Þjóðviljinn - 06.03.1981, Side 9

Þjóðviljinn - 06.03.1981, Side 9
8 StÐA — ÞJÓÐVÍLJINN Föstudagur 6. mars, 1981. Föstudagur 6. mars, 1981. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 My ndlis tarskólinn í Reykjavík Það er stundum haft við orð að annar hver íslend- ingur fáist við að mála myndir eða leika á sviði, svo mikið er framboðið á sýningum á leiksviðum og í sýningarsölum landsins. Svo mikið er víst að margur bregður sér í gervi Skuggasveins, hreppstjór- ans á Hamriogihvaðþærnú, heita allar þessar persón- ur, eða grípur pensil eða blýant sér í hönd og gerir mynd, án þess að ímynda sér að þar sé að verða til ódauðlegt listaverk. Ánægjan og fullnægjan við að sjá verk verða til er fyrir öllu. En það þarf ýmislegt til ef einhver árangur á að nást. Fyrir þá sem vilja stunda myndlist sér að gagni er um ýmis- legt að velja, skemmri og lengri námskeið. Mynd- listarskólinn í Reykjavík þjónar íbúum höfuð- borgarinnar, þar er kennt frá morgni til kvölds, flestar þær greinar sem teljast til myndlistar. Þangað sækja börn jafnt sem f ullorðnir, þar er hægt að byrja á byrjuninni og taka upp þráð sem löngu slitnaði; þar er bæði verið að ala upp væntanlega listamenn og listunnendur og þjóna sköpunarþörf þeirra sem eldri eru. 1 önn dagsins settist blaöa- maður inn á skrifstofuna hjá Katrinu Briem skólastjóra Mynd- listarskólans i Reykjavik, en ljós- myndarinn — eik. hafðí áður heimsótt kvöldnámskeið þar sem Hringur Jóhannesson var að kenna mödelteikningu. Meðan við Katrin vorum að koma okkur fyr- ir voru ungir nemendur að koma sér heim eftir kennslustund i leir- mótun og skólahúsnæöið á horni Laugavegs og Rauöarárstigs glumdi af gleöilátum. Við byrjum á öllu þessu venju- lega sem allir vilja fá að vita, hvað er skólinn stór, hvað kenna margir og hvað kostar að vera i skólanum. Katrin: í vetur eru 292 nemendur i skólanum. Það er svipað og verið hefur undanfarin ár. Kennararnir eru 15, þab er alltaf svolitil hreyfing á þeim frá ári til árs. Viö skiptum námsár- inu i tvennt og bjóðum upp á työ námskeiö á vetri, sem kosta 750 kr. hvort. Það sem er hennt hér er Ungir jafnt sem aldnir njóta þess að læra og skapa myndverk. Hér er August Hákanson aö verki. Rætt við Katrínu Briem skólastjóra Modelteikning undir handleiðslu Hrings Jóhannessonar. Modelið heitir Guðbjörg, hún stundar nám i ballett eins og reyndar má sjá af stellingunum. Ljósm: eik. kemur svo fjarviddarskynjunin og smám saman aukast kröfurn- ar. Við kennum þeim að nota blýant, túss, gera klippimyndir, þrykkja og móta úr leir. Við þjálf- um þau I að tala um myndir, þaö er mjög skemmtilegt þegar krakkar geta talaö um myndir. Ég sýni þeim bækur og skugga- myndir og reyni að gera þaö þannig að þaö verði jákvætt. Þaö er svo mikilvægt að ala krakkana upp við þaö aö myndgerð sé eðli- legur hlutur. Unglingarnir byrja svo i dúkristu og siöan tekur eitt viö af öðru. — Myndlistarskólinn er gamall skóli, telur þú að sú kennsla sem hann hefur veitt hafi skilað sér? K: Skólinn var stofnaður 1946 af Félagi frístundamálara, og allan timann siðan hefur kennsla farið fram á hans vegum. Það er greinilegt að menntunin hefur skilað sér, bæði með betri mennt- un, áhuga á myndlist og ekki sist i þvi hve margir halda áfram. — Hvernig er skólanum stjórn- að og hvernig gengur reksturinn? K: Myndlistarskólinn er sjálfs- eignarstofnun og er stjórnað af skólafélaginu. 1 þvi eru kennarar skólans og ýmsir þeir sem stóðu að stofnun hans. Reksturinn einkennist auövitaö af eilifri baráttu við aö fá fjármagn. Ég hef mikla von um að úr þeim mál- um sé að rætast. Við stefnum að þvi að 2/3 þess fjármagns sem viö þurfum komi frá riki og borg, en þriöjungur frá skólagjöldum. — Hvað um kennarana, hvaðan koma þeir? K: Þeir sem kenna barnadeild- unum eru allir með próf sem •teiknikennarar, en aðrir eru starfandi myndlistarmenn. — Þú minntist á að það væri gaman að fylgjast með þvi hvernig krakkarnir þroskast, hafa þau mikla fantasiu? K:Nei, fantasian er ekki mikil. Mér finnst fólk oft misskilja það orð og kalla það fantasiu þó að krakkar sjái hlutina öðru visi. Það er min reynsla að krakkar þurfi aga, annars fer allt i vitleysu. Ef þau eru undir hæfi- legum aga, þá geta þau verið ótrúlega skapandi. Þau eru fastheidin en lika mjög opin. — Er fullorðið fólk sem kemur hingað i fyrsta sinn hrætt við aö leggja út á „listabrautina”? K: Það rikir stundum svolitil hræðsla og vantrú á eigin hæfi- leikum. Ef fólk hefur enga reynslu er það sett i hóp meö byrjendum og byrjar það frá grunni eins og allir hinir. Það er áberandi að margir koma og vilja fara að mála. Það hefur sterka löngun til þess og hefur kannski fengist við það árum saman I fri- stundunum án þess að kunna ýmis undirstöðuatriði. Flestir eru þó fljótir að átta sig á þvi að undirstaðan er nauðsynleg. — Heldur þú að allir geti búiö til myndverk? K: Allar manneskjur geta gert myndir á einhvern hátt. Mynd- sköpun er rikur þáttum hjá ómót- ubum manneskjum. Það sem þarf er þjálfun og skilningur ef árangur á aö nást. — Er myndlistarkennsla gefandi starf? K: Hún er bæöi gefandi og krefjandi. Ég hef lært mikið á þvi að kenna. Kennslan kemur inn á svo mörg sviö. Hún er i senn uppeldisstarf og mikil ábyrgð. — Er kennt i skólanum allan daginn eða er einkum um kvöld- kennslu að ræða? K:Við byrjumkl.9 á morgnana með blandaðn krakkahóp. Siöan er kennsla i gangi allan daginn. Hinir fullorðnu eru mest á kvöldin og á laugardögum. — Finnst þér vera mikill áhugi á myndlistarnámi? K: Já, maður verður mikið var við aö fólk vill mennta sig og bæta við sig og aðsóknin að Myndlistarskólanum sýnir að þörfin og áhuginn er mikill. — ká mödelteikning á ýmsum stigum, málun, grafik, höggmyndagerð og leirmótun svo eitthvað sé nú nefnt. — Voru einhverjar nýjungar á dagskrá I vetur? Katrin: Já, Ólafur Kvaran list- fræðingur hefur verið meö reglu- lega fyrirlestra um listasögu og svo höfum við veriö með styttri námskeið i dúkristu og vatnslita- málun. — Fer ekki fram nein bókleg kennsla i skólanum? Katrin: Nei, hér er eingöngu kennt verklega. Það má kannski segja að það sé galli að ekki skuli kenndar bóklegar greinar sem tengjast myndlist, en það hefur aldrei komist á dagskrá. Hins vegar förum viö með hópa af 13—15 ára unglingum á sýningar, þau skrifa siöan gagnrýni og siöan er rætt um hana. — Hvaöa hlutverki gegnir Myndlistarskólinn I Reykjavik að þinum dómi? K: Fólk kemur hingað til þess að ná betri árangri i myndlist. Margir koma ár eftir ár, fara milli deilda, enda hefur skólinn veriö að breytast mikið og það er sifellt boðið upp á fieira og fleira. Skólinn gegnir ýmsum hlut- verkum. Hann er undirbúningur undir frekara listnám, margir þeir sem hér hafa veriö halda áfram og fara i Myndlista- og handiöaskólann. Skólinn gefur þeim sem hafa náð tökum á myndlist kost á að halda sér við. Hingað hafa komið nemendur úr menntaskólunum sem velja sér myndlist sem valgrein og þau fá það metið inn i menntaskólanám- iö. Viö vorum til skamms tima með einu kennsluna sem veitt var hér á landi I höggmyndagerð, en nú hefur kennsla hafist i þeirri grein i Myndlista- og handiða- skóianum. Hér fær fólk tækifæri til að stunda nám á löngum tima enda eru margir sem eru i fullri vinnu eða námi. Við veitum ekki neina viðurkenningu eöa próf- skírteini. Einbeitnin er mikil hjá Hönnu Gunnarsdóttur. Ljósm: eik — Hefur það ekki komiö til um- ræðu að taka upp einhvers konar prófkerfi? K: Nei, þaö hefur ekki verið rættaf neinni alvöru. — Hvernig er námið byggt upp? K: Ef við byrjum á yngstu krökkunum, það var einn 4 ára hér einu sinni, þá er byrjað á þvi aö kenna þeim meðferð efnis, lita og verkfæra, myndbyggingu, og staðsetningu á myndum. Þau fá verkefni sem eru innan ákveðins ramma t.d. maður og dýr. Seinna Menntunin hefur skilað sér á dagskrá Kenningin um ógnarjafnvægi er löngu ordin rökleysa og þetta jafnvægi verdur því óstöðugra sem vopnin verða fullkomnari Vestemn Olason mál á dagskrá Fyrsta Margrómuö heimsókn forseta vors til Danadrottningar hefur aö iikindum skyggtáaðra heimsókn sem virðist boða okkur minni fögnuð. Ekki á ég þar við heim- sókn islenskra handboltamanna til Frakklands, ris þeirra og fall heldur heimsókn Margrétar Thatcher forsætisráðherra Stóra- Bretlands til Reagans i Hvita húsið. Ekki svo að skilja að illa hafi farið á með gesti og gestgjafa þar, frekar en á Amaliuborg. Ronald og Margrét fundu sannar- lega hvort annað, ekki siöur en Vigdis og Margrét. En boð- skapurinn sem þau sungu i kór er ófagur: Herðum vigbúnaðar- kapphlaupið, bitum i skjaldar- rendur. Samsöngur þeirra er i fullu samræmi við stjórnarat- hafnir. Reyndar má kalla að Margrét Thatcher hafi hingað til einkum farið með hernaði á hendur breskum verkalýð og at- vinnuvegum, svo og opinberri þjónustu viö almenning, en hún hefur heldur ekki sparað að hækka laun hermanna og lög- reglu og auka útgjöld til vig- búnaður, þrátt fyrir mikla sparnaðarviðleitni i þjónustu við almenning. Reagan fetar sömu braut og er þó enn meira ógnvekj- andi frá alþjóðlegu sjónarmiði stefna hans gagnvart Mið- og Suður-Amerikuþjóðum sem nú i fyrstu kemur harðast niður á E1 Salvador, en sjálfsagt munu fleiri eiga um sárt að binda vegna stjórnarstefnu hans áður en langt um liður. Allt er þetta að sjálfsögðu liður i hinu heilaga striði gegn komm- únismanum. Sama er að segja um vigbúnaöarkapphlaupið, þar sem Reagan virðist full alvara að láta ofstækisfyllstu sjónarmið herforingja og vopnaframleið- enda ráða ferðinni. 1 frábærri breskri sjónvarpsmynd sem sýnd var hér siöastliðinn mánudag var dregin upp skýr og eftirminnileg mynd af þvi hvar risaveldin eru nú stödd i vigbúnaðarkapp- hlaupinu, þótt erfitt geti orðiö að koma kommúnistastimpli á þá sem myndina gerðu eða þar komu fram. Annars vegar var myndin rækileg áminning um þær skelf- ingar sem fylgdu i kjölfar kjarn- orkuárásanna á Japan 1945 og þær enn meiri skelfingar sem mannkyni eru búnar ef til kjarn- orkustyrjaldar kæmi. Sá þáttur myndarinnar sem fjallaði um Hiroshima og um afleiðingar af kjarnorkustriði var átakanlegur, en sagði okkur auðvitað ekki annað en þaö sem við höfum vitað i meira en tvo áratugi. Samt var hann þörf lexia. Enginn maður hefur til að bera það imyndunar- afl sem til þarf að gera sér grein fyrir þessum hörmungum, en auðvitað megum við aldrei gleyma hvHik ógnun það er sem yfir vofir. En myndin lagði einnig fram rökstutt og yfirvegað álit hæfustu manna á aðstæðum þeim sem nú rikja og á vitrænu og sið- rænu inntaki þeirrar stefnu sem Margrét Thatcher og Ronald Reagan taka höndum saman um að framfylgja við lófatak að- dáenda sinna. Kjarnorkuvigbúnaður risa- veldanna hefur gerbreytt eðli allra forsendna fyrir herfræði- legri hugsun, en herforingjarnir er ráða feröinni eru > ófáanlegir til að skilja þetta eða taka afleiö- ingum af þvi. Kenningin um ógnarjafnvægi er löngu orðin rök- leysa og þetta jafnvægi verður þvi óstöðugra sem vopnin verða fullkomnari. Vopnin sem nú er lögð áhersla á að framleiða og fullkomna eru árásarvopn sem ekki er hægt aö svara með ööru en árásarvopnum. Að sjálfsögðu eykur þetta hræöslu og tauga- veiklun i báðum herbúðum en það ereinmitthræðslan sem er likleg- asta sálarástandiö til að koma styrjöld af stað. Fullkomnun tækjabúnaðar felur i sér að ákvörðun um kjarnorkustrið verður að taka á örskömmum tima og óvist gæti verið að ráð- rúm ynnist til ábyrgrar póli- tiskrar ákvöröunar. Hugmyndin um takmarkaö kjarnorkustrið sem herfræðingarnir leika sér nú að er stórhættuleg blekking. t fyrsta lagi gætu jafnvel afleiö- ingar sliks striös oröið nógu hörmulegar, en i öðru lagi eru ekki minnstu likur til að annar aðili gæti ákveöið takmörkun sliks striðs. Þaö mundi án tafar magnast upp i gereyðingarstriö. - (Agúst Valfells hélt þvi fram i sjónvarpi á þriðjudagskvöld aö hætta á kjarnorkustyrjöld milli risaveldanna fyrir mistök hefði minnkað siðustu 17 ár. Þetta gengur þvert á þær upplýsingar sem lagðar voru fram i þættinum kvöldið áður.) Þótt útbreiðsla kjarnorkuvopna sé nú orðin slik að samkomulag risaveldanna geti ekki eitt sér tryggt mannkynið gegn hættu af kjarnorkustyrjöld er hættan þó mest i samskiptum þeirra og ábyrgðin mest á þeirra herðum. SALT viöræðurnar sem fram fóru á sföasta áratug fólu i sér vonar- neista um að hægt yrði að hægja á vigbúnaðarkapphlaupinu, jafnvel stöðva það og fikra sig siöan i átt til tryggara jafnvægis. Hvaða skoöun sem menn hafa annars á stjórnarfari og umfram allt árás- arhug Bandarikjanna og Sovét- rikjanna er það ótmótmælan- legt að það var Bandarikjaþing sem slökkti þennan vonarneista þegar það neitaði aö samþykkja SALT II, og bandariska þjóðin staðfesti þá stefnu með kjöri Reagans. Það er etv. ekki mikið sem smáþjóðir geta gert til að koma vitinu fyrir risaveldin. Þar mun væntanlega umfram allt ráða úr- slitum hvort rödd skynseminnar fær að hljóma i þeirra eigin herbúðum. Það er þó ekkert vafa- mál að hörð andstaða gegn vig- búnaðarkapphlaupinu hvar sem er getur orðið það lóð á vogar- skálina sem úrslitum ræður. Full ástæða er til að fagna þvi að i mörgum Nató-löndum magnast nú andstaða gegn vigbúnaðar- stefnu Bandarikjanna. Sameigin- leg og einörö afstaöa Norður- landa i þessum málum mundi án efa vekja athygli og geta orðið áhrifamikil. Undanbragðalaus yfirlýsing um að Norðurlöndin séu og verði kjarnorkuvopnalaust svæöi gæti orðið framlag til friö- arviðleitni sem um munaði. Það er þvi vonandi að orðum i þessa átt á Norðurlandaráðsþingi veröi fylgt eftir með skorinorðum sam- þykktum rikisstjórna. En eins og sakir standa milli risaveldanna er hverjum manni augljóst aö slikar yfirlýsingar yröi að gefa einhliða og skilyrðislaust. Það þýðir auðvitaö ekkert fyrir Olaf Jóhannesson, sem alltaf er að lýsa þvi yfir að hér séu engin kjarnorkuvopn, að ætla sér að fara að semja við Sovétrikin um að þau dragi úr kjarnorkustyrk sinum á Kola-skaga ef hann eigi að lýsa þessu yfir aftur. Svoleiðis orðhengilsháttur heitir undan- brögð á islensku. En auðvitað gleður hann Ronald og Margréti. Bandalag kvenna í Reykjavík: Avarp á alþjóðaári fatlaðra I tilefni af að Sameinuðu þjóö- irnar hafa valið árið 1981 sem Ai- þjóðlegt ár fatlaðra hefur Banda- lag kvenna i Reykjavik afráöið, að málefni fatlaðra skuli hafa for- gang á verkefnaskrá þess i ár. A tslandi mun 10. hver maöur búa við fötlun i einhverri mynd og orsakir fötlunar svo sem slys eða önnur áföll gera ekki boð á undan sér. Enginn getur vitað hver verður næst kallaöur i hópinn. Úrbætur og aðstoð i þessu efni er þvi i verkahring allra lands- manna. Bandalag kvenna i Reykjavik gengst nú fyrir söfnun til kaupa á „taugagreini” til afhendingar á Endurhæfingardeild Borgar- spitalans við Grensás i Reykja- vik. Hér er um að ræða almenna einingu af nýjustu gerð með við- bótarmöguleikum. Ekkert heildartæki af þessu tagi er til hér á landi. Taugagreinir mælir starfrænar truflanir i heila, mænu og taugakerfi — margþætt tæki, sem gefur mikla möguleika til endurhæfingar og stuðlar meðal annars að betri nýtingu sérhæfðs starfsfólks á sjúkra- stofnunum. Tækið hefur verið pantað frá fyrirtækinu Nicolet i Wisconsin, Bandarikjunum, og er kaupverð þess miðað við markaðsverð þar i jan.-febr. i ár $83.025.- eða rúm- lega 60 milljónir gamalla króna. Söfnunin er hafin og forgöngu- menn hennar heita á fólk að bregðast vel við þegar til þess verður leitað. Bréf hafa verið send félags- samtökum, starfsfólki stórfyrir- tækja sendir söfnunarlistar og Framhald á bls. 13 EFLUM FRAMFARIR FATLAÐRA

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.