Þjóðviljinn - 25.02.1981, Side 15
Hringið í sima 81333 kl. 9-5 atta virka
daga, eða skrifið Þjóðviljanum
frá
escndum
Svar við fyrir-
spurn til V.R.
Magnús L. Sveinsson
formaður V.R. sendir
eftirfarandi:
1 Þjöðviljanum 12. þessa
mánaðar, i þættinum „frá
lesendum”, er sagt að „félagi i
Verzlunarmannafélagi Reykja-
vikur hringi i gær og vildi koma
á framfæri eftirfarandi fyrir-
spurn til forsvarsmanna V.R.:
Hvaða tilgangi eiga auglýs-
ingar félagsins i blööum og
sjónvarpi undanfarnar vikur að
þjóna? Hvaða hag hefur V.R. af
þvi, að vera i samtökum með
kaupmönnum og heildsölum,
þ.e. „Viðskipti og verzlun”?”
Skemmtilegra hefði verið að
þessi félagi i V.R. hefði gefið
upp nafn sitt. Það er alltaf
viðkunnanlegra að vita við
hvern maður er að tala. Þá hefði
einnig verið sjálfsagt, að svara
spúrningum þessa félaga
simleiðis, ef hann hefði hringt til
félagsins og leitað upplýsinga
þar. En úr þvi að hann óskar
eftir að fá upplýsingar i gegnum
Þjóöviljann, er sjálfsagt að gefa
svar á þeim vettvangi og bið ég
blaðið að birta eftirfarandi:
Vegna fyrri spurningarinnar
vil ég taka eftirfarandi fram:
Þetta er einn liður af mörgum i
stórauknu útbreiðslu- og
fræðslustarfi félasins á
afmælisári þess.
Tilgangurinn með þvi er m.a.
að vekja félagsfólkið sjálft til
aukinnar stéttarvitundar,
ásamt þvi, að vekja athygli
almennings á þýðingu og mikil-
vægi þeirra starfa, sem
verzlunar- og skrifstofufólk
vinnur við. Slikt er m.a.
forsenda þess, að þau séu metin
að verðleikum i samningum.
Auglýsingarnar eiga að vekja
athygli á nokkrum staðreynd-
um, sem hafa stéttarlega
þýðingu. T.d. þvi, hversu
fjölmenn þessi stétt er, og hinni
miklu fjölbreytni og umfangi
þeirra starfa, sem verzlunar- og
skrifstofufólk vinnur við.
Félagsfólkið sjálft tekur þátt i
þessu útbreiðslustarfi með þvi
að vera þátttakendur i auglýs-
ingum og er það eitt út af fyrir
sig þýðingarmikið.
Við viljum vekja félagslegt
stolt meðal félagsmanna V.R.,
sem vinna við yfir 70 starfs-
greinar, hjá miklum fjölda
fyrirtækja, sem eru undirstaða
fyrir öðrum grundvallarat-
vinnuvegum þjóðarinnar.
Sjávarútvegur, iðnaður og
landbúnaður meiga sin litils, ef
enginn er til að koma
framleiðslu þessara greina til
neytenda, bæði innanlands og
utan. Það gerir verzlunar- og
skrifstofufólk, sem eru félagar i
V.R.
Þetta fólk getur þvi verið stolt
af þvi að vinna i þessari at-
vinnugrein, sem er einn af horn-
steinum sjálfstæðis þjóðarinn-
ar.
Ég hefi nú þegar orðiö var við,
að auglýsingarnar hafa vakið
marga til umhugsunar um
mikilvægi þeirra starfa, sem
verzlunar- og skrifstofufólk
vinnur við. Ég geri mér þvi von-
ir um, að þær muni þjóna þeim
tilgangi, sem að var stefnt.
Vegna seinni spurningarinnar
vil ég vekja athygli á þvi, að
þetta er ekki i fyrsta skipti, sem
launþegasamtök eiga samvinnu
við samtök vinnuveitenda um
ákveðin mál. Ég vil t.d. minna
á, að þegar útbreiðsluherferð
var gerð fyrir islenzkan iðnað,
fyrir nokkrum árum, stóðu
samtök launþega og vinnu-
veitenda saman að henni.
V.R. er þvi ekki eina stéttar-
félagið, sem tekur þátt i
útbreiðslu- og fræðslustarfi
viðkomandi starfsgreinar, með
vinnuveitendum. Ég minnist
þess hins vegar ekki, að nokkur
hafi gert athugasemd við sams
konar samstarf launþega og
vinnuveitenda, þegar aðrar at-
vinnugreinarhafa átti hlut. Það
segir e.t.v. sina sögu um hug
þeirra til verzlunarinnar, sem
gera athugasemdir við slikt
samstarf V.R. og vinnuveitenda
og er ágætt dæmi um þörfina
fyrir stofnun samtaka eins og
„Viðskipti . og verzlun”, sem
hefur eftirfarandi að markmiði
samkvæmt samstarfssamn-
ingnum:
„1. Að auka álit verzlunar og
viðskiptalifsins, svo og stuðla
að aukinni menntun og betri
kjörum starfsmanna og fyrir-
tækja, þannig að viöskipta-
lifið geti veitt landsmönnum
sem bezta þjónustu i nútima-
þjóðfélagi.
2. Kynna almenningi verzlun og
viðskipti.
3. Sýna hvernig má nýta inn-
lenda verzlunarþekkingu og
samstarf við aðrar atvinnu-
greinar til að efla iðnað og
aðra frjálsa atvinnustarfsemi
i landinu, án þess að gripa til
verndartolla.
4. Sýna þátt verzlunar og
samgangna i sjálfstæði og
sjálfstæðisbaráttu landsins.
5. Koma á námskeiðum fyrir
starfsfólk við verzlunar- og
skrifstofustörf i samvinnu við
Verzlunarskólann, sem kann
að verða metið i kjarasamn-
ingum.
6. Auka samstarf milli vinnu-
veitenda og starfsfólks og
milli samtaka launþega og
vinnuveitenda.
7. Vinna að aukinni kynningu
um lifeyrismál meðal sjóðfé-
laga Lifeyrissjóðs Verzlunar-
manna.”
Ég hygg að allir geti verið
sammála um, að verzlunar- og
skrifstofufólk hefur ekkert siður
en vinnuveitendur hag af þvi, að
unnið sé að framangreindum
verkefnum. Þess vegna er eðli-
legt að þetta séu sameiginleg
verkefni launþega og vinnuveit-
enda.
Með lævisum áróöri hefur þvi
verið komið inn hjá fólki, að
verzlunin væri nokkurs konar
afæta á þjóðinni. Slikur áróður
hefur ekki aðeins bitnað á
verzlunareigendum, heldur
einnig og ekkert siður á þvi
fólki, launþegunum, sem viö
þessa starfsgrein vinnur.
Launþegar við viðskipti og
verzlun eiga vissulega mikilla
hagsmuna að gæta, að hinum
neikvæða áróðri, sem haldið
hefur verið uppi um verzlunina
sé hnekkt og skilningur almenn-
ings fyrir þýðingu þessarar at-
vinnugreinar sé aukinn.
Það hefur grundvallar-
þýðingu fyrir launþega i þessari
starfsgrein eins og öörum að
fyrirtækjunum sé tryggður eðli-
legur rekstrargrundvöllur.
Launþegar eiga atvinnuöryggi
sitt undir þvi að svo sé.
Að þessu leyti fara hagsmunir
vinnuveitenda og launþega
saman i þessari starfsgrein eins
og reyndar öllum öðrum starfs-
greinum. Þetta ættu að vera
augljós sannindi, svo einföld
sem þau eru.
Magnús L. Sveinsson,
formaður V.R.
Gátur
1. Hve margar sneiðar
er hægt að skera af heilu
rúgbrauði?
2. Hvaða þráð er ekki
hægt að nota við sauma?
3. Hvaða tími er
lengstur?
4. Hvaða húseigandi
borgar engan fasteigna-
skatt?
5. Hvað er líkt með
vindli og ástinni?
6. Hvaða steinn getur
beygt fyrir horn?
7. Hvað er það sem
hækkar við að missa
höfuðið?
8. Hvað er það sem
hefur hvorki upphaf né
endi?
9. Hversu mörg egg gat
risinn Goliat borðað á
fastandi maga?
10. Hvaða kóngur ber
stærstu kórónuna?
Barnahornid
Miövikudagur 25. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
1 Vöku veröur m.a. fjallaö um Islensku óperuna.
ÓPERUVAKA
tslensk ópera veröur á dag-
skrá Vöku i kvöld, en þáttur-
inn er að þessu sinni helgaöur
tónlist. Umsjónarmaður er
Leifur Þórarinsson, og fjaliar
hann einnig um nýja, islenska
tónlist.
Ohætt er að segja aö mikil
gróska sé i tónlistarlifi lands-
manna um þessar mundir.
Opersusöngvarar eru I
heilmikilli uppsveiflu, og fyrir
skömmu var endurvakinn
félagsskapurinn Musica Nova,
sem starfaði hér á áratugnum
1960—70 og margir hafa
eflaust saknað á þeim tiu
Á flótta
með
farand-
leikurum
Útvarp
ifp7 kl. 17.20
Silja Aðalsteinsdóttir les i
dag fimmta lestur þýðingar
sinnar á ensku unglingasög-
unni A flótta með farandleik-
urum, eftir Geoffrey Trease.
Þetta er mjög spennandi
saga, sem gerist á Kumra-
landi á 16. öld. Söguhetjan er
unglingspiltur, sem verður að
flýja að heiman eftir aö hafa
tekið þátt i bændauppreisn
gegn rikum og vondum aðals-
manni. A flóttanum lendir
•tf )/. Sjónvarp
TF kl. 20.35
árum sem starfsemin lá niðri.
Nú er ætlunin aö hefja
tónleikahald, plötuútgáfu og
fleira i þeim dúr. Þá ætlar
félagiö aö panta tónverk hjá
tónskáldum til flutnings á tón-
leikum sinum. Ef allt fer að
óskum ætti þvi Musica Nova
aö geta oröið mikil lyftistöng á
komandi árum.
Silja Aðalsteinsdóttir les
spennandi framhaldssögu fyr-
ir börn og unglinga.
hann i margvislegum ævintýr-
um og hafnar loks hjá farand-
leikurum, sem taka hann upp
á sina arma.
Geoffrey Trease er i hópi
vinsælustu barna- og
unglingabókahöfunda Bret-
lands og kann þá list aö skrifa
bækur sem eru bæði spenn-
andi og fræðandi. — ih
F ramadraumar
t kvöld veröur á skjánum
fyrri hluti bandarlsku
sjónvarpsmyndarinnar
Framadraumar (The Dream
Merchant) sem gerð er eftir
skáldsögu Harolds Robbins.
Sagan gerist á bernskuárum
kvikmyndarinnar, skömmu
fyrir fyrri heimsstyrjöld. A
þeim árum voru kvikmynda-
hús kölluö „nickle-odeons” og
það var að renna upp fyrir
ýmsum „athafnamönnum” aö
leiðin til gróðans gat legið um
þessi frumstæðu bió. Sagan
greinir einmitt frá tveimur
slikum mönnum og ævintýr-
um þeirra.
Sjónvarp
kl. 21.05
Peter Kessler er þýskur inn-
flytjar.di og á litið kvikmynda-
hús. Hann kynnist ungum
manni, Johnny, sem á sér
stóra drauma, og saman flytja
þeir til New York i þvi skyni
aö hefja kvikmyndafram-
leiðslu.
Seinni hluti myndarinnar
verður sýndur eftir viku.
—ih
Endurhæfing
fatlaðra
Útvarp
kl. 22.40
Endurhæfing fatlaðra er á
dagskrá útvarps seint I
kvöld. Þá verður útvarpað
umræðuþætti um þetta mál,
og veröur hann I umsjá
Guðna Þorsteinssonar
læknis.
Þátttakendur verða Elsa
Stefánsdóttir húsmóöir, Jón
Sigurösson nemandi og
Sjúkraþjálfun er þáttur i
endurhæfingu fatlaöra. —
Þessi mynd var tekin að
Reykjalundi I fyrra.
Haukur Þóröarson yfir-
læknir.
— ih