Þjóðviljinn - 02.04.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.04.1981, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 2. apríl, 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Gróskumllpð starf hjá UIA Félagar i Ungmenna- og Iþróttasambandi Austurlands (UIA) slá ekki slöku viö þó aö vetrarhamurinn hafi farið illa meö þá undanfarið. Fyrirhugað er aö halda á næstunni Austur- landsmót i eftirtöldum greinum: InnanhUssknattspyrnu, skiöum, borðtennis og körfuknattleik. Þá fer fram hið árlega Skólahlaup UtA á Egilsstöðum iaugardaginn 25. april... ,,Ég held að stelpurnar hafi hreinicga ekki vitaö hvar þær stóðu fyrir leikina gegn Dönum og Norðmönnum ytra. Það sem kom mcst á óvart var hve andstæð- ingar okkar beittu hraðaupp- hlaupum mikið. En nú held ég að iandsliðsstelpurnar viti hverju þarf að bæta við til þess að ná toppnum,” sagði Sigurbergur Sigsteinsson, þjálfari kvenna- landsliðsins f handbolta, en um helgina næstu leikur liðiö 2 leiki gegn Norðmönnum hér á landi og er annar þcirra liöur I undan- keppni HM. Fyrri viðureign liðanna i HM var i Noregi sl. sunnudag og þá sigruðu norsku stúlkunarar, 17:9. „Við höfum i þessu liði hörðustu stelpurnar i boltanum hér heima, en í leik, eins og gegn Norðmönn- um ytra, reyndust þær ekki nógu grimmar. Þær verða að fórna sér meira i návigi. Handbolti er fjöl- mennasta iþrótt sem stúlkur hér á landi stunda og eftir leikina gegn Norðmönnum vona ég að framhald verði á starfi landsliös- ins, það er nauösynlegt ef framfarir eiga að verða.” —IngH 3 leikir í bikarnum í kvöld Þrir leikir verða i 8-Iiða úrslitum Bikarkeppni HSt i kvöld. Kl. 20 leika Vikingur og Fylkir I Ilöllinni og strax að þeim leik loknum mætast Valur og Fram. Þá hefst kl. 20 að Varmá viður- eign HK og KR. Vikingur ætti að eiga sigurinn næsta visan gegn Fylki, en þess ber að geta að Páll Björgvinsson leikur væntanlega ekki með Vikingsliðinu. Framararnir hafa verið að sækja i sig veðrið upp á siðkastið og þeir gætu velgt Vals- mönnum undir uggum. HK hefur oft sýnt góða leiki að Varmá. Minnugir þess að liðiö sendi KR I 2. deild fyrir 2 árum, spáum við spennandi leik. Hinn ungi og efnilegi leikmaður Framara Hermann Björnsson skorar hér glæsilega I sigurleik Fram gegn Val fyrir nokkru. Liöin leika I kvöld i Bikarkeppninni. I Phil Mahre eftir keppnina I Laax i Sviss þegar ljóst var að hann ■ ■ myndi hreppa Heimsbikarinn. ! Melstarmn ætlaði! ! að hætta keppni ! ! síðastliðið sumar ! I„ Ég er baráttumaður, sem gef st ekki upp f yrr en í fulla hnefana. Ég hef í rauninni vitað það allt | ' keppnistímabilið, að Heimsbikarinn yrði minn í ár." ’ ISá kokhrausti, sem þannig mælir, er hinn nýbakaði handhafi Heimsbikarsins á skíðum, Bandaríkja- . maðurinn Phil Mahre, 23 ára gamall náungi frá . IWhite Pass i Washingtonríki. Mahre nánast rændi Heimsbikarnum frá Svianum Ingemar Stcnmark i siðustu keppni vetrarins, sem fram fór í Laax I Sviss. IÞar skaust hann framúr Stenmark, fékk samtals 266 stig, en Svi- inn, sem hafði haft forystuna i allan vetur, fékk 260 stig. Þetta er I sjötta skipti sem Phil Mahre tekur þátt i keppninni um Ileimsbikarinn og hann hefur einungis sigrað i 8 mótum (Sten- mark hefur sigrað 62 sinnum). Siðastliðið sumar var Mahre að íhuga að hætta skiðaiðkunum og æfði þvi sáralitið. En hann skipti um skoðun og hellti sér út I keppnina af fullum krafti. „í rauninni fór ég ekki að gera mér vonir um sigur í Heimsbik- arnum fyrr en eftir keppnina i St. Anton, en þá var siðasta brun- Ikeppnin. Eftir það gat ég einbeitt mér aö svigi og stórsvigi,” segir Mahre. En hvað er framundan hjá hinum nýbakaða sigurvegara? „Ég , ætla mér ekki I atvinnumennsku strax og nú set ég stefnuna á J LHeimsmeistaramótið, sem fram fer I Austurríki næsta vetur. Jú, og auðvitað mun ég gera mitt besta til þess að halda Heimsbikarn- um.”_____ _____ ____ ____ _____ (Byggt á DN) — eftir sigur gegn West Ham í gærkvöld, 2:1 Keppendur greiða hluta kostnaðarins Hörður meiddur Hörður Hilmarsson, sem leikur með AIK frá Stokkhólmi, hefur ekki getað leikið með liði slnu undanfarið vegna meiðsla. AIK-liðið er á æfinga- og keppnisferð í ísrael þessa dagana og s.l. laugardag lék liðið gegn efsta liðinu i 1. deildinni þarlendu, Rishon. AIK sigraði 2—1. Liverpool bætti enn einum verðlaunagripnum i safn félags- ins i gærkvöld , þegar- liðið sigraði West Ham i úrslitaleik deildar- bikarkeppninnar, 2—1. Yfirburðir Liverpool-liðsins voru algjörir og mátti West Ham teljast heppið að sleppa með eins marks tap. Liverpool hóf leikinn af miklum krafti og tvivegis þurfti Phil Parkes að taka á honum stóra sinum til að bjarga skotum frá Kenny Daglish. A 9. min. náði West Ham sinu fyrsta upphlaupi og úr þvi skoraði Paul Goddard eftir góðan undirbúning jálksins Jimmy Neighbour. Þrátt fyrir mótlætið tviefldust leikmenn Liverpool og tvivegis höfnuðu skot þeirra i þverslánni. A 26. min. jafnaði Kenny Daglish þegar hann lét sendingu frá Terry McDermott fara yfir öxl sér og þrumaði i markið úr þröngu færi. „Stunning piece of opportunism,” sagði Reuter. Aðeins 3 min. siðar skoraöi Alan Hansen sigurmark allara og skallaði i mark með Liverpool-liðsins. Jimi Case tók stuttri viðkomu hjá Billi Bonds, hornspyrnu, Hansen stökk hæst 2—1. — IngH Keppendur Islands á Heims- meistaramótinu i borðtennis, sem fram fer i Júgóslaviu 14. til 26. þ.m., greiða hluta farareyrisins úr eigin vasa. Að sögn Gunnars Jóhannssonar, formanns Borð- tennissambandsins, er heildar- kostnaður vegna ferðarinnar um 50 þúsund nýkr., en til þess að endar næðu saman uröu keppend- umir að leggja fram peninga. —IngH Hörður Hilmarsson Alan Hansen (I miöið) og Kenny Daglish (til hægri) höföu ástæðu til þess að vcra kátir I gærkvöld . Mörk þeirra tryggðu Liverpool sigur I deildarbikarnum i fyrsta sinn i sögu félagsins. Celtic á sigurbraut Þrfr leikir voru i skosku úrvals- Aberdeen—Partick 3:1 deildinni i gærkvöld og urðu úr- Ccltic — Hearts 6:0 slit þeirra þessi: Rangers —Morton 4:0 «9^ „Stelpurnar vita nú að hverju þær ganga” Liverpool deild- arbikarmeistari

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.