Þjóðviljinn - 06.03.1981, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 06.03.1981, Qupperneq 13
Föstudagur 6. mars, 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Sovétmeistaramótið: Tveir jafnir og efstir Sovéska meistaramótið i skák var haldið stuttu eftir Olympiu- mótið á Möltu. Flestir af þekkt- ustu stórmeisturum Sovétrikj- anna, meistarar á borð við Karpov, Tal, Polugajveski, Petrosjan, Kasparov, o.fl.,héldu að sér höndum að þessu sinni, og mótið var þvi að mestu skipað ungum skákmönnum á uppleið. Af eldri kynslóðinni mátti aðeins finna Geller, Sovétmeistara sið- asta árs, og Vasjúkov. Keppnin var geysilega hörð, en i upphafi virtist svo sem kunningi okkar Islendinga, Viktor Kupreitchik, ætlaði að hlaupa á brott með sigurinn, þvi hann vann 5 fyrstu skákir sinar, og eftir 10 umferðir hafði hann hlotið 8 vinninga af 10 mögulegum. En þá sprakk hann gjörsamlega, tapaði næstu fjór- um skákum, og sigurmöguleikar hans ruku út i veður og vind. Efsta sætinu deildu tveir kepp- endur sem væntanlega verða að tefla um titilinn. Þetta voru þeir Alexander Beljavski og Lev Psachis, hlutu 10 1/2 vinning af 17 mögulegum. Pschais var fyrir þetta mót meðölluóþekktur innan sem utan Sovétrikjanna, en þarna tefldi hann sitt lifs mót. Hann hélt sig allan timann i námunda við sHák Umsjón: Helgi Ólafsson toppinn og tefldi margar afbragös skákir. Beljavski, sem einu sinni áður hefur orðið i efsta sæti á Sovétmeistaramótinu, árið 1974, tefldi af mikilli hörku og er örugglega einn sterkasti skák- maður heims um þessar mundir. Hann teflir rafmagnaðan hasar- stil eins og eftirfarandi skák frá meistaramótinu ber meö sér. Hvítt: Rashkovski Svart: Beljavski Katalónsk byrjun 1. Rf3-Rf6 2. c4-e6 3. g3-d5 4. d4-dxc4 5. Bg2-c5 6. Da4 + -Rc6 7. 0-0-Bd7 8. dxc5 (Annar möguleiki er 8. Dxc4 b5 o.s.frv.) 8. .. Re5 9. Dc2-Rxf3 + 10. Bxf3-Dc8 11. Be3-Bxc5 12. Bxb7-Dxb7 13. Bxc5-Hc8 14. Ba3-h5! 15. h4-De4 16. Dd2-Bc6 17. f3-De5 ALÞVÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Húsavík Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Húsavik verður haldinn þriðjudag- inn 10. mars i Snælandi og hefst kl. 20.30 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Alþýðubandalagið Hafnarfirði. Fundur verður haldinn i Skálanum fimmtudaginn 12. mars kl. 20.30. — Kjartan ólafsson ritstjóri fjall- ar um bjóðviljann og svarar fyrirspurnum. — Félagarfjölmenniðog takið þátt i umræðu um blað- iðokkar,— Stjórnin. Alþýðubandalagið i Suðurlandskjördæmi Kjördæmisráðsfundur Alþýðu- bandalagsins i Suðurlandskjör- dæmi verður haldinn laugardag- inn 7. mars kl. 14 I Verkalýðshús- inu á Hellu. Fundarefni: Atvinnumál. Framsöguerindi flytja Guðrún Hallgrimsdóttir og Sigurjón Er- lingsson. Stjórnin Sigurjón Alþýðubandalagið á Akureyri Bæ jarmá laráðsf undur verður haldinn mánudaginn 9. mars kl. 20.30 i Lárusarhúsi. Fundarefni: Fjárhagsáætlun bæjarins. Alþýðubandalagið í Kópavogi Félagsfundur Fundur verður haldinn i' Þinghóli Hamraborg 11 laugardaginn 14 mars n.k. kl. 13.30. Fundarefni verður húsnæðisvandi framhaldsskólans i Kópavogi og m.a. fjallað um hvort ráðist skuli i að reisa nýja byggingu til lausnar honum. Dagskrá verður auglýst nánar innan skamms. Stjórn ABK VIÐT ALSTÍM AR þingmanna og borgarfulltrúa Laugardaginn 7. mars milli kl. 10 og 12 verða til viðtals fyrir borgarbúa á Grettis- götu 3: Ólafur Ragnar Grimsson Sigurjón Pétursson Eru borgarbúar hvattir til að nota sér þessa viðtalstima. Ólafur Ragnar Sigurjón 18. Kf2-Hd8 19. Db4-Hd7 21. Del-Hh6 20. Hdl-a5 22. Hxd7 22. .. Rg4+! 23. Kfl (En ekki 23. fxg4 Hf6+ 24. Kgl De3+ 25. Kh2 Hf2+ o.s.frv.) 23. .. Bxd7 24. e4 (Sem fyrr er riddarinn frið- helgur.) 24. .. Df6 25. Ke2 (25. Kg2 veitti meira viðnám.) 25. .. Dd4! 26. fxg4-Hf6 27. Rd2-Dd3 + 28. Kdl-Ba4 + — Hvitur gafst upp. Þingsályktun Framhald af bls.3 sem tiltölulega litið er vikiö að i Austurlandsáætlun, efnistaka, samgöngur, staðarval fyrir skóg- rækt, staðarval fyrir iðnaö, orlofsbústaðir, náttúruvernd, úti- vist o.fl. Þessa vinnu væri jafnframt hægt að tengja gerð iðnþróunar- áætlunar og þá ef til vill sér staklega með tilliti til samgangna og staðarvals fyrir iðnað af ýmsu tagi. —lg- erlendar bækur Montaillou Cathars and Catholics in a French village 1294-1324. Emmanuei Le Roy Ladurie. Translated by Barbara Bray. Penguin Books 1980. Montaillou kom fyrst út hjá Gallimard i Paris 1978. Sama ár var bókin þýdd og gefin út i Eng- landi og er nú endurprentuö hjá Penguin. Saga Ladurie hlaut þegar mjög lofsamlega dóma franskra sagnfræðinga, hún var talin einstök og viötökurnar urðu sams konar erlendis. Höfundur- inn er meðal fremstu sagnfræð- inga Frakka og er meðal þeirra sem standa að þvi ágæta sagn- fræöiriti „Annales”. Hann er pró- fessor viö Collége de France. Höfundurinn styðst við skýrslur rannsóknardómara rann- sóknarréttarins, Jaques Four- nier, sem siöar varð biskup og kardináli og loks páfi i Avignon, og kallaöist þá Benedikt XII. Fournier var mjög vel að sér i réttrúnaöi, dogmum þeirra tima og átti i deilum við Eckhart ásamt fleirum um trúardogmur. Hann var mjög skarpur og skýr i öilum sinum útlistunum og mjög nákvæmur sem rannsóknar- dómari i trúvillumálum. Skýrslur hans eru þvi einstakar, hann þótti mjög laginn að fá sannleikann út úr hinum ákærðu án haröræða. Ladurie hefur siðan unniö úr þessum efniviði ásamt meö hlið- sjón af öðrum samtima heimild- um, verk sem er lifandi sam- félagslýsing frá Suður-Frakk- landi um og eftir aldamótin 1300. Lýsing á þorpsbúunum i Montail- lou, atvinnu þeirra, viðhorfum til landstjórnarmanna og kirkju- Jóhann Sveinsson frá Flögu er látinn Aöfaranótt 20. febrúar lést i Reykjavik Jóhann Sveinsson frá Flögu, 84 ára að aldri. Otför hans hefur farið fram i kyrrþey. Jóhann var fæddur 31. jan. 1897 i Myrkárdal i Hörgárdal i Eyja- firði. Foreldrar hans voru Sveinn Jóhannsson bóndi þar og á Flögu og Hólkoti i Hörgárdal og kona hans Hallfriður Jóhannsdóttir. Jóhann lauk búfræöiprófi frá Hólum 1917, stúdentsprófi 1927 og Cand. mag. prófi i norrænum fræðum frá Háskóla Islands 1936. Framan af æfi stundaði Jóhann m.a. kennslustörf, en var frá 1941 bókavörður i Borgarbókasafni Reykjavikur. Nokkur fróðleiksrit liggja eftir Jóhann svo og greinar og kvæði i blööum og timaritum. Kona Jóhanns var Sigriður Sig- urðardóttir, listmálari, sem látin er fyrir nokkrum árum. Jóhann Sveinsson frá Flögu lætur eftir sig tvö börn. Ávarp Framhald af bls. 9. föstudaginn 6. mars til sunnudags 8. mars verður sérhannað merki selt á almannafæri og i ibúðar- hverfum. Kjörorð söfnunarinnar er: EFLUM FRAMFARIR FATLAÐRA Sýnum það i verki meö þvi að sameinast um það stórátak sem kaup á taugagreini er. ATAKS ER ÞÖRF VEGNA FATLAÐRA — MEÐ VON UM STUÐNING. Framkvæmdanefnd BKR vegna verkefnis á Alþjóðaári fatlaðra fursta, ástamálum þeirra og bar- áttu innbyrðis, allt þetta birtist i þeim persónum sem koma út úr siðum þessarar bókar. Ladurie hefur blásið lifsanda i hin fornu réttarskjöl, svo að hinir lifandi dauðu bændur, vinnumenn, vinnukonur, greifar, prestar og dómarar risa upp og samfélag þessa fólks verður á næsta leiti. Þetta er ein þeirra fágætu bóka, sem verða sigildar svo til strax. Clemens Brentano: Gedichte. Herausgegeben von Wolfgang Fröhwald, Bernhard Gajek und Friedhelm Kemp. DQnndruck-Ausgabe dtv- bibliothek. Deutscher Taschen- buch Verlag 1977. Kvæöi Brentanons voru ekki gefin út i heild fyrr en tiu árum eftir fráfall hans þ.e. 1852 og sú útgáfa var gölluð. Það var ekki fyrr en með Hanser útgáfunni 1968, að verk hans komust óbrengluð i hendur lesenda. Brentano varð fyrstur til þess aö koma Lorelei sögninni á framfæri isögu sinni Godwi 1800—01. Hann gaf út ásamt mági sinum Achim von Arnim safnið Knaben Wunderhorn, safn þjóðkvæða. Fyrirmynd sumra ljóða hans voru þjóðkvæðiaen jafnframt orti hann um trúarleg efni með heim- spekilegu ivafi. Þessi útgáfa er vönduð og fylgja all ýtarlegar at- hugagreinar og eftirmáli eftir Wolgang Frlihwald. Föstudagur: Opið kl. 19—03. Hljómsveitin Glæsir og diskó ’74. Laugardagur: Opið kl. 19—03. Hljómsveitin Glæsir og diskó ’74. Sunnudagur: Opiö kl. 19—01. Stefán i Lúdó með sextett. £lMurinn Borgartúni 32 Símj. 35355. Klúbburinn FöSTUDAGUR: Opið frá kl. 22.30—03. Hljómsveitin Goðgá og diskótek. LAUGARDAGUR: Opið frá kl. 22.30—03. Hljómsveitin Goðgá og diskótek. SUNNUDAGUR : Opið frá kl. 21—01. Diskótek. HÓTEL LOFTLEIÐIR Simi 22322 VIKINGASALUR: BULGARIU- KYNNING, matur, skemmtidag- skrá og happdrætti. BLÓMASALUR: Opið alla daga vikunnar kl. 12—14.30 og 19—23.30. VINLANDSBAR: Opið alla daga vikunnar, 19—23.30, nema um helgar, en þá er opið til kl. 01. Opið í hádeginu kl. 12—14.30 á laugardögum og sunnudögum. VEITINGABUÐIN: Opið alla da,ga vikunnar kl. 05.00—21.00. #HOTilL<^ Í$kálafelT$h FÖSTUDAGUR: Opið kl. 19—01. Organleikur. LAUGARDAGUR: Opið kl. 12—14.30 og 19—23.30. Organleik- ur. SUNNUDAGUR: Opið kl. 12—14.30 og kl. 19—01. Organleik- ur. Tiskusýningar alla fimmtu- daga. ESJUBERG: Opið alla daga kl. 8—22. i 82200 Sigtún FöSTUDAGUR: Opið frá kl. 22—03. Hljómsveitin Brimkló, diskótek og „Video-show”, Grill- barinn opinn. LAUGARDAGUR: Opið frá kl. 22—03. Hljómsveitin DEMO, diskótek og „Video-show”. Grill- barinn opinn. Bingó kl. 14.30 laugardag. FÖSTUDAGUR: Opið frá kl. 21—03. Hljómplötutónlist við allra hæfi. LAUGARDAGUR: Opiö frá kl. 21—03. Meira fjör, komið snemma og forðist biðraðirnar SUNNUDAGUR: Gömlu dans- arnir frá kl. 21—01. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar svikur engann!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.