Þjóðviljinn - 27.02.1981, Side 16
DMVIUINN
Föstudagur 27. febrúar 1981
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaðamenn og aöra starfsmenn blaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná i afgreiöslu blaösins I sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663
Launasjóður
rithöfunda:
86 fengu
starfslaun
Lokið er úthlutun starfslauna
úr Launasjóði rithöfunda fyrir ár-
ið 1981.
Fjárveiting til sjóðsins árið 1981
er kr. 1.725.530,00. Voru að þessu
sinni veitt 291 mánaðarlaun.
Stjórnin hefur nú lokið úthlut-
un. Hafa 5 rithöfundar fengið
starfslaun i 7 mánuði, 13
rithöfundar hafa fengið starfs-
laun i 5 mánuði, 15 hara fengið
starfslaun i 4 mánuði., 25 hafa
fengið þriggja mánaða starfslaun
og 28 tveggja mánaða. Alls hefur
þvi verið úthlutað starfslaunum
til 86 rithöfunda.
Nöfn þeirra rithöfunda sem
starfslaun hlutu verða birt i dag.
1 lögum og reglugerð sjóðsins
segir að árstekjum hans skuli
varið til að greiða islenskum rit-
höfundum starfslaun samkvæmt
byrjunarlaunum menntaskóla-
kennara. Rétt til greiðslu úr
sjóðnum hafa islenskir rithöfund-
ar oghöfundar fræðirita. Þá er og
heimilt að greiða úr sjóðnum
fyrir þýðingar á islensku.
Starfslaun eru veitt eftir
umsóknum. Höfundur, sem sækir
um og hlýtur starfslaun þrjá
mánuði eða lengur, skuldbindur
sig til að gegna ekki fastlaunuðu
starfi meðan hann nýtur starfs-
launa.
Tveggja mánaða starfslaun
skulu eingöngu veitt vegna verka,
sem birst hafa á næsta almanaks-
ári á undan og þeim fylgir ekki
kvöð um að gegna ekki fastlaun-
uðu starfi.
Fóstrur í Kópavogi:
Samningar
í nánd?
Hreyfing komst á samningamál
fóstra i Kópavogi i gær, þegar
Starfsmannafélag Kópavogs
braut isinn og sendi bæjarráði til-
boð um samninga fyrir fóstrur.
Samningafundur hófst kl. 17.30 og
stóð hann enn þegar Þjóðviljinn
fdr i prentun um miðnættið.
Eftir þvi sem næst verður kom-
ist er tilboð starfsmannafélagsins
i samræmi við samkomulagið
sem gert var norður á Akureyri.
Bæjarráð hafði komist að þeirri
niðurstöðu að það gæti ekki gert
fóstrum frekari tilboð eða rætt
um launaflokkahækkun beint
ofan i nýgerða kjarasamninga við
starfsmannafélagið og lýsti for-
maður bæjarráðsins þvi yfir i gær
að boltinn væri nú hjá félaginu.
Spurningin snýst um hvort
einhverjir hópar hyggjast feta i
fótspor fóstranna, fái þær kröfum
sinum framgengt.
Félagsmálaráð Kópavogs hélt i
gær fund þar sem samþykkt var
einróma áskorun á bæjarráð og
starfsmannafélagið um að leysa
hið skjótasta ágreining um kjara-
mál fóstra, en félagsmálaráöið
rekur dagheimilin og gegnir
störfum barnaverndarnefndar.
Lagði ráðið þunga áherslu á að
viö áskorun þess yrði orðið.
— AI
Konur í
morgunkaffi
Guðrún Asmundsdóttir leik-
stjóriætlarað mæta i morgun-
kaffi Rauðsokka i hádeginu á
morgun og spjalla við við-
stadda um konur og leikhús og
sýningu Alþýðuleikhússins á
leikritinu „Konu” eftir Dario
Fo.
Morgunkaffið verður kl. 12. i
Sokkholti, Skólavörðustig 12.
— ih
Herstöðvaandstæðingar i nýjum húsakynnum
Sigurborg Arnadóttir og Páll Jónsson yfir kaffibolla i nýjum húsakynnum Samtaka herstöðvaandstæðinga
Ljósm: Ella.
Opið hús á laugardag
Samtök herstöðvaandstæð-
inga bjóða öllum stuðnings-
mönnuin að heimsækja húsa-
kynni samtakanna á laugardag
eftir kl. 2, f tilefni þess að inn-
réttingu hins nýja húsnæðis að
Skólavörðustig 1 er lokið.
A laugardag frá 4—5 verður
efnt til dagskrár, þar sem skáld
og trúbadúrar skemmta og selt
verður kaffi. 1 framtiðinni er
ætlunin að bjóða herstöðvaand-
stæðingum upp á kaffi hvern
dag, svo að þeir geti rabbað
saman og lagt á ráðin þegar
þeir eiga leið um bæinn. Á
Skólavörðustignum er á boð-
stólum lesefni það sem sam-
tökin hafa gefið út og þar er
starfsmaður til viðtals alla
virka daga frá kl. 3—7.
Það er margt á döfinni hjá
Herstöðvaandstæðingum. Hinn
30. mars verður samkoma i Há-
skólabió og er undirbúningur
hennar i fullum gangi. 7. mai
verða liðin 30 ár frá komu
Bandariska hersins (i annað
sinn) og verður þess atburðar
minnst með aðgerðum svo sem
götuleikhúsi og öðrum uppá-
komum. Keflavikurganga er
fyrirhuguð siðari hluta mai-
mánaðar og þegar liður að
hausti er ætlunin að halda ráð-
stefnu um afvopnunarmál, gjör-
eyðingarhættuna og hin nýju
viðhorf sem komin eru upp i
hermálum. Væntanlega munu
erlendir fyrirlesarar koma til
þeirrar ráðstefnu, en ekki er
ljóst enn þá hverjir það verða.
Herstöðvaandstæðingar búast
við þvi að nýja húsnæðið verði
öllu starfinu sem vitamin-
sprauta; nú gefst öllum sem
vilja berjast gegn her i landi
tækifæri til að lita þar inn og
hitta samherjana, og einnig er
hægt að fá húsnæðið til funda-
halda. —ká
Þórshaf nartogarinn:
gær
Málalok í
Ríkisstjórnin féllst á þá leið sem
Framkvæmdastofnunin lagði til
Það mál sem valdið hefur hvað
mestum óróa i skapi manna, jafn-
velhinna rólyndustu, undanfarna
daga, kaupin á togara til Þórs-
hafnar, var leitt til lykta f gær á
þann hátt að togarinn verður
keyptur.
Það var rikisstjórnin sem leiddi .
málið til lykta á fundi sinum i
gær. Þar féllst hún á þá leið sem
Framkvæmdastofnun lagði til,
þ.e. að Framkvæmdasjóður láni
10% af 28 miljón kr. norskum til
kaupa á togaranum, en þó taldi
rikisstjórnin æskilegra, að sögn
Ragnars Arnalds, fjármálaráð-
herra, að fyrri ákvörðun
Framkvæmdastofnunaryröi látin
gilda, en þd var talað um lán uppá
20% af 21 miljón kr. norskri.
Þá er talið að uppá kaupverðið
vanti um 200 miljónir gkr. og er
ákveðið aö þær verði fengnar af
sérstöku f járframlagi, sem
Byggðasjóður fékk um áramótin
sem nam 1500 milj. gkr.
Þar með virðist ljóst að þeir
sem þóttust vera að tapa ærunni
og þeir sem leysa átti niður um
málsins vegna, fái aö halda bæði
æru og buxum og að þetta mikla
skammdegismál sé úr_sögunni,
en Þórshafnarbúar komi nú at-
vinnulífisínu i eðlilegt horf innan
tiðar. — S.dór.
VESTMANNAEYJAR:
Yfirvinnubaiuii aflétt
Samningar hafa tekist um öll helstu atriðin
Yfirvinnubanni þvi sem Verka-
lýðsfélagið i Vestmannaeyjum
boðaði til og hófst sl. miðviku-
dagskvöld, hefur nú verið aflétt
þar sem samningar þeir, sem
málið snérust um hafa verið
undirritaðir.
Jón Kjartansson, formaður
Verkalýðsfélagsins i Eyjunvsagöi
að undirritaðir hefðu verið
tvennir samningar. Annarsvegar
samningar fyrir menn sem vinna
vaktavinnu i fiskimjölsverk-
smiðjum og fyrir þá sem vinna
vaktavinnu við loðnu og sild i
frystihúsum. Þá eru sérstakir
samningar fyrir hafnarverka-
menn tilbúnir til undirritunar og
bjóst Jón við að þeir yrðu undir-
ritaðir i dag.
Samningurinn um vaktavinnu,
varð að taka breytingum eftir
lögunum um fridaga frá sl. vori.
Samiö var um að á hverju 7 daga
timabili skuli vaktavinnumenn fá
amk, einn fridag og skal hann að
öðru jöfnu vera á sunnudegi. Ef
nauösyn krefur er heimilt að
fresta vikulegum fridegi og gefa
þá fri aðra hverja helgi, laugar-
dag og sunnudag. Falli fridagar
aftur á móti á virka daga vegna
ófyrirséðra orsaka, skulu þeir
njóta samninga um fast vikukaup
og halda dagvinnulaunum þá
daga. 1 fyrstu vildu atvinnurek-
endur i Eyjum ekki fallast á
þetta, þóttsvo segöi i lögunum, en
töldu að nýgerðir kjarasamn-
ingar hljóöuðu uppá annað. En nú
hafa þeir sum sé fallist á kröfur
Verkalýðsfélagsins.
Enn stendur þó deila um þaö at-
riði að Verkalýðsfélagið heldur
þvi fram að hver maöur égi rétt á
10 tima hvild ef unnin er eftir-
vinna en atvinnurekendur segja 8
tima. Sagði Jón að haldið yrði
áfram samningaumleitunum um
þetta mál.
— S.dór
Er unnt að
sameina
Garðyrkju
og fiskeldi?
Er hægt að sameina rekstur
gróðurhúsa og fiskrækt og byggja
það á innlendum aðföngum og
orku: jarðhita, rafmagni, áburði
°g eggjahvitufóðri? Arni G.
Pétursson, hlunnindaráðunautur,
beindi þvi til Búnaðarþings að
kynna sér þá möguleika.
Kom fram hjá Arna að i des. sl.
hafi verið staddur hér Sigurbjörn
Hallsson, verkfræðingur og arki-
tekt, við að kynna sér þessi mál,
en Sigurbjörn vinnur hjá Simon-
sen-ráðgjafarstofnuninni i Kaup-
mannahöfn. SimonSen hefur gert
likön og skipulagt uppbyggingu
að atvinnurekstri á ýmsum svið-
um hjá þróunarlöndunum og
viðar.
I tillögu frá Sigurbirni er gert
ráð fyrir sameiginlegum rekstri
gróðurhusa og fiskirækt. Telur
hann að með gróðurhúsafram-
leiðslunni sé t.d. mjög hentugt að
hafa álarækt. Og Arni spyr, hvort
ekki væri athugandi ,,að koma
upp álarækt i yfirgefnum pen-
ingshúsum á jörðum, þar sem
jarðhiti er til staðar. Sigurbjörn
fór vitt um land og ræddi m.a. við
Ræktunarfélag Norðurlands,
Gisla á Hofi, SÍS., Veiðimála-
stofnun, Orkustofnun, landbún-
aðarráðuneytið og Fram-
kvæmdastofnun.
Búnaðarþing tók hugmyndinni
tveim höndum og „beinir þeim
tilmælum til Veiðimálastofnunar-
innar að hún láti kanna mögu-
leika á nytingu afrennslisvatns
frá garðyrkjustöðvum til þess að
nota til fiskeldis. — mhg
Sennileg
hækkun
búvöru-
verös um
6-9%
Að fullu bætt með
verðbótum 1. júní
Um næstu mánaðamót eiga
landbúnaðarvörur að hækka i
verði samkvæmt venju. Tölu-
verðar umræður hafa verið I sex-
mannanefnd um túlkun á
núgildandi verðstöðvunarlögum
og á fundi sinum i gær fól rikis-
stjórnin þremur ráðherrum,
Pálma Jónssyni, Svavari Gests-
syni og Steingrimi Hermannssyni
að fjalla um þessi mál.
Að réttu lagi hefðu búvörur átt
að hækka um 15 til 20% i útsölu-
verði, en að þvi er Þjóðviljinn
komst næst mun niðurstaðan
verða sú að þær hækka i útsölu-
veröi um 6 til 9%. Altaf hefur leg-
ið fyrir aö einhver hækkun yrði á
búvöru, vegna þess að kaup
bóndans i verðlagsgrundvelli
búvara hækkar I samræmi við
hækkun verðbóta á laun sem
verða 5.95% 1. mars.
Sérstök ástæða er til þess að
vekja athygli á þvi að með bráða-
birgðalögunum frá áramótum
eru skerðingarákvæði ólafslaga
afnumin út árið, og þar með svo-
kallaöur búvöruliður, sem er
launaliður bóndans i verðlags-
grundvelli búvöru. Þessvegna fá
almennir launþegar þá búvöru-
hækkun sem veröur 1. mars að
fullubætta 1. júni i þeim verðbót-
um sem þá koma á laun. Hefðu
Ólafslögin gilt áfram hefði sú
hækkun búvara sem leiðrétting á
launalið bóndans 1. mars hefur I
för með sér ekki verið bætt i
kaupi. — ekh