Þjóðviljinn - 11.03.1981, Side 13
Miðvikudagur 11. mars 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Samgönguráðherra um afganginn af ríkisábyrgð til Flugleiða:
Verða að uppfylla
öll skílyrði fyrst
Steingrímur Hermannsson
samgönguráðherra greindi frá
þvi á Alþingi i gær að hann hefði
tilkynnt stjórn Flugieiða aö fyrir-
tækið myndi ekki fá þann fjórð-
ung af rikisábyrgð sem enn hefur
ekki verið afgreiddur fyrr en
það hefði uppfyllt öll þau
skilyrði sem Alþingi setti fyrir
rikisábyrgðinni. Meðal þeirra
skilyrða sem sett höföu verið var
að boðað væri til aðalfundar
Flugleiða til að tryggja rlkissjóði
auknu aðild að stjórn fyrirtækis-
ins í samræmi við aukna hluta-
fjáreign landsmanna.
Við umræðu um þetta mál lýsti
Ólafur Ragnar Grimsson þeirri
skoðun sinni að enn væru óupp-
fyllt 3 af þeim skilyrðum sem Al-
þingsjá
þingi hefði sett. I fyrsta lagi hefði
starfsfólki Flugleiða verið gert
nær ókleift að eignast hlut i fyrir-
tækinu með ýmis konar undan-
brögðum. í öðru lagi hefði skil-
yrði um aukna aðild rikissjóðs að
stjórn Flugleiða ekki verið upp-
fyllt. 1 þriðja lagi hefði verið
reynt aö hindra kaup starfsfólks
Arnarflugs á hlutabréfum i fyrir-
tækinu með þvi að skylda það til
að kaupa stóran varahlutalager
er kostaöi meira en allt hlutaféð.
Auk Ólafs og Steingrims tóku
Halldór Asgrimsson, Arni
Gunnarsson, Eiður Guðnason og
Kjartan Jóhannsson til máls um
máliö, en sá siðastnefndi hóf um-
ræðuna með þvi að spyrjast fyrir
hversu mörg af áðurgreindum
skilyrðum fyrir rikisábyrgð hefðu
verið uppfyllt. — þ
Samgönguráðherra:
Landsmenn í herkví
hárra flugfargjalda
Komið í veg fyrir ódýrt leiguflug Arnarflugs
,,A það að liðast að okkur sé
haldið í herkvi hárra fargjalda?”
spurði Steingrimur Hermannsson
samgönguráðherra á Alþingi i
gær þegar rætt var um málefni
Flugleiða. Sagði ráðherra aö nú
lægi fyrir að fjölmörg erlend
leiguflugfélög væru reiðubúin að
bjóða ferðir til tslands á mun
lægra verði en Flugleiðir gætu
boðiö. Ráðherra sagöi aö hér væri
mál sem nauðsynlegt væri að at-
huga.
Samgönguráðherra tók sem
dæmi að danskt flugfélag byði upp
á ferðir til tslands fyrir um 3200
isl. krónur. Væri þar gert ráð
fyrir vikudvöl i 2 manna
herbergi. Fram kom hjá ráðherra
að ákveðnir aðilar hefðu komið i
veg fyrir aö Arnarflug fengi að
bjóða i leiguflug til Norðurlanda,
en með sliku leiguflugi hefði
tslendingum liklega staðið til
boða ferð á svipuðu verði og hjá
hinu danska flugfélagi.
Sneiðmyndatæki
keypt fyrir Borg-
arspitalann
Borgarráð samþykkti i gær að
taka tilboði i tölvusneiðmynda-
tæki fyrir Borgarspitalann og á
tækið að kosta rúmar 300 milljón-
ir gamalla króna. Munu þvi bæði
Landspitali og Borgarspitali fá
slik tæki i þjónustu sina á þessu
ári. _ AI
Leiðrétting
1 Sunnudagsblaði Þjóðviljans
datt niður lina þar sem greint var
frá atkvæðagreiðslu i borgar-
stjórn um 17 miljón g.króna
skuldajöfnun við Kristján Knúts-
son, eiganda Hafnarstrætis 20.
Allir borgarfulltrúar Alþýðu-
bandalagsins greiddu atkvæði á
móti þessari skuldajöfnun þar
með talin þau Guðmundur Þ.
Jónsson og Guðrún Agústsdóttir,
en nöfn þeirra duttu niður i
prentuninni. Er beðist velvirð-
ingar á þessu.
Skipsskaði við Grímsey
Ellefu tonna bátur
strandaði og sökk
Enn einn skipskaðinn átti sér
stað i fyrrakvöld og að þessu sinni
var það 11 tonna bátur frá Grims-
ey, Valþór EA 210, sem strandaði
við eyjuna og sökk skömmu siðar.
Mannbjörg varð.
Óhappið átti sér stað um kl.
21.30 þegar báturinn var á
heimleið úr róðri. Steytti hann þá
á grynningum sem sjómenn
þarna þekkja vel,en venjuleg leið
i land liggur rétt fyrir utan þessar
grynningar en að þessu sinni fór
báturinn of nærri. Þessar grynn-
Ólafur Ragnar Grimsson
minnti á i þessu sambandi að
gróði Flugleiða af Evrópuflugi
1979 var um 2 miljarðar gamalla
króna. Með hinum háu far-
gjöldum Flugleiöa væri i reynd
verið að leggja ferðahaft á lands-
menn. Nauðsynlegt væri að stuðla
að flugsamgöngum er tryggöu
jafnódýr fargjöld og nágrannar
okkar byggju við.
— Þ
ingar eru ekki langt frá höfninni
og kom Magnús EA skipverjum,
sem voru tveir, til bjargar og
tókst honum að komast upp að
hlið Valþórs og ná skipverjunum
um borð rétt áður en báturinn
sökk.
Veður var heldur slæmt þegar
óhappið átti sér stað, hriðar-
mugga og 6 vindstig. Skipstjóri á
Valþóri EA var Haraldur
Jóhannsson.
— S.dór
Blikkiöjan
Ásgaröi 7/ Garðabæ
Önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verötilboö
SIMI 53468
A Bílbeltin
hafa bjargað
IUMFEROAR
RÁO
ALÞYÐUBANDALAGID
Alþýðubandalagið Hafnarfirði.
Fundur verður haldinn i Skálanum fimmtudaginn
12. mars kl. 20.30. — Kjartan Ólafsson ritstjóri fjall-
ar um Þjóðviljann og svarar fyrirspurnum. —
Félagar f jölmennið og takið þátt i umræðu um blað-
iðokkar.— Stjórnin.
Alþýðubandalagið i Suðurlandskjördæmi
Kjördæmisráðsfundur Alþýðu-
bandalagsins i Suðurlandskjör-
dæmi verður haldinn laugardag-
inn 14. mars kl. 14 i Verkalýðs-
húsinu á Hellu.
Fundarefni: Atvinnumál.
Framsöguerindi flytja Guðrún
Hallgrimsdóttir og Sigurjón Er-
lingsson.
Stjórnin
Sigurjón
Guðrún
Alþýðubandalagið Grundarfirði
Almennur félagsfundur verður haldinn i húsi Verkalýðsfélagsins
fimmtudaginn 12. mars kl. 20.30.
Fundarefni: Blaðaútgáfa félagsins. — Stjórnin.
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Félagsfundur.
Fundurverður haldinn i Þinghóli,
Hamraborg 11, laugardaginn 14.
mars n.k. kl. 13.30. Fundarefni er
húsnæðisvandi framhaldsskólans
i Kópavogi.
Dagskrá:
1. Framsögurum
a) hvort nýta eigi hluta af núver-
andi húsnæði grunnskólans fyrir
framhaldsskólann.Gisli ólafur
Pétursson.
b) Hvort byggja eigi nýjan skóla
fyrir framhaldsskólann i Kópa-
vogi. Arni Stefánsson.
2. Frjálsar umræður
3. Starfshópar
Kaffihlé
Arni
Gisli
4. Inntaka nýrra félaga
5. Starfshópar skila áliti
Fundarlok verða kl. 18.30
Mætið stundvislega.
Stjórn ABK.
Alþýðubandalagið á Akranesi
Opið hús i Rein.
Mánudaginn 16. mars frá kl. 20.30
hefur Alþýðubandalagið á Akra-
nesi opið hús i Rein. Guðrún
Helgadóttir og Skúli Alexander-
son alþingismenn koma og spjalla
viö gesti um stjórnmálaviðhorfið.
Kaffiveitingar. — Félagar fjöl-
mennið og takið með ykkur gesti.
— Alþýðubandalagið á Akranesi.
Skúli
Guðrún
Alþýðubandalagið i Reykjavik
Fundaröð um starf og stefnu Alþýðubanda-
lagsins
Ríkisstj órnarþá tttaka
Alþýðubandalagsins
1971-74, 1978-79 og í
núverandi ríkisstjórn
Fundur um ofanskráð efni
verður n.k. fimmtudagskvöld
(12. mars) kl. 20.30 að Grettis-
götu 3 (athugið breyttan
fundarstað).
Frummælendur á fundinum
verða Svavar Gestsson og
Þröstur Ólafsson.
Félagar fjölmennið
Stjórn ABR
Svavar
Þröstur
Herstödvaandstæðingar
Herstöðvaandstæðingar — Al-
þýðubandalag Héraðsmanna
Opinn fundur um herstöðvamálið i Menntaskól-
anum á Egilsstöðum laugardaginn 21. mars kl. 2
e.h.
Bragi Guðbrandsson menntaskólakennari
heldur framsöguerindi.
Umræður.
Bragi Guð-
brandsson