Þjóðviljinn - 13.05.1981, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. mai 1981
Miðvikudagur 13. mai 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Foreldraástin leynir sér ekki (Ljósm. D.V.) Séð yfir Mawson-stöðina þar sem Dagur var 116 mánuði.
Fyrir f jórum árum
síðan birtist i Þjóðviij-
anum viðtal við Dag
Vilhjáimsson loftskeyta-
mann, sem þá var að
koma heim eftir árs dvöl
á Suðurheimskautinu,
þar sem hann starfaði
sem loftskeytamaður á
vísindastöð sem Ástralíu-
menn eiga. Siðan þetta
viðtal birtist höfum við
litlar spurnir haft af
Degi, þar til nú fyrir
skömmu að við fréttum
að hann væri nýkominn til
islands eftir að hafa
farið aftur til Suður-
skautsíns og dvalist þar f
16 mánuði samf leytt.
— Manstu að þegar við
hittumst síðast sagðist ég að
öllum lilcindum ætla aftur suður
eftir. Þegar ég var svo búinn að
vera hér heima i tvö ár, var út-
þráin orðin svo sterk að ég hélst
ekki við. Ég fór til Astraliu og
réð mig aftur sem loftskeyta-
mann á visindastöð á Suður-
skautinu og að þessu sinni til 16
mánaða dvalar, sagði Dagur
þegar ég hitti hann á dögunum
og bað hann segja mér frá til-
drögum þess að hann fór aftur
suðureftir.
— Varstu á sömu stöðinni og I
fyrra sinmið?
— Nei, ég var á annarri stöð,
hiín heitir Mawson, og er stærri
en sií sem ég var á i fyrra sinnið.
Við vorum 31 sem störfuðum i
þessari stöð, sem er alhliða
visinda- og veðurathugunar-
stöð. Þarna er rannsakaö
veðurfar, háloftaathuganir,
segulmagn i lofti, dýralif, jarð-
vegsrannsoknir o.fl. Þá er og
veriö að kortleggja svæðið, en
nU eru liðin 40 ár siðan byrjað
var að rannsaka þetta svæði á
visindalegan hátt. Það er
kannski engin furða þótt lögð sé
áhersla á að rannsaka þetta
Suðurskautsland, þvi það er-
álika stórt og Evrópa og
Astralía til samans. Þarna eru
lika margar visindastöðvar,
þær munu vera á milli 45 og 50.
Þar á meðal eru Sovétmenn,
Bandarikjamenn og Bretar með
stöövar niðurfrá. Ein stöðin sem
Bandarikjamenn eiga er á
sjálfum suöurpólnum og er
neðanjaröar. HUn er það vegna
þess aö þar er mjög veörasamt
og frost hefur mælst þar 87
gráður á celsius. Það er hins-
vegar mjög langt á milli stöðva,
svona um það bil eitt þUsund
milur, þannig að ekkert sam-
band er á milli manna, nema i
gegnum talstöðvar, yfir
veturinn.
— Er ekkert erf itt að fá menn
til starfa á svona einangruðum
stöðum?
Mér
fannst
ég
veroa
að
fara
aftur
Rætt við
Dag Vilhjálmsson
loftskeytamann
nýkominn heim
frá Suðurskauts-
landinu
Dagur Vilhjálmsson Frumstæð aðferð við losun skipsins sem flytur nýja menn og vistir til
vfsindastöðvanna á Suðurskautslandinu (Ljósm. D.V.)
tshellir sem Dagur og félagar hans skoðuðu á nokkurra daga orlofsferð um ísauðnina (Ljósm. D.V.)
— Nei, aldeildis ekki, árlega
sækja um störf 2500 manns, en
ekki nema 100 fá starf. Astæðan
fyrir því, hve margir sækja i
þessi störf, er að sjálfsögðu
launin, sem eru mjög góð. Allt i
allt hefur maður 35 þUsund ástr-
alska dollara fyrir 12 mánuði.
Auk þess er svo allt fritt eins og
sagt er, matur, drykkur og fatn-
aður allur. Þar að auki er ákaf-
lega vel að mönnum bUið varð-
andi tómstundir og raunar
vinnu lika. Þess vegna er óþarfi
aö láta sér leiðast. Hitt er annað
að stöku sinnum sækir þung-
lyndi að mönnum yfir hávet-
urinn, en það er þó ekki alvar-
legt. Enda er það svo, að áður
en menn eru ráðnir verða þeir
að ganga i gegnum mjög
stranga læknisskoðun, bæði
likamlega og ekki siður and-
lega. Annars var ég heppinn i
bæði skiptin sem ég vann þarna,
þvi að vinnufélagarnir voru af-
bragðsmenn allir saman og
aldrei nein vandræði hjá okkur.
Ég hef heyrt um að það ástand
hafi komið upp i stöð sem
þessari, að hópurinn skiptist
niður i smá hópa, klikur, og það
er afar slæmt.
— Er engin hætta á þegar
árið er liðið að menn komist
ekki heim, siglingar teppist?
— JU, það getur komið fyrir.
Þegar nýr hópur fer niður eftir,
eru alltaf sendar vistir til
tveggja ára af þessum sökum.
Ég veit ekki dæmi um að þetta
hafi gerst, en þessi möguleiki er
fyrir hendi. Ég hygg, að þetta
væri það allra v'ersta sem fyrir
gæti komið. Menn yrðu alveg
æfir, jafnvel gæti þetta riöið
sumum að fullu. Þeir eru bUnir
að hlakka til að fara heim i
margar vikur og ef það
brygðist, — ég vildi alla vega
ekki lenda i þvi.
— Svo við snúum okkur
aðeins að öðru, hver er ástæðan
fyrir þessum mikla áhuga á
Suðurskautslandinu?
— Sennilega fyrst og fremst
þau miklu auðæfi sem talið er,
og raunar vitað að hluta, að eru
þarna i jörðu. Þarna er olia og
mikið af málmum, svo mikið að
rannsóknarstarfið er talið borga
sig. Stórveldin væru ekki að
þessu ef það væri einskis virði.
— Að lokum, Dagur, ætlar þú
niður eftir i þriðja sinn?
— Nei, alls ekki, ég er búinn
aö fá nóg og fer aldrei aftur.
Ekki svo að skilja að mér hafi
ekki likað vel dvölin, heldur hitt
að það er alveg nóg fyrir mann
að fara tvisvar, þvi að þrátt
fyrir allt er þetta lif gerólikt þvi
sem við þekkjum i „mann-
heimum”. Ég er lika buinn að
vera á flakki um heiminn i
nokkurár, nU ætla ég að setjast
að hér heima. Það er komið nóg
af flakkinu, — að minnsta kosti i
bili.
—S.dór
á dagskrá
Þegar erlendir lagamenn eru hér á ferð
er það haft til skemmtunar að segja
þeim að sami embættismaður byrji
á að handtaka skálkinn,
annist síðan lögreglurannsókn og
fari loks með mál og dæmi.
Lögrétta eða
Steingrimur
Gautur
Kristjánsson:
gestaréttur
I Þjóðviljanum 29. april, 96. tbl.
þessa árgangs er frétt um fram-
lengingu frumvarps til lögrettu-
laga á Alþingi.
Frétt þessi er af ýmsum
ástæðum fallin til að gefa villandi
mynd af merku þingmáli, sem
hefur verið gefinn allt of litill
gaumur.
Tvö dómstig
Yfirskrift greinarinnar:
„Dómstigin verði 3” er i fyrsta
lagi mjög villandi, eins og raunar
kemur fram i greininni sjálfri.
Lina virðist hafa falliö niöur
þannig að frásögnin veröur ill-
skiljanleg þeim sem ekki eru
hnUtum kunnugir. Hið rétta er að
dómstig eru og verða almennt tvö
hér á landi, en meginhugmynd
frumvarpsins er sú að öll stærri
mál komi fyrir nýjan dómstól,
lögréttu, á fyrsta dómstigi, en
gangi siðan til Hæstaréttar ef
áfrýjað er. Minni mál munu sam-
kvæmt frumvarpinu koma fyrir
hina almennu héraðsdómstóla á
fyrsta dómstigi eins og veriö hef-
ur, en lögrétta veröur áfrýjunar-
stig I þeim málum, og ganga þau
almennt ekki til Hæstaréttar.
Skipun lögréttu
1 fréttinni segir að meödóms-
menn geti orðið allt að 15 aö tölu
eftir ákvörðun forseta Islands.
Hið rétta er að frumvarpið gerir
ráð fyrir að skipaðir verði allt aö
15 dómendur i lögréttu, en að
jafnaði fari einungis
einn eða þrir með hvert mál. 1
sumum máium munu, eins og
verið hefur, auk fastra dómenda,
sitja tveir sérfróðir meðdómend-
ur, t.d. þegar fjallað er um
sjóréttarmál eöa verslunarmál.
Aðskilnaður dómsvalds
og framkvæmdavalds.
Dómendur við
löggjafarstörf
t fréttinni segir réttilega að
frumvarpið stefni aö aðskilnaði
dómsvalds og framkvæmda-
valds, en skýringar fréttamanns-
ins á þessari staöhæfingu eru
mjög villandi. Vikið er aö gagn-
rýni, sem fram hefur komið á
þátttöku dómara i samningu
lagafrumvarpa og greinargeröa.
Hér mun vera vikið aö árás
þingmanns nokkurs á einn af
dómendum Hæstaréttar, sem
haföi verið falið að semja laga-
frumvarp og umræðum, sem af
þvi spruttu.1)
Þess er fyrst að geta að samn-
ing lagafrumvarpa er aö sjálf-
sögðu löggjafarstarf, en ekki
framkvæmdavalds. Menn geta að
sjálfsögðu haft mismunandi
skoðanir á þvi hvaða störf
samrýmist dómarastarfi. Það
viðhorf, sem fram kom hjá nefnd-
um þingmanni er, að þvl er ég
best veit, algerlega nýtt af
nálinni. Þaö mun hvarvetna
1) Alkunna er að dómendur
Hæstaréttar hafa, af góöum og
gildum ástæðum, þá reglu aö
svara ekki gagnrýni opinberlega.
tiðkast, þar sem stjórnarfar og
réttarfar er áþekkt þvi, sem hér
er, að leitað sé til hinna fremstu
lögfræðinga með verkefni af
þessu tagi, hvort sem þeir eru
dómarar eða ekki. Þess má t.d.
geta að skv. 18. gr. 8. kafla
sænsku stjórnarskrárinnar frá
1975 geta þingnefndir leitað álits
lagaráðs, sem skipað er hæsta-
réttar- og rikisréttardómurum,
um lagafrumvörp. Min skoðun er
sU að samvinna manna með
reynslu á sviði löggjafar, dóm-
starfa og stjórnsýslu við lagasmiö
sé af hinu góða. Sú þekking sem
fæst viö undirbúning löggjafar
ætti fremur að auövelda túlkun og
framkvæmd laganna siðar. Mér
er ekki kunnugt um að þessi
háttur fari gegn nokkurri
viðurkenndri meginreglu.
Leifar einveldis
Hinsvegar tfðkast þaö nú vlst
hvergi i rikjum sem byggja á
þrígreiningu rikisvalds aö sömu
embættismenn fari með fram-
kvæmdavaldsstörf (umboðsstörf)
og dómstörf i þeim mæli sem hér
gerist á héraðsdómsstigi. Þegar
erlendir lagamenn eru hér á ferð
er það haft til skemmtunar aö
segja þeim að sami embættis-
maöur byrji á þvi að handtaka
skálkinn, annist siðan lögreglu-
rannsókn og fari loks meö mál og
dæmi.
Grikkir stynja ennþá undan þvi
stjórnsýslukerfi sem þeir erfðu
eftir Tyrki frá þeim tima þegar
Grikkland laut Tyrkjasoldáni.
Talið er að þetta sé einn versti
dragbiturinn á framfarir i
landinu.
Islendingum er likt fariö
gagnvart leifum hins danska ein-
veldis, þótt Danir séu sjálfir búnir
aö losa sig viö það fyrir löngu,
bæöi á sviöi réttarfars og stjórn-
sýslu.
Þegarkonungsvald komst á hér
á landi i lok 13. aldar fól konungur
sérstökum umboðsmönnum sin-
um, sem fljótt voru nefndir sýslu-
menn, innheimtu tekna sinna og
saksókn i þeim málum, sem hann
átti sök á, auk fleiri umboðs-
starfa. Fljótt komst á að sýslu-
menn nefndu menn I dóma, sem
þá voru jafnan fjölskipaðir og
nefndir til meðferöar eintakra
mála hverju sinni. Sýslumenn
staðfestu siðandómana. A siðustu
áratugum 17. aldar komst hér á
konungseinveldi, eins og kunnugt
er, og var megineinkenni þeirrar
skipunar aö allir valdaþættir voru
á einni hendi, löggjafarvald,
framkvæmdavald og dómsvald.
Þetta kom svo fram I þvi aö
sýslumenn konungs fóru sjálfir aö
dæma i málum er fram liðu
stundir. Þaö voru stjórnarhættir
af þessu tagi, sem menn fórnuðu
lifi sinu til að fá afnumda á
meginlandi álfunnar frá þvi á
síöari hluta 18. aldar og fram á
þessa öld. En hér hafa þeir
haldist fram til þessa dags i
ölllum héruðum landsins utan
Reykjavikur, og það eru þessar
leifar Ureltra stjórnarhátta og
réttarfars sem lögréttufrum-
varpiö stefnir gegn, stjórn-
sýslunni, réttarfarinu og þar með
öllum almenningi I iandinu til
gagns.
Nauðsyn dugandi
st jórnsýsluumboðs -
manna
Það er raunar stórfurðulegt
hvernig sýslumönnum landsins
hefur tekist áfallalitið að sameina
dómstörf og' umboðsstörf, svo
ólik sem þau eru i eðli sinu, svo
óliks hugarfars, afstöðu og starfs-
aðferða sem krafist er á hvoru
sviði fyrir sig. Auðvitaö hefur
ekki farið hjá þvi að dómar hafi
boriö þess merki að dómarinn
hefur hvorki haft tima né næði til
að sinna máli svo fljótt og vel sem
skyldi, og oft hefur mátt sjá þess
merki að vandasöm dómstörf
voru ekki dagleg viöfangsefni
þess sem dóminn kvað upp A hinn
bóginn hefur þess gætt að aöstaða
sem óhlutdrægs úrskurðaraðila
hefur bundið hendur sýslumanna
þegar þurfti traust og snör hand-
tök við að framkvæma þaö sem
fyrir þá var lagt af stjórnsýslu-
legum yfirboðurum. Það þarf i
raun og veru meira en meðal-
mann til að setja sig sama daginn
i stellingar sem dómari, sem eng-
inn getur sagt fyrir verkum og
eiga siðan að taka viö fyr-
irmælum, t.d. ráðherra, f.h
ráðuneytis, sem e.t.v. er aðili aö
þvi dómsmáli, sem um er fjallaö.
t ofanálag hafa sýslumenn á
undanförnum árum þurft að þola
það af löggjafanum, áhrifamönn-
um i sveitarstjórnarmálum og
öðrum að gengiö væri út frá að
embætti þeirra væru úrelt þing,
sem yrðu að vikja. Ég vil hins-
vegar fullyröa að án hæfra
umboðsmanna i héruðum lands-
ins sé enginn vegur að halda uppi
virkri stjórnsýslu hér á landi, en
til þess að sýslumenn geti gegnt
þvi hlutverki að færa út i lifiö þær
ákvaröanir, sem teknar eru af
Alþingi og rikisstjórn, þurfa þeir
aö geta einbeitt sér aö stjórn-
sýslustörfum. Aö þessu miðar
frumvarpið meö þvi að leysa
sýslumannsembættin að . mestu
leyti undan dómstörfum og fela
þau mönnum, sem hafa dómstörf
aö aöalstarfi. Engin von er til að
þau umboðsstörf, sem sýslumenn
fara með fyrir rikisvaldið verði
falin öðrum svo vel fari, t.d.
sveitarstjórnum eða samtökum
þeirra, en aftur er mikil von til aö
dómstarfalausir sýslumenn geti
tekið við ýmsum störfum, sem nú
eru unnin I ráðuneytunum eöa
öðrum miðstjórnarstofnunum og
sparað með þvi mörgum mannin-
um sporin suður.
Álagið á Hæstarétti
Annar megintilgangur
frumvarpsins er aö létta af þvi
geysilega álagi, sem lagst hefur i
síauknum mæli á Hæstarétt á
undanförnum árum, en
samkvæmt frumvarpinu má gera
ráö fyrir að þeim málum, sem til
Hæstaréttar fara og þangað eiga
litið eða ekkert erindi, muni stór-
fækka við lögtöku frumvarpsins.
Til upplýsinga má geta þess að I
september 1976 lágu 74 mál fyrir
Hæstarétti tilbúin til flutnings, en
i ágúst 1980 117 mál. Samtals
höfðu að meðaltali liðið 19,3 mán-
uðir frá afrýjun til dóms i venju-
legum einkamálum dæmdum á
árinu 1976, en sambærilegur timi
var 27.4 mánuðir árið 1980, eða 2
ár og 3 mánuðir.
Ég tel orsakanna til þessa
mikla álags sé, eins og til margs
annars vanda, að verulegu leyti
að leita i verðbólgunni. Menn sem
stefnt er til skuldagreiðslu sjá
sér, jafnvel þrátt fyri háa vexti,
(sem þó alltaf eru i raun
neikvæðir), hag i þvi að draga
mál sem mest á langinn, oft með
léttvægum vörnum. Þaö getur
verið mikil freisting fyrir aöila i
atvinnurekstri að veröa sér úti
um þriggja til fimm ára gjald-
frest á 35—46% vöxtum með
þessum hætti.
Þvi miður mur. ætlunin með
framlag.ningu lögéttufrumvarps-
ins ekki vera sú að koma þvi fram
á þessu þingi, og ástæða er til að
efast um að nokkur raunveru-
legur áhugi sé af hálfu dóms-
málayfirvalda á lögtöku þess.
Hinsvegar mun nú vera i upp-
siglingu áætlun um að setja til
bráðabirgða dómendur i Hæsta-
rétt til að vinna upp þann hala,
sem þar hefur safnast fyrir, að
finnskri fyrirmynd. 21 Þessi
hugmynd fer þó algerlega gegn
þeim grundvallarreglum, sem
dómstólaskipun okkar byggist
þrátt fyrir allt á.
Þaö er ein af meginreglum
réttarfars að almenningur og
aöilar megi treysta þvi að þeir
sem eiga að dæma um mál þeirra
séu þannig settir að þeim verði
ekki auðveldlega vikið úr starfi
að geðþótta pólitiskra valdhafa.
(Skipuðum dómurum verður ekki
vikið Ur starfi til fullnaðar nema
meö dómi.).
Þaö er islensku réttarfari til
vansæmdar að bjóða mönnum
fyrst að látið sé viðgangast aö
verkefni hlaðist á æðsta dómstól
þjóöarinnar fram úr öllu hófi, án
þess aö úr sé bætt með raunhæf-
um og viðeigandi lausnum og að
siðan, þegar neyöarástand hefur
skapast, séu fengnir til menn,
sem komnir eru upp á náð og
miskunn ráðherra um öryggi sitt,
til aö vinna þau verk, sem
samkvæmt stjórnarskipun rikis-
ins eiga að vera i höndum æsta
handhafa sjálfstæös dómsvalds.
1 stað þessarar neyöarlausnar
má, auk lögtöku Jögréttufrum-
varpsins, benda á eftirtalin
úrræöi:
1. Afrýjunarfjárhæö verði
hækkuð veruiega og
verðtryggð.31
2. Dómvextir verði ákveönir
þannig að enginn sjái sér hag i
að halda uppi málamyndavörn-
um til að afla sér gjaldfrests.
Einnig mætti verðtryggja
dómkröfur með öðrum hætti.
3. Ráönir veröi löglæröir
aðstoöarmenn að Hæstarétti til
að auðvelda dómurum störf
þeirra. Þannig veröi búiö að
dómendum að þeir verði með
öllu lausir viö „handavinnu”,
sem almennt starfsfólk getur
innt af hendi.
4. Leitt verði i lög aö t.d. 3 Hæsta-
réttardómarar fari yfir hvert
mál i upphafi og kveði á um
hvort þaö skuli hljóta efnis-
meöferð. Veröi niðurstaðan
neikvæð, veröi máli visað sjálf-
krafa frá dómi. Hér er haft I
huga svonefnt „kjæremdlsut-
valg” hæstaréttar Noregs.
Astæða er til að skora á Alþingi
aö bregðast nú vel við og
samþykkja lögréttufrumvarpið á
þessu vori,en hafna alfariö öllum
hugmyndum um neyöarlausnir á
vanda dómstólanna. En sjái
menn sér ekki fært aö afgreiöa
svo viöamikiö mál á svo skömm-
um tima, er þó brýn nauðsyn að
afgreiða sem lög frá Alþingi
frumvarp til laga um meðferö
einkamála i héraöi, sem siðast
var lagt fram á öndveröu þvi
þingi, sem nú situr, og mundi
mikiö bæta, ef að lögum yröi.
2) Finnskt réttarfar er að ýmsu
leyti enn forneskjulegra en hiö
islenska.
3) Krafa, sem um er deilt, þarf
aö ná tiltekinni fjárhæð til aö
áfrýjun sé heimil, nú kr. 2.000,00
frá 1. ágúst 1979.