Þjóðviljinn - 06.03.1981, Síða 1
UÚDVIUINN
Föstudagur6. mars 1981—54. tbl. 46 árg.
Setið
fyrir
Ekkier amalegt fyrir listamenn aö fá fyrirsæiar sem stilla sér upp I nánast hvaOa stellingu sem er — og
halda henni, einsog Stefania ballettdansari hér. Viö litum inn hjá Myndlistarskólanum þar sem ungir og
aldnir stunda kvöldnám og segir frá þvi i OPNU. — Ljósm. — eik —.
Báts með tveim
bræðrum saknað
Siðan á miðvikudagskvöld hef-
ur staðið yfir leit að 12 tonna báti,
Bárunni VE 141, sem gerður er út
frá Sandgerði. Á bátnum eru tveir
menn, bræður úr Garðinum,
Bjarni og Jóel Guðmundssynir.
Það var um kl. 16.00 á miðviku-
dag, sem siðast heyrðist til Bár-
unnar VE, en hún var þá á linu-
veiðum 30 sjómilur V-Nv af Garð-
skaga og var þá allt i lagi um
borð. Sögðust þeir bræður þá vera
að draga linuna en sögðust ekki
geta sagt til um það hvenær þeir
myndu leggja af stað i land. Sögð-
ust þeir myndu hafa samband við
Keflavikur-radió siðar. Um kl.
18.30 höfðu þeir ekki haft sam-
band og reyndi Keflavikur-radió
þá að hafa samband við bátinn en
hann svaraði ekki. Aftur var
reynt að hafa samband við bátinn
kl. 20.00 en án árangurs,
Þá tóku menn að óttast um að
ekki væri allt með felldu og þvi
var haft samband við báta er ver-
ið höfðu á svipuðum slóðum og
spurt hvort þeir hefðu orðið varir
við Báruna, en enginn hafði orðið
hennar var. Voru nærstaddir bát-
ar þá beðnir að hefja skipulega
leit, hvað þeir gerðu. Leituðu 10
bátar um nóttina og einnig flugvél
með radar. 1 gærmorgun lögðu
svo 30 bátar af stað til leitar og
flugvél Landhelgisgæslunnar leit-
aði i allan gærdag fram i myrkur
en án árangurs.
Þessar upplýsingar fékk Þjóð-
viljinn hjá Hannesi Hafstein
framkvæmdastjóra SVFl sem
skipulagði leitina. Hann sagöi að
á miðvikudaginn hefði verið
bræla á miðunum þar sem Báran
VE var, 7—8 vindstig og slæmt
sjólag að þvi er sjómenn sögðú.
Undir kvöld lægði og i gær var
skaplegt veður á leitarsvæðinu.
Báran VE 141 er sem fyrr segir
12 tonna bátur, úr eik, mjög vel
búinn og hefur honum verið hald-
ið ákaflega vel við. Báturinn var
smiðaður 1970.
—S.dór
Landsvírkjunarsamningurinn
samþykktur í borgarstjórn:
LAKARI
KOSTUR
ENSA
FYRRI
Sjöfn vill Sultartanga
Þótt sameignarsamningur um
stækkun Landsvirkjunar hafi
hlotið 14 atkvæði i borgarstjórn i
gær voru menn alls ekki á eitt
sáttir um ágæti hans i saman-
burði við þann samning um nýja
Landsvirkjun sem Sjöfn Sigur-
björnsdóttir felldi með ihaldinu
fyrir tveimur árum. Sigurjón
Pétursson, Björgvin Guðmunds-
son, Kristján Benediktsson, og
Sigurður G. Tómasson töldu nýja
samninginn lakari kost en þó rétt
að samþykkja hann úr þvi sem
komið væri. Sjöfn Sigurbjörns-
dóttir taldi samninginn hins
vegar mun betri og undir það tók
Davið Oddsson. Albert
Guðmundsson greiddi atkvæði
gegn honum og sagði orð Sjafnar
„kattarþvott”.
Þá bar það við að Sjöfn lagði
fram tillögu um áskorun á rikis-
stjórnina að hraöa ákvörðun um
næstu virkjun og jafnframt að
borgarstjórn teldi Sultartanga
besta kostinn. Undir það tók
Davið Oddsson og Björgvin lika
með þeirri viðbót að lika ætti að
virkja i Fljótsdal um leið en
forsendan fyrir þvi væri stóriðja.
Sigurður G. Tómasson taldi slika
samþykkt ekki timabæra og var
samþykkt að hans ráði að fresta
tillögunni til næsta fundar.
Sigurjón Pétursson sagði
versta gallann á nýja samn-
ingnum að með honum væri
Landsvirkjun ekki tryggður
einkaréttur á virkjunum um
landið allt. Markmið fyrri samn-
ingsins hefði verið að stofna eitt
orkuöflunar- og dreifingarfyrir-
tæki en það væri yfirlýst stefna
Alþýðubandalags, Framsóknar-
flokks og Alþýðuflokks. Þannig
mætti koma i veg fyrir að hreppa-
rigur og kjördæmapot réði
virkjunarstöðum en nú væri það
ekki á valdi Landsvirkjunar að
ráða neinu um virkjunarstaði.
Kristján Benediktsson taldi
samninginn lakari kost og sagöi
að Sjöfn og Sjálfstæðisflokkurinn
gætu sjálfum sér um kennt þegar
þau nú kvörtuðu undan valdi
iönaðarráðherra og Alþýðu-
bandalagsins við val á virkjunar-
stöðum. Þau hefðu komið i veg
fyrir að Landsvirkjun réði þar
nokkru um.
Björgvin Guðmundsson sagðist
ánægður með hversu viðtæk sam-
staða hefði náðst i borgarstjórn
um samninginn nú. Þó hann gengi
skemur en sá fyrri væri hann
sannfærður um að með honum
væri stigið fyrsta skrefið i átt að
einu stóru virkjunarfyrirtæki en
það væri á stefnuskrá Alþýðu-
flokksins.____________ —AI
Bát með þremur mönnum hvolfdi A 7. timanum i gærkvöld hvolfdi litlum bát frá OIis úti fyrir Laugarnestanga i Keykjavik. Um borð voru þrir menn en þeir voru á leið út i oliuskipið Kyndil til að hagræða festingu skipsins. Er fréttist um slysið fór bafnsögubáturinn llaki, sem var i Sundahöfn, þegar á vettvang og bjargaði ntönn- unum úr sjónum. Þeir voru allir i björgunarvestum en injög þrekaöir af kulda. Voru þeir fluttir þegar á sjúkrahús og var tvisýnt um lif cins þeirra er siðast fréttist í gær- kvöldi. S.dór/FGr
Sósíalistar á þingi Norðurlandaráðs:
Vllja sérstakan fund um öryggismál
• Klofningur hjá finnska
lýðræðisbandalaginu
Fulltrúar á Norður-
landaráðsþingi i Kaup-
mannahöfn úr stjórnmála-
flokkum/ sem taldir eru
vinstra megin við sósial-
demókrata/ lögðu i gær
fram formlega ósk um að
haldinn verði sérstakur
fundur norrænna þing-
manna til að fjalla um þá
hugmynd að Norðurlönd
verði lýst kjarnorkuvopna-
laust svæði.
Þetta kom fram er Þjóðviljinn
ræddi i gærkvöld við Svavar
Gestsson félagsmálaráðherra og
innti hann nýjustu tiðinda af þing-
inu. Svavar sagði:
Þessi ósk var sett fram i bréfi,
sem var undirritað af átta aðal-
mönnum og varamönnum i
Norðurlandaráði frá þessum
flokkum: Þjóðveldisflokknum i
Færyjum, Lýðræðisbandalaginu i
Finnlandi, Vinstri flokknum —
kommúnistunum i Sviþjóö, SF i
Danmörku og Alþýðubandalaginu
(Guörún Helgadóttir af hálfu
Alþýðubandalagsins).
1 bréfinu sem sent var for-
sætisnefnd Norðurlandaráðs er
þess farið á leit að hinn sérstaki
fundur þingmanna um þessi mál
verði haldinn fyrir næsta þing
Norðurlandaráðs. 1 bréfinu er
nokkur rökstuðningur fyrir þeirri
óks, sem þar kemur fram, og þar
segir m.a., aö krafan um kjarn-
orkuvopnalaust svæði á Norður-
löndum sé brýnni nú en nokkru
sinni fyrr, vegna vaxandi vig-
búnaðarkapphlaups.
Einnig er lögð á það áhersla að
slik yfirlýsing af hálfu Noröur-
landanna væri þýöingarmikið
framlag til afvopnunar og til þess
að draga úr spennu i heiminum.
Þetta bréf til forsætisnefndar-
innar hefur vakið mikla athygli
hér á þinginu. Forsætisnefndin
mun á næstunni fjalla um þær
óskir, sem bornar eru fram i bréf-
inu. Það er ljóst að undirtektir
undir þau sjónarmið sem túlkuð
eru i bréfinu um að Noröurlanda-
ráð ræði einnig öryggismál hafa
verið jákvæðar en þó er ekkert
sem liggur fyrir um það, að til-
mælin verði samþynkt. Einnig
hafa komið fram hugmyndir um
að öryggismálin verði rædd á al-
mennum fundum Noröurlanda-
ráðs sem sérstakur dagskrárlið-
ur, og kom þetta sjónarmið m.a.
fram i viðtali rikisútvarpsins við
Gunnar Thoroddsen. forsætisráö-
herra á þriðjudagskvöldið.
— Þá hefur einnig vakið hér
mikla athygli, aö einn af fulltrú-
um finnskra kommúnista i
Norðurlandaráði skrifar ekki
undir þaö bréf sem gerö var grein
fyrir hér á undan. — Hann hefur
raunar ekki látið þar við sitja, þvi
nú rétt áðan sendi hann frá sér
sérstaka fréttatilkynningu, þar
sem hann lýsir þvi yfir, að
Norðurlandaráð, eða fundir á
vegum þess, séu ekki réttur vett-
vangur til að fjalla um öryggis-
mál.
Þessi fulltrúi finnskra
kommúnista — Sten Söderström
— lætur það koma sérstaklega
fram i sinni fréttatilkynningu að
umræður um þessi mál megi ekki
fara fram i Norðurlandaráði. Þaö
sé hins vegar verkefni friðar-
hreyfinga á Norðurlöndum að
fjalla um þessi efni.
Stjórn Flugleiða:
ENGIN ÁKVÖRÐUN ENN
t gær var stjórnarfundur hjá Flugleiðum og var umræðuefni á honum
tilmæli rikisstjórnarinnar um að aðalfundur félagsins veröi haldinn hiö
fyrsta. Ekki virðist ganga beint vel að taka þessa ákvörðun þvf að mál-
in vorurædd fram og tilbaka en engin niðurstaða fékkst. Næsti stjórn-
arfundur verður haldinn á mánudaginn kemur og þá fæst væntanlega
niðurstaða. __Qpr