Þjóðviljinn - 25.02.1981, Page 5
Miðvíkudagur 25. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
*:*> - ..
/ i \
Drottningar-
gátan leyst:
Karl Breta-
prins hefur
trúlofast
Diana Spencer verður næsta
drottning Breta. Hún hefur um
skeið verið á sifelldum flótta
undan blaðasnápum.
staðreynd hefur um alllangt skeið
verið slikum blöðum mikið
hugðarefni. Um tima var engu
likara en að blaðasnápar hefðu
einsett sér að gefa einni stúlku-
kind, Diönu Spencer, engan frið
hvorki á nótt né degi. Þeir sátu
fyrir henni við barnaheimilið i
London, sem hún hefur starfað
við; þeir himdu um nætur fyrir
utan húsið þar sem hún hefur
leigt ibúð ásamt tveim stúlkum
öðrum; þeir eltu hana á bilum um
höfuðborgina. Ennfremur voru
búnar til ýmsar rokufregnir um
að Diönu hefði verið smyglað um
borð i snekkju prinsins til ásta-
funda. Þetta gekk allt svo langt,
að það var meira að segja borin
fram á breska þinginu tillaga til
að fordæma frekju blaða i einka-
málum þessum.
Foreldrar verðandi drottningar
voru vinir konungsfjölskyld-
unnar. Diana er yngsta dóttir
Spencer lávarðs, sem var stallari
Georgs konungs sjötta, afa Karls
prins. Hún ólst upp á sveitasetri
þeirrar fjölskyldu. Haft er fyrir
satt að Karl hafi kennt henni að
synda þegar hún var litil.
Nú rennur upp mikil gullöld og
gleðitið hjá breskum fjölmiðlum
og reyndar vikublöðum um alla
Evrópu, þvi að Karl Bretaprins
hefur trúlofast. Bretar hafa mán-
uðum saman rætt um drottn-
ingarefnið yfir bjórglasi og hafa
nú loks fengið vissu sina: Karl
hefur trúlofast lafði Diönu Spenc-
er. Hún er 19 ára, hann 32.
Reyndar er það svo, að kónga-
fólk sýnist nú um stundir helst til
þess haft að selja myndablöð og
slúðurblöð. Sú trúlofun sem nú er
Skúrahverfi fyrir útlendinga — Marchais flokksforingi: „bróðurleg aðstoð sannleikans afla”...
Undarlegar atkvæðaveiðar franskra kommúnista:
Kenna innflytj endum
um eiturlyfjavandann
Kommúnistaflokkur Frakk-
lands hefur i atkvæðaveiðum
sinum gripið til furðulegrar her-
ferðar, sem miðar að þvi i raun
að efla fordóma gegn erlendum
innflytjcndum i Frakkiandi,
sem eru alls um fjórar miljónir.
Aður fyrr komu franskir
kommúnistar fram sem helstu
málsvarar hinna fátæku inn-
flytjenda og' farandverkafólks
og harðir gagnrýnendur
franskra kynþáttafordóma og
útlendingahaturs. Nú er sagt
sem svo, að það eigi að senda
útlendingana heim til sin og að
þeir beri höfuðsök á vaxandi
eiturlyfjavandamálum i land-
inu.
Þessi herferð gegn innflytj-
endum hófst i fyrrahaust, þegar
nokkrir borgarstjórar kommún-
ista kvörtuðu yfir þvi, að þaö
væru aðeins hinir fátækari
verkamannabæir og hverfi sem
væru látin taka á móti
innflytjendunum og ætti að
dreifa þeim jafnar um landið.
Siðan borgarstjórarnir fóru af
stað hafa ýmsir af forystu-
mönnum franskra kommúnista
vanið sig á fordómatungutak,
sem liggur furðu nálægt hugs-
unarhætti ihaldssamra franskra
útlendingahatara.
Kommúnistar hafa um ieið
gerst mjög mælskir um út-
breiðslu eiturlyfja, sem er
vissulega mikið vandamál i
Frakklandi. En gallinn er sá, að
þeir hafa sér til hægari verka
hagað málflutningi á þann veg,
að sökinni á þvi hvernig komið
er er umfram allt dembt á inn-
flytjendurna.
Ákæran i Montigny
Fyrir nokkru hóf borgarstjór-
inn i Montigny, sem er eitt af
þeim úthverfum Parisar sem
kommúnistar ráða, upp raust
Fréttaskýring
sina og kvaðst hafa fengið bréf
frá örvæntingarfullri móður,
sem hafði skrifað honum og
kvartað yfir þvi, að börn ná-
grannanna hefðu selt sonum
sinum eiturlyf og gert þá bein-
linis háða eiturlyfjum.
Borgarstjórinn virtist mjög
feginn yfir þvi að fá bréf þetta i
hendur. 1 þvi var fjölskylda ein
frá Marokkó tilnefnd sem eins-
konar handlangari andskotans.
Hófst nú mikill gauragangur
gegn þessari fjölskyldu og var
t.d. farin kröfuganga að heimili
hennar. Allt þykir málið grugg-
ugt, t.d. segir lögreglan á staðn-
um, að hún hafi aldrei þurft að
skipta sér neitt af þessari fjöl-
skyldu, en aftur á móti hafi syn-
irnir i fjölskyldunni sem gerðist
ákærandi oft bætt við sina saka-
skrá. Sú fjölskylda er frá Alsir:
ein innflytjendafjölskylda
reynir að bjarga sinu skinni
með þvi að ákæra aðra. Og einn
af sonum ákærandans hefur
fengið fyrirheit um bilstjóra-
vinnu hjá bænum.
Eins og i Kabúl!
Siðan fór formaður Kommún-
ista f lokksins , Georges
Marchais, til Montigny i lok
fyrri viku tii að leggja blessun
sina yfir allt saman. Blað hans,
l’Humanité, sagði á þá leið, aö
ibúarnir i Montigny biðu eftir
honum með svipaðri eftirvænt-
ingu og Afganir eftir Rauða
hernum! Eða eins og blaðið
segir:
„Þvi að i Kabúl rétt eins og i
Montigny ris alþýðan öll upp til
að hrinda af sér oki kúgunar,
fátæktar og örvæntingar, al-
þýða sem biður um bróðurlega
aðstoð frá öflum sannleikans”.
Er nú ekki nema von þótt
margir þeirra sem fyrir nokkr-
um árum horfðu björtum aug-
um til sóknar vinstrabandalags
franskra sósialista og kommún-
ista hristi höfuð sin i forundrun
og spyrji hvort franskir
kommúnistar séu alveg gengnir
af göflunum.
Siðgæði spióna.
Enn er of snemmt að spá um I
það hvort, útlendingahatrið
muni duga flokknum til at-
kvæðaveiða. Kjósendakjarni
franska kommúnistaflokksins
er mjög trúr, en m.árgir þeirra
sem gengu i flokkinn meðan á
stóð hjúskap við sósialista og
flokkurinn reyndi að elta
Kommúnistaflokk Italiu á
brautum „Evrópukommún-
isma”, eru ekki beinlinis
hressir. Ein þeirra er Chatrine
Clement, blaðakona. Hún segir
á þessa leið i sósialistablaðinu
Le Matin:
„Það getur eins verið að
næsta hreinsunarherferð
Kommúnistaflokksins beinist
gegn hómósexúalistum eða
ótrúum eiginkonum. Sé þetta
siðgæði, þá er það siðgæði
spiónanna. Flokkurinn hefur
tekið frá mér þau orð, sem
leyfðu mér að halda virðingu
minni sem kommúnisti”.
áb tók saman.
Óvenju mögnuð skólasýning
r
Arni Bergmann
skrifar um leikhús
Talia Menntaskólans
viðSund
GUMOG GOO
eftir Howard Brenton
Leikstjóri og þýðandi:
Rúnar Guðbrandsson
Svo er frá sagt, að þessi
einþáttungur sé eins og leikinn af
fingrum fram af höfundi utan um
atriði sem hann hafði samið um
„stúlku ofan i holu”. Hann er
gerður fyrir fatæktarleikhús, fyr-
ir þrjá leikara, bolta, vasaljós og
öngvan sviðsbúnað. Brenton varð
Þær koma Gum og Goo til skila
eftir að þessi þáttur varð til
frægðarmaður, og þótt Gum og
Goo beri þess merki að vera
öðrum þræði einskonar fingra-
æfing, eru i leiknum góðir bjórar,
hann miðlar með áhrifarikum
hætti angist bernskunnar og
reyndar ýmsu fleiru.
Þegar þessi leiksýning fór af
stað var framboð á leiklist i höf-
uðstaðnum i þvi hámarki að
menn horfðu hver á annan
forviða: yfir þrjátiu sýningar i
gangi! Það var aknnski ekki
nema von að litil skólasýning yrði
útundan, eða réttara sagt: að það
heyrðist ekki til hennar þegar svo
margir þurftu að berja bumbur
fyrir svo mörgum sýningum. En
nú er skemmst frá þvi að segja,
að það er mjög miður að svo
skyldi fara. Þvi að Gum og Goo
er býsna mögnuð sýning. Þar
verða þau tiðindi, að ekki vakna
upp neinar freistingar i þá veru,
að griða til afsökunar- eða
réttlætingartóns vegna þess að
leikarar séu ungir og óreyndir,
þetta er áhugamannasýning og
þar fram eftir götunum.
Þrjár stúlkur koma þessum leik
til skila: Orbrún Guðmundsdótt-
ir.Sigriður Anna Asgeirsdóttir og
Soffia Gunnarsdóttir. Leikur
þeirra var i besta lagi
óþvingaður, frjáls, sterkur. hreyf-
ingar öruggar, raddirnar áttu sér
marga strengi — fláttskapar og
ertni og hins,,upprunalega
öskurs”. Hefur leikstjórinn
Rúnar Guðbrandsson sannarlega
haft erindi sem erfiöi og getum
við, ef til vill, freistast til að sjá
fyrir okkur i hans samstarfs-
mönnum drjúga liðsmenn á þeirri
leiktjaldaskútu loðnufiskara sem
tsland er.
— AB.