Þjóðviljinn - 23.05.1981, Síða 5

Þjóðviljinn - 23.05.1981, Síða 5
Helgin 23. — 24. mai 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 bal og fylgifiskum hans. Þar bar æ meira á þeirri stefnu þeirra aö einangra ákveöna forustumenn Sdsialistaflokksins og gera þá áhrifalausa, og andstaöa þeirra gegn sósialisma, svo hugmynda- lega sem i starfi, varö æ meir áberandi. íhaldsblööin sköruöu dyggilega i glæöurnar. 21. júni 1962 birti Morgunblaöiö frétt af viötali, sem Hannibalhaföi átt viö danska blaðiö Fyns Tidende, þar sem þessi ummæli voru höfö eftir Hannibal: ,,Ég bjargaði íslandi frá kommúnisma”. Beinir árekstrar voru ekki við Mál- fundafélagið um afstöðu til dægurmála. En þvi harðari uröu deilurnar innan flokksins um af- stöðuna tilþessara nýju samtaka. A flokksþingum var rifist kröftuglega, en ályktanir um stefnu flokksins, næstu verkefni og afstöðu til dagskrármála voru þó að jafnaði samþykktar einróma. í Sósialistafélagi Reykjavikur var þó rifist allra harðast og ekki sist i viðskiptum við flokksstjórnina, fyrst æ ofani æ i sambandi við uppstillingu fyrir alþingis- og borgarst jórnar- kosningar og siðan um skipulag Alþýðubandalagsins. Það átaldi flokkinn fyrir undanlátssemi við yfirgang Málfundamanna i viðskiptum við Sósialista- flokkinn, sem bar uppi megnið af starfi samtakanna og hafði marg- falt meira fylgi við að styðjast. Þrettánda flokksþingið 13. þing Sósfalistaflokksins, sem háð var i lok nóvembermán- aöar 1962, var skýrt dæmi um ástandið i flokknum um þessar mundir. Aðalmál þess var álykt- un um eðli flokksins, starfsháttu og stefnumið. A vegum miðstjórnar hafS verið samið og fiölritað mikið plagg, sem hlaut nafnið: Leið Islands til só- sialismans. Abyrgustu forustu- mönnum flokksins var það ljóst, hvilik nauðsyn bar til, að flokkur- inn gerði sér grein fyrir verkefni sinu sem forustusveitar ai- þýðúnnari um markmið og leiðir i þróun samfélagsmála. Framsögu i málinu hafði Brynjólfur Bjarnason. Hann hafði haft forustu um að semja ályktunina og var óumdeilanlegur foringi flokksins frá upphafi á fræðilegu sviði. Hann var sá leiðtogi flokks- ins, sem kappkostaöi að gera hon- um ljóst, hvernig þróun mála væri háttað á hverjum tima og hvert hlutverk flokksins væri við þær aðstæður sem riktu hverju sinni. Málið var allmikið rætt, og gætti litt grundvallarágreinings i umræðum. 1 þinglokin er siðan gengið tilkosninga i stjórn flokks- ins og aðrar trúnaöarstöður hans fyrir næsta kjörtimabil. Þær hefjast með þvi að uppstillingar- nefnd leggur einhuga til, að þeir Einar Olgeirsson, formaður, og LUðvik Jósepsson, varaformaður, verði endurkjörnir til þeirra starfa, en þeir stóðu um þessar mundir hvor sin megin i broddi andstæðu fylkinganna i flokkn- um, og þeir voru kosnir sameigin- lega með almennu lófataki. En þegarkemur tilkosninga annarra miðstjórnarmanna, þá fellur út úr henni kjarni skeleggustu for- ustumanna flokksins i allri sögu hans og fyrirrennara hans, Kommúnistaflokks íslands, og þar á meðal Brynjólfur Bjarnason. Að þvi loknu kveður sér hljóðs einn miðstjórnar- manna flokksins og þingmaður og leggur fram tillögu um að heimila nýkosinni flokksstjórn að leggja flokkinn niður og ganga til nýrrar flokksstofnunar. Það sló um stund þögn á þingheim, þar sem áður hafði rikt hörkurifrildi að kosningaúrslitum fengnum. En sú tillaga kom aldrei til atkvæða, tillögumaður tók hana aftur fyrir tilmæli þeirra, sem hann hafði reiknað með sem öruggum stuðningsmönnum. En þessari miklu stjórnarbylt- ingu fylgdu engar umtalsverðar breytingar á starfi flokksins. Hann hafði enn sömu forustuna i baráttumálum verkalýðsins i samvinnu við Hannibal. Hann lét aldrei deigan siga i kröfu um brottför bandariska hersins, og málgagn hans leitaðist við að halda fram sósiölskum sjónar- miðum. En deilurnar innan flokksins færðusti aukana, og var Sósialistafélag Reykjavikur höfuðvettvangur þeirra. Otifundur á Lækjartorgi, liklega vegna landhelgisstriösins I kjölfar þess að fært var út í 12 mflur 1958. Lúðvik Jóepsson I ræðustól en Hannibal Valdimarsson að baki Erfiðasta innanflokksmálið Næstu árin eru skipulagsmál Alþýðubandalagsins erfiðasta innanflokksmálið. Með stjórnar- kosningum á flokksþinginu 1962 gatlitið svo út, að stefnt myndi að þvi að leggja flokkinn niður og gera Alþýðubandalagið að flokki i hans stað. En ekkert gerðist i þá átt undir forustu hinnar nýju stjórnar. A flokksþingi tveim árum siðar var Brynjólfur og fleiri gömlu forustumanna, sem sparkað var fyrir tveim árum kjörnir i miðstjórnina á ný. Þjóð- viljinn segir 25. nóvember, að á þinginu hafi rikt einhugur ,,um skipulagsmálin, starfsemi Sósialistaflokksins annars vegar og Alþýðubandalagsins hins vegar”. En i reynd var mjög fjarri þvi', að einhugur rikti um þau mál innan flokksins. En undir niðri virtist rikjandi áhugi fyrir þvi, að andstæður fylkingar segðu sig ekki úr lögum hvor við aðra. Þróunin stefndi i þá átt, aö skipu- lag Alþýðubandalagsins styrktist á sama tima og meiri og meiri upplausnar kenndi i röðum flokksins, jafnvel svo að forustu- menn i ýmsum greinum flokks- starfsins skirrðust ekki við að smá samþykktir hans. 1 félögun- um utan Reykjavikur fór flokks- starfið minnkandi með ári hverju, en starf flokksfélaganna færðist æ meir yfir til Alþýðu- bandalagsfélaganna. Á Akureyri var Sósialistafélagið i hreinni andstööu við flokkinn undir for- ustu Björns Jónssonar, og i Vest- mannaeyjum rikti algert starfs- leysi undir handleiöslu Karls Guðjónssonar. Alþýðubandalagsfélag Reykjavíkur stofnað Árið 1966 var ár kosninga til sveitastjórna, og þá kom enn til það vandamál i Reykjavik, hver hafa skildi úrslitsákvæðið um það hvernig framboðslisti Alþýðu- bandalagsins yrði skipaður. Þá var i það ráðist að stofna Alþýðu- bandalagsfélag i Reykjavik, en gegn vilja mikils hluta flokks- manna. Stofnfundur þessi var haldinn 30. mars, og mættu þar um 700 manns. 19. mai samþykkti fjölmennur fundur i þessu nýstofnaða félagi einróma tillögu uppstillingarnefndar um fram- boðslista, og hlaut hann nú 1500 atkvæðum fleira en listi Alþýðu- bandalagsins fyrir 4 árum. Um sumarið var svo undirbúið starf næsta vetrar, enda lá nú mikið við, þar sem kjósa átti til alþingis næsta vor. Landsfundur Alþýðu- bandalagsins var ákveðinn seint i október, og skyldi þar gengið frá lögum fyrir bandalagið og stefnu- yfirlýsingu og þvi kosin ný stjórn. Var nú gengið að þvi með oddi og eggju að stofna Alþýðubanda- lagsfélög viðsvegar um land, þar sem það hafði farist fyrir til þessa. Landsfundurinn var settur 28. október. Þá voru Alþýðubanda- lagsfélögin oröin 38 að tölu og félagsmenn alls um 2000. Lagt var fram frumvarp til laga fyrir Bandalagið og frá þvi gengið. Hannibal var kjörin formaður þess og LUðvik varaformaður. Félagi gat orðið hver sá islenskur rikisborgari, sem samþykkti lög Alþýðubandalagsins og aðhylltist markmið þess, „enda þótt hann sé jafnframt meðlimur annarr.a stjórnmálasamtaka, sem styðja Alþýöubandalagið”, sagði i lög- um þess. Fundurinn kaus fjölmenna framkvæmdastjórn, og var Guðmundur Hjartarson kjörinn formaður hennar. Þingið 1966. A þingi Sósfalistaflokksins, sem háð var fyrstu daga nóvember 1966, uröu hörð átök um tilveru flokksins. Harðlinumennirnir, sem vantreystu þvi, að Alþýðu- bandalagið yröi þeim vanda vaxið aö hafa forustu i sókn til sósialisma, réðu að mestu full- trúavali i SósialistafélagiReykja vikur. Fyrir aibeina þeirra stóð allt við hið sama og áður um flokksstarf og samfylkingarbar- áttu innan vébanda Alþýðu- bandalagsins. Fulltrúar utan af landi voru aftur á móti hallir að þeirri stefnu að gera Alþýöu- bandalagið að stjórnmálaflokki, enda fór stjórnmálastarfið úti á landsbyggðinni einkum fram undir merkjum þess. í lok þessa þings var miðstjórn að mestu endurkosin, forustumenn hinna andstæðu sjónarmiða voru endur- kosnir i' sæti formanns og vara- formanns. Dregur til stórtiðinda. Svo rennur upp árið 1967. Þá átti að kjósa til alþingis. Alþýðu- bandalagiö leggur fram lista sina vfðsvegar um land án umtals- verðra árekstra. Viðast hvar voru efstu sætin skipuð sömu mönn- um og áður: Björn Jónsson i Norðurlandskjördæmi eystra. LUðvik á Austurlandi, Karl Guð- Frá 12. þingiSósialistaflokksins iupphafi Viöreisnar. Einar Olgeirsson I ræðustói jónsson á Suöurlandi, Gils á Reykjanesi, Hannibal á Vest- fjörðum, svo að nokkrir séu nefndir. En nú ber til hinna stærri tiðinda i röðum Alþýðubanda- lagsins, að Einar Olgeirsson, sem um 30 ára skeið hafði skipað efsta sæti á lista i Reykjavik, dregur sig i' hlé. Eftir nokkurt þóf náðist samkomulag um það, að i sæti hans kæmi Magnús Kjartansson. Siðan gekk þrautarlaust að koma ' sér saman um formann Dags- brúnar i annað sætið. En þegar að þriöja sætinu kom, þá var lokið öllum samkomulagsmöguleikum. Þá er boðað til fundar i hinu unga Alþýðubandalagsfélagi i Reykja- vikog kosiðmilli tveggja manna, sem stungið hafði verið upp á. Annar þeirra hlaut mikinn meiri- hluta atkvæða, var siðan settur i 3. sæti á listanum, framboðslist- inn siðan borinn undir atkvæði og samþykktur á þann hátt, og lög og reglur ákváðu. Svona lýðræðislega hafði Al- þýðubandalagið aldrei fyrr gengið frá framboðslista sinum i Reykjavik. En brátt kom i ljós að maðkar skriðu i mysunni. Allstór hópur Alþýðubandalagsmanna, með Hannibal i broddi fylkingar, sýndu sig brátt i þvi að risa gegn úrskurði lýðræðislegrar atkvæða- greiðslu. Og áður en framboðs- frestur er runninn út, hefur Hannibal fengið nafn sitt tekið út af framboðslista á Vestfjörðum, en trónar efstur á nýjum lista i Reykjavik, sem lagður var fram á nafni Alþýðubandalagsins. Hann náði kosningu með umtals- verðum glæsibrag, og hlaut Al- þýðubandalagið þar með sinn ti- unda þingmann. Við alþingis- kosningarnar fyrir fjórum árum hafði listi Alþýðubandalagsins i Reykjavik hlotið 6678 atkvæði, en nú féllu 8943 atkvæði i Reykjavik þvi i skaut af báðum listunum. Hannibal tekur saman föggur sinar Starf Hannibals i þingflokki Al- þýðubandalagsins hófst með eðli- legum hætti, þegar alþingi settist á rökstóla með haustdögum. Spenna var nokkur um kosningu formanns þingflokksins. Kosið var milli þeirra Lúðviks og Hannibals, og bar Lúðvik sigur úr býtum með meiri yfirburðum en búist hafði verið viö. Hannibal var kosinn í þingnefndir eins og ekkert hefði i skorist og um sinn kvað ekki að alvarlegum árekstr- um hans við flokkinn. En það kvað litið að forustu hans sem forseta ASl i vörn gegn áhlaupi þvi, sem landsyfirvöld gerðu á lifsafkomu almennings, svo sem getið var i siðasta þætti. Svo sem þar var frá skýrt, höföu verka- lýðssamtökin boðað verkfall 1. desember, en frestað þvi vegna loforða yfirvalda um að endur- skoða afstöðu sina til áður ákveð- inna fyrirætlana. Nú vildi svo til, aö miðstjórn Alþýðubandalagsins hafði ákveðið ársfund sinn 2. desember, og hófst hann á ákveð- inni stundu. En þar gerast hinir óvæntustu atburðir þegar við upphaf hans. Formaður mið- stjórnar, Hannibal Valdimars- son, hóf fundinn meö langri og kröftugri ræðu. En sú ræða fjallaöi ekki um yfirvofandi áhlaup rikisvaldsins á launa- stéttir landsins. Reiðilestrinum var beint að hópi manna innan Al- þýðubandalagsins, og að lestrin- um loknum tók ræðumaður saman föggur sinar, rigsaði til dyra og sást ekki framar á fund- inum. En fundarmönnum féllust ekki hendur. Alþýðubandalagið haföi ekki aðeins formann, það hafði einnig varaformann, sem taka skyldi við, ef aðalmaður for- fallaðist, og fundi var haldið áfram einsog ekkert hefði i skor- ist. Megindagskrárefnið voru skipulagsmál Alþýðubandalags- ins. Og nú var þannig skilist við það mál, að fundurinn samþykkti einróma viljayfirlýsingu þess efnis, að Alþýðubandalagið verði formlega gert að sósiölskum stjórnmálafiokki. „Hvað hugsar Hannibal?” spyr Lúðvik Jósepsson i Þjóðviljanum nokkrum dögum siðar. „Hleypur af miðstjórnarfundi, þegar sam- þykkt er að gera Alþýöubanda- lagið að stjórnmálaflokki. Rýfur samstöðu við samherja, þegar rikisvaldið boðar stórfelldar árásir á vinnandi fólk”. Þau mál skýrast nánar i framhaldi sög- unnar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.