Þjóðviljinn - 06.03.1981, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. mars, 1981.
V/ŒZIUNRRBRNKI
ÍSLRNDS HF
AÐALFUNDUR
Verzlunarbanka islands hf. verður
haldinn i Súlnasal Hótel Sögu, laugar-
daginn 14. mars 1981 og hefst kl. 14.00.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf skv. 18. grein sam-
þykktar fyrir bankann.
2. Tillögur um breytingar á samþykkt
bankans vegna ákvæða i nýjum lögum
um hlutafélög.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til
fundarins verða afhentir hluthöfum eða
umboðsmönnum þeirra i afgreiðslu aðal-
bankans Bankastræti 5, miðvikudaginn 11.
mars, fimmtudaginn 12. mars og föstu-
daginn 13. mars 1981 kl. 9.15—16.00 alla
dagana.
Bankaráð Verzlunarbanka íslands hf.
PéturO. Nikulásson, formaður.
KRAKKAR
Blaðberabió i
VReSn , , >
boganum.y '
m \
Blaðberabíó!
Flöskuandinn, gamansöm ævintýramynd
i litum. Sýnd i Regnboganum, sal A, n.k.
laugardag kl. 1. Góða skemmtun!
Nýr umboðsmaður á
Sauðárkróki
Ráðinn hefur verið nýr umboðsmaður
blaðsins á Sauðárkróki. Hann heitir Dóra
Helgadóttir, Freyjugötu 5, s. 5654.
UOÐVIUINN
Siðumúla 6,
s. 81333.
Innheimta
félagsgjalda
Alþýðubandaiagið i Reykjavik minnir þá
félagsmenn sem enn hafa ekki greitt útsenda
giróseðla að greiða gjaldfallin félagsgjöld nú
um mánaðamótin. — Stjórn ABR
Blaðbera vantar strax!
/
Asgarður — Hæðargarður
DJOÐVIUINN
Síðumúla 6
s. 81333.
Auglýsinga- og áskriftarsími
81333 DIOÐVIUINN
Minning
Birna Kristín
Bjarnadóttir
Fœdd 4. ágúst 1956 — Dáin 25. febr. 1981
Það er þungbært að standa and-
spænis þvi að þurfa að kveðja
einn Ur höpnum. Við, sem erum
svo ung og hraust og hugsum til
framtiðarinnar með áratuga
áætlanir i' huga — eða látum
hverjum degi nægja sina þján-
ingu, allt eftir þvi hvernig liggur
á okkur i það og það skiptið.
Timinn er jú nægur, eða hvað?
Skyndilega þarf að horfast i augu
við þá staðreynd að sumum okkar
hefur verið Uthlutað skemmri
tima en öðrum.
Við kveðjum i dag Birnu
Kristinu Bjarnadóttur, vinkonu
og skólasystur, sem kunni að nota
timann sinn.
Gömul þjóðsaga segir frá konu
nokkurri, sem gerði álfkonu
greiða, eins og titt er i islenskum
þjóðsögum. Hlaut hún að launum
eina ósk til handa barni þvi er hún
bar þá undir beltisstað. Konan
óskaði þess að barnið mætti
öðlast vinnugleði.
Þetta virtist lötum skólakrökk-
um vera heldur undarleg ósk, þó
að sögunni fylgdi að konunni hefði
orðið að henni og barnið orðið
mikil gæfumanneskja.
En lifið er vinna og sjaldan
næst árangur ef ekkert er lagt á
vogarskálarnar. Þetta verður
sumum ljóst eftir dúk og disk og
ef til vill bitra reynslu, en er
öðrum i blóð borið.
Ef einhver átti heima meðal
þeirra siðasttöldu, þá var það
Birna.
HUn var með eindæmum virk
og skapandi manneskja, lifði
lifinu lifandi og hafði hæfileika á
mörgum sviðum. Hún var sterkur
persónuleiki og lét til sin taka
hvar sem hún kom.
Aðrir munu eflaust verða til
þess að rekja æviágrip Birnu, af
nógu er að taka þó að árin yrðu
ekki fleiri.
En það var hún, sem strax fyrir
fermingu var farin að hanna og
sniða sin eigin föt. Það var hún,
sem skipulagði alls konar furðu-
ferðir og uppátæki, sem sum
hver, eftirá að hyggja, eru meðal
skemmtilegustu æskuminninga
þeirra sem þátt tóku i þeim.
Það var Birna sem var „fjall-
drottning” þeirra fyrir austan og
orti siðan drepfyndnar visur um
alla kallana þegar af fjalli var
komið. En að loknu stúdentsprófi
var hUn þrjú ár við kennslu að
Laugalandi i Holtum, við góðan
orðstir eins og við var að búast.
Þegar vini úr Reykjavik bar að
garði þar eystra, en Birna var
höfðingi heim að sækja, var hún
ýmist að koma frá þvi að þjálfa
félaga ungmennafélagsins i
körfubolta, setja upp leikrit i
félagsheimilinu, eða eitthvað allt
annað, sem fáum öðrum hefði til
hugar komið. Þvi imyndunaraflið
var óþrjótandi og Birna
ómissandi þegar eitthvað stóð til.
Birna fór ekki alltaf troðnar
slóðir, frekar en aðrir, sem
forsjónin hefur gefið góða greind
og sterkan vilja.
Hún hratt hugmyndum sinum i
framkvæmd og lifði samkvæmt
eigin sannfæringu, óháð skoðun-
um annarra. Þetta var óaðskilj-
anlegur hluti persónuleika Birnu
og eitt af þvi sem gerði hana svo
sérstaka. Hún var hugrökk og
þorði oft þegar aðrir þögðu.
Smámunasemi átti hún ekki til.
Við kveðjum æskuvinkonu okk-
ar með söknuði. Bestu minn-
ingarnar og heilsteyptustu mynd-
ina af góðri stúlku geymum við i
hjörtum okkar um ókomin ár.
Við vottum Tinnu litlu, dóttur
Bimu, og fjölskyldu hennar allri
okkar dýpstu samúð.
Vinir og skóla-
systkini úr M.R.
• •
Okkur langar i nokkrum orðum
að minnast Birnu Bjarnadóttur.
Hún var ákaflega litrikur per-
sónuleiki og fór ekki framhjá
neinum sem hana umgekkst. Hún
var ekki vön að sitja við orðin tóm
heldur framkvæmdi það sem hún
ætlaði sér. Hún var dugleg i
félagslifi og tók sér margt fyrir
hendur og jafnvel svo að erfitt var
að fylgjast með öllu þvi sem hún
ætlaði sér að gera og gerði. Gott
dæmi um framtakssemi hennar
er þegar hún heyrði i vetur f jallað
um efni i útvarpinu sem hún var
algjörlega ósammála og hafði
gert ritgerð um. Þá lét hún sér
ekki nægja neinar eldhúsum-
ræður um málið heldur fór i út-
varpið og færði góð rök á móti.
Þannig var öll hennar fram-
koma og allt hennar lif. Hún var
mjög áhugasöm um allt sem hún
tók sér fyrir hendur og hafði mik-
inn áhuga á þvi starfi sem hún
hafði valið sér, þ.e.a.s. kennara-
starfinu. Hún hafði kennt áður en
hún kom hingað og hafði mjög
ákveðnarhugmyndirum kennslu.
Hún var annar tveggja fulltrúa
okkar i Kennarasambandi
íslands og sat stofnþing þess auk
þess sem hún tók virkan þátt i
félagslifi innan skólans.
Við höfum misst góðan félaga
sem við munum minnast. Lif
Birnu sýndi okkur að það að lifa
er meira en það eitt að vera til.
Við vottum Tinnu dóttur hennar
og öðrum aðstandendum inni-
legustu samúð okkar.
Skólafélagar
i Kennaraháskóla tslands
erlendar
bækur
Adalbert Stifter:
Studien Band l-ll.
Nachwort von Fritz Krökel.
Dilnndruck-Ausgabe dtv-
bibliothek. Deutscher Taschen-
buch Verlag 1975.
Stifter skrifaði þessar stúdiur á
árunum milli 1840 og 1846 og birti
þær i timaritum. Hann var einn
þeirra höfunda, sem tóku að þok-
ast frá rómantisku stefnunni i átt-
ina til raunsæisstefnu á þeim tim-
um sem kennd er við Bieder-
meiertimabilið. Stifter sagðist
hafa jafn mikla nautn af þvi að
sjá gufuna stiga upp af katli á eld-
stæði og af gufu upp úr eldfjalli.
Hann var einkar næmur á það
sem oft erkallað „smámunir” og
var mjög laginn að lýsa þvi smáa
og fór um það allt mildum hönd-
um. Hann lýsir vel alþýðufólki á
sinni tið og er einkar lagið að
draga upp tilfinningasamband
ungs fólks.
The Viking World.
James Graham-Campell. Fore-
word by David M. Wilson.
Francis Lincoln — Weidenfeld &
Nicolson 1980.
Það kom út talsvert af bókum
um vikinga og vikingatimabilið á
siðasta ári. Þetta var i sambandi
við sýningu á arfleifð vikinga,
sem haldin var i London og er nú
sem gestasýning i New York.
Útgefandinn er fræðimaður um
efni, sem snerta vikinga og sögu
þeirra svo og keltneska sögu,
meðal annarra höfunda eru Sean
McGrail, R.I. Page, og Christine
Fell. Höfundarnir lýsa hér skipa-
smiði, listum, ferðum, heimilis-
lifi, og trúarbrögðum og skáld-
skap þessara fornu ránsmanna.
Einnig eru tiunduð þau riki, sem
þeir áttu þátt i að stofna eða
stofnuðu. Þetta er vel mynd-
skreytt bók, ágætar myndir eru af
skipagerð og skipalagi, svo og
myndir ýmissa listgripa og
myndirfrá þeim löndum, þar sem
vikingar áttu sér sögu. Bókin er i
stóru broti.
Ýmsar kenningar eru um það,
hversvegna viking hófst áNorður-
löndum á áttundu og niundu öld.
Um það er fjallað i þessu riti og
leitast við að lýsa samfélagi þvi
sem þar var og viðbrögðum
þeirra þjóða, sem máttu þola
árásir ræningjanna. Það var ekki
ýkja langtiþjóðflutningana þegar
vikingaöldin hófst á Norðurlönd-
um og eftirhreytur þeirra. Avar-
ár höfðu herjað á riki Karlunga
og Serkir herjuðu á Suður-
Evrópu. Allar þessar þjóðir voru
mikil plága fyrir þær þjóðir sem
byggðu hin nýmynduðu riki
Evrópu en sú árásarþjóðin, sem
kom til með að móta mest sögu
margra Evrópuþjóða, voru Nor-
mannar,- þeir runnu með timan-
um saman við þær þjóðir, sem
þeir höfðu ráðist á sumar eftir
sumar, þar til þeir settust að
meðal þeirra og tengdust ráðandi
stéttum.
Rit þetta er lauslegt yfirlitsrit
um þessa sjóreyfara og hætti
þeirra og venjur, stiklað er á
stóru og i bókarlok er stuttur
bókalisti, þar sem má finna ýtar-
legri fróðleik um þessi efni.
Myndirnar auka gildi bókarinnar.
Blikkiðjan
Asgarði 7, Garöabæ
onnumst þakrennusmlöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verötilboö
SÍMI53468