Þjóðviljinn - 25.02.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.02.1981, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 25. febrúar 1981 Kvedjuorð. Hitaveita Suðurnesja óskar að ráða mann, vanan járnsmiðum og vélaviðhaldi, til viðhalds og eftirlits i Svartsengi. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu sendar Hita- veitu Suðurnesja að Brekkustig 36, Njarð- vik, 230 Keflavik, fyrir 15. mars 1981. f ÚTBOÐfP A. Tilboö óskast i gatnagerb og lagnir i Eiösgranda, 3. áfanga. tJtboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 3000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 11. mars 1981 kl. 14.00. B. Tilboð óskast I lögn hitaveituæöar viö Eiðsgranda, 2. áfanga. (Jtboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 3000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuö þriðjudaginn 17. mars kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKlAVÍKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800 AUGLYSING um styrki Evrópuráðsins á sviði læknis- fræði og heilbrigðisþjónustu fyrir árið 1982. Evrópuráðið mun á árinu 1982 veita starfsfólki i heilbrigðisþjónustu styrki til kynnis- og námsferða i þeim tilgangi að styrkþegar kynni sér nýja tækni i starfs- grein sinni i löndum Evrópuráðsins og Finnlandi. Styrktimabilið hefst 1. janúar 1982 og þvi lýkur 31. desember 1982. Um er að ræða greiðslu ferðakostnaðar samkvæmt nánari reglum og dagpeninga, sem nema 124 frönskum frönkum á dag. Umsóknareyðublöð fást i skrifstofu land- læknis og i heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu og eru þar veittar nánari upplýsingar um styrkina. Umsóknir skulu sendar ráðuneytinu fyrir 23. mars n.k.. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 23. febrúar 1981 Þökkum innilega sýnda samúð og vináttu við andlát og út- för Sveins Kjarval Guörún Kjarval Hrafnhiidur Tove Kjarval Robin Lökken Jóhannes S. Kjarval Geröur Helgadóttir Ingimundur S. Kjarval Temma Beli Kolbrún Kjarval Maria Kjarvai og barnabörn Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför Jóns Ingimarssonar Gefn Geirdal Hreiöar Jónsson Hrafnhildur Ingóifsdóttir Hólmfríöur Jónsdóttir Geir Friöbergsson Ingimar Jónsson Agnes Löve Marla Halia Jónsdóttir Arni Steingrímsson Saga Jónsdóttir Þórir Steingrimsson iiekla Geirdal Guömundur Asgeirsson og barnabörn Guðný Guðmundsdóttír Fœdd 29. janúar 1891 —Dáin 26. janúar 1981 Mér finnst ég veröa að minnast Guðnýjar Guðnadóttur tengda- móður minnar með nokkrum kveðjuorðum, þó að þau kunni að reynast fátækleg, svo kær var hún mér og raunar öllum, sem höfðu af henni kynni, og svo markvert og dýrmætt var hennar langa ævistarf. Guðný fæddist 29. janúar árið 1891 að Þrastastaðagerði á Höfðaströnd. Föðursystir hennar, Guðbjörg Jónsdóttir.og maöur hennar, Þór- arinn f Enni i sömu sveit, tóku hana f fdstur þegar á fyrsta ári, og hjá þeim ólst hún upp fram á fullorðinsár. Hjá þeim mun hún hafa hlotið gott uppeldi og atlæti, sem reyndist henni gott veganesti ásamt dugnaði og mannkostum, sem hún hafði fengið i vöggugjöf. Arið 1911 giftist hún sveitunga sinum, Rögnvaldi Sigurössyni frá Hólakoti. Þau byrjuðu búskap i Enni en bjuggu siðan skamma hriH á Ljótsstöðum. Þaðan fluttu þau I Málmey og bjuggu þar i þrjú ár. t Málmey var löngum talin lif- leg huldufólksbyggð og oft minnt- ist Guðný þess hversu vel sér hefði fallið sambýlið við þær ver- ur. Þeim hjónum fór nú að þykja óþægilegt að eiga sér ekki öruggt jarönæði og réðust í að festa kaup á Litlu-Brekku á Höfðaströnd. Þar bjuggu þau i 19 ár og komu sér upp sómasamlegu húsnæði. En árið 1935 andaðist Rögn- valdur og var þá aðeins 46 ára að aldri. Þá höfðu þau hjónin eignast 12 börn og voru fimm þeirra innan fermingar. Börn þeirra voru þessi: Þóranna, bjó á Hjalteyri, og er nú látin fyrir fáum árum, Sigurður vélstjóri á Húsavik, Matthías, sem drukknaði af Heklu á striösárunum, Rósa, bú- sett á Akureyri, Páll, sem dó sextán ára, Rögnvaldur vélstjóri, Reykjavík, Jón, matsveinn á Siglufirði, Sigrún, búsett á Húsa- vik, Steinunn, dó á fyrsta ári, Steinunn, búsett á Siglufirði, Kristján, skipstjóri á Siglufirði, og Ari, vélamaður á Akureyri. Eins og nærrí má geta þurfti þetta barnmarga heimili mikils við og það sem búið gaf af sér nægði ekki til framfæris fjöl- skyldunni. Rögnvaldur varð þvi að stunda sjóinn hverja vertið og var þá oft- ast á Siglufiröi og að heiman langtimum saman. Þá kom það i hlut húsmóöurinnar að annast heimilið ein, þar til börnin fóru að koma til hjálpar. / Þá“kom sér vel að Guðný var gædd óvenjulegum kjarki, þreki og fórnarlund. Hún var meira en meðalkona á vöxt, myndarleg og hetjuleg i útliti og framkomu, harðskörp til allra starfa og veigraði sér ekki við að vinna hin erfiðustu karlmannsverk ásamt innanhússstörfum húsmóöurinn- ar. Til þeirra starfa var ekki kast- að höndum. Guðný var mikil hag- leikskona og mikilvirk. Hún lét sig ekki muna um að sauma og prjóna allan fatnað á þessa stóru fjölskyldu og voru þau handtök ekki litil búbót. Nærri má geta hversu mikiö og þungt áfall það var Guönýju að missa mann sinn á besta aldri frá barnahópnum. En hún reyndist hetja í þeirri raun sem öllum öðr- um, og þó að syrti að heyrðist aldrei æðruorð af hennar vörum. Þau hjónin höfðu byggt yfir sig árið 1930, og við þann kostnað sem af þvi leiddi höfðu hlaöist upp miklar skuldir. Eftir að Guðný hafði búið ein eitt ár, sá hún enga möguleika á aö standa straum af skuldunum, enda reyndust innheimtumenn að- gangsharðir. Hún neyddist þá til að selja jörðina, bústofninn og innanstokksmuni að mestu. Þóranna og tveir bræðranna voru þá búsett á Hjalteyri. Þang- að flutti Guðný og bjó þar i þrjú ár. Ekki var mikið um vinnu fyrir kvenfólk þarna á þessum árum. Guðný flutti þá til Siglufjarðar og bjó þar til æviloka. Hún starfaði við fiskvinnslu þar til hún náði 78 ára aldri. Þá settist hún um kyrrt, en vann heima hjá sér að saumaskap og margbreytilegri handavinnu. Hún tók þátt i verka- lýðsbaráttunni og fylgdist vel með öllu sem þar gerðist. Hún var bókhneigð og ljóðelsk, minnug og skýr í hugsun, og viðræðugóö með afbrigðum. Steinunn dóttir hennar og tengdasonur hennar, Helgi Sveinsson kennari, fylgdust vel með henni og reyndust henni hið besta. Guðný afþakkaði þó að dveljast á heimili þeirra, en vildi búa sjálfstætt I eigin Ibúð eins lengi og heilsan leyfði. Tvö siðustu árin var hún sjúk- lingur á Sjúkrahúsi Siglufjarðar, að mestu rúmliggjandi. Vinir hennar og aðstandendur telja sig i stórri þakkarskuld viö Asu Guð- jónsdóttur, yfirlækni og annað starfsfólk sjúkrahússins, fyrir frábæra umönnun, sem gamla konan naut þar sína siðustu daga. Hún andaðist 26. janúar þessa árs og skorti þá þrjá daga i nirætt. Með fráfalli hennar var lokið löngu, örðugu og farsælu ævi- starfi, sem margir nutu góðs af. Lífsbaráttan var ströng á þeim árum sem hún var að koma bömum sinum til manns og telja má til afreka hversu vel henni fór það úr hendi. Hún uppskar ekki mikil veraldleg verðmæti gegnt þvi mikla starfi sem hún vann á langri ævi, en þeim mun riku- legra þakklæti allra sem höföu af t S ‘ henni teljandi kynni. Blessuð sé minning hennar. Hans Pedersen. Vidtal vid Buster Keaton — meðal efnis i Kvikmynda- blaðinu Febrúarhefti Kvikmynda- blaösins er komiö út, og hefur m.a. aö geyma viötal við Buster Keaton, sem sigraði hjörtu Reykvíkinga á nýafstaðinni Kvikmynda- hátiö. Viötaliö var tekiö skömmu áöur en Buster dó, fyrir rúmum 15 árum. Af öðru efni blaösins má nefna langt viðtal við Þor- stein Jónsson kvikmynda- stjóra, sem m.a. segir frá myndinni Punktur, punktur, komma strik, sem hann er nú að ljúka við og frumsýnd verður i næsta mánuði. Blaðið er að stórum hluta helgað kvikmyndaháttðinni og þeim myndum sem þar voru sýndar. Fjallað er um myndina Filamanninn, sem nú er verið að sýna i Regn- boganum, sovéska leikstjór- ann Andrei Tarkofski, norræna kvikmyndadaga i Lubeck, og loks má geta furöurlegra skrifa Larry nokkurs Kardish um islenska kvikmyndagerð, en þau skrif birtust i banda- riska timaritinu Film Comment. Kvikmyndablaðið er prýtt fjölda mynda og prentað á glanspappir. Þaö er til sölu i öllum bióum bæjarins, bóka- búðum og sjoppum, og kostar 20 krónur, en i áksrift fá menn 10 blöð fyrir 150 krónur. Ritstjóri Kvik- myndablaðsins er Friðrik Þór Friðriksson. — ih Úrbœtur i málefnum aldraðra sjúklinga: Eitt brýnasta verkefni heilbrigðisþjónustunnar — segja læknaráðin i borginni Stjórnir læknaráöa Borgar- spitala, Landakots og Land- spitaia vilja i tilefni þeirra um- ræöna, sem fariö hafa fram um vandamál aidraöra, taka fram eftirfarandi: I ársbyrjun 1978 héldu lækna- ráðin ásamt heilbrigöis- og trygg- ingamálaráðuneyti ráðstefnu um heilbrigöisþjónustu aldraðra. Þar kom m.a. fram, aö þó nokkur hluti legurýmis sjúkrahúsanna þriggja færi til aö sinna öldruöum hjúkrunarsjúklingum, sem ekki þyrftu á annarri þjónustu sjúkra- húsanna að halda. Var bent á, að hentugasta lausnin væri aukiö hjúkrunarrými fyrir þessa sjúk- linga. Siöan hefur litið gerst og til dæmis byggingu B-álmu Borgar- spitalans nær ekkert miðað áfram. Nú er svo komið, að hreint neyðarástand rfkir og hefur sist verið nokkuð ofsagt i þvi efni að undanförnu. Læknaráðin telja þvi að hér sé eitt brýnasta verkefni heilbrigöisþjónustunnar og skora á opinbera aðila, félagasamtök og einstaklinga að stuðla aö lausn þessara mála svo fljótt sem veröa má. F.h. stjórna læknaráðanna, Olafur örn Arnarson, Landakots- spítala, Grétar Ólafsson, Lands- spitala, Asmundur Brekkan, Borgarspitala.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.