Þjóðviljinn - 06.03.1981, Side 2

Þjóðviljinn - 06.03.1981, Side 2
2 SIÐA — ÞjóÐVlLJINN Föstudagur 6. mars, 1981. KÆRLEIKSHEIMILIÐ vidtalid Ég er að reyna að æf a mig í lestri, en Dútla vill ekki hlusta. Þessi börn Halli var úti aö leika sér. Hann kom inn ljómandi af ánægju meö 10 krónur i hend- inni. — Hvar fékkstu þetta? spyr mamma. — Ég hitti Gunnar frænda og hann gaf mér tvo tikalla, annan fyrir mig og hinn fyrir Siggu systir. En ég týndi hennar. Rætt við Hörpu Ágústsdóttur á Strandarhöfða í Landeyjum ^Vil gjarnan líta inn aftur” Meöal þeirra, sem þátt tóku i starfskynningu hér á Þjóövilj- anum i siöusta mánuöi var Harpa Ágústsdóttir á Strandar- höföa i Landeyjum. Hún stundar nám viö Gagnfræöa- skóiann á Hvolsvelii, situr i 9. bekk og er þvi komin þar á leiðarenda i vor. Viö spurðum Hörpu hvernig henni félli námiö i skólanum og hvernig félagslifið væri þar. Jú, Harpa lét vel af kennsl- unni á Hvolsvelli og félagslifiö væri viöunandi. Krakkarnir hefðu diskótek einu sinni á mánuði og svo væri árshátið á hverjum vetri. — Hvernig er það, Harpa, nú varst þú hér i starfskynningu, hefurðu mikinn áhuga á blaða- mennsku? — Onei, ég get nú ekki sagt að ég hafi beinlinis mikinn áhuga á blaðamennsku en ég hefi gaman af að fást viö ljósmyndagerð og þá gjarnan i sambandi við blaðamennsku. — Svo þú hefðir kannski hug á að verða blaðaljósmyndari? — Já, það gæti ég vel hugsað mér að verða. — Kynntirðu þér kannski aðallega ljósmyndagerðina þennan tima, sem þú varst hérna? — Það var nú raunar hvoru- tveggja. Ég reyndi að átta mig ofurlitið á störfum blaöamanna og svo fylgdist ég með störfum ljósmyndaranna, fór meö þeim Harpa Agústsdóttir — Mynd: Ella. út þegar þeir voru að taka myndir og fékk svo aö kynna f mér hvernig þeir unnu mynd- irnar. i — Hversvegna kaustu að s koma til Þjóðviljans? Er það f kannski leyndarmál? s — Nei, en ja, ég veit það nú ekki almennilega. En ætli það i hafi ekki verið af þvi að mér finnst ég standa eitthvað nær o honum en öðrum blöðum. — Og finnst þér þú svo hafa i haft eitthvert gagn af dvölinni hérna hjá okkur, nú er þetta 1 ansi stuttur timi, sem þið fáið til i þessarar starfskynningar? — Já, hann er stuttur. En áður ; en ég kom á blaðið vissi ég < ekkert um hvernig verkin ganga þar fyrir sig. Nú veit ég þó ofur- 1 litið um það. 1 — Hvað tekurðu þér svo fyrir hendur þegar þú hefur lokið við ; skólann i vor? — Ég verð nú heima i sumar ; og hjálpa þar til við heyskapinn ; og svo að temja. — Temja, segirðu, hefurðu gaman af hrossum? — Já, ég hef það, við stundum mikið útreiðar. En þessi hross, sem við erum með, hafa nú fengiðbyrjunartamningu og svo sjáum við um framhaldið. — Eruð þið mörg þarna heima? — Nei, það er bara mamma og svo viö þrjár stelpurnar. — Kanntu vel við þig i sveit- inni? — Já, mjög vel, enda hefur hún nú hingað til verið mitt heimili. — En nú ertu búin i skólanum á Hvolsvelli i vor. Heldurðu ekki áfram námi næsta vetur? — Jú, ætli það ekki og þá trú- lega annað hvort á Selfossi eða i Reykjavik. — Kannski við sjáum þig þá aftur hér að blaðinu aö vetri? — Hver veit? Ekkert hefði ég á móti þvi að lita aftur inn til ykkar. —mhg Veistu hvar þeir eru? © Bui.i's Fyrst er aö eik — . þjappa brautina.... Úr Breiöholtsbrekkunni — Ljósm. - Að dæma... Og svo var það Lord Mans- field sem gaf nýskipuðum landsstjóra á eyju i Vestur-Indi- um eftirfarandi ráð: Bók Silju fær lofsamlega dóma í Politiken Fyrir nokkrum dögum birtist i danska blaðinu Politiken rit- dómur um bók Silju Aðalsteins- dóttur, ,,lslcnskar barnabækur 1780—1979”. Þar er farið mjög iofsamleguin oröum um bókina, sem talin er opna leiðina fyrir samnorræna barnabókmennta- sögu. Höfundur ritdómsins, John Chr. Jörgensen, hefur áður skrifað i Politiken um islenskar bókmenntir og islenskt barna- leikhús. Hann segir að Island og Finnland vilji oft verða útundan i norrænu menningarsamstarfi, og nefnir sem dæmi ágæta bók um „Ellefu norræna barna- bókahöfunda” sem Gyldendal gaf út 1979. Þar var aðeins fjallað um danska, sænska og norska höfunda, enda þótt barnabækur eftir t.d. Ólaf Jó- hann Sigurösson og Guðrúnu Helgadóttur séu lesnar i Dan- mörku. Hingað til hefur vantað grundvallarrannsóknir á is- lenskum barnabókum, — segir Jörgensen. En nú er út komið „verulega bitastætt verk um is- lenskar barnabókmenntir gegn- um aldirnar”, þar sem bók Silju er. Jörgensen rekur siðan að nokkru efni bókarinnar, allt frá Barnaljóðum Vigfúsar Jóns- sonar 1780 til Óvita Guðrúnar Helgadóttur, og segir Silju gefa gott yfirlit yfir hina ýmsu strauma og stöðu barnabóka á þessu tvöhundruð ára timabili. Silja Aöalsteinsdóttir. Ritdómnum lýkur Jörgensen með þessum orðum: „Með barnabókmenntasögu Silju Aöalsteinsdóttur er upp runninn sá timi, að samin verði samnor- ræn barnabókmenntasaga. Hver vill koma þvi verkefni i gang?”. —ih Auðvitað, asninn þinn, ég næ bara ekki upp. En sú frek ja! Ætlarðu að lána honum þá? 1 Ég verð, skilurðu. Ég setti þá svona hátt upp til að hann tæki þá ekki. _ Ef ég væri ekki hér, þá mundi ég heldur ekki vera sá sem ég er, heldur annarsstaðar. Og ef ég væri kominn þangað, þá mundi ég náttúrlega spyrja: af hverju er ég annarssfaðar en þar sem ég á að vera? Svona er margt að starfa, i leít.. — Þaö er enginn vandi að dæma. Hlustaöu bara þolinmóð- ur á báða aðila, hugsaðu þér sið- an hvers lög og réttur mundi krefjast og dæmdu eftir þvi. En þú skalt aldrei gefa upp ástæður eða reyna aö færa rök fyrir dómnum, þvi hann verður sennilega réttur, en rök- in áreiðanlega röng.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.