Þjóðviljinn - 02.04.1981, Page 7

Þjóðviljinn - 02.04.1981, Page 7
Fimmtudagur 2. aprii MINNING: Georg Jónsson Fæddur 24. febrúar 1895 — Dáinn 24. 3. 1981 Fööurætt: Jón Þórarinsson, Þór- arinn Rikharðsson Long + Lisbet Jónsd., Rikard Long + Kristin Þórarinsdóttir, John Long + Sar- ah Elisabet f. Skotlandi. Móðurætt: Óiöf Finnsdóttir, Finnur Guðmundss. + Anna Mar- grét Guðmundsd., Guöm. Guð- mundss. + Björg Björnsdóttir, Guðm. Arnason + Vilborg Stefánsdóttir. 1 dag 2. april verður borinn til hinstu hvildar Georg Jónsson, er lengi var bóndi á Reynistað við Skerjafjörð. Hann var af sterkum stofni kominn, sonur hjónanna ólafar Finnsdóttur og Jóns Þór- arinss. er bjuggu á Strýtu við Hamarsfjörð um og eftir siðustu aldamót. Æskuheimili Georgs mótaðist af trú, listhneigð og dugnaði. Það var sá arfur, sem að þau fóru með út i lífið og þau ávöxtuðu pund sitt vel einsog sjá má; elsta barn þeirra hjóna var Rikharður myndhöggvari og myndskeri f., 20.09. 1988 —d. 17.01. 1977, þá Björn J. er gekk i Samvinnu- skólann og varð siðar bóndi á Stakkhamri i Miklaholtshreppi, en andaðist ungur maður f. 11.09.1891 — d. 1921, Finnur J. gullsmiður og listmálari f. 15.11 1892, Georg er hér verður minnst en hann var búfræðingur og af- burða sjósóknari á yngri árum, Karl J. nuddlæknir, Túngötu 3 R, vel látinn og elskaður af öllum, f. 6.11. 1896 — d. 1.01. 1980. Yngst er systirin Anna J. Thorlacius húsmóðir og listamaður i hvers- konar handmennt en þó einkum i myndformi úr kembum. Allt er þetta afburðafólk hvert á sinu sviði á lifsbrautinni. En það sem einkennir þessi systkyni þó mest er elska þeirra og umhyggja hvert fyrir öðru. Georg unni syst- kinum sinum af alhug; þó hafa liklega Karl og Anna staðið hon- um næst. 1 huga hans var þó það ævinlega Anna sem að hann vildi vernda og gera allt fyrir, en þó var það máské hún sem verndaði hann. Þetta er hinn sanni kær- leikur til meðbræðranna, öll mannanna börn þyrftu að hljóta slika vöggugjöf. Georg missti föður sinn þegar hann var um fermingu og var það mikill reynslutimi fyrir hann, þvi hann var yfir honum helsjúkum langtimum saman og að endingu að horfa upþ á föður sinn taka siöustu andvörpin. Þaö hafði mik- il og djúp áhrif á hann og sagðist þá hafa heitið þvi að reynast öllum góður og vinna eins mikið og hann frekast gæti svo heimiliö yröi ekki leyst upp. Það má lika meö sanni segja að hann hafi gert þaö. Um sumarið hjálpuðust bræöurnir 3 að viö heyskapinn, en auk þess komst hann i uppskip- unarvinnu þegar strandferða- skipin komu og um haustið i sláturtiöinni var hann tekinn i að þvo kjötskrokka og þvi starfi hélt hann haust eftir haust. Eftir þvi sem kraftar leyfðu og áræði fór hann að róa til fiskjar. Ekki veitti heldur af, þvi bústofninn var litill og faðir þeirra hafði alla tiö unniö heimilinu tekna með listasmiði handa sinna á ýmsu er þurfti að nota á hverjum bóndabæ, en nú var hann horfinn. Georg reyndi hvaö hann gat til þess aö drýgja tekjurnar og hann var bæði nat- inn og áræðinn i sjósókn er fram liðu stundir. 1 raun og veru var sjórinn hans heimur, hann naut þess að glima við seglin i stormi og stórsjó og koma i heimahöfn þegar aðrir sneru frá. Þegar Georg var kominn um tvitugt voru allir bræður hans farnir að heiman og til náms. Hann einn var eftir og fannst hon- um, að hann gæti ekki skilið móður sina og litlu systur einar eftir. En móðir hans hafði lfka stálvilja og hún lét sig ekki fyrr en hann hafði samþ. að fara i skóla. En þá var eftir þyngri þrautin, en hún var sú að hann vildi fara i Stýrimannaskólann, allur hugur hans stóð til þess að veiða fisk og sigla þöndum segl- um um ólgandi hafið. Það hafði hann lika sýnt margoft að fáir eða engir voru færari en hann á þvi sviði, þar um slóðir. Móðir hans vildi aftur á móti að hann færi á Hvanneyri og yrði svo bóndi, helst á Strýtu. Þetta olli honum miklu hugarangri en að lokum ákvað hann að varpa hlutkesti um skólana og upp kom Hvanneyri. Þá var að taka þvi og hann fór að undirbúa sig til fararinnar. 1916 hóf hann svo nám á Hvanneyri. Það hafði verið erfitt um ferðir að austan svo hann var með þeim síðustu sem komu i skólann þetta haust og engin vistarvera beið hans á meðal skólasveina vegna þrengsla. Þá greip skólastjórinn þar inni og tók hann tii sin og lán- aði honum gestaherbergið og var honum sem besti faðir. Námið hófst strax næsta dag og þar sem hann hafði ekki aðra menntun en tveggja mánaða skólagöngu fyrir ferminguna að baki sér, þótti það heldur litið, þar sem að sumir hinna höfðu allt að tveggja vetra nám eftir barnapróf. Hann var þvi settur i tossabekk með örfáum piltum á liku menntastigi. En þegar til kennslunnar kom þá hafði Georg svo mikla eðlisgreind i islensku og reikningi að hann var ekki látinn vera nema þennan eina dag i þeim bekk. Honum sóttist námið vel og dvölin á Hvanneyri opnaði augu hans fyrir öllum þeim möguleikum sem landbúnaðurinn bjó yfir ef að honum var staðiö af kunnáttu og dugnaði. Þegar að grasafræðinni og plöntusöfnuninni kom, naut hann þess visdóms er hann hafði numið af Birni bróöur sinum, en hann hafði þekkt hverja plöntu i heimabyggð þeirra einsog fing- urna á sér. Georg lauk svo burtfararprófi frá Hvanneyri 1918 eftir tveggja vetra nám með góðri einkunn og haföi skólastjóri orð á þvi að slikan afbragðs nemanda hefði hann ekki haft fyrr. Sumarið 1917 vann Georg hjá Páli Zóphonias- syni, sem siðar varð búnaðar- málastjóri,og likaði báðum vel. En vorið 1918 eftir að hann út- skrifaðist réð hann sig hjá Búnaðarsambandi Borgfirðinga og vann að plægingum og öðrum jarðræktarstörfum. Honum féll þetta starf vel og fór orð af dugn- aði hans og atorku. Þegar haust- aði fór hann aftur austur á land i sina heimabyggð. Þá vildu Borg- firðingar senda hann til Hafnar i Hornafirði og láta hann læra meðferð á kjöti og sláturafurðum. Námið tók átta daga og eftir það var hann kjötmatsmaður á Djúpavogi svo lengi sem hann bjó þar. Georg var gleöimaður mikill og félagslifið á Hvanneyri hafði ekki dregið úr þvi. Er heim kom var hann einn helsti baráttu- maður fyrir stofnun ungmenna- félags á Djúpavogi og fyrsti formaður þess. Hann vann af óbilandi áhuga i ungmenna- félaginu, setti upp sjónleiki og lék sjálfur aðalhlutverkið og var leik- stjóri. Að þessu var gerður góður rómur og fólk úr nærliggjandi byggðarlögum sat ekki af sér skemmtanir ungmennafélagsins. Hann stóð einnig fyrir byggingu á félagsheimili á staðnum og á tilsettum tima reis það af grunni. Mest allt var unnið i sjálfboða- vinnu og félagarnir deildu kostn- aðinum meö sér, svo þegar upp var staðið, þá var „Neisti”, en það var nafn hússins og félagsins, skuldlaust. Þetta hús hefur staðiö i 50 ár og þjónað fólkinu i héraðinu dyggilega og ber vott um stórhug og dugnað aldamóta- æskunnar. Georg var einnig einn af hvata- mönnum að stofnun Kaupfélags Berfirðinga og i fyrstu stjórn þess. Hann var lika áreiðanlega sá fyrsti á Djúpavogi sem að boðaði til verkfalls. En svo er mál með vexti að haustið 1919 þegar sláturtiðin .var að hefjast, var kaupið aðeins 50 aurar á klst. og hafði veriö svo i mörg ár. Aftur á móti hafði vöruverö hækkað mik- ið af völdum striðsins er geisað hafði úti i heimi. Nú kynnti hann sér hvað hækkanirnar höfðu verið miklar á nauðsynjum á þessum tima og reiknaði út frá þvi hvað kaupið ætti að vera hátt til þess að standa i stað gagnvart nauðsynj- um. Hann ræddi við karlana sem unnu að sláturstörfum og vildi fá þa alla til þess að standa saman um kauphækkun. En það var nú ekki alveg,- flestir vildu fá kaup- hækkun, en enginn vildi fara með honum til kaupmannanna. Að endingu fékkst þó einn til farar- innar, en með þeim skilmálum að hann þyrfti ekki að tala. Samkv. útreikningi Georgs þá þurfti kaupiö að hækka um meira en 100% eða upp i 107 aura til þess að jafnvægi héldist. En hann ætlaði að sættast á 1 kr. á klst. Fyrri kaupmaðurinn sem Georg talaði við samþ. þessa kauphækkun orðalaust, en sá siðari aftók með öllu að hækka kaupiö. Þá sagði Georg: ,,Þú ræður þvi, en það veröur þá ekki tekinn haus af einni einustu kind i haust fyrir þig”. Þeir þrefuðu svo um þetta fram og aftur, að endingu lét kaupmaðurinn sig og greiddi 1 kr. á klukkustund. Þetta atvik lýsir betur en nokkuð annaö hvað hann var ákveðinn i þvi aö láta ekki troða á þeim sem minna máttu sin. Georg stundaði sjóinn lengi á árabát, en með þrautsetju og dugnaði tókst honum að eignast mótorbát. Eftir það fannst honum leiðin rudd og hann festi kaup á Strýtu og byggði þar upp. Um það leyti sá hann fyrst konuefnið sitt, en það var ævintýri likast og kemur hér. Er Georg var barn aö aldri fór hann eitt sinn með föður sinum út á Djúpavog, þetta var á jólaföst- unni og þeir feðgar ætluðu að leggja nokkrar rjúpur inn hjá faktornum. Þegar þangað kom hafði húsið verið sett i sóttkvi vegna mislingafaraldurs. Georg var þvi látinn standa álengdar og biða föður sins. Faktorinn átti marga stráka og nú kom einn ærsla- belgurinn á harðaspretti og hljóp upp um hálsinn á honum og sagði: ,,Ég skal setja i þig mislinga”. Það geröi hann lika, svo sannar- lega, og fyrir jól var hann lagstur i mislinga. I sjálfu sér er þetta ekkert merkilegt.en atvikið átti eftir að hafa áhrif á allt hans lif, þvi 20 árum siðar kom ung stúlka, sem var ráðin barnakennari þarna um slóðir, með strand- ferðaskipinu. Hún var grunuð um að geta verið með mislingasmit þar sem hún kom frá þeim stað er þeir gengu. Nú varð að setja stúlkuna i sóttkvi og þar sem eng- inn i héraðinu haföi fengiö misl- inga nema Strýtuheimilið var stúlkan send þangaö og þar dvaldi hún þennan umrædda tima og umgekkst ekki annað fólk. Þessi stúlka var Margrét Kjartansdóttir f. 2. ágúst 1896 frá Efrihúsum i önundarfirði. Þessari stórbrotnu byggð, sem girt er hamrabeltum, og hefur um aldir fóstrað þróttmikið og heilsteypt fólk. Þarna fléttuðu forlögin sinn örlagaþráö, þvi 5.03. 1927 gengu þau i hjónaband, vest- firska súlkan er hafði rutt sér braut og tekið kennarapróf, og austfirski pilturinn, búfræði- kandidatinn og sjósóknarinn. Þau hófu búskap að Laugabökkum i ölfusi það ár. En hugur þeirra beggja, en þó einkum Georgs, stóð til þess að fá jarðnæði er lægi að sjó. 1931 fengu þau ábúð á Reynistað i Skerjafirði. Þar var Georg i essinu sinu, hann gat stundað búskap til sjós og lands. Kúabúið gekk vel og hann seldi lengst af mjólkina beint úr fjós- inu, og var hreinlæti og reglusemi viðbrugðið. En i þvi átti konan hans ekki hvað minnstan þátt. A vorin þegar vel viðraði var ýttúr vör fyrir miðjan morgun og aftur brýnt bát i vör um fóta- ferðartimann. Slikur var dugnaður Ge- orgs við að afla heimilinu alls er með þurfti. Það var lika oft margt fólk sem settist við matar- borðið hjá Margréti á Reynistað og naut þess að borða nýveiddan rauðmaga eða signa grásleppu. 1 þvi sem öðru voru hjónin sam- hent. öfáir eru þeir er notið hafa góðvildar þeirra og það má segja rausnar á umliðnum árum. Eftir 30 ára farsæla og góða sambúð veiktist Margrét og smáttogsmáttelnaði henni sóttin þótt allir vonuðu hið besta. Eina nótt dreymdi Georg að þau væru stödd austur i Hamarsfirði og gengu um þær slóðir er þau fóru þegar þau bundust tryggðum. fHonum fannst sem þau sætu i fögrum hvammi og horfðu út yfir rennisléttan Hamarsfjörðinn og á sólina sem var að ganga til viðar. Þá finnst honum sem hann segi: „Þér getur orðið kalt, við skulum flýta okkur heim”. Þá svarar Margrét: „Þú skalt fara heim, ég verð eftir”. Eftir þennan draum vissi Georg að hverju stefndi. Hún andaðist 5.04 1960. Þau eign- uðust 2 börn, önnu stúdent og húsmóður i R.v.k. gifta Gunnari Má Péturssyni og eiga þau 5 börn. Kjartan bónda og búfræðing á Ólafsvöllum á Skeiðum, kona hans er Sigriður Pétursdóttir, stúdent og húsmóðir, þau eiga 3 börn. Eina fósturdóttur eiga þau, Jónu Sigurjónsdóttur, húsmóður og dagmömmu, sem kom nýfædd i þeirra hús, hún er gift Þórði Adólfssyni og eiga þau 4 börn. Þau hafa búiö i húsi Georgs og Jóna hefur alla tið reynst þeim eins og besta dóttir og hlynnt hin siöari ár að Georg og létt honum siðustu stundirnar, bæði fyrir og eftir að hann veiktist, en það var fyrir 2 árum. Um þriggja mánaða skeið dvaldi hann á Borgarspitalanum og lengst af sárþjáður. Hann le'st 24. mars og var þvi 86 ára og einum mánuði betur. Georg var sérstæður persónu- leiki og hafði flesta þá hæfileika, sem að ég álit að tengdafaðir minn, Björn bróöir hans, hafi haft, og sem slikan þótti mér vænt um hann. Nú þegar leiðir skilur vil ég þakka honum fyrir allar ánægju- legu stundirnar sem við áttum saman. Við hjónin vottum öllum ástvin- um hans innilega samúð. Blessuð sé minning hans. Hulda Pétursdóttir Ctkoti ® ÚTBOЮ Tilboð óskast i götuljósaperur fyrir Rafmagnsveitu Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3 Reykjavik. Tiiboöin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 5. mai n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN reykjavikurborgar Fnkirkjuvegi 3 — Sími 2SB00 , 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Ljóða- og píanótón- leikar Láru • • og Onnu Júlíönu 1 kvöld kl. 20.30 halda þær Anna Júliana Sveinsdóttir mezzo- sópran og Lára Rafnsdóttir pianóleikari tónleika að Kjar- valsstöðum. A efnisskránni verða sönglög eftir C.W.Gluck, E.Grieg og E.Granados og pianóverk eftir E.Grieg og I.Albeniz. Anna Júliana Sveinsdóttir stundaði söngnám i Þýskalandi, lauk prófi i einsöngskennslu frá Tónlistarháskólanum i Köln 1976 og brottfararprófi frá Tónlistar- háskólanum i Aachen sumarið 1980, og kennir nú við Söng- skólann i Reykjavik. Lára Rafnsdóttirog Anna Júliana Sveinsdóttir. Lára Rafnsdóttir stundaöi tón- listamám á tsafirði og lauk ein- leikaraprófi frá tónlistarskól- anum i Reykjavik 1968. Fram- haldsnám stundaði hún við Guild- hall School of Music and Drama i London og lauk þaðan einleikara- og kennaraprófi 1972. Veturinn 1976—77 dvaldi hún i Köln við tón- listarnám og siðustu 2—3 árin hefur hún notið tilsagnar Arna Kristjánssonar pianóleikara. Lára starfar nú sem kennari við Söngskólann i Reykjavik. Solo Sunny Félagið tsiand-DDR gengst fvrir kvikmyndasýningu i MtR- salnum, Lindargötu 48, i kvöld kiukkan 21.00. Sýnd verður austur-þýska kvikmvndin Solo Sunny, sem sýnd var á kvik- myndahátið Listahátiðar I febrú- ar s.l. við mjög góðar undirtektir. SoloSunnyfjallar um lif dægur- lagasöngkonu i Berlin. Leik- stjórinn, Konrad Wolf, er einn þekktasti kvikmyndastjóri Þýska alþýðulýðveldisins, og leikkonan Renate Krössner fékk silfur- björninn á kvikmyndahátiðinni i Vestur-Berlin 1980 fyrir leik sinn i myndinni. Sýningartimi er 102 minútur, og myndin er sýnd með enskum skýringartexta. öllum félagsmönnum og igestum þeirra er heimill aðgang- ur að sýningunni meðan húsrúm leyfir. — ih Frönsku forseta- kosnmgamar Friðrik Páll Jónsson frétta- maður heldur fyrirlestur um frönsku forsetakosningarnar á vegum Alliance Francaise I franska bókasafninu, Laufásvegi 12, I kvöld kl. 20.30. Forsetakosningar verða i Frakklandi dagana 26. april og 10. mai. Samkvæmt siðustu skoðana- könnunum eru aðalkeppinaut- arnir Valéry Giscard d’Estaing og Francois Mitterand með svipað fylgi, en þeir skildu nær jafnir i forsetakosningunum 1974. I kosningum undanfarin ár hefur franska þjóðin skipst i tvær nær jafnstórar fylkingar, vinstri fylk- ingu og hægri fylkingu, og hefur vinstri fylkingin unnið á en þó hvorki náð meirihluta á þingi né komið frambjóðanda sinum á for- setastól. Fyrirlesturinn er á islensku og öllum opinn, en að honum loknum fara fram almennar umræður.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.