Þjóðviljinn - 13.05.1981, Blaðsíða 16
DJÚÐVIUINN
Miðvikudagur 13. maí 1981
V erðlauna-
afhending
1
Fellahelli
t vetur sem endranær hafa
grunnskólarnir i Reykjavik og
Æskulýðsráð staðið fyrir tóm-
stundastarfi fyrir nemendur
sina. Þátttaka á meðal nemenda
hefur verið góð, en þeir eru flestir
á aidrinum 13—15 ára. Hafa um
2500 nemendur tekið þátt i þessu
starfi I vetur. Viðfangsefnin eru
margvisleg, skák, ieikiist, ljós-
myndun og kvikmyndagerð
o.m.f!.. Þetta hefur mæist vel
fyrir hjá krökkunum og gert þau
jákvæðari gagnvart skóia og um-
hverfi.
Þarna fá allir eitthvað við sitt
hæfi og um leið tækifæri til þess
að fá sköpunarþörf sinni fullnægt.
Uppástungur um tómstundirnar
og hvað gera skal, koma jöfnum
höndum frá krökkúnum og Æsku-
lýðsráði. 1 gær fór fram verð-
launaafhending í Fellahelli, þar
var hópum veitt verðlaun sem
sigruðu i ýmsum keppnisgreinum
sem haldnar voru á milli skól-
anna. Áður en að verölauna af-
hendingu kom fengu sér allir kaffi
og með þvi.
—eg
Aöalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aöra starfsmenn Aðalsími Kvöldsími Helgarsíini
blaðsins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að 81333 81348 afgreiðslu
ná I afgreiöslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81663
Verðiaunahafar fá sér kaffi og með þvf. Ljósm.: —eik—
Endurbygging á Bankastræti 2 er hafin:
Byrðið að mestu heilt
en undirstöður ónýtar
Fyrir rúmri viku hófst vinna við endurbygg-
ingu Bankastrætis 2, og i gær var þar heill vinnu-
flokkur undir stjórn Halldórs Backmans bygg-
ingarmeistara að störfum. Teikningar Knúts
Jeppesen arkitekts að endurbyggingunni hafa
verið lagðar fram i byggingarnefnd og mun hús-
friðunarnefnd og umhverfismálaráð fjalla um
þær i dag. Ætlunin er að i húsinu verði veitinga-
stofa með sérstöku sniði og mun Kolbrún
Jóhannesdóttir, sem rekið hefur matsölu á Torf-
unni með Erni Baldurssyni, annast veitinga-
reksturinn.
I turnherbergi Landlæknis-
hússins, þar sem Torfusamtökin
hafa aðsetur sitt, hittum við á
þremenningana Halldór Back-
man, Knút Jeppesen og
Þorstein Bergsson, formann
Torfusamtakanna, þar sem þeir
grúfðu sig yfir teikningarnar.
Haiidór sagði að öll yfirbygg-
ingin niður undir jörð væri
merkilega góð hvað efni snerti,
en undirstöður væru hins vegar
illa farnar. Húsið hefði sigið um
einar fjórar tommur en búið er
að lyfta þvi. Þá sagði hann að
grindin værieinnig góð og þyrfti
Undir Pepsimerkinu á horni
Bankastrætis 2 leynist iitill
kringlóttur gluggi eins og sjá
má. Ljésm: —gel.
hún ekki nema 15-20% endur- ,
nýjun. Byrðið væri lika heilt að
mestu nema hvað suðurgaflinn
væri gersamlega ónýtur. Þá
þarf að endurnýja þakjárn, ,
glugga og hurðir.
Knútur Jeppesen sagði teikn-
ingarnar miða að þvi að halda
formi hússins eins liku þvi sem ,
verið hefði og hægt væri. Veit-
ingastofan verður á báðum
hæðum og innan dyra þarf að
gera nokkrar breytingar bæði á ,
herbergjaskipan og stigaupp- «
gangi auk snyrtingar og eld-
húss, sem koma þarf fyrir. I
veitingastofunni verður lögð ,
áhersla á fjölbreytt úrval kaffi-
drykkja og kaffimeðlætis auk
þess sem þar verður matsala.
Þorsteinn Bergsson sagði ljóst ,
að þetta verk tæki nokkurn i
tima. Hins vegar væru menn I
bjartsýnir og minntust þess að
Landlæknishúsiö var endur- ,
byggt á þremur mánuðum, og i
hefði það þó sist verið betur
farið. Meiningin væri að opna i
sumar. Áætlaður kostnaður við .
endurbyggingu hússins sjálfs er i
1-1,5 miljónir nýkróna.
Halldór Backman og Knútur Jeppesen skýra teikningar fyrir blaðamanni Þjóðviljans. Þorsteinn
Bergsson formaður Torfusamtakanna er lengst til hægri. Ljósm: —gel.
Áðaur en endurbyggingin hefst þarf að rffa allt frá. Sú vinna er vel á
veg komin eins og sjá má. Ljósm: —gel
I
J