Þjóðviljinn - 06.03.1981, Blaðsíða 7
Ftistudagur 6. mars, 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
20-30 sinnum á dag
Ragnar Aðalsteinsson spurði
hve oft á dag menn yrðu fyrir
þessu hávaðaáreiti og hve lengi
það stæði hvert sinn. Borgar-
læknir sagði að hámarkið væri
trúlega milli 20 og 30 sinnum á
dag og stæði það frá hálfri upp i
heila minútu i einu. Ragnar benti
á þann hávaða sem hlýst af bila-
umferð á 20—30 sekúndna fresti
og sagði borgarlæknir að full
ástæða væri ti þess að byggja
Skúli Johnsen Adda Bára Sigfúsdóttir,
borgarlæknir. formaður heilbrigðisráðs
Reykjavíkurborgar.
Albert Guðmundsson
alþingismaður.
Ásthildur Pétursdóttir
húsmóðir.
Pétur Sigurðsson
alþingismaður.
Mesti hávaðavaldurinn I Reykjavik er flugvöllurinn. Jtin E. Ragnars-
son, spyr Skúla Johnsen borgarlækni.
Hagkvæmt aö reisa ibúðarbyggð á svæðinu. Jtin E. Ragnarsson spyr
Bjarka Jtihannesson arkitekt. Ljtism. —AI
lega kosta um hálfan miljarð
gamalla króna, en teikningar
liggja fyrir. Að lokum var hann
spurður um hvort það væri ekki
æskilegur timi akkúrat núna að
taka ákvörðun um flutning
vallarins ef ætti að flytja hann á
annað borð. Ég væri geðveikur ef
ég svaraði þvi játandi, sagði flug-
málastjóri.
r
Ahœttan afstœð
Þorgeir Pálsson, dósent i verk-
fræði i H1 var næsta vitni Ragnars
Aðalsteinssonar en hann hefur
haft afskipti af tæknimálum flug-
vallarins i 4—5 ár og einnig starf-
að erlendis. Þorgeir sagði að
áhættan af flugvellinum væri af-
stæð og benti á að hávaðamengun
frá honum eða slysahætta hefði
engin áhrif haft t.a.m. á fast-
eignaverð i vesturbænum. Fólki
fyndist alls ekki verra að búa i
nálægð hans. Hann sagði að
framþróunin i gerð flugvalla og
flugvéla yrði sú að vélarnar yrðu
hávaðaminni og myndu þurfa
styttri brautir og hvoru tveggja
væri áframhaldandi veru flug-
vallarins á sinum stað i hag.
Hann lagði áherslu á að flug-
völlurinn væri nú hávaðaminni
eftir að millilandaflugið var flutt i
burtu og spurningum um á hvaða
stöðum hávaðinn mæddi mest
sagði hann að það væri viðskipta-
hverfið i miðbænum, t.d. i
Austurstræti, Kársnesið, Skerja-
fjörðurinn, Ægissiðan og reyndar
stór hluti vesturbæjarins en
ekkert hefði borið á þvi að fólk
reyndi að losa sig við hús sin þar
af þeim sökum.
Jón E. Ragnarsson spurði um
öryggismál flugvallarins og sagði
Þorgeir að þau væru i sérlega
góðu lagi.
Næst var leitt vitni Jóns E.
Ragnarssonar, Skúli Johnsen,
borgarlæknir. Hann sagði að
hávaði almennt væri eitt af verri
einkennum nútimasamfélags og
að i Reykjavik væri tilvist flug-
vallarins mesti hávaðavaldurinn.
Þúsundir manna byggju við það
að margoft á dag færi hávaði
vegna hans yfir þau mörk sem
talin eru vera truflandi fyrir at-
hygli manna og yfirgnæfði allan
annan hávaða. Áhrif sliks hávaða
sagði hann vera hækkandi blóð-
þrýsting og önnur óþægindi m.a.
truflun á atferli og athygli en
langvarandi áhrif væru ekki full-
könnuð. Hann benti á að flugi
stórra véla rétt yfir höfðum
manna fylgdi einnig óöryggistil-
finning og fæstir kæmust hjá þvi
að hugsa sem svo, — hvað skeður
ef vélin hrapar, jafnvel i hvert
skipti. Þá sagði hann að sér væri
ekki kunnugt um að nein könnun
hafi verið gerð á þvi hvernig við
slysi yrði brugðist.
hljóðmúra og vernda fólk fyrir
hávaða af umferðarþunga.
Næsta vitni Ragnars Aðal-
steinssonar var Karl Eiriksson
framkvæmdastjóri en hann á sæti
i rannsóknanefnd flugslysa. Karl
sagði að veðurfræðilega séð væri
Reykjavikurflugvöllur vel stað-
settur og með samanburði við
aðra flugvelli sem væru i byggð
hefði hann ekki fundið neinn sem
væri betur staðsettur en þessi.
Einar Helgason, framkvæmda-
stjóri innanlandsflugs Flugleiða
var næsta vitni Ragnars, og sagði
hann að á vegum Flugleiða færu
um 240 þúsund farþegar um
Reykjavikurflugvöll á ári, og um
60% þess fólks væri utan af lands-
byggðinni. Einar sagðist óttast að
mjög myndi draga úr fólks-
flutningum i lofti innanlands ef
flugvöllurinn yrði fluttur og það
myndi þýða hækkuð fargjöld og
óhagkvæmari rekstur. Þá sagði
hann að 300—350 manns störfuðu
við flugreksturinn i Reykjavik.
Hann sagðist hafa orðið var við
mikinn ótta manna utan af lands-
byggðinni vegna þessara hug-
mynda um flutning vallarins og
nær einróma væru menn henni
mjög mótfallnir enda hefði það
óhagkvæm áhrif á ferðalög
manna.
Jón E. Ragnarsson minnti á að
þegar millilandaflugið var flutt
mótmæltu Flugleiðir þvi harðlega
og töldu að það myndi hækka far-
gjöld enda væri óhagkvæmara að
reka flugið á tveimur stöðum.
Einar sagði að auðvitað yrði
sparnaður af þvi að hafa allt i
Keflavik en flugtiminn yrði lengri
og ef farþegum fækkaði yrði
niðurstaðan dýrari fargjöld.
Ekki „sérfrœðingur”,
en reyndur
Siðasta vitni Ragnars Aðal-
steinssonar var Bjarni Einars-
son fyrrum bæjarstjóri á Akur-
eyri og var hann eina vitnið
sem ekki telst til „sérfræð-
inga” á einhverju sviði.
Bjarni þurfti starfa sins vegna
að fara margar snöggar
ferðir til fundarhalda i höfuð-
borginni og sagðist hann oft
hafa stoppað aðeins örfáa klukku-
tima i einu. Af þessu hefði verið
mikið hagræði en útilokað væri að
gera slikt ef flytja ætti völlinn til
Keflavikur. Hann sagðist þrisvar
hafa lent i þvi á 9 árum að lokað
var á Reykjavikurflugvelli og þá
lent i Keflavik. Það væri tóm vit-
leysa að halda þvi fram að það
lengdi timann aðeins um 30—35
minútur þvi þá hefði hann þurft
að biða eftir siðust töskunum og
siðasta farþeganum upp i rútuna.
Einn og hálfur timi væri nær lagi.
Hann lagði áherslu á að það væri
skylda höfuðborgarinnar, að hafa
góða aðstöðu fyrir fólk utan af
landi sem þangað þyrfti að sækja
þjónustu og Reykjavikurflug-
völlur væri þar aðalatriði.
Jón E. Ragnarsson spurði
vitnið hvort hann hefði ekki trú á
þvi að bæta mætti samgöngur á
landi milli Keflavikur og Reykja-
vikur og t.d. hafa bilaleigu þar.
Kvað Bjarni já við þvi en sagðist
viss um að farþegum i innan-
landsflugi myndi fækka um helm-
ing ef völlurinn yrði fluttur.
Að loknum vitnaleiðslum töluðu
lögmennirnir og drógu saman
rökin fyrir sinum málflutningi
Siðan dró kviðdómurinn sig i hlé
og niðurstaðan varð að 7 vildu
Bytja völlinn og 5 hafa hann
áfram.
-A1
Heim-
speki
og frá-
sagnir
Dr. Páll Skúlason, prófess-
or í heimspeki, flytur opin-
beran fyrirlestur á vegum
heimspekideildar Háskóla
tslands laugardaginn 7.
mars 1981 kl. 15:00 i stofu 101
i Lögbergi.
Fy rirlesturinn nefnist:
„Hugleiðingar um heim-
speki og frásagnir” og er
hinn fyrsti i röðinni af fjórum
fyrirlestrum, sem kennarar
heimspekideildar flytja nú á
vormisseri um rannsóknirog
fræði i deildinni. Ollum er
heimill aðgangur.
Helgi-
stundir í
Firöinum
I kvöld, föstudaginn 6.
mars, kl. 20,30, verður haldin
helgi- og bænastund i kapellu
St. Jóepssystra, i Hafnar-
firði. Verður svo áfram
hvern föstudag fram að
páskum. Helgistundirnar
verða i umsjá presta kaþ-
ólska safnaðarins og þjóð-
kirkjusaínaðanna i Hafnar-
firði og eru þær liöur i ein-
ingarviðleitni kirkjunnar á
kristniboðsári.
1891-1981
Málefni aldraðra
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur borgarafund
um málefni aldraðra að Hótel Sögu, Átthagasal,
laugardaginn 7. marz klukkan 14.00.
Fundurinn er öllum opinn.
Þeirra hlutskipti í dag, verður okkar á morgun.
Hvernig búum við að þeim sem arfleiddu okkur að velferðarþjóðfélaginu?
Eru kjör þeirra í samræmi við hugmyndir æskunnar um eigið ævikvöld?
Frummælendur verða: