Þjóðviljinn - 02.04.1981, Side 15
Hringið i sima 81333 kl. 9-5 alla virka
daga, eða skrifið Þjóðviljanum
tfrá
lesendum
Draugalestir
kalda stríðsins
Ekki liða svo dagar, að ekki
komi fram nýjar ásakanir á
milli risaveldanna um uppi-
vöðslu og átroðning i hvors
annars garð.
Það má þvi segja að risarnir
standi andspænis hvor öðrum
eins og kúluvarparar, sem eru
tilbúnir að kasta, en eru
hikandi.
Hvað veldur? Ætli það sé ekki
hræðslan við tortimingu sem
heldur aftur af þeim? Eða hvað
haldið þið lesendur góðir? Er þá
atómbomban einhverskonar
friðarbomba þrátt fyrir allt? Er
mönnum að verða ljóst að ef ýtt
verður á svartan takka, þá
verður samstundis ýtt á rauðan
takka i staðinn? Og hvað skeður
þá? Ætli þurfi nokkurn sér-
fræðing til að láta segja hvað
kemur. Auðvitað tortiming
heimsins.
Helguvikurmálið svokallaða
þar sem Kaninn fer fram á
stækkun á oliugeymslum fyrir
herinn, ennfremur er talað um
að byggja flugstöö i stærra lagi
sem yrði með þeim kvööum aö
breyta mætti i herstöð á ófriðar-
timum, svo og sprengjuheld
skýli til að geyma hvað?
Kannski atómbombur. Þessi
mál eru i brennidepli.
En hvað er það sem raun-
verulega liggur á bak við þetta
allt saman? Er veriö að hrúga
hér allskonar morðvopnum inn
á Keflavikurflugvöll til að verja
okkur Islendinga og land okkar
fyrir þvi að Rússar ráðist hér
inn á okkur með báli og brandi,
kveiki i húsum, éti búfénaö,
nauðgi konum, svívirði kirkjur
og hafi hér vetursetu?
Nei,ekki held ég að tilgangur-
inn sé sá. Kaninn er ekki svo vit-
laus aö hann hugsi málið þannig
þó hugmyndir hans um Sovét-
rikin séu oft ærið barnalegar.
Trúlegra er að þetta höfuðveldi
hins vestræna heims sjái sér
ekki fært að sprengja þennan
höfuðóvin sinn i tætlur, heldur
verði að láta lita svo út i staðinn
að hættan sé jafnan fyrir hendi,
og hernaðariðnaðurinn verði
jafnan að vera á fullu og haldi
áfram að rjúka úr strompum
Nató. Þetta er mergurinn máls-
ins, hvað sem öðru liður.
Það liggur við að manni verði
flökurt, þegar maður horfir á
þessa hundflötu Natósinna
þegar þeir með fjálglegu orð-
skrúði eru aö benda á nauðsyii-
ina að hafa her í landinu til að
Kaninn verji okkur fyrir Rúss-
unum, á sama tima sem þetta
riki hefur lammað sig inn i
hvert rikið af öðru með allskon-
ar klækjum og brögöum, annað-
hvort undir yfirskini guðs al-
máttugs eða andskotans, þar
sem fólk er féflett i nafni bibli-
unnar eða þá byssunnar, og sá
sterki stendur auövitað sem
sigurvegari með járnhælana á
andliti þess er lægri hlut beið.
Við tslendingar erum stolt
þjóð, sem höfum lifað i þessu
landi i þúsund ár og gott betur,
og aðlagast landinu i bliðu og
striðu. Við erum næmir á sögu
okkar, þegar um útlent vald er
að ræða. Satt er það að Danir
seldu okkur oft svikna vöru, og
voru herraþjóð okkar i margar
aldir, en samt liföi undir þessari
kúgun frelsisneistinn i
brjóstum þjóðarinnar og sigraði
að lokum 1944.
En nú eru aörir timar. Nú
fylkja draugalestir kaldastriðs-
ins liði og heimta aö landið verði
varið fyrir þvi fólki sem vill að
tsland sé frjálst og standi fyrir
utan vopnaskak risanna, fólk
sem vill byggja land sitt á
gæðum þess en ekki lifa I þeim
skepnuskap að kroppa úr lófa
erlendra hernaðarbrjálæðinga.
Og svo ætla þessir kalda-
striðsdraugar að rotta sig
saman og mynda nýja rikis-
stjórn um hávarptimann i vor til
þess að geta fest hernámið enn-
þá betur i sessi og komið hér
upp fleiri rotþróm en fyrir voru.
Þessir herrar sjá ekkert væn-
legra en að lúta erlendu valdi,
selja gæði landsins undir er-
lenda stóriðju þar sem erl. auð-
hringir heföu öll tögl og hagldir
og gerast svo feitir þjónar er-
lends valds eins og höfuðskáld
vort komst að orði I einu verka
sinna um sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar.
Kalda striðið er mara á lifi
þjóðanna, það er hámark úr-
kynjunar nútimans. Það elur á
hatri milli fólks. Það gerir
draum manneskjunnar um betri
heim að fjarlægu hugtaki, þann
draum að hægt sé að lifa ham-
ingjusömu lifi hér á jörð. Og svo
er kalda striðið bissnes, til að
græða til að framleiða hergögn
fyrst og fremst, til að hægt sé að
halda jafnvægi i heimsmálum.
Þetta segja draugarnir svona i
lágahljóðum, þegar þeir eru að
reyna að sannnfæra fólk að vera
ekki meö neinn uppsteyt þvi
betri sé dauður en rauður.
Ef islenska þjóðin á að lifa,
verður hún að halda frelsi sinu,
en ekki selja sig erlendu valdi,
með þvi að vera sifellt að
stækka hernámið, með ásetn-
ingi þeirra herra er að lokum
ganga á járnuðum stigvélum
yfir andlit þjóðarinnar.
Páll Hildiþórs
Htta E* S isLPr\ /vÐ iíf'PA h3í'
Rf Q N fiöC. AIV u W>.
p RÁ o tVlVU ELÍVu 5 f\K/\.
Þessa fallegu mynd er bara verst að við hefur litað myndina
fengum við senda frá getum ekki prentað með öllum regnbogans
önnu Elinu Jasonar- hana i lit, þvi Anna Elin litum.
dóttur, sem er fimm
ára og á heima i
Rangárvallasýslu. Það
Barnahornid
Fimmtudagur 2. april, 1981. ÞJóÐVILJINN — 'SÍÐÁ 15
Ólöf Kolbrún ilarðardóttir syngur einsöng i moreun útvarpi.
LJÚFIR TÓNAR
Tóniistin skipar veglegan
sess í útvarpsdagskránni i dag
einsog venjulega. Á morgun-
tónleikum syngur Ólöf Kol-
brún Harðardóttir lög eftir
Ingibjörgu Þorbergs við
undirleik Guðniundar Jóns-
sonar. Ólöf syngur aðalkven-
hlutverkið i La Boheme, sem
frumsýnd vcrður i Þjóðleik-
húsinu annað kvöld.
Siðdegistónleikarnir eru að
mestu sovéskir; þar verða
flutt verk eftir Aram Katsja-
turian og Sjostakovits og með-
al flytjenda er sellóleikarinn
Mstislav Rostropovits. Bar-
bara Vigfússon syngur einsöng
i útvarpssal við undirleik
Jóhannesar Vigfússonar eftir
kvöldfréttir. Barbara syngur
lög eftir Franz Schybert og
Arthur Honegger.
A eftir leikritinu leikur Liisa
Pohjola pianóverk eftir Franz
Liszt, og var það tekið upp á
tónistarhátiðinni i Helsinki i
september s.l. Sveinn Einars-
son rekur svo smiðshöggið á
dagskrána með Kvöldstund
sinni.
Þorsteinn ö. Stcphensen þýddi Valur Gíslason leikstýröi.
leikritið.
Fljótslínan
Útvarpsleikrit vikunnar
heitir Fljótslinan, og er eftir
Charles Morgan og John
Richmond.
Þorsteinn 0. Stephensen
gerði þýöinguna, en leikstjóri
er Valur Gislason. Með helstu
hlutverk fara Rúrik Haralds-
son, Helga Bachmann, Róbert
Arnfinnsson og Herdis Þor-
valdsdóttir. Leikritið var áður
flutt 1961. Flutningur þess tek-
ur rúmar 80 minutur.
Philip Sturgess kemur frá
Bandarikjunum skömmu eftir
strið til að heimsækja gamla
kunningja i Bretlandi. Honum
hafði á sinum tima verið
bjargað af samtökum, sem
nefndust „Fljótslinan”, en
þau hjálpuðu flugmönnum
sem skotnir höfðu verið niöur
yfir hernumdum andssvæðum
Meðal þeirra sem Philip
kynntist þar var ung stúlka,
að nafni Marie. Nú þegar
þau hittast aftur og hann segir
henni, að hann hafi hugsaö sér
að skrifa eitthvað um starf-
semi „Fljótslinunnar”, biður
Útvarp
kl. 20.30
hún hann að fara varlega.
Ekki séu allir vandir aö
meðölum og oft sé betra að
láta satt kyrrt liggja.
Charles Langbridge Morgan
fæddist i Kent árið 1894. Hann
var liðsforingi i sjóhernum i
heimsstyrjöldinni fyrri, en
stundaði siðan nám i Oxford.
A árunum 1921—39 starfaði
hann sem leikhússgagnrýn-
andi við stórblaðið „Times”.
Eftir það fékkst hann ein-
göngu við gerð skáldsagna og
leikrita. Saga Morgans, „The
Gun Room” (19l9),hlaut mikl-
ar vinsældir, en hún var byggð
á endurminningum úr strið-
inu. Siöar sneri hann sér að
heimspekilegum skáldsögum
og leikritagerð, sem að formi
til minnir um margt á frönsk
verk af sama tagi. Morgan
lést i Lundúnum árið 1958.
• Útvarp
kl. 22.40
Oft er það
gott sem
gamlir kveða
Jóhanna Egilsdóttir, fyrr-
verandi formaður Verka-
mannafélagsins Framsóknar,
verður 100 ára f haust. Fyrir
jólin kom út bókin „99 ára”
eftir Gylfa Gröndal, sem er
viðlalsbók viö Jóhönnu, en þar
segir hún frá ýmsu sem á daga
hennar hefur drifið.
1 kvöld fá útvarpshlustendur
að heyra fyrri hluta viðtals
sem Pétur Pétursson þulur
Jóhanna Egilsdóttir
átti við Jóhönnu. Viðtalið kall-
ar Pétur Oft er það gott sem
gamlir kveða, og er ekki að
efa að þar mun ýmislegt fróö-
legt bera á góma.