Þjóðviljinn - 11.03.1981, Side 1
Kosið í Háskólanum
Kosningar fara fram i Háskóla Islands i dag og verða kosnir 13
fulltrúar i Stúdentaráð og 2 i Háskólaráð. Þrir listar bjóða fram, listi
Vöku sem merktur er bókstafnum A.listi Vinstri manna merktur B,og
umbótasinnar sem merktur er með C.Kosningar hefjast klukkan 9 og
lýkur kl. 18. Kosiðer i hátiðarsal og ættu úrslit að liggja fyrir um kl. 22,
ef talning gengur samkvæmt venju. Um kvöldið verður úrslita beðið á
ýmsum stöðum, en það eitt vitum við hér að vinstri menn munu láta
sem ekkert ,,C” og halda ball i Klúbbnum.
Fasteigna-
markaðurinn
í Reykjavík:
Aðeins
10%
hækkun
í janúar
Alger kyrrstaða
frá september
til desemberloka
Á siðasta ársfjórðungi 1980 var
alger kyrrstaða á fasteigna-
markaði á höfuðborgarsvæðinu
og hækkuðu fasteignir ekki frá
septembermánuði til desember-
loka. Ýmsir höfðu spáð
hækkunarskriðu uppúr áramót-
um en könnun á sölusamningum i
Reykjavik sýnir að I janúar
hækkaði verð á stórum eignum i
Vesturbæ, Stóragerðis- og Foss-
vogssvæðinu nokkuð, aðrar eignir
hækkuðu ekki. Heildarhækkun i
janúar nam 10%. Tölur frá
febrúarmánuði eru ekki mark-
tækar en gefa visbendingu um að
ekki verði framhald á hækkun
fasteignaverðs i bili.
Þessar upplýsingar fékk Þjóð-
viljinn i gær hjá Fasteignamati
rikisins en þvi berast nokkurn
veginn jafnóðum allflestir sölu-
samningar sem fara i gegnum
fasteignasölur á landinu. Stefán
Ingólfsson.deildarstjóri, sagði að
þetta væri lengsta kyrrstaða á
fasteignamarkaðinum sem þeir
hefðu orðið varir við siðan reglu-
lega var farið að fylgjast með
þessum málum. Héöan i frá
verður hver mánuður gerður upp
i fyrstu viku þess næsta.
Svo sem menn muna varð
geysileg hækkun á fasteigna-
markaði i Reykjavik á ársbyrjun
1980 en i aprilmánuði sama ár
lækkaði verðið og i fyrsta sinn um
árabil. Siðan hækkaði verðið
aftur i mai og júni en 1 júlimánuði
lækkaði það hins \tegar aftur. I
ágúst varð vart nokkurrar
hækkunar og eins i septembet en
siðan þá haggaðist verðið ekki i
október, nóvember og desember
sem fyrr segir. Stefán Ingólfsson
sagði að á þvi timabili hefði
verðið verið um 10% yfir fast-
eignamati þvi sem gildi tók 1.
desember s.l. og byggist könnun-
in á úrtaki tæplega 100 sölu-
'samninga þessa þrjá mánuði. I
janúar var unnið úr 30 sölum i
Reykjavik og kom i ljós að
heildarhækkunin var um 10%,
mest á stórum eignum en litil og
engin hreyfing á þeim minni.
Mjög fáar tölur hafa enn borist
frá febrúarmánuði og sagði
Stefán að þær væru ekki mark-
tækar ennþá. Þó virtust þær ekki
benda til þess að frekari hækkun
yrði i bili. Sama þróun hefur orðið
á öllu höfuðborgarsvæðinu. _AI
Aðalfundur
Flugleiða
Stjórn Flugleiða ákvað á fundi
sinum i gær að aöalfundur félags-
ins skyldi haldinn 24rða april n.k.
Sagði Orn O. Johnson að
reikningar siðasta árs yrðu ekki
tilbúnir fyrr og að fullt samkomu-
lag væri um þessa dagsetningu
við rikisstjórnina.
—AI
Hjörleifur Guttormsson, iönaðarráöherra i hópi noröanmanna i anddyri alþingishússins i gær. — Ljósm.
eik.
Margir Norðlending-
ar vilja Blönduvirkjun
3256 undirskriftir afhentar ráðherra
Hópur norðanmanna
safnaðist saman i and-
dyri Alþingishússins um
tvö leytið í gær. Þeir
höfðu lagt land undir fót í
þeim tilgangi að afhenda
Hjörleifi Guttormssyni
iðnaðarráðherra undir-
skriftir 3256 kjósenda í
Norðurlandskjördæmi
vestra, sem kref jast þess
að næsta etórvirkjun
verði virkjun Blöndu.
1 anddyrinu gat að lita ýmsa
framámenn Húnvetninga, en
yngra fólkið klæddist sérstökum
bolum sem á var þrykkt mynd
af Blöndu og áletrunin: Virkjum
Blöndu. Stefán A. Jónsson
hreppstjóri á Kagaðarhóli i
Torfalækjarhreppi hafði orð
fyrir Norðlendingum. Hann
sagði að þær góðu undirtektir
sem undirskriftasöfnunin hefði
fengið (um 56,2% kjósenda)
sýndi að vaxandi áhugi væri
fyrir Blönduvirkjun, það væri
vilji manna að unnið yrði mark-
visst að virkjuninni, bæði með
hagsmuni heimamanna og
heildarinnar i huga.
Auk undirskriftanna fylgdi
með yfirlýsing frá þeim sem
stóðu að söfnuninni óg einnig frá
sex bændum sem verða næstu
nágrannar virkjunarinnar. Þeir
segja i sinu bréfi að þeir vilji
ekki standa i vegi fyrir að hægt
sé að stunda raforkuöflun á hag-
kvæman hátt á þessu svæði.
Eftir afhendinguna var haldið
út á Hótel Borg og þar gerðu
nokkrir forystumenn norðan-
manna grein fyrir sjónarmiðum
sinum.
— ká
Sjá frásögn
á 3. síðu
UNDIRSKRIFTIR BÆÐI MEÐ OG A MÓTI:
Þurfum að leysa
málin með friði
— segir Hjörleifur Guttormsson,
iðnaðarráðherra um virkjanadeilur
L
lljörleifur Guttormsson, iön-
aðarráðherra tók á móti sendi-
nefnd stuöningsmanna Blöndu-
virkjunar i gær og veitti undir-
skriftalistunum viötöku.
Hann sagði sendimönnunum,
að iðnaðarráðuneytið hefði nú
til athugunar þá kosti sem til
greina kæmu i virkjunarmál-
um, — og að verið væri að þreifa
fyrir sér um samninga við þá
sem málin snertu. Hann gat
þess að fyrr i vetur hafi hann
tekið við undirskriftum að
norðan sem gengu gegn Blöndu-
virkjun með þeirri tilhögun sem
mest hefur verið á dagskrá.
I þeim orðum sem Hjörleifur
mælti við móttöku undirskrift-
anna lagði hann áherslu á mikil-
vægi þess að sæmilegur friður
rikti um meiriháttar virkjunar-
framkvæmdir.
I samtali við blaðamann
Þjóðviljans siðdegis i gær
minnti ráðherrann á, að samn-
ingaviðræður hefðu staðið yfir
frá þvi i fyrra um Blöndu-
virkjun og þeim væri enn ekki
lokið. Hjörleifur tók lika fram
að viðar en á Norðurlandi
vestra væri fyrir hendi mikill
áhugi heimamanna fyrir að fá
virkjað i heimah^raði. 1 þeim
efnum mætti t.d. minna á af-
stöðu Austfirðinga.
Við spurðum Hjörleif hverjir
það hefðu aðallega verið sem
fyrir nokkrum mánuðum lögðu
fram undirskriftalista og and-
mæltu Blönduvirkjun miðað við
þá tilhögun hennar sem mest
hefur verið á dagskrá.
Hjörleifur sagði að þar hafi
aöallega verið um að ræða fólk
úr nokkrum sveitahreppum
Húnavatnssýslu og úr sveitum i
Skagafiröi.
Við erum að vinna af fullum
krafti i ráðuneytinu að þessum
virkjanamálum, sagði Hjör-
leifur og væntum þess að yfir-
standandi þing fái þau til með-
ferðar. En það er öllum kunnugt
að hér koma fleiri en einn kostur
til álita. —j
'J
Fasteignamat
Torfunnar:
Lækkaö
um 739
gamlar
miljónir
Landlœknishúsið
hœkkað um
54 miljónir kr.
Fasteignamat rikisins hefur
tekið kæru Torfusamtakanna fyr-
ir og iækkað fasteignamat á Torf-
unni, húsum og lóðum um sam-
tals 738 miljónir, 862 þúsund
gamalla króna, eða um riflega
50%. Borgarráð ákvað i gær að
áfrýja þessari niðurstöðu til yfir-
fasteignamatsnefndar með 3
atkvæðum Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks. FuIItrúar Alþýðu-
bandalags og Framsóknar sátu
hjá.
Með samningi þeim sem Torfu-
samtökin gerðu við rikið um leigu
Torfunnar til 12 ára, tóku þau að
sér greiðslu fasteignagjalda en
þau skipta tugum miljóna og hafa
samtökin eðlilega ekki getað
staðið undir þeim um leið og
endurbyggingin er i fullum gangi.
Fasteignamat miðar sem kunnugt
er við hámarks nýtingu lóða og á
skipulagi er gert ráð fyrir stór-
hýsum á Torfunni. Leigusamn-
ingurinn jafngildir hins vegar
ákvörðun um að húsin standi út
aðalskipulagstimabilið og nýting
lóðanna verði þvi ekki aukin og
kærðu samtökin matið með tilliti
til þess.
Allar lóðirnar voru f endurmati
lækkaðar svo og öll hús á þeim
önnur en þaö sem búið er að gera
upp; Landlæknishúsið var hækk-
að úr 4 miljónum gamalla króna i
58miliónir. Sem fyrrsegir nemur
heildarlækkunin samt sem áður
tæpum 739 miljónum gamalla
króna. — AI
Þorskafli
mun minni
en í fyrra
Auknar veiðitak-
markanir segja til sin
Þorskaflinn fyrstu tvo mánuði
ársins er mun minni en var á
sama tima i fyrra. Koma þarna
til auknar veiðitakmarkanir á
þessari vetrarvertið.
Fyrstu tvo mánuðina i fyrra
veiddu togarar 53.459 lestir af
þorski en i ár 24.998 lestir. Bátar
veiddu i fyrra 28.436 lestir en i ár
heldur meira eða 30.834 lestir. Og
heildaraflinn fyrstu tvo mánuöi
ársins i fyrra var 400.507 lestir en
i ár 188.872 lestir. Hér munar að
sjálfsögðu mest um loönuaflann.
1 fyrra voru veiddar 291.093
lestir af loðnu i janúar og febrúar
en i ár aöeins 86.249 lestir.
—S.dór