Þjóðviljinn - 27.02.1981, Qupperneq 5
Föstudagur 27. febrúar 1981 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 5
Castro er hærra skrifaður en
aðrir menn erlendir.
Veigamikið útleggingar-
atriði á þingum sovéska
kommúnistaf lokksins eru
ræður fulltrúa erlendra
flokka: bæði röðin á þeim
og inntak þeirra. Því vekur
það nokkra athygli að á því
26. flokksþingi, sem hófst í
Moskvu á mánudag, talaði
fyrstur útlendra gesta
Fidel Castro frá Kúbu og
fyrstur Vesturlandagesta
Gaston Plissonier frá
Kommúnistaflokki Frakk-
lands.
Sjálfgert er að lita svo á að
þessi röð beri vott um sérstaka
velþóknun eða virðingu sovéskra
ráðamanna fyrir viðkomandi
flokkum.
Formfesta.
Eins og alloft er fram tekið eru
þing Kommúnistaflokks Sovét-
rikjanna mjög formföst. Þar
munu allir helstu ráðamenn
flokksins, sem sæti eiga i póli-
tisku nefndinni svonefndu, taka
til máls, og hver um sig leggja
helstar áherslur á sinn mála-
flokk. Ennfremur tala formenn
kommúnistaflokka einstakra lýð-
velda og segja þeir einkum fram-
leiðslutiðindi hver úr sinum
landshluta. Þá tala og fulltrúar
Á flokksþinginu í Moskvu:
Castro talaði fyrstur
hinna erlendu gesta
Brésjnéf i ræöustól við opnun þingsins.
helstu iðnaðarborga og héraöa,
ennfremur fulltrúar mikilvægra
starfsgreina — stálbræöslu-
maður, samyrkjukona, rithöf-
undur og þar fram eftir götum.
Venjuleg uppbygging þeirra
ræðna er sú að segja nokkur þau
tiðindi af starfsvettvangi hvers og
eins, sem hægt er að koma á
skýrslur, og lýsa i leiðinni yfir
stuðningi við meginlinur þær sem
koma fram i stefnuræðu aöal-
ritarans.
Röðunarga Idur
Ræður erlendra fulltrúa eru og
allfastmótaðar i formi. Þar eru
sögð nokkur tiðindi úr landi ræöu-
manns og siðan vikið að alþjóða-
málum og þá oftast að einhverju
sem Sovétrikin hafa haft fram að
færa og lofsamlegt er talið. Og
sem fyrr segir, þá skiptir röðin
veruiegu máli.
Fyrst tala fulltrúar flokka sem
um leið eru stjórnarflokkar. Einu
sinni þótti eðlilegt að fyrsti er-
lendi ræðumaðurinn væri frá
Kina, en sá timi er vitaskuld
löngu liðinn. Sem fyrr segir kom
Fidel Castro fyrstur en honum
næstur var Le Duan frá
Kommúnistaflokki Vietnams. 1
þriðja sæti var svo Stanislaw
Kania frá Póllandi — af þeim
eðlilegu ástæðum, að Pólland er
nú efst á baugi (Fréttaskýrendur
hafa haft ærinn starfa að undan-
förnu við að lesa úr þvi sem ræðu-
menn segja um Pólland og fá
ýmist út vonir um að Pólverjar
leysi sinn vanda sjálfir eða dul-
búnar hótanir um að þeir skuli
halda sig á mottunni). A eftir
Kania komu i þessari röð:
Honecker frá Þýska lýðveldinu,
Husak forseti Tékkóslóvakiu
Kadar frá Ungver jalandi,
Zhivkov frá Búlgariu og
Ceaucescu frá Rúmeniu, — sið-
astur, enda stundum nokkuð
þversum við Sovétmenn.
Frakkar.
En áður en þessum hring er
lokið og fulltrúar Mongóliu,
Norður-Kóreu, Laos og
Kampútseu hafa tekið til máls
hefur formanni miðstjórnar
Kommúnistaflokks Frakklands
verið skotið inn, fyrstum Vestur-
landabúa. Það stafar bersýnilega
af þvi, að sá flokkur hefur á
undanförnum tveim-þrem árum
færst jafnt og þétt frá „evrópu-
kommúniskum” viðhorfum og
þar meö samstöðu með Kommún-
istaflokki Italiu og tekið aftur upp
mikinn vinskap við Sovétmenn.
Meðal annars hafa franskir
kommúnistar gengið alllangt i að
fallast á ihlutun sovéska hersins i
Afganistan.
Marchais, formaður flokksins,
er að sönnu ekki mættur til leiks,
en það stafar af þvi, að hann á nú i
kosningaslag i Frakklandi.
Berlinguer formaður Kommún-
istaflokks ttaliu er heldur ekki i
Moskvu, en milli Sovétmanna og
italska flokksins hafa undanfarið
misseri farið ýmis heldur harðorð
skeyti, bæði út af Afganistan og
Póllandi. Carillo hinn spænski,
sem hefur mjög komið við sögu i
gagnrýni vestrænna kommúnista
á Sovétrikin, er heldur ekki
mættur á þingið i Moskvu, þótt
flokkur hans eigi þar fulltrúa.
Ekki munu allir erlendir gestir
tala i þinghöllinni i Kreml, til þess
eru þeir of margir. Hinir létt-
vægari munu koma fram á fund-
um sem haldnir eru i verksmiðj-
um og fyrirtækjum. En það er
fastur siður að prenta öll ávörp
þeirra i flokksmálgagninu
Prövdu.
Misjöfn forvitni.
Ræður hinna erlendu gesta á
flokksþinginu eru aö sjálfsögðu
misjafnlega forvitnilegar. Ef að
likum lætur hafa menn mestan
áhuga á þeim sem áherslu leggja
á sérstöðu sina meðal kommún-
istaflokka. Fyrir fimm árum
vakti ræða Berlinguers, for-
manns italskra kommúnista, sér-
staka athygli, vegna þess hve
rækilega hann itrekaði andóf sins
flokks gegn öllum hugmynd-
um um sérstakt forystuhlutverk
einsflokks— m.ö.o. hins sovéska.
Það var lika fróðlegt að sjá slika
ræðu á prenti i hinu sovéska
flokksmálgagni — þvi þar er þess
getið sérstaklega hvenær er
klappað. Og um leið sést hvenær
flokksþingfulltrúar láta sér fátt
um finnast.
— AB tók saman.
Róstusamt í Vestur-Berlín:
Ungt fólk sest að
í auðum húsum
Átök um húsnæðisstefnu og lóðabrask
Margar borgir i
Vestur-Evrópu hafa að
undanf örnu séð
upphlaup og átök milli
ungs fólks i lögreglu i
rikari mæli en um hrið
hefur sést. Einatt brýst
hér fram mikil gremja
nýrrar kynslóðar sem
fær að vita það strax
áður en hún stigur út úr
skóla, að henni séu flest-
ar bjargir bannaðar á
vinnumarkaði sem
gerist æ þrengri. í
Vestur-Berlin hafa
átökin einkum tengst
við hreyfingu húsnæðis-
leysingja, sem hafa lagt
undir sig auðar ibúðir.
Haft er fyrir satt að i
Vestur-Berlin skorti um 65.000
ibúðir, og að þar hafi að undan-
förnu um 27 þúsundir ibúða stað-
ið auðar. Þetta misræmi er tengt
stórgallaðri stefnu i endurnýjun
ibúðahverfa og spekúlasjónum
ýmiskonar. Allstór svæði eru rifin
niöur i heilu lagi til að vikja fyrir
nýjum. 1 nýjum ibúðum verður
húsaleiga einatt þrisvar sinnum
hærri en i eldri húsum. Um leið
kemur það einatt fyrir, að hús
sem búiðeraðreka leigjendur úr,
standa auð i 3—4 ár eða lengur.
ýmist i sambandi við lóðabrask
eða þá vegna þess að breytingar
hafa verið gerðar á aðalskipulagi
áður samþykktu.
Lagfæra sjálf
Síðan i byrjun siðasta árs hefur
þetta ástand orðið til þess, að þvi
ungu fólki hefur fjölgað sem hefur
tekið málin i sinar hendur og
reynt að leysa sinn húsnæðis-
vanda með þvi að setjast að i
auðum húsum og ibúðum. Þessi
upptaka húsnæðis hefur ekki hvað
sist átt sér stað i borgarhverfinu
Kreuzberg, sem skemmdist litið i
striðinu og standa þar þvi uppi
allmörg hús sem komin eru til ára
sinna.
Húsum þeim, sem auð standa,
hefur einatt ekki verið við haldið
lengi og auk þess hafa. eigendurn-
ir viljað setja undir leka með þvi
að eyðileggja i þeim vatnslagnir,
raflagnir osfrv. Hreyfing þeirra
sem setjast að i slikum húsakynn-
um kennir sig við „standsetningu'
—m.ö.o. meðlimir hennar setjast
ekki aðeins að i ibúðunum heldur
koma þeim i lag sjálfir, i stað
þess að þær séu gerðar nýtisku-
legar fyrir morð fjár eða þá rifn-
ar. Fyrir um það bil mánuði var
talið að 25 hús hefðu verið tekin
„leigunámi” með þessum máta.
tbúar hvers húss eða stigagangs
kjósa sér fulltrúa til „leigutöku-
ráðs” sem reynir siðan að komast
að samkomulagi við stjórn
Vestur-Berlinar um framhaldið.
Barist á götum
En siðan um miðjan desember
hefur staðið strið milli húsnæðis-
leysingja og yfirvalda með ýms-
um hléum og hafa æsingablöð
Springerhringsins komið mjög
við sögu i þvi striði. Atökin hófust
á þvi, að lögreglan ruddi fólki út
úr húsi sem það hafði lagt undir
Framhald á bls. 13
Mehringhof i Vestur-Berlin: Hér var áður verksmiöja, en nú einskonar
miðstöð vinstrihópa.
lallt undir einu þaki
þú verslar í „
húsgagnadeild
og/eða
teppadeild og/eöa
og/eöa rafdeild
þúfærð allt á einn og sama
kaupsamninginn/skuldabréf
og þú borgar allt rtiður i 20% SEM ÚTBORGUN,
og eftirstöðvarnar færðu lánaðar allt að 9 MÁNUÐUM.
Nú er að hrökkva eða stökkva. óvist er hvað þetta tilboð stendur lengi fokkur getur snúist hugur
hvenær sem er). Þegar þú hefur reitt af hendi útborgunina og ritað nafn þitt undir
KAUPSAMNINGINN, kemur þú auðvitað við i .MATVÖRUMARKAÐNUM
og' birgir þig upp af ódýrum og góöum vörum.
Opið til kl. 22 á föstudögum og til hádegis á laugardögum I Matvörumarkaðnum og Rafdeild.
JIS
Jón Loftsson hf.
fA A ▲ A A ▲
Hringbraut 121 Sími 10600