Þjóðviljinn - 02.04.1981, Page 13

Þjóðviljinn - 02.04.1981, Page 13
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Akureyri Fundur i bæjarmálaráði um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar verður haldinn i LárusarhUsi, Eiðsvallagötu 18, mánudaginn 6. april kl. 20.30. Bæjarmálaráð Alþýðubandalagið Borgarnesi og nærsveitum Aðalfundur verður haldinn i hUsnæði félagsins að Kveldúlfs- götu 25, miðvikudaginn 8. april og hefst kl. 21.00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf 2. Álit millifundanefndar um forvalsmálin 3. önnur mál. Skúli Alexandersson alþingismaður mun koma á fundinn. Stjórnin Alþýðubandalagið i Reykjavik FÉLAGSFUNDUR UM HERSTÖÐVAMÁLIÐ Alþýðubandalagið i Reykjavik boðar til félagsfundar um herstöðva- málið á Hótel Esju mánudaginn 13. april kl. 20:30. stiórn ABR. Nánar auglýst siðar. J Deildarfundur i Vesturbæjardeild ABR 1. deild Alþýðubandalagsins i Reykjavik boðar til deildarfundar á Grettisgötu 3, fimmtudaginn 9. april kl. 20:30. Nánar auglýst siðar. Stjórn 1. deildar ABR. Alþýðubandalagið i Reykjavik INNHEIMTA FÉLAGSGJALDA Stjórn Alþýðubandalagsins i Reykjavik skorar á þá félagsmenn sem enn hafa ekki greitt gjaldfallin félagsgjöld að gera skil nú um mánaða- mótin. Giróseðla má greiða i næsta banka eða póstútibúi. Einnig er tekið við greiðslum á skrifstofu félagsins að Grettisgötu 3. Félagar ljúkiðgreiðslu félagsgjalda fyrir aðalfund, sem haldinn verður i næsta mánuði. Sýnum samstöðu og tryggjum blómlegt starf Alþýðu- bandalagsins i Reykjavik. Stjórn ABR. AÐALFUNDUR 1. DEILDAR ABR Aðalfundur 1. deildar ABR verður haldinn miðvikudaginn 15. april á Grettisgötu 3 kl. 20:30. Stjórn 1. deildar ABR ltáðstefna fræðslumálanefndar AB: Lengd skólaskyldu — námsskipan og valkostir i 9. bekk Laugardaginn 4. april n.k. gengst fræðslumálanefnd Alþýðubandalags- ins fyrir ráðstefnu að Grettisgötu 3 um lengd skólaskyldu — náms- skipan og valkosti i 9. bekk. Framsögumenn: Einar Már Sigurðarson, skólastjóri á Fáskrúðsfirði, Gunnar Arnason, lektor, og Gylfi Guð- mundsson.yfirkennari i Keflavik. Þátttaka tilkynnist skrifstofu fiokks- ins fyrir föstudag 3. april. Nánari upplýsingar gefa Gunnar Arnason S. 11293 og Hörður Bergmann S. 16034. Ráðstefnan hefst kl. 13.30 og lýkur fyrir kvöldmat. Alþýðubandalagið Garðabæ Aðalfundur Aðalfundur AB i Garðabæ verður haldinn mánudaginn 6. april kl. 20.30 i Flataskóla. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga 2. Venjuleg aðalfundarstörf 3. Bæjarmálin 4. önnur mál Stjórnin Alþýðubandalagið á Akranesi — Árshátið Laugardaginn n. april verður haldin siðbúinn Góu-fagnaður i Rein og hefstsamkoman meðborðhaldi kl. 19.30. Hátiðin er að þessu sinni hald- in til heiðurs Jónasi Árnasyni fyrrv. alþingismanni, og konu hans Guð- rúnu Jónsdóttur, og jafnframt helguð þvi að 20 ár eru nú liðin frá opnun félagsheimilis sósialista i Rein. Dagskráin nánar auglýst siðar. — Skemmtinefndin. Æskulýðsfélag sósialista Aðalfundur Æ.S. verður haldinn þriðjudaginn 7. april að Grettisgötu 3 klukkan 20.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf Nánar auglýst siðar Stjórnin. Herstöðvaandstæðingar Fundur um þróunarlöndin Baldur Fimmtudaginn 2. april segir Baldur Óskarsson frá Tansaniu og sýnir litskyggnur þaðan. Húsið opnað kl. 20.00, fundurinn hefst kl. 20.30. Samtök herstöðvaandstæðinga Skólavörðustig 1A. Húsnæöismál Framhald af bls. 10. öðru lagi eru lántökur sjóðsins hjá Atvinnuleysistryggingasjóði ofmetnar um u.þ.b. 350 milljónir g.kr. og i þriðja lagi er innstreymi skyldusparnaðarfjár i sjóðinn ofmetið sem nemur um 800 millj- ónum g.kr. Viðbrögð Þjóðviljans viö aðvör- unum Landssambands iðnaðar- manna varðandi fjárhag Bygg- ingarsjóðs rikisins hafa verið á sömu lund og við öðru i um- ræddum skrifum þess: Þær eru kallaðar ýkjur og áróður en fátt lagt efnislega til málanna. Rit- stjórinnn reynir þó að klóra i bakkann og segir ástæðuna fyrir þvi að Byggingarsjóður rikisins var sviptur föstum tekjustofnum sinum vera þá að þeir sem fyrir þvi stóðu hafi viljað ,,fækka mörkuðum tekjustofnum i skatt- heimtu rikisins” til einföldunar, rétt eins og hér sé aðeins um tæknilegt atriði að ræða, Ef höf- undar laganna töldu Byggingar- sjóði rikisins engan akk i þvi að hafa fasta tekjustofna hvers vegna fengu þeir þá Byggingar- sjóði verkamanna þann þeirra sem mestar tekjur gefur, þ.e. launaskattinn? Þá má einnig minna á það að launaskatturinn var upprunalega samningsatriði i kjarasamningum og lagður á gegn þvi að hann rynni i Bygg- ingarsjóð rikisins og bætti þar með hag húsbyggjenda. Nú þegar þau tvö prósentustig sem áður runnu i Byggingarsjóð rikisins hafa verið tekin af honum og að- eins annað þeirra fært Bygg- ingarsjóð verkamanna liggur beinast við að spyrja hvers vegna launaskattur er ekki lækk- aður úr 3.5% a.m.k. niður i 2.5% og þannig skapað svigrúm til launahækkana að sama skapi. Landssambandi iðnaðarmanna er það algerlega hulin ráðgáta hvers vegna formaður húsnæðis- málastjórnar bregst ókvæða við skrifum þess um bágan fjárhag Byggingarsjóðs rikisins og telur þau árás á sig og sina stjórn. Flestar upplýsingar Landssam- bandsins hér að lútandi eru fengnar úr óbirtri áætlun hús- næðismálastjórnar til fjárveit- inganefndar Alþingis dags. 11. des. 1980. 1 þeirri áætlun segir m.a.: ,,Nú hefur húsnæðismála- stjórn komið sér saman um, að til þess aö unnt sé að veita lán til allra lánaflokka skv. nýjum lögum, svo að viðunandi sé, til viðbótar þeim samningum og samþykktum um lán úr Bygg- ingarsjóði rikisins til byggingar leigu- og söluibúða sveitarfélaga og verkamannabústaða, þurfi sjóðurinn að hafa minnst 33.100 m.kr. (innsk.: þ.e. 33.i milljarð g.kr.) til ráðstöfunar i útlán 1981” Nú hefur sem fyrr segir verið ákveðið með fjárlögum að stefnt skuli að þvi að Byggingarsjóður rikisins hafi til ráðstöfunar 30 milljarða g.kr. en i nýjustu áætlun húsnæðismálastjórnar er gert ráð fyrir heldur hærri fjár- hæð, eða 30,7 milljörðum g.kr. Hér er þvi' um að ræða 2,4—3,1 milljarða g.kr. lægri fjárhæð en húsnæðismálastjórn taldi i um- ræddri áætlun „viðunandi” og allt byggist þetta á óskhyggju um skuldabréfakaup lifeyrissjóö- anna. Engu að siöur segir for- maöur st jórnarinnar i undirfyrir- sögn i grein sinni i Þjóðviljanum: „Byggingarsjóður rikisins á að geta sinnt sinum verkefnum með h'kum hætti og verið hefur og tekið upp nýja lánaflokka”. Telur formaður húsnæöismálastjórnar húsbyggjendur það vel setta að þá muni ekki um þrjá milljarða g.kr? 1 sömu áætlun segir einnig: „I þessari áætlun eru skulda- " bréfakaup lifeyrissjóðanna af- gangsstærð. Skv. lánsfjáráætlun kaupa þeir fyrir 7.300 m.kr. (þ.e. milljónir g.kr.) á árinu 1980, en fyrir I9.630m.kr. á árinu 1981 skv. þessari áætlun, hækkun tæp 169%, sem er vægast sagt mjög ósenni- legt aö gerist.Ef gert er ráð fyrir 50% hækkun á milli ára næmu þessi skuldabréfakaup á árinu 1981 10.950 m.kr. sem er öllu lik- legri tala en 19.630 m.kr.” Engum getum skal að þvi leitt hvað kann að hafa valdið sinna- skiptum formannsins og fram- kvæmdastjóra Alþýðubandalags- ins. En svo mikið er vist að það er fremur klaufalegt af honum að kalla eigin áætlun „ýkjur og póli- tiskan áróður”. Fimmtudagur 2. aprif,-1981. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 13 Kvennasýning Framhald á bls. 13 Kvennasýningin á Kjarvals- stöðum verður opin til 26. aprii, stór og vönduð sýningarskrá fylgir með upplýsingum og myndum um þátttakendur. Lista- konurnar islensku nefndu sem dæmi um það að margt er að ger- ast meðal islenskra myndlistar- manna að upplýsingarnar i skránni eru orðnar þriggja ára gamlar. Siðan þær voru teknar saman hafa listakonurnar haldið einkasýningar og tekiö þátt i samsýningum, eða eins og ein þeirra sagði sposk: við erum orðnar töluvert frægari en þá. - ká Fjöleign h/f — Hluthafafundur Hluthaíaíundur Fjöleignar hf. verður haldinn i Borgartúni 22 (fundarsal á 3. hæð), fimmtudaginn 9. april kl. 20:30. Fundarefni: Staða og stefnumörkun. Hluthafar fjölmennið. — Nýir hluthafar velkomnir. Stjórnin. Hálft starf við dagheimili Laust er til umsóknar hálft starf fóstru á dagheimili við Akurgerði. Til greina gæti komið að ráða starfskraft með hliðstæða menntun eða starfsreynslu. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf i april. Nánari upplýsingar veitir forstöðukona i sima 93—1898. Skriflegar umsóknir er til- greini aldur, menntun og fyrri störf ásamt meðmælum sendist undirrituðum fyrir 8. april n.k. Félagsmálastjóri, Kirkjubraut 2, Akranesi. Áskorun til greiðenda fasteignagjalda í Kópavogi Hér með er skorað á alla þá sem eigi hafa lokið greiðslu fyrri hluta fasteignagjalds fyrir árið 1981 að gera skil innan 30 daga frá birtingu áskorunar þessarar. Hinn 2. mai n.k. verður krafist nauðungaruppboðs samkvæmt lögum nr. 49/1951 á fasteign- um þeirra er þá hafa eigi gert full skil. Kópavogskaupstaður. MS félag íslands (Multiple sclerosis) heldur aðalfund laugardaginn 4. april kl. 3 siðdegis að Hátúni 12. Venjuleg aðalfundarstörf. Veitingar og skemmtun. Félagsmenn og gestir vel- komnir. Stjórnin. Happdrætti Þjóðviljans: Vinningsnúmerin ■ 1. des. s.l. voru dregnir út vinningar I happdrættinu. Upp komu I þessi númer: II. Bifreið, Daihatsu Charadc 2. Sólarlandaferð með Otsýn 3. Sólarlandaferð með Úrvali 4. trlandsferð með Samv.f./Landsýn Vinningshafar eru hvattir til að vitja inga sinna sem fyrst. nr. 5030 nr. 5999 | nr. 16832 ■ nr. 34635 I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.