Þjóðviljinn - 25.02.1981, Side 16

Þjóðviljinn - 25.02.1981, Side 16
DWÐVIUINN Miðvikudagur 25. febrúar 1981 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tlma er hægt að ná I blaðamenn og aðra starfsmenn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná iafgreiðslu blaösins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt q11 kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsúni 81348 Helgarsími aigreiðsiu 81663 Miðnefnd SHA: Aukin hætta á ! að ísland I dragist j inn í hern- j aðarátök j Miðnefnd Samtaka her- I stöðvaandstæðinga hefur J sent frá sér eftirfarandi I ályktun vegna fyrirhugaðra I framkvæmda hersins á > Keflavikurflugvelli og i J Heiguvik: | Miðnefnd Samtaka her- ■ stöðvaandstæðinga lýsir yfir I áhyggjum vegna þeirrar | fréttar, að Bandarikjamenn , hyggist reisa sprengjuheld ■ flugskýli á Keflavikurflug- I velli. Þessi áform ásamt I áætlun um stórfellda aukn- , ingu eldsneytisbirgða i i Helguvik, eru án efa liður i I þvi að auka hernaðarlegt I gildi herstöðvarinnar fyrir , Bandarikin og auka þar með ■ hættuna á þvi, að Island I dragist inni hernaðarátök, I sem Bandarikin gætu lent i, , með hörmulegum afleiðing- ■ um fyrir land og þjóð. Miðnefndin átelur utan- | rikisráðherra fyrir að gera , litið úr þessum framkvæmd- ■ um og telur sæmra, að hann I rækti upplýsingarskyldu við | almenning um þá áhættu, , sem þjóðin tekur á sig með- ■ þvi að hafa herstöðvar i I landinu. Jafnframt lýsir miðnefnd- , in yfir furðu sinni, á þvi, að ■ einn ráðherra skuli telja sig I hafa vald til svo veigamikilla | ákvarðana, sem geta skipt , sköpum fyrir framtið i þjóðarinnar. Miðnefndin heitir á her- | stöðvaandstæðinga i rikis- , stjórn og á þingi, að spyrna ■ við fotum og minnir á að I miðað við ragnarök kjarn- | orkuárásar er verðbólgu- , vandi hjóm eitt. Stöðugir fundir með bátasjó- mönnum Sáttafundur með bátasjómönn- um hófst kl. 13.30 i gær. Stóð fundur enn er blaðiö fór f press- una í nótt og var búist við aö hon- um yrði haldið áfram eitthvað fram eftir nóttu. Ekki vildi sátta- nefnd iáta hafa neitt eftir sér um að Urslit væru I augsýn. — mhg Nefnd um skattamál einstæðra foreldra: Alta- j deilan er að leysast \ Frá Ingólfi Margeirssyni i | Osló: Að loknum fundi sem um- • hverfismálaráðuneytið, oliu- J og o rkum álaráðuney tiö, | vatnsorkustofnun og Þjóð- I minjasafnið i Tromsö héidu i • dag, hefur rikisstjórnin ' ákveðið að framkvæmdir við Alta-virkjun verði stöðvaðar, þangað til að Þjóðminjasafnið í Tromsö hefur gert forn- minjarannsóknir á svæðinu. Það verður væntanlega þegar ■ snjóa leysir á svæðinu i júni- I lok og mun rannsóknin taka 3 I vikur. Rikisstjórnin mun þó láta ■ halda áfram vegagerð að I þverá, sem liggur um 9 km. I frá svonefndum núll-punkti i I Stilla. Eftir standa þá 2 km. að ■ fyrirhuguðu stöðvarhúsi og I mun sú vegagerð og aðrar I framkvæmdir stöðvaðar, I þangað til fornminjarann- ■ sóknum lýkur. Rikisstjórnin I hefur farið eftir lögum um I varðveitingu fornminja og I sagði talsmaður mótmælenda ■ i kvöld að þeir væru mjög I fegnir þessari ákvörðun I stjórnarinnar. öll mótmæli gegna Alta- 1 virkjuninni hafa þegar verið I lögð niður og mótmælendur i I Alta yfirgefa nú svæöið. Sam- I arnir sem verið hafa i mót- ■ mælasvelti vegna virkjana- I framkvæmdanna hafa nú hætt | sveltinu, en þeir hafa svelt sig I i 5 vikur og eru amk. tveir * þeirra mjög illa farnir og I munu hljðta af varanlegt I heilsut jon. Mestur hluti lögregluliðsins ■ sem staðið hefur vörð um I virkjunarframkvæmdirnar i I Alta mun 'yfirgefa staðinn I næstu daga. ■ óvist er hvort Altadeilan I mun risa upp að nýju þegar I Tromsö-safnið hefur lokið I rannsóknum sinum I sumar. ■ — IM/S.dór I Torghöllin er reisulegt hús, en varla getur það staðið undir sér að reikningana. Ljósm.-ella Hart í búi hjá smáfughinum: fyrst eigendurnir geta ekki borg- Borgin fellur frá 170.000 kr. skuld Kaupir gangstétt á móti! Borgarráð samþykkti í gær gegn atkvæði Sigur- jóns Péturssonar skuldajafna rúmlega 17 miljónum gamalla króna við húseigendur í Hafnar- stræti 20 (Torghöllin) og felur samningur við þá m.a. í sér að borgin fellir niður kröfu um 11 miljón g.kr. greiðslu fyrir ónóg bilastæði og ýmsa aðra reikninga en „kaupir" á móti hluta af gangstétt undir skyggni annarrar hæðar fyrir 197 þúsund g.kr. hvern fermetra. Hafnarstræti 20 er byggt á tveimur lóðum, nr. 20 og 22 en þær voru sameinaðar með maka- skiptasamningi borgarinnar við Kristján Knútsson fasteignasala i ágúst 1978. Fékk hann i sinn hlut 223 fermetra lóðar á móti 102,8 fermetrum sem SVR fékk i hús- inu, tilbúna undir tréverk en þar af voru 20,24 fm. i göngum. I makaskiptasamningnum var ákvæði umm að húseigandi þyrfti ekki að greiða nema hálft fast- eignagjald af þeim hluta lóðar sem er undir skyggni annarrar hæðarinnar og kvöð var sett á húseigendur um að hafa veitinga- sölu fyrir almenning á neðstu hæð og innangengt i biðsal SVR. Var þessi makaskiptasamningur samþykktur i borgarstjórn gegn atkvæðum Alþýðubandalagsins 1978. Þegar óskað var eftir þvi nú fyrir skemmstu að semja um niðurfellingu fyrrgreindra skulda greiddu borgarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins atkvæði gegn tillög- unni og sem fyrr segir greiddi Sigurjón Pétursson atkvæði gegn samningnum i borgarráði i gær. Málið fer þvi fyrir borgarstjórn i næstu viku. Eigendur Hafnarstrætis 20 eru nú: Kristján Knútsson 38,88%, Borgarsjóður 6,63%, Garðar Ólafsson 4,36%, Optik 15,12%, Valdimar Jóhannesson 4,77%, Óttar Halldórsson 17.91%, Renata Erlendsson 5,46% og Melutin Kojic og Guðrún óskarsdóttir 6,82%. — AI Lágmarksfrádráttur hækki Nefnd sú sem skipuö var s.l. haust tii að kanna álagningu skatta á einstæð foreldri mun skiia tillögum sinum og skýrslu til fjármálaráðherra á næstu dög- um. Nefndin, sem hóf störf 26. september s.l., bar saman álagn- ingu áranna 1979 og 1980 en svo virðist sem skattkerfisbreytingin sem tók gildi 1. janúar 1980 hefði aukiö skattbvrði einstæðra foreldra óeðlilega mikið. Niðurstaöa af könnun nefndar- innar er eftir þvi sem Jóhanna Kristjónsdóttir, einn nefndar manna. skýrir frá i fréttabréfi FEF sú, að einstæðir foreldrar, sem höfðu yfir 2,5 miljónir i tekj- ur 1979 (álagningarárið 1980) hefðu orðið fyrir aukinni skatt- byrði vegna breyttra skattalaga. Hækkun barnabóta, lækkun persónuafsláttar og lágmarks- frádrátturinn sem ákveðinn var náði ekki nógu langt til að halda óbreyttri skattlagningu á þennan hóp að mati nefndarinnar. I tillögum nefndarinnar til ráðherra er gert ráð fyrir þvi að lágmarksfrádráttur verði hækk- aður til mikilla muna svo og þvi að barnabætur til einstæðra forledrra veröi jafnháar á hvaða aldrei sem börn eru (þ.e. að ekki verði greiddar lægri barnabætur með börnum yfir 7 ára aldri.) Nefndin mun halda áfram störfum og snúa sér að næsta verkefni sinu sem er trygginga- málin og ihuga mæðra/feðralaun og barnalifeyri/meðlag. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar vildi i gær ekki tjá sig um niðurstöðurnar þar sem ráðherra hefði ekki fengið þær I hendur. — AI Fjör á bæjarskrifstofum Akureyrar: Stofnfundur foreldrafélags í kvöld Þaö var lif legt á bæjar- skrifstofum Akureyrar í gærdag þvi um það bil sem bæjarráðsfundur var að hefjast kl. 15 mættu foreldrar barna á dag- heimilum bæjarins og af- hentu fundarsamþykkt sina frá i fyrrakvöld. Flestir höfðu tekið börnin með og á göngum kváöu við sköll þeirra. gangana Helgi M. Bergs bæjarstjóri, veitti samþykktinni viðtöku, en i henni lýsa foreldrar stuðningi við kröfur fóstra. Jafnframt sagði Helgi að bæjarráð myndi ræða málið á fundinum aö ósk þeirra. Ekki var staðið lengi við á skrifstofunum en i kvöld hitt- ast foreldrar aftur og þá i Al- þýðuhúsinu á stofnfund for- eldrafélags. Hefst fundurinn kl. 20.30. A bæjarráðsfundinum var ákveöið að boða samninganefnd STAK til fundar i gærkvöldi og sagði Helgi Bergs/ bæjarstjóri að hann vonaðist til þess aö sá fundur leiddi til samkomulags. Reynt yröi að finna nýjan flöt á málinu þvi bjarráð hefði fullan hug á þvl að finna lausn f deil- unni. ' — AI

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.