Þjóðviljinn - 02.04.1981, Qupperneq 2
2 SÍÐÁ — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. april, 1981.
KÆRLEIKSHEIMILIÐ
vidtalid
Amma setti baunirnar á sinn disk, og NO
finnst Lilla þær góðar.
Viltu gista á Hótel Eik?
Rætt við Herdísi
Ólafsdóttur á
Akranesi
Konur
þjappi
sér
saman
A formannaráöstefnu ASI
sem haldin var um síöustu helgi
báru fjórar konur fram þá til-
lögu að samninganefndin sem
skipuö veröur til að undirbúa
næstu kjarasamninga verði aö
hálfu skipuö konum. Tillagan
var felld og þaö sýnir kannski
það viöhorf sem ríkir til kvenna
innan ASI, að Timinn segir i
frétt sl. þriöjudag!,,Bjarnfriður
enn aö hrella karlveldiö”. Ein
þeirra sem stóöu að tillögunni
var Herdis ólafsdóttir frá Akra-
nesi en nefnd Bjarnfriður Leós-
dóttir er auðvitaö stalla hennar
frá sama bæ.
— Hvað fólst að baki þessarar
tiilögu ykkar, Ilerdis?
— Það sem að baki Iiggur er
það að við vildum vekja athygli
á þvi hvað konur innan Verka-
mannasambandsins komu illa
út úr síðustu samningum. Það
hefur verið yfirlýst stefna árum
saman að bæta kjör þeirra sem
lægst eru launaðir, en þegar upp
var staðið eftir samningalotuna
kom i ljós að konurnar sem eru i
láglaunastörfum fengu lang-
minnst. Allir þeir sem á eftir
komu náðu mun betri samning-
um. Þessar upplýsingar liggja
fyrir og við vildum koma þeirri
skoðun okkar á framfæri, að
konur yrðu að láta meira til sin
taka og láta frá sér heyra.
— Tillagan var felld. Hvernig
skiptust atkvæði?
— Það voru 10 með, en 30 á
móti. Okkur kom ekki á óvart að
karlarnir skyldu flestir vera á
móti, enda gilda ákveðnar regl-
ur um skipun i nefndina. Það
sem verra var; nokkrar konur
voru á móti lika og það er slæmt
ef þær treysta ekki öðrum kon-
um til að berjast fyrir hagsmun-
um kvenna.
Við vissum ósköp vel að til-
lagan myndi ekki ná fram að
ganga, en við vorum þungar I
skauti. Við sögðum sem svo að
karlarnir væru búnir að semja
svo oft fyrir okkur að þaö væri
tlmi til kominn að taka af þeim
ómakið. En það er nú ekki svo
aö vegur kvenna fari vaxandi
innan ASI, það hefur þvert á
móti verið gengiö i það að fækka
þeim i áhrifastöðum.
— Hvernig er hiutfallið miili
karla og kvenna innan ASt
núna?
— Það lætur nærri, að konur
séu tæpur helmingur af félags-
mönnum, en þær eru I meiri-
hluta innan Verkamannasam-
bandsins.
— En hver verður að likind-
um hlutur kvenna i 52ja manna
nefndinni, og hvernig er skipað i
hana?
— Sennilega verða konur ör-
fáar, kannski svona 5. Miöstjórn
ASI á sæti I nefndinni og for-
menn sérsambanda þar sem
konur eru mjög fáar, ef nokkr-
ar. Það er helst frá VMSl og
sambandi verslunarmanna sem
von er á konum.
— Hvaða leið sérð þú til að
bæta stöðu kvenna, bæði hvað
varðar kjör og aðstöðu til áhrifa
innan ASt. Er hún sú að færa
samningana út i félögin?
— Það er ekki gott að segja.
Okkar reynsla hér á Akranesi er
sú, að mun betra sé að semja
beint við atvinnurekendur. Við
höfum samið fyrir starfsfólk á
sjúkrahúsinu og hjá bænum og
fengið mun betri samninga en
annars staðar. Samsuðunni hjá
VSI þarf að svara með þvi að
beina samningunum meira út i
félögin. En hvað varðar konur
þá verða þær að þjappa sér
meira saman og láta frá sér
heyra ef árangur á að nást hin-
um lægst launuðu til handa.
— ká
Þetta náttúruundur hér. mætti
svo sannarlega kalla „Hótel
Eik”. Þeir eru ekki svo fáir,
ferðamennimir sem hafa not-
fært sér skjólið undir þessu risa-
tré i garði i bænum Rumskulla i
Smálöndum i Sviþjóð. Óþarfi að
tjalda og gott pláss fyrir fjóra i
holum bolnum.
Sagt er reyndar, að betra sé
að vera ekki draughræddur þvi
herforinginn Nils Dacke hafi
látið hengja fjölda striðsfanga i
trénu og stunur þeirra heyrist
gjarna i þyt greinanna... Um-
mál trésins er 14,33 metrar og
þjóðtrúin segir, að það hafi
vaxið af akarni sem féll við fæö-
ingu Krists.
Ég heid það sé réttlátast að
hafa steinu'llarverksmiðju f
hverjum fjórðungi. Siðan má
skylda húseigendur til að fóðra
veggi húsa með steinuil að
innan til að draga úr slysahættu
vegna árekstra ölvaðra manna
við hina ómanneskjulegu stein-
steypu...
Þessi böm .....
— Þú ert þó ekki að kenna
litla bróður að segja ljótt,
Ragnar?
— Nei, nei, mamma min. Ég
er bara að segja honum hvaða
orð hann má ails ekki segja.
Osta-
kynning í
Blómasal
Þeir, sem á næstu dögum
koma til með að sækja Blóma-
sal Hótel Loftleiða munu trú-
lega sannfærast um að kjörorðið
„Ostur er veislukostur” er ekki
út i bláinn mælt. Mun aldrei fyrr
hafa verið samankomið á einum
stað annað eins úrval af íslensk-
um osti og réttum meö „ostai-
vafi” og það, sem á boöstóium
verður i Blómasalnum á Osta-
viku þeirri, sem nú er fram-
undan.
Það er Osta- og smjörsalan,
ásamt Loftleiðahótelinu og fyr-
irtækinu Glóbus, sem að þessari
ostaviku standa, en hún hefst I
dag og stendur til sunnudags-
kvölds. Við hádegisverð þessa
daga veröur sérstakur osta-
bakki á hlaðborðinu i Blómasal.
Við kvöldverö munu ostar, kjöt
og fiskréttir með ostaivafi veröa
sérstaklega á boðstólum. Mat-
seðill verður þannig úr garði
gerður að hægt verður að fá
ostarétti eða rétti með ostaívafi
I forrétt, aðalrétt og ábæti. Allar
tegundir af islenskum osti veröa
á hlaðborðinu en þær eru nú um
40. Þessa sömu daga verður svo
ostakynning I veitingabúð Hótel
Loftleiða úm hádegis- og kvöld-
Þaustanda fyrir ostakynningunni I Blómasal Hótels Loftleiöa. —Mynd: Ella.
matarleytið. Þessi ostakynning
er önnur i rööinni, sem Osta- og
smjörsalan og Hótel Loftleiðir
standa sameiginlega að.
Sagan segir, að Sumerar hinir
fornu, sem bjuggu i Mesopota-
miu 40 árum fyrir okkar tima-
tal, hafi búið til osta úr mjólk.
Skulum við hafa það fyrir satt.
Kunnátta þeirra barst til
Evrópu og að þvi kom, að osta-
framleiðsla hófst á tslandi, ein-
hæf i fyrstu en hefur tekið hrað-
fara breytingum á siðari árum.
Eru Islenskir ostar nú bæði
orðnir fjölbreyttir og bragð-
góðir og nýjar tegundir bætast
við I sifellu. Með þessum hætti
hefur verið komið til móts viö
óskir neytenda, sem eðlilega
vilja fjölbreytta og góða fram-
leiðslu.
Mörgum, ekki sist Suður-
landabúum, þykir nauösyn til
bera að neyta rauðvins með
góðum ostum. Það er þvi ekki af
tilefnislausu að fyrirtækið Gló-
bus tekur þátt I ostakynningunni
og kynnir þar nokkrar tegundir
rauðvins.
Þess er svo loks að geta, að
hinn góðkunni hljómlistarmað-
ur, Sigurður Guömundsson,
mun að vanda skemmta gestum
i Blómasal, meðan á ostavik-
unni stendur.
- mhg