Þjóðviljinn - 11.03.1981, Síða 3
Miðvikudagur 11. mars 1981 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3
Tveir norðanmanna um Blönduvirkjun
Þýðingarmikið
öryggisatriði
Gisli Pálsson bóndi á Hofi i
Vatnsdal var i hópi þeirra sem
voru viðstaddir i gær þegar iðn-
aðarráðherra voru afhentar
undirskriftirnar að norðan. Hann
sagði að höfuðrökin fyrir þvi að
nú yrði ráðist i virkjun Blöndu
væru þau að tryggja þyrfti
rekstraröryggi rafveitnanna og
næga raforku og veturinn i vetur
hefði sýnt fram á að gripa þyrfti
til skjótra aðgerða.
„Blanda er i fyrsta lagi ekki á
eldvirku svæði og auk þess er hún
á öðru úrkomusvæði en virkjan-
irnar fyrir sunnan sem er þýð-
ingarmikið öryggisatriöi”.
Gisli taldi að afstaða manna i
héraðinu stjðrnaðist ekki af bú-
setu eða atvinna manna; bændur
væru siður en svo meiri andstæð-
ingar virkjunarinnar en aðrir.
Hann vildi ekki gera mikið úr
þeim landskemmdum sem fram-
kvæmdirnar hefðu i för með sér.
Talsvertland fer undir vatn sagði
hann en taldi að það ætti ekki að
koma i veg fyrir að virkjað yrði.
Þá taldi Gisli að Blönduvirkjun
væri hagsmunamál fyrir fleiri en
Húnvetninga t.d. yki hún stórlega
á öryggi Vestfjarðalinunnar.
Þetta mál er núna i höndum
fjögurra manna áleit Gisli, þ.e.
Hjörleifs Guttormssonar og odd-
vita Torfalækjar og Svinavatns-
hreppa og sveitarstjórans á
Blönduósi.
Jón Jónsson framkvæmdastjóri
rækjuvipnslunnar á Skagaströnd
tók i sama streng og Guðjón að
I Listahátið:
| Borgarráð
\breytti nýju
! lögunum
Svo sem skýrt var frá i
Þjóðviljanum i siðustu viku
samþykkti fulltrúaráðs-
fundur Listahátiðar ný lög
fyrir hátiðina á fundi sinum
eftir áramót. Til þess að lög-
in öðlist gildi þurfa þau stað-
festingu menntamálaráðu-
neytis og borgarráðs og er
staðfesting ráðuney tisins
þegar fengin. Borgarráð
Reykjavikur fjallaði hins
vegar um lögin i gær og sam-
þykkti nokkrar breytingar á
þeim að tillögu Davíðs Odds-
sonar. Þarf fulltrúaráðs-
fundur þvi að fjalla um þau
að nýju.
Þær breytingar sem
borgarráð samþykkti voru
að framkvæmdastjórn skuli
ábyrgjast fjárreiður Lista-
hátiðar, ekki framkvæmda-
stjóri, — að fulltrúar rikis og
borgar hafi neitunarvald i
sambandi við ákvarðanir
sem krefjast fjárútláta og að
framkvæmdastjóri skuli
aldrei ráðinn til lengri tima
en næsta fulltrúaráðsfundar
eftir hverja Listahátið.
—A1
Gisli Pálsson.
Jón Jónsson
það væri öryggisatriði að virkja
Blöndun umfram önnur fallvötn
vegna legu hennar á óeldvirku
svæði og á öðru úrkomusvæði en
virkjanir sunnanlands. Hann
lagði einnig áherslu á að það væri
þjóðhagslega mikilvægt að
tryggja að næg raforka væri til
húsahitunar á landinu öllu. Jón
sagði einnig að hinn harði vetur
sem nú stendur yfir sýndi mönn-
um vel fram á það fyrir norðan
hvert óöryggi þeir byggju við i
raforkumálum og sagði sem
dæmi að i þvi fyrirtæki sem hann
veitir forstöðu hefði engu mátt
muna að mikið magn verðmæts
hráefnis hefði eyðilagst vegna
rafmagnstruflana i óveðrinu á
dögunum.
Báðir töldu þeir Jón og Gisli, að
samningar væru mögulegir og að
hægt ætti að vera að finna lausn
sem allir gætu sætt sig við. Mjög
fáir væru andstæðir Blöndu-
virkjun i hvaða mynd sem væri.
Blandast stóriðjudraumar inn i
þetta mál? Þvi svöruðu báðir
neitandi. Engar hugmyndir væru
uppi um stóriðju i tengslum við
virkjunina. Blönduvirkjun væri
hagkvæm lausn á raforkuþörf
landsmanna, hún skapaði ákveðið
öryggi sem aðrar virkjanir gætu
ekki tryggt, auk þess sem hún
efldi atvinnulif i héraðinu.
—T í
I
Seðlabankinn:
Hættum nú að tala
um gamlar krónur
„Aðaláfanga gjaldm iðils-
breytingarinnar er nú náð”, segir
I fréttatilkynningu frá Seðla-
banka tslands. Þar kemur fram
að aðeins eru útistandandi 27 mil-
jónir af gömlum krónum, sem er
um 9% af seðlum og mynt i um-
fcrð.
Þá þakkar Seðlabankinn það
góðum undirtektum almennings
og góðri samvinnu banka og
sparisjóða hve hratt og vel gjald-
miðilsbreytingin gekk fyrir sig en
siðan segir orðrétt:
„Þótt gjaldmiðilsskiptin sjálf
hafi gengið svona greiðlega fyrir
sig, er enn áberandi, hve tamt
fjölmiðlum og almenningi er enn
aö tilgreina fjárhæðir i gömlum
krónum. Nú þegar skattaframtöl
og reikningsuppgjör fyrir siöast-
liðið ár eru að mestu að baki, er
ástæöa til þess að hvetja alla til
að tilgreina fjárhærðir sem allra
mest i nýjum krónum og án þess
að merkja þær sérstaklega sem
nýkrónur. Hins vegar er mjög
nauðsynlegt, þegar fjallað er um
fjárhæðir i gömlum krónum, að
þess sé sérstaklega getiö”.
Stuðningsmenn
Blönduvirkjunar:
Biönduvirkjun er hag-
kvæmasta leiöin til orku-
öflunar. Þaö veröur hægt
að tengja hana inn á lands-
kerfið, hún kemur ekki
aðeins Norðlendingum til
góða, heldur öllum lands-
mönnum. Hún mun skapa
atvinnu, verða lyftistöng
fyrir atvinnulífið, auk þess
sem hún er utan eldfjalla-
svæða og á öruggu vatna-
svæði og mun tryggja orku
á svæðum sem hafa búið
við rafmagnsskort, stund-
um sólarhringum saman.
Þannig hljómuðu rök þeirra
norðanmanna sem kölluðu blaða-
Stefán A. Jónsson bóndi á Kagaöarhóli afhendir Hjörleifi Guttormssyni
iðnaðarráðherra undirskriftirnar.
Blönduvirkjun
hagkvæmust
menn á sinn fund að Hótel Borg
eftir að hafa afhent Hjörleifi
Guttormssyni undirskriftalista
þar sem hvatt var til ákvörðunar
um Blönduvirkjun.
A fundinum voru flestir þeirra
70—80 karla og kvenna sem komið
höfðu ýmist landveg eða fljúgandi
til að vera með i aðgerðunum.
Pálmi Jónsson landbúnaðarráð-
herra var viðstaddur og kom
greinilega i ljðs að margir stuðn-
ingsmanna hans voru staddir á
Borginni, þvi honum var fagnað
með lófaklappi.
Magnús Ólafsson bóndi á
Sveinsstöðum kynnti ræöumenn
sem voru menn úr ýmsum hrepp-
um og öllum stjórnmálaflokkum.
Þeir röktu siðan einn af öðrum
helstu rök sem mæltu með
Blönduvirkjun.þausem talin voru
hér að ofan.
Stuðningsmenn Blönduvirkj-
unar nefndu einkum hagkvæmni,
öryggi fyrir Norðlendinga, það að
tryggja betur jafnvægi i byggð
landsins, og aukin atvinnutæki-
færi, sem virkjunin myndi skapa.
A fundinum kom ekki fram hvaða
áform eru uppi um atvinnumál,
en Þórður Skúlason hreppstjóri á
Hvammstanga og varaþing-
maður Alþýðubandalagsins
nefndi að virkjunin þyrfti ekkiað
tengjast stóriðju. Þá komu
náttúruverndarsjðnarmið litt viö
sögu. Grimur Gislason frá
Blönduósi og form. Framsóknar-
félags A-Húnvetninga spurði
aðeins hvort öllum framkvæmd-
um fylgdi ekki röskun á lifrikinu.
Þeirri spurningu var beint til
Pálma Jónssonar ráðherra hvaða
skoðun hann hefði á virkjunar-
málinu. Hann sagöist telja nauð-
syn á að lagaheimildar yrði aflað
á þessu þingi og ákvöröun tekin
um næstu stórvirkjun fyrir vorið.
Það kom fram að i hreppunum
vestan Blöndu er hvað mest fylgi
við Blönduvirkjunina, en austan
árinnar eru skoðanir skiptari,
enda er mestur hluti þess lands
sem fer undir vatn þeim megin
Blöndu.
Þeir norðanmenn voru spurðir
hvernig þeir ætluðu aö fylgja að-
gerðum sinum eftir og var svar
þeirra á þá lund að nú heföu þeir
komið vilja sinum á framfæri;
þeir vonuðu aö ráðamenn myndu
taka tillit til þess. —ká
Gærufóðruð kuldastígvél herra, 481,-
Gærufóðraðir kuldaskór herra 372,-
Loðfóðraðir kuldaskór barna, Duffys, 330,-
Loðfóðraðir kuldaskór f. fullorðna, Duffys,... 365,-
Loðfóðruð kuldastigvéi fuilorðinna
Loðfóðruð kuldastigvélbarna,
Loðfóðruð kuldastigvél kvenna, 407,-
Loðfóðruð kuldastigvél kvenna, 363,-
Skiðagallar í herrastærðum, ••••«••■•••••••»»•••604,-
Skiðagallar i dömu-unglingastærðum, • •••••*••••«•«•••••• 4öö}“
Skiðagaliar i barnastærðum, •••••••••••«•«•••■••331,-
Skiðavesti barna
Snjóbuxur i unglingastærðum,
Vélsleðagallar,
Herraúlpur, Duffys,
Herraúlpur, Marks & Spencer,
Döniuúlpur Duffys,
Barnaúlpur, Duffys, 266,-
Barnaúipur, VIR,
Ungbarnagallar, heilir og tviskiptir frá
Athugið að framvegis verða beinir simar í verslunina:
Búsáhöld — Gjafavara ..................19004
Fatnaður — Skór....................... 12723
Raftæki — Ferðavörur — Leikföng.........16441
Verslunarstjóri....................... 26414