, að marga góð- kunningja á ég i hópi þeirra er- lendu og innlendu fræðimanna og náttúruskoðara, er leitað hafa á minn fund til umræðna um islenska náttúru og til að afla sér af heiðarlegum áhuga sem mestrar þekkingar á náttúru- fyrirbærum landsins. Slikt fólk er mér ætið aufúsugestir. En það fólk virðist mér ekki hafa þurft að sækja fræðslu um tilvist mina i Leiöarlýsingu N-Skaft. Huldumaður forðast að ræða um þau atriði, sem ég taldi vita- verðastar skekkjur i, er snerti Leiðarlýsingu, svo sem umsögn- ina um Skiphelli, Kötlugosið sem hún telur 1723 o.fí. Skal ég eiga að skilja það svo, að huidumanni finnist litt um, þótt skrökvað sé aö ókunnugum ferðamönnum, eða treysti hann sér ekki að hrekja þær atftugasemdir minar og óttaðist þær heimildir, sem ég gæti lagt fram til staðfestingar á þeim? Að endingu, huldumaður góöur, sem felur þig bakvið „gamlan Skaftfelling”, segi ég þér, að nú er þér óhætt að skamma mig eftir vild, þvi að ég mun ekki framar virða þig svars. Meö þau orð gamla bóndans i huga sem svo mælti: Hirðfifl eru til að hlæja að, en ekki berja! A þrettánda 1981, Einar H. Einarsson Skammadalshóli.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.