Þjóðviljinn - 25.02.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.02.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 25. febrúar 1981 Fullyrt á alþingi að leynisamningur hafi verið gerður um framkvæmdir á Keflavíkurvelli: „Ég ræði ekki vinnubrögð innan ríkisstjórnar” — sagði forsætisráðherra við umræður um málið Nokkur umræða varð utan dagskrár á Alþingi í gær um hvort að gert hefði verið leynisamkomulag innan ríkisstjórnarinnar um að framkvæmdir á Kef lavíkurf lugvelli verði Sjálfkjörið hjá múrurum 11. febrúar rann út frestur til að skila inn framboöum til kjörs stjdrnar og trúnaðarmannaráðs Múrarafélags Reykjavfkur. Einn listi, stjdrnar og trúnaðarmanna- ráðs barst og var hann þvi sjálf- kjörinn. Stjórnina skipa eftirtaldir menn: Helgi Steinar Karlsson formaður, Gisli Dagsson varafor- maður, Rafn Gunnarsson ritari, Orn Karlsson gjaldkeri félags- sjdðs, Hans Kristinsson gjaldkeri sjúkrasjóðs. Varastjdrn: Óli Kr. Jónsson, Eirikur Tryggvason, Jóhannes Æ. Hilmarsson. Trúnaðarmannaráð: Gunnar M. Hansen, Trausti L. Jónsson, Gisli Magnússon, Gunnar Sigur- geirsson, Olafur Veturliöason, Jón G.S. Jónsson. Varamenn: Jónas Garðarsson, Hörður Runólfsson, Sveinn Páll Jóhannesson. Sextíu nýlr tæknar og eínum betur A árinu 1980 brautskráðust frá Tækniskóla tslands 60 nemendur og einum betur Ur hinum fimm deildum skólans. 22 fóru utan til að Ijúka tveim síðustu námsárum til tæknifræðiprófs I vélum, rekstri, skipum eða rafmagni, og ra u ngreinadeilda rprófi luku samtals 52 í Reykjavik, Akureyri og á isafirði. t frétt frá Tækniskóla Islands kemur fram aö hinn 20. desember s.l. brauðtskráðust 7 bygginga- tæknifræðingar, 3 byggingatækn- ar og 9 raftæknar frá skólanum. 1. október 1980 útskrifuðust 26 meinatæknar og 30. mai 1980 16 útgeröartæknar. Raungreinadeildarprófi luku 36 i Reykjavik, 12 á Akureyri og 4 á tsafirði. — AI , Stúdentaráð HI: Kosningar 11. mars Miövikudaginn 11. mars n.k. fara fram kosningar til stúdentaráðs Háskóla tslands og til Háskólaráðs og hefur veriö auglýst eftir framboðslistum. í stúdentaráði sitja 30 full- trúar stúdenta og verða nú kosnir 13 fulltrúar og jafn margir til vara. Til Háskóla- ráös eru kosnir tveir full- trúar sem jafnframt eiga sæti i Stúdentaráði. Kjör- timabil er tvö ár. Kosningarétt og kjörgengi hafa allir sem skráðir eru til náms I Ht og rennur fram- boðsfrestur út n.k. sunnudag 1. mars kl. 14. ekki leyfðar nema með samþykki allra aðila að ríkisst jórninni. Geir Hallgrímsson beindi fyr- irspurn um þetta til for- sætisráðherra og vísaði þingsjá hann til yfirlýsinga í fjöl- miðlum þar sem látið hefði verið að því liggja að slíkt samkomulag væri til í tengslum við umræður um byggingu flugskýla á Kef lavíkurf lugvelli. Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra svaraði fyrirspurninni, ébGeir sagði svarið rýrt og af þvi ÍKtti draga vissar ályktanir. ghvatur Björgvinsson sagðist túlka svar forsætisráðherra og ummæli annarra ráðherra á þann veg að gert hefði verið leynisam- komulag sem tryggði Alþýðu- bandalaginu stöðvunarvald I öllum framkvæmdum á Keflavikurflugvelli. Sagði Sig- hvatur að þetta sýndi hvilik heljartök kommúnistar hefðu á Framsóknarflokknum. Svar forsætisráðherra sem visað var til hljóðaði svo: „Frá þvi að rikisstjórnin var mynduð hefur hún kostað kapps um að eiga sem best samstarf i öllum greinum. Hún leitast við að ná samkomulagi um þau mál, þar sem skoðanir eru skiptar og menn kann að greina á. Það hefur vel tekist á þvi röska ári sem stjórnin hefur starfað, og það eru engin teikn á lofti um að þar verði breyting á veðurfari. Um vinnubrögð og vinnulag innan rikisstjórnarinnar við af- greiðslu mála tel ég ekki ástæðu til að ræða hér frekar.” Svavar Gestsson og Steingrimur Hermannsson sögðu aö þeir hefðu engu að bæta við svar forsætisráðherra. Eftir frýjunarorð Sighvats um heijar- tök kommúnista á Framsóknar- flokknum lýsti Steingrimur þvi þó yfir að Framsóknarflokkurinn stæði heilshugar að baki ölafi Jó- Gunnar Thoroddsen: Sem best samstarf I öllum greinum. hannessyni, utanrikisráðnerra i þeim ákvörðunum sem hann hefði tekið. — Þ- Nýr fógeti á Seyðisfirði og sýslumaður Norð-Mýlinga Hinn 19. febrúar 1981 skipaði bæjarfógeta á Seyðisfirði og forseti íslands, samkvæmt tillögu sýslumann Norður-Múlasýslu, dóm smálaráðherra , Sigurð frá 1. mars 1981. Helgason, hæstaréttarlögmann, ■ / I Olafur Ragnar Grímsson: Stjórnarandstaðan er klofin í efnahagsmálum 1 ■ l I Ólafur Ragnar: Breytingatil- lögur stjórnarandstöðunnar einkennast af sýndarmennsku. ,,A sama tima og rikisst jórnin sýnir órofa samstöðu klofnar stjórnarandstaðan og flytur sýndartillögur í efnahagsmál- um” sagði ólafur Ragnar Grimsson þegar hann mælti fyrir áliti meirihluta fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar Alþingis í gær en þar er lagt til aö bráðabirgöalög ríkis- stjórnarinnar frá þvf á gamlársdag verði samþykkt. Efri deild fjallaði um bráða- birgðaiögin I gær og var gert ráð fyrir að deildin afgreiddi málið til neöri deildar. Ölafur Ragnar benti á að stjórnarandstaðan væri klofin i afstöðu sinni til bráöabirgða- laga rikisstjórnarinnar þvi Alþýöuflokkurinn og Sjálf- stæöisflokkurinn legði hver um sig fram sjálfstæöar breytinga- tillögur. Ljóst væri að þessir tveir flokkar gætu ekki komið sér saman um úrræöi og tillögur I efnahagsmálum. Ólafur Ragnar benti jafn- framt á að breytingatillögur stjórnarandstöðunnar, bæði til- lcgur Alþýðuflokksins og Sjálf- stæöisflokksins, einkenndust af algjörri sýndarmennsku, þvi þar væri gerð tillaga um skatta- lækkun án þess þó aö jafnframt væri gerð grein fyrir hvað I rikisframkvæmdum ætti að skera niður. Þessi sýndar- mennska beggja flokkanna væri i reynd það eina sem þeir gætu náð samstöðu um. — Þ I ■ I ■ I i ■ I ■ I Tillaga Sveins Jónssonar: Svæðisskipulag útbúið fyrir Fljótsdalshérað Sveinn Jónsson sem nU situr á Alþingi fyrir Helga Seljan hefur lagt fram tillögu um svæðisskipu- lag fyrir Fljótsdalshérað. Tillaga Sveins hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að hlutast til um, aö skipulagsstjóri rlkisins beiti sér fyrir að gert verði svæðisskipulag fyrir Fljótsdalshérað i samvinnu viö hlutaðeigandi sveitarstjórnir og aðra er máliö varðar. Skipulag þetta nái til helstu þátta land- notkunar og landverndar og taki mið af æskilegri og mögulegri nýtingu landsgæða, félagslegum viðhorfum og áætlunum um at- vinnuþróun á svæðinu”. 1 greinargerð meö þessari til- lögu segir Sveinn Jónsson m.a.: „A Fljótsdalshéraði hefur byggð mjög eflst á undanförnum árum. Er þaö fyrst og fremst aö þakka vexti og viðgangi þétt- býlisins, á Egilsstöðum og I Fellahreppi viö Lagarfljótsbrú. Einnig er öflugur vísir aö þéttbýli á Hallormsstað I tengslum við vaxandi skógrækt og grunnskóla. A Eiðum er einnig vlsir aö þétt- býli I tengslum viö grunnskóla og alþýðuskóla. Með bættum sam- göngum vex ferðamanna- straumur með hverju ári og vegna orölagðrar veöursældar og fjölbreyttrar náttúru á Héraði hefur ásókn i sumarbústaðalönd mjög aukist. Þegar hafa risið tvær þyrpingar sllkra bústaöa og aö undirbúningi vegna tveggja annarra er nú unniö. Að auki hafa svo einstakir bústaðir risið viöa um héraðiö á undanförnum árum. Samræming og skipulagning þessara mála hefur verið i lág- marki og nauösynlegt aö úr verði bætt. Nú eru uppi áform um virkjun i Fljótsdal og að i Reyöarfirði veröi komiö upp orkufrekum iönaði. Þessir þættirhafa veruleg áhrif á byggðaþróun á stóru svæöi. A vegumm SSA hefur undan- farin ár verið unniö að hagrænni áætlun fyrir allt Austurland og nær sú áætlun fyrst og fremst til þéttbýlisstaðanna. Siöasti hluti þessarar áætlunar er iðnþróunar- áætlun. Talið er nauðsynlegt aö tengja þessar hagrænu áætlanir meira viö landnýtingaráætlanir hinna einstöku sveitarfélaga með gerö svæöisskipulags fyrir fleiri sveitarfélög, þar sem teknir yrðu inn þættir eins og landbúnaður, sem tiltölulega lltið er vikið að I Austurlandsáætlun, efnistaka, samgönguj staðarval fyrir skóg- rækt, sta5arval fyrir iðnað, or- lofsbústaðir, náttúruvernd, úti- vist o.fl. Þessa vinnu væri jafnframt hægt að tengja gerð iönþróunar- áætlunar og þá ef til vill sérstak- lega með tilliti til samgangna og staðarvals fyrir iðnað af ýmsu tagi”. — Þ Sveinn Jónsson Henrik Sv. Björnsson fær Danne- brogsorðu 1 viöurkenningarskyni fyrirhið mikla starf Henriks Sv. Björns- sonar, sendiherra, I þágu sam- skipta Danmerkur og Islands hefir drottning Danmerkur sæmt hann Stórkrossi Dannebrogsorð- unnar. Sendiherra Dana afhenti hon- um heiðursmerkið þann 22. fe- brúar 1981.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.