Þjóðviljinn - 06.03.1981, Síða 6

Þjóðviljinn - 06.03.1981, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJODVILJINN Málþing Lífs og lands um Reykja- víkurflugvöll Á að festa Reykjavikurf lugvöil í sessi um ókomna framtið með byggingu flugstöðvar og nýrra flugskýla eða á að leggja hann niður og nota flæmið sem hann breiðir sig yfir til annars? Segja má að deilt hafi verið um þetta mál allt frá því Bretinn byggði flugvöllinn á sinum tima og hefur þá oftast verið bent á þá slysahættu sem af tilvist hans leiðir/ hávaðamengun og svo aftur þá f jármuni sem festir hafa verið í mannvirkjum vallarins og óhemju stofnkostnað við nýjan flugvöll- Á siðasta ári var bent á nýja hlið þessa deilumáls sem einnig ætti að meta þegar rætt væri um framtið flug- vallarins: — þá staðreynd að á flugvallarsvæðinu má reisa íbúðabyggð fyrir 10 þúsund manns með miðbæjar- kjarna sem tengdist eðlilega gamla miðbænum. Á allra síðustu árum hefur það nefnilega runnið upp fyrir mönnum að byggingarland í Reykjavík er takmarkað og geysilega dýrt að hef ja uppbyggingu nýrra hverfa langt utan við núverandi byggð. Sú stefna borgarstjórnar- meirihlutans að þétta byggðina og hafa næstu bygginga- svæði sem næst núverandi byggð hefur mælst vel fyrir og áreiðanlega kitlar sú tilhugsun marga að reisa sér hús á flugvallarsvæðinu. Allir þessir fletir á áragömlu deiluefni komu fram í yfirheyrslum Lífs og lands s.l. sunnudag í réttarhöldum um Reykjavíkurflugvöll þar sem 12 manna kviðdómur borgara komast að þeirri niðurstöðu að leggja skyldi f lugvöllinn niður. Hér á eftir verður stikað á stóru í þvi sem fram kom/ en lögmennirnir Jón E Ragnarsson og Ragnar Aðalsteinsson leiddu samtals 9 vitni máli sínu til stuðnings. Jón E. Ragnarsson, sem i mál- flutningi sinum sýndi fram á að rétt væri að flytja flugvöllinn kallaði fyrstan Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóra sem lýsti þvi yfir að hann hefði þungar áhyggjur af núverandi staðsetn- ingu flugvallarins sem yfirmaður öryggismála i Reykjavikurborg. Rúnar sagði aö nokkur slys hefðu orðið á Reykjavikurflugvelli og m.a. hefðu flugvélar lent á húsum. A þeim tima sem hann hefur gegnt starfi slökkviliösstjóra hafa tvær vélar i flugtaki misst flugið og hrapað, að visu á flug- vallarsvæðinu sjálfu eins og hann sagöi en mildi væri að þær hefðu ekki verið komnar lengra. Þá minnti hann á að ein flugvél á að- flugi hefði hrapað i sjóinn skammt frá örfirisey og það heföi einnig verið mildi að hún var ekki komin inn yfir byggðina. Oft vakiö athygli á hættunni Slökkviliðsstjóri sagði að ef alvarleg slys hlytist af, yrði ekki spurt hvenær ætti að loka flug- vellinum, heldur af hverju honum hefði ekki verið lokað fyrir löngu. Þá skýrði hann frá bréfi sem hann og borgarlæknir hafa sent borgaryfirvöldum þar sem bent er á þá slysa- og mengunarhættu sem af vellinum er og sagði hann að þeir gætu ekki sem embættis- menn setið uppi meö þessa ábyrgð án þess að vekja athygli á þeim hættum sem af vellinum leiða og það heföu þeir gert þrá- sinnis. Ragnar Aðalsteinsson, lög- maður sem i málflutningi sinum sýndi fram á að rétt væri aö hafa flugvöllinn á sinum stað, spurði vitniö næst. Hann sagði að einungis mætti finna eitt dæmi um slys á s.l. 15 árum og spurði slökkviliðsstjóra hvort væri hættulegra, höfnin eða flugvöllur- inn. Rúnar Bjarnason svaraði þvi til að hættan af flugvélum sem svifu allt yfir byggðinni væri meiri en sú sem stafaöi af hafnar- svæöinu. Sprengiefni um hafnarsvœðið Ragnar spurði hvort fleiri mannslif hefðu tapast vegna hafnarinnar en flugvallarins en slökkviliðsstjóri kvaðst ekki hafa slikar tölur á reiðum höndum. Hann játti þvi að heilir farmar sprengiefnis færu um hafnar- svæðiö en taldi aö öryggisráðstaf- anir við þá flutninga væru það tryggar aö tæpast væri ástæða til að gera þvi skóna að slys hlytist af. Næsta vitni Jóns E. Ragnars- sonar var Bjarki Jóhannesson arkitekt, en hann vann einmitt á siðasta'ári skýrslu Borgarskipu- lags Reykjavikur um flugvallar- svæðið. Gerði Bjarki grein fyrir niðurstöðum skýrslunnar sem eru m.a. að mun ódýrara væri að flytja flugvöllinn og reisa þar 10 þúsund manna ibúðarbyggð en að reisa slika byggð utan borgar- markanna við Keldur eða Úlfars- fell. Þá skýröi Bjarki frá skýrslu sem sérfræðingar flugmáls- stjórnar höföu gert um saman- burð á gæðum fjögurra flug- vallarstæða i nágrenni borgar- innar en Reykjavikurflugvöllur var þar talinn lakasti kosturinn. Þá benti hann á að flugvöllurinn væri alls ekki miðsvæðis á höfuð- borgarsvæöinu, — miðja þéttbýl- isins hér væri nálægt Smiðjuvegi i Kópavogi og eðlilegt væri að koma þar upp umferðarmiðstöð m.a. fyrir flugvöll. Ragnar Aðalsteinsson byrjaði á Hef ekki orðið var viö kvartanir vegna flugvallarins. Ragnar Aöalsteinsson, Gunnar G. Schram, sem stjórnaöi fundinum og Agnar Kofoed Hansen, flugmálastjóri. Meö og á mótí flugvellinum þvi að spyrja vitnið hvort það hefði sérhæft sig i rekstri og byggingu flugvalla og svaraði Bjarki: Nei, ekki sérstaklega. Þá spurði hann um veðuraðstæður i Kapelluhrauni og sagði Bjarki að skýrsla um veðurfar þar væri mjög villandi, aðeins ein athugun hefði verið gerð og niöur- stöðurnar byggðust á ágiskunum. Þá upplýsti hann að rikiö á 60 hektara af 140 á flugvallarsvæð- inu og að á gamla aðalskipulag- inu sem gilda átti til 1983 var gert ráð fyrir að flugvöllurinn héldist út skipulagstimabiliö en tekið fram að ekki væri reiknað með honum þar um alla framtið. Álftanes? Við endurskoðun aðalskipulags sem gildir til 1995 var staöfesting flugvallarins framlengd án frekari athugasemda. Bjarki sagöi að flugvöllur á Alftanesi væri enn frambærilegur val- kostur. Hann myndi hvergi koma nálægt byggð og ekki nálægt Bessastöðum. Hann var spuröur um dæmi þess að flugvellir hefðu verið fluttir og sagðist hann ekki vita til þess að það hefði verið gert s.l. 15 ár. Þá spurði Ragnar Aðalsteinsson hvort hann héldi að skipulagsfræðingar og arkitektar hefðu áhuga á þvi að fá tækifæri til að skipuleggja nýjan miðbæ á flugvallarsvæðinu og kvað Bjarki já viö þvi. Það myndi létta af gamla miðbænum og áreiðanlega hefðu margir ungir arkitektar áhuga á að fást við slikt verkefni. Olafur Haraldsson, flug- umferðarstjóri i Keflavik var næsta vitni Jóns E. Ragnarssonar en hann hefur verið viðriðinn flug i 25 ár og átti m.a. sæti i flugráði. Ólafur sagðist i mörg ár hafa verið i hópi þeirra sem vildu halda i flugvöllinn en honum hefði orðið æ ljósari þörfin fyrir að hann yrði fluttur. Lita yrði á flug- völlinn sem hluta af samgöngu- kerfi landsmanna og þegar væri fariö að þrengja verulega að honum. M.a. væri hann lokaður þriðjung úr hverjum sólarhring og hefði svo verið i meira en ár vegna hávaðamengunar. Hann sagði að aldrei hefði verið gerð rannsókn á öðru stæði fyrir innanlandsflugvöll heldur hefði rannsókn t.d. i Kapelluhrauni miðað við meö- alstóran m illilandaflug völl sem gera yrði allt aðrar kröfur til. Hann sagði Alftanes held- ur alls ekki út úr myndinni. Þá sagði hann að ef flugstöö i Keflavik yrði byggð innan þriggja ára myndi hluti af innanlandsfluginu ósjálfrátt flytjast þangað, t.d. Fokkerflugið en minni innanlandsflugvöllur i Kapelluhrauni eða á Alftanesi myndi þjóna minni vélum, sport- flugi og neyðarflugi. Þá sagði hann að ferðalög milli Keflavikur og Reykjavikur væru auðveld, sjálfur hefði hann unnið i Kefla- vik i 25 ár og heföi hann aðeins oröiðveðurteppturtvisvará þeim tima. Ragnar Aöalsteinsson spurði vitnið hversu lengi hann væri að keyra á milli Keflavikur og Reykjavikur og hvaö þaö myndi þýða i auknum ferðakostnaði t.d. fyrir Húsviking að ferðast milli Norræna húsið var þéttsetiö. höfuðborgarinnar og heima- byggðar sinnar ef hann þyrfti að kaupa rútufargjald á milli til og frá Keflavik. Olafur svaraði þvi til að hann væri 30-40 minútur á milli og sagði að meðan Islend- ingar væru að greiða niöur milli- landafargjöld fyrir útlendinga þá væri eðlilegt að greiða niður rútu- fargjöld innanlands. Fyrsta vitni Ragnars Aðal- steinssonar var Agnar Kofoed Hansen flugmálastjori, sem sagðist hafa þungar áhyggjur af áhyggjum slökkviliðsstjóra, — honum værinær að hafa áhyggjur af höfninni en flugvellinum. Þar væru stórir farmar af eldsneyti og sprengiefni sem gætu þurrkað út stór svæði i borginni ef út af brygði. Agnar Kofoed gerði litið úr þvi að byggðinni stafaði hætta af fluginu. Aðflug værialltyfir sjó ef undan væri skilið örlitið belti i miöbænum milli hafnarinnar og flugvallarins. Aö visu flygju menn yfir kirkjugarðinn, en „menn hafa ekkert á móti hávaða þar”, sagði flugmálastjóri. Hann sagði fásinnu að brautirnar væru of mjóar, — þvert á móti hefði orðiö að mjókka þær um helming og ekki væri heldur þörf á að lengja þær. Þá sagði hann að hann hefði ekki orðið var við neinar kvartanir vegna hávaða frá flugvellinum um árabil en hann hefði verið lokaður um nætur lengi. Flugmálastjóri sagði að á vegum sins embættis hefði verið unnið deiliskipulag fyrir flug- völlinn þar sem flugstöö væri val- inn staður og raunar væri til fé i sjóði til að reisa hana. Hins vegar hefðu borgaryfirvöld ekki viljað staðfesta þetta skipulag vegna þess að „ungir og efnilegir arki- tektar” vildu skoða málið betur. Mannvirki fyrir miljarð Þá sagði flugmálastjóri að á vellinum væru mannvirki fyrir marga miljarða króna og hann hefði ekki trú á þvi að nokkur rikisstjórn myndi kasta þeim fjármunum á glæ og öðru eins i byggingu nýs flugvallar. Hann sagði að flugráð hefði á sinum tima gert tillögur um að svæði á Alftanesi yrði tekið frá undir flug- völl til hugsanlegrar nýtingar i framtiðinni en þáverandi sam- gönguráðherra heföi dæmt þann valkost úr leik. Alftanesið væri nothæfur kostur og mjög góður flugtæknilega séð. Hins vegar væri Kapelluhrauniö óhæfur kostur og þó staðreynd væri aö undirstaöa væri þar góð væru veöurskilyrði mjög erfið. Sagðist hann m.a. hafa flogið þar um meö ráðuneytismönnum og reynt að- flug en þeir hefðu beðin hann i guðanna bænum aö gera slikt ekki aftur. Jón E. Ragnarsson spurði flug- málastjóra hvort Reykjavikur- flugvelli stafaði hætta af Reykja- vikurhöfn og sagðist hann ekki eiga von á þvi. Hann var spurður um slys sem orðið hafa á vell- inum m.a. fyrir 5 árum þegar vél stöðvaðist i móunum, vegna þess aö of mikill snjór var á vængjun- um. Agnar Kofoed sagði að þetta atvik væri ekki skráð sem slys heldur sem óhapp og mjög mikið öryggissvæði (um 200 metrar) væru á báða bóga. Slysahætta væri þvi litil. 1 bréfi flugráðs um úrbætur á Reykjavikurflugvelli frá 1974 kemur fram að þörf er á nýjum flugskýlum, nýrri flugstöð og lengingu brauta. Agnar Kofoed sagði að flugskýlin væru mál flugfélaganna, og ekki þyrfti að lengja brautir. Hann upplýsti að bygging flugstöðvar myndi trú-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.