Þjóðviljinn - 11.03.1981, Page 12

Þjóðviljinn - 11.03.1981, Page 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 11. mars 1981 Minningarord Brynjólfur Önfjörð Steinsson plötu- og ketilsmiður Fœddur 20.1 1921 - Dáinn 1.3. 1981 Aðalfundur Félags járn- iðnaðarmanna var haídinn laugardaginn 28. febrúar s.l. og fór vel fram,enda sóttu hann um sjötiu áhugasamir og nýtir félagsmenn. A fundinum saknaði ég þó náins og góðs félaga og samherja, sem undantekningarlitið hefur sótt alla félagsfundi um árabil, Brynjólfs O. Steinssonar, plötu- og ketilsmiðs, trúnaðarmanns félagsins og vinnufélaga sinna i skipasmiðastöðinni Stálvik Hf. i Garðabæ. Meðan á fundinum stóð kom Brynjólfur tvisvar i huga minn; ég saknaði eins okkar besta félaga, sem meö nærveru sinni, hógværð og festu og félagslegri hugsun miðlaðiokkur samherjum sinum kjarki og styrk til að leitast við að leysa viðfangsefni og vandamál i félagsstarfinu á félagslegan hátt. Skýringuna á fjarveru Brynjólfs fékk ég daginn eftir, er systir hans hringdi til min og til- kynnti mér andlát hans, sem boriðhafði að með snöggum hætti aðfaranótt sunnudagsins 1. mars. Brynjólfur hafði i nokkur ár kennt hjartasjúkdóms og á þeim tima, sem fundur félags hans stóð, hafði hann kosiö að hvilast. Hinsvegar er ég viss um, að hann hefur hugsað til félaga sinna og samherja og óskað þess, að allt gengi þeim og félaginu I haginn. Brynjólfur 0. Steinsson var fæddur á Isafirði 20. janúar 1921 og var þvi nýlega oröinn 60 ára. Ekki þekkti ég til foreldra Bryn- jólfs eða uppruna. öllum sem kynntust Brynjólfi er ljóst að góðvild hans, prúð- mennska og samviskusemi var honum i blóð borin, enda voru þessir eðiisþættir einkenni hans alla tið. Hann var foreldrum, systkinum og ættmönnum sinum öllum til sóma i oröum og at- höfnum. Brynjólfur Steinsson hóf nám i iöngrein sinni, plötu- og ketil- smiði.hjá Stálsmiðjunni 30. ágúst 1948 og lauk þar námi 12. mai 1953, og starfaði þar sem járn- iðnaðarmaður til 1961, m.a. við smiði fyrstu islensku stálskip- anna. Arið 1961 tóku sig saman 5-6 samvaldir járniðnaðarmenn, sem störfuðu hjá Stálsmiðjunni, og stofnsettu eigið járniðnaðarfyrir- tæki, sem þeir nefndu „Katlar og stálverk” s.f. Einn þeirra var Brynjólfur Steinsson. Arið 1963 sameinuðu þeir fyrirtæki sitt Stálskipasmiðjunni, sem þá hafði nýlega hafið starfsemi við Foss- vog i Kópavogskaupstað. Islensk stálskipasmiði átti þá, eins og oft siðar, við mikla erfið- leika að striða. Stálskipasmiðjan hætti starfsemi 1966 og þeir félagar sem haldið höfðu hópinn frá 1961 réðu sig i skipasmiða- stöðina Stálvik h/f i Garðabæ. Stálvik var mikill fengur að fá þennan samheldna hóp hæfra plötu- og ketilsmiða til starfa, og hafa þeir átt veigamikinn þátt, beint og óbeint, i þvi að gera skipasmiðastöðina Stálvik að þvi myndarlega fyrirtæki, sem það er i dag. Fljótlega eftir að þeir félagar hófu störf hjá Stálvik, var Brynjólfur ö. Steinsson kosinn trúnaðarmaður vinnuféiaga sinna og Félags járniðnaðar- manna hjá Stálvik h/f, og endur- kjörinn jafnan i það trúnaðarstarf siðan og hafði þvinú er hannlést, gengt trúnaðarmannsstarfinu i 14 ár. Þegar Brynjólfur og félagar hans hófu störf hjá Stálvik, var islensk stálskipasmlöi á byrjunarstigi og byrjunarörðug- leikar margir. Uppbygging aðstöðu og hús- næðis gekk seint og fjárhags- vandamál mikil. Laun voru greidd óreglulega og stundum drógust launagreiðslur i allt að 2-3 vikur. Aðbúnaður, vinnuaðstaða og öryggi var i slæmu ástandi, en þvi hafa margir gleymt nú. Umbæturnar þykja sjálfsagðar, þegar þær hafa fengist fram. Brynjólfur ö. Steinsson er einn þeirra trúnaðarmanna i járn- iðnaðarstétt sem fengið hafa fram, með þolinmæði og þraut- seigju, verulegar umbætur á að- búnaði, hollustuháttum og öryggi á sinum vinnustað. Jafnframt hefur hann tekið virkan þátt i starfi stéttarfélags sins, Félags járniðnaðarmanna,og i almennri kjarabaráttu verkafólks, og þá ekki sist fyrir ýmsum félags- legum umbótum. Brynjólfur ö. Steinsson gekk i Félag járniðnaðarmanna 26. okt. 1953. A þeim árum voru miklir flokkadrættir i verkalýðs- félögum. Brynjólfur skipaði sér strax i sveit félagshyggju- og sameiningarmanna. Hann sóttist ekki eftir frama eða að komast i trúnaðarstöður. Heldur kaus hann að starfa og ná árangri án hávaða og sýndarmennsku. Vinnufélagar hans njóta margs, sem Brynjólfur fékk framgengt til úrbóta á hinum fjölmenna vinnustað, Stálvik, en vissu e.t.v. ekki alltaf um þátt hans i þeim árangri, sem fram náðist. Brynjólfur ö. Steinsson var kjörinn i trúnaðarmannaráð Félags járniðnaðarmanna árið 1967 og ætið siöan og einnig nú, 1981 eða i 15 skipti. Asamt þvi aö vera i trúnaðar- mannaráði var hann oftast 1. eða 2. varamaður i félagsstjórn. Einnig starfaði Brynjólfur a.m.k. jafn lengi i jólasöfnunarnefnd félagsins, sem safnaði fé meöal félagsmanna til styrktar óvinnu- færum og tekjuiitlum félags- mönnum og ekkjum látinna félaga. Jafnframt var hann kjörinn fulltrúi Félags járniðnaðar- manna á 31.,32.,33. og 34. þing Al- þýðusambands tslands og sat á þessum þingum öllum. A 60 ára afmæli Félags járniðnaðarmanna 11. april 1980, var Brynjólfur ö. Steinsson sæmdur gullmerki fé- lagsins i viðurkenningarskyni fyrir góð störf i þess þágu, ásamt 5 öðrum félagsmönnum. Það er áfall fyrir hvert stéttar- félag þegar virkir félagsmenn falla frá og svo er einnig nú fyrir Félag járniðnaðarmanna við frá- fall Brynjólfs ö. Steinssonar. Undirritaður hefur misst góðan vin og samherja, sem hann gat alltaf treyst. Starfsmenn hjá Stál- vik h/f sjá á eftir reyndum og trú- veröugum forsvarsmanni. Allir munum við geyma i huga minningar um góðan félaga og vin. Brynjólfur ö. Steinsson var lánsamur i einkalifi sinu. Eigin- kona hans, Hulda Steinþórsdóttir, bjó honum gott heimili að Löng- brekku 26, Kópavogi. Hús þeirra byggðu þau sjálf að mestu leyti og ræktuðu umhverfis það fagran garö. Stjórnarmenn Félags járn- iðnaðarmanna og stéttarbræöur Brynjólfs votta Huldu eiginkonu hans, systkinum og vandafólki hans öllu einlæga samúö vegna andláts hans. Guðjón Jónsson form. Félags járniðnaðarmanna. Kallið kom snögglega; eina stundina var Binni móðurbróðir minn kátur og glaöur, hina var hann búinn að stiga skrefið yfir móðuna miklu, skrefið sem við eigum öll eftir að stiga. Fréttin um andlát hans kom mér á óvart, þvi þrátt fyrir hjartaáfallið sem hann fékk fyrir nokkrum árum var lifsgleði Binna svo mikil að ég vonaði að honum myndi auðnast að eiga fleiri lifdaga. Brynjólfur var fæddur á tsa- firði, yngstur niu barna hjónanna Ólafar Guðmundsdóttur og Steins Sigurðssonar. Hann fluttist til Reykjavikur um 1940 og vann ýmis störf þar til hann hóf vinnu i Stálsmiðjunni. Siðar settist hann á skólabekk i Iðnskólanum og út- skrifaðist sem járnsmiður. Mörg siðustu árin vann hann i Stálvik og var þar trúnaðarmaður félags sins. Brynjólfur kvæntist árið 1946 eftirlifandi eiginkonu sinni Huldu Steinþórsdóttur. Ég man fyrst til þeirra hjóna, að þau bjuggu hjá föðurömmu minni á Skólavöröu- stig og er mér i barnsminni alúð og glaöværð þeirra hjóna i garð okkar systkinanna. Arið 1959 byrjuðu þau svo að byggja að Löngubrekku i Kópavogi. Við systkinin færðum þeim oft mat þvi það var stutt að fara yfir Fossvogsdalinn, frá Bústaðavegi þar sem ég átti heima, yfir i Kópavog. Þetta voru hálfgeröar ævintýraferðir fyrir mig aðeins átta ára gamla. Við þurftum að fara gegnum kúahjarðir, stökkva yfir skurði og klifa girðingar. Þetta gat ég allt lagt á mig, þvi þrátt fyrir hræðslu mina við kýrnar, þá vissi ég að á leiðar- enda myndi ég hitta Binna og Huldu með útbreiddan faðminn. Binni var nefnilega einstaklega hjartahlýrog barngóður og hænd- ust öll börn að honum. Við systkinin eigum öll margar góðar minningar um Binna; hann var bæði góður gitarleikari og söngvari. Enginn fundur var full- kominn nema Binni tæki upp git- arinn og syngi fyrir okkur og var ekkert lag vinsælla en „Krónkall úti að slá”. Þar að auki var hann glettinn og gamansamur og haföi ótal eigin brandara á hraðbergi. Eitt er vist að Binni verður okk- ur öllum ógleymanlegur, hann var sólargeislinn i lifi okkar þvf hann sá ávallt hina björtu hlið á lifinu. Binni kvaddi lifið með bros á vör og þannig mun ég hitta hann aftur á efsta degi. Guðrún Halldórsdóttir Brynjólfur önfjörð Steinsson fæddist 20. janúar 1921 og lést 1. mars siðastliðinn 60 ára að aldri. Binna, eins og hann var kallað- ur af kunningjum, ættingjum og vinum, minnist ég með gleði i huga. Þeir voru yfirleitt bjartir dagarnir, sem ég naut i návist hans og þeirra hjóna. Ég, smá patti 5—6 ára, sóttist eftir og var veitt hlutverk aðstoðarsmiðs viö húsbyggingu þeirra hjóna. Þá voru Hulda og Binni að byggja i Löngubrekkunni en bjuggu i Reykjavik á byggingartimanum. Ég sat þá iðulega fyrir Binna þegar hann kom úr strætó, til að geta farið með honum að smiða. Þessara daga og samvista við hann og þau hjón er ánægjulegt að minnast. Mikið voru pulsurnar góðar, að slikum smiðslaunum bý ég enn i dag. Binni var giftur föðursystur minni Huldu Steinþórsdóttur. Hann var járnsmiður að mennt og starfaði sem slikur er hann lést. Hann var alla tið stéttvis og gegndi ýmdum trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélag sitt, Félag járn- iðnaðarmanna i Reykjavik. Þau hjón fluttu I Kópavog 1960, eftir að hafa reist sér hús þar i bæ. Þeim varð ekki barna auöið. Arið 1968 flutti föðuramma min Ragn- heiður Arnadóttir móðir Huldu til þeirra hjóna. Hún bjó hjá þeim i tólf ár. Þar til i júli 1980 er hún kvaddi þennan heim. Binni var henni alla tið hjálpsamur, tillits- samur, bóngóður og gerði sitt til að gera henni sin siðustu æviár ánægjuleg. Siðast hitti ég Binna i sextugs- afmæii móður minnar 2. des. 1980. Þá var minnst með ánægju lið- inna stunda og rifjuð upp ýmis skemmtileg atvik. Binni var alla tið mikill húmoristi og hafði gott lag á að koma fólki til að brosa. Mig langar i þessum fáu orðum að þakka fyrir þá hjartahlýju og mannlegan skilning er ég naut i samvistum við þig,Binni minn, sem strákpatti,og hvað þú reynd- ist mér og minum bóngóður ef á þurfti að halda, um leið og við samhryggjumst þér, Hulda min, við fráfall mannsins þins, hans Binna. Skulum við minnast lifs- speki Hávamála er segja: Deyr fé, deyja frændur, dcyr sjálfur hið sama, en orðstír deyr aldrei, hv^im er sér góðan getur. Steinþór Jóhannsson Lystigarður Akureyrar óskar eftir að ráða skrúðgarðyrkjumann. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður i sima 96-22983 milli kl. 08.30 og 12.00. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf þurfa að berast Lystigarði Akur- eyrar, box 95 Akureyri,fyrir 25. þ.m. Forstöðumaður. F orstöðumaður Dvalarheimilið Höfði Akranesi auglýsir eftir forstöðumanni Umsóknarfrestur er til 15. mars. Upplýs- ingar gefur Jóhannes Ingibjartsson Esju- braut 25 Akranesi, simi 93-1745. Borgarbókasafn Reykjavikur Stöður Bókasafnsfræðlnga og bókavarða eru lausar til umsóknar. Stöðurnar eru i: aðalsafni, Þingholtsstræti 29a, Sólheimasafni: Sólheimum 27, Bústaðasafni, Bústaðakirkju. Launakjör fara eftir samningum við Starfsmannafélag Reykjavikurborgar. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist safninu fyrir 1. april 1981. Borgarbókavörður Styrktar- og minningars j óður Samtaka gegn astmaog ofnæmi Veitir iár styrki i samræmi við tilgang sjóðsins, sem er: a. að vinna að aukinni þekkingu á astma- og ofnæmissjúk- dómum. b. að styrkja lækna og aðra, sem leita sér þekkingar á ofangreindum sjúkdómum og kunnáttu I meðferð þeirra, með framhaldsnámi eða rannsóknum á þessu sviði. Umsóknir um styrki ásamt gögnum, skulu hafa borist til sjóðstjórnar i pósthólf 936 Reykjavik fyrir 8. april 1981. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu samtakanna I sima 22153. Sjóðstjórnin. Framtíðaratvinna 1 sveit: Byggingarfélagið Höfn hf. við Patreks- fjörð óskar eftir vönum smið til að reka trésmiðaverkstæði. Húsnæði hugsanlega til leigu. Upplýsingar veitir Gunnar össurarson i sima 22527 kl. 8-9 siðdegis dagana 11. og 12. mars.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.