Þjóðviljinn - 23.05.1981, Side 13
Helgin 23. — 24. mai 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Sá hryllilegi viðurstyggilegi forboðni öfugugga-koss sem býr viðkomandi örugga vist f helviti um alla
eilifö ‘
Um mýflugu sem gerð var
að úlfalda og úlfalda sem
gerður var að risaeðlu og
um heilbrigða skynsemi
Dagblöðin
Dagblööin eru biblia hvers-
dagsleikans. Og einsog lestri
gömlu bibliunnar var háttað fyrr-
um, rýnir fólk nú i dagblöðin þar-
til hausinn er orðinn fullur af
ranghugmyndum og öll hugsun
lögst i kör.
tslensk dagblöð eru ekki holl
andleg næring, og af þvi sem
maður les i dagblöðunum er mað-
ur neyddur til að álykta að
islenskir blaðamenn eigi engar
siðareglur starfi sinu til hliðsjón-
ar, og hvað hómósexúalfólki við-
kemur, þá hafa islensk dagblöð
verið sorpritfram á þennan dag.
Að draga dagblöðin i dilka eftir
„fréttum” þeirra og „fréttaleysi”
um hömósexúalfólk, er ekki ætl-
unin hér. Þó finnst mér rétt að
nefna það blað sem sker sig úr
hvað umfjöllun um hómósesúal-
fólk varðar. En það er auðvitað
hið eina og sanna Morgunblað.
Ekki veitég hvaöan Morgunblað-
inu kemur siðferðilegur styrkur
til f jandsamlegrar afstöðu sinnar
til hómosexúalfól ks. Hún á
kannski rætur i kristinni trú? ...
tilfinningalegum öfuguggahættí?
...póliti'skum skoðunum? ... sann-
leiksást og réttsýni?.
Fréttir Morgunblaðsins um
hómósexúalfólk eru aðallega
tvennskonar: i fyrsta lagi virðist
blaðið hafa sérstakan áhuga á að
segja frá hommum sem hafa þá
sérstöðu að vera afbrotamenn, og
liggur áhuginn aðallega hjá sál-
sjúkum morðingjum. I öðru lagi
sýnir blaðið slúðursögum og alls-
kyns furðusögum um homma og
lesbiur mikinn áhuga, og er þessu
efni plantað niður i furðufrétta-
þáttinn „Veröld”, sem er i blað-
inu á sunnudögum. Og yfirleitt er
umfjöllunin þannig að maður fær
þaðá tilfinninguna að ekki sé ver-
ið að fjalla um „manneskjur”,
heldur einhverskonar dýr, sem
okkur er velkomið að gera okkur
dagamun við að lesa um og hlæja
að. Óhætt er að fullyrða að
fréttaflutningur getur ekki verið
auðvirðilegri.
Fyrir tilviljun á ég klausu úr
þættinum,,Veröld” varðandi
hómósexúalfólk, að visu siðan
23/11 ’80, en það ætti varla að
saka.Ogþó þessiklausa sé ekkert
sérstök, ætla ég að fjalla dálitið
um hana hér, bara til að sýna
hvaðsvona greinar eru marktæk-
ar. Klausan ber yfirskriftina:
„Engir aufúsugestir — að ekki
sé meira sagt”, og fjallar um
mikla fjölgun brasiliskra vændis-
pilta i' Paris. Meðfylgjandi er
teiknuð mynd sem á að sýna
vændispilt.
Myndin sýnir strák i hefðbund-
inni gleðikonu-stellingu: hönd á
mjöðm, hægri fóturinn framar
þeim vinstri, höfuðið dálitið aftur
— og til að kóróna imyndina
„reykir hann úr munnstykki roy
eða wings”. Föt hans eru við og
„flashy” og hárið „algjört æði”
sem hægt er að skvetta aftur til
hliðanna...
Semsagt: strákur sem kemur
vatni fram i munninn á manni
strax og maður ber hann augum.
Semsagt: strákur sem er alger
andstæða vændispiltsins. Vændis-
piltarnir leggja mikla áherslu á
að vera „strákslegir”. Klæðnaður
þei rra er dæmigerður
strákaklæðnaður: snjáður leður-
jakki, gallabuxur, bolur, striga-
skór. Útlit þeirra og hegðun er
auðvitað bara einsog gengur og
gerist. Það siðasta sem vændis-
piltur myndi taka uppá væri að
reykja úr munnstykki.
Myndinsem fylgir greininni er
þvi ekki af vændispilti. Sennilega
er þetta fermingarmynd af höf-
undi greinarinnar. Hvað hann er
að fara eða gefa i skyn með þvi að
birta hana með þessari grein veit
ég ekki.
En þetta var útúrdúr.
1 klausunni segir frá „innrás”
brasiliskra pilta (kynvillinga,
einsog það er orðað i greininni) á
vændispilta-markaðinn i Paris:
núþegarséu um 300 þeirra komn-
ir á skrá hjá lögreglunni og (séu
þeir) farnir að valda vandræðum.
Siðan segir orðrétt: „ÞEIR
SKIPTA AUGLJÓSLEGA ÞÚS-
UNDUM 1 BRASILÍU, og nú
streyma þeir striðum straumum
frá Ríó til Parisar”.
Semsagt: Mikill fjöldi brasi-
liskra pilta eru hommar, en ekki
piltarnir okkar. Brasilisku pilt-
ana þyrstir i að selja sig i Paris.
Afhverju er ekki sagt frá upp-
runa þessara pilta? Ástæðunum
fyrir veru þeirra i Paris? Aðstöðu
þeirra i' Frakklandi? Hver sá um
að flytja þá til Parisar?
Afhverju er ekki sagt frá þvi að
piltarnir séu ættaðir úr fátækra-
hverfum Rió, og að i augum
þeirra sé það útgönguleið úr viti
að komasttil Evrópu og geta unn-
ið fyrir sér með vændi? Afhverju
er ekki sagt frá þvi að melludólg-
ar og glæpafélög sjá um að flytja
piltana inn einsog hverja aðra
vöru, og hirða svo meginhluta
þess sem þeir vinna sér inn? Af-
hverju er ekki sagt frá vinnustað
þeirra, hverfinu þarsem pening-
ar, eiturlyf og ofbeldi á ofbeldi of-
an eru hreyfiaflið?
Ekki er minnst á neit t af þessu i
greininni, enda er tilgangur
blaðamannsins fyrst og fremst að
skemmta okkur og fá okkur til að
hlæja að ógæfu og aðstöðuleysi
(fátækt) piltanna.
Og blaðamaðurinn heldur
áfram og segir okkur að tdíju-
hæstu piltarnir vinni sér inn allt
að 700 dollurum á nóttu. Það gera
rúmar 30 þús nýkr. á viku. Mjög
sannfærandi tölur.
Og áfram streyma upplýsing-
arnar: piltarnir eru að safna sér
fyrir aðgerð sem mun breyta
þeim í stúlkur.
Hví skyldu strákarnir vilja
það? AFHVERJU VILJA ALLIR
ÞESSIR STRAKAR VERÐA
STÚLKUR? Er það bara sjálfgef-
ið afþvi þeir eru hommar? A
hverjueiga svo strákarnir (stúlk-
urnar) að lifa eftir aðgerðina?
Reyna að keppa við alvöru stúlk-
urnar á vændismarkaðnum?
Eina lifibrauð þessara stráka
er karlkynslikami þeirra. Hvi
skyldu þeir vilja svipta sig lifi-
brauðinu (einsog lifsbaráttan er
nú miskunnsöm og hugguleg
þarna úti á götunum)?
HVER ER TILGANGUR
BLAÐAMANNSINS MEÐ ÞESS-
ARI VITLEYSU?
Og áfram með fréttina: Lög-
reglan i’ Paris hefur iniklar
áhyggjur af þróun mála vegna
þess, að brasilisku kynvillingarn-
ir hafa með sér sterk samtök, eru
likamlega sterkir og hafa lagt
undir sig hverfi, þar sem
evrópskir glæpaflokkar voru alls-
ráðandi áður.
Og blaöamaðurinn klykkir út
með eftirfarandi (brandari grein-
arinnar); En þó að lögreglu-
mennirnir hafi áhyggjur af
ástandinu gátu þeir samt sem áð-
ur ekki varist brosi þegar þeir
könnuðu einn kynvillingahópinn.
Það kom nefnilega i ljós að mellu-
dólgurinn var KONA!
Skyldi piltunum bara ekki liða
betur i höndunum á þroskaðri
konu, en i höndunum á einhverj-
um ljótum og ruddalegum karl-
kyns mdludólg? Mér finnst það
sennilegt. Ekki satt rauðsokkur?
Þetta var ein meinlaus og frek-
ar „góðhjörtuð” grein úr Morg-
unblaöinu. Fólk getur svo imynd-
að sér áreiðanleikann og innrætið
i slæmu greinunum sem birtast i
Morgunblaðinu.
Mogginn er ekki eina slæma
blaðið. Allir vondu kallarnir eru
ekki samankomnir á Mogganum.
Á hinum blöðunujn er fullt af
kjánum sem finnst hómósexúal-
hneigð eitthvað voða sniðugt og
leyndardómsfullt. Afleiðingarnar
eru greinar sem hiklaust má
flokka undir hjátrú og yfirskilvit-
lega hluti — og auðvitað litil-
mennsku.
Ég set hér punkt aftanvið um-
f jöllunina um dagblöðin sem slik.
En langar mig þess i stað, undir
lokin á þessum þætti greinarinn-
ar, að fara nokkrum orðum um
það sem ýmsir fræðingar og hátt
settir menn hafa látið hafa eftir
sér á siðum dagblaðanna viðvikj-
andi hómósexúalfólki. Astæðan
fyrir þvi að ég ætla að fjalla sér-
staklega um orð þessara manna,
eraðmérhefur virstsem fjöldinn
taki meira mark á hátt settum
mönnum og sérfræðingum en
(venjulegum) mönnum. Orð
þeirra skipta þvi það miklu að
nauðsynlegt er að svara þeim, ef
svo ber undir.
Fyrstan er að nefna Erni
Snorrason sálfræðing. En i
Helgarpóstinum 29/2 ’80 er grein
um hómósexúalhneigð og er i þvi
tilefni haft samband við Emi, og
hann spurður álits.
Tal Ernis er i sjálfu sér ekki
svaravert, en vekur þó sérstakan
áhuga vegna þess hve þar kemur
glögglega i ljós hvernig fólk getur
oft ekki hugsað fyrir fordómum.
Hvort sálfræðingar séu sam-
mála um ástæður fyrir hómó-
sexúalisma, svarar Ernir neit-
andi, og segir ennfremur: ,,að
enginn stóri sannleikur hafi verið
fundinn og staðfestur”. Siðan
segir Ernir: „Það má segja, að
vissu I.eyti sé hómósexúalismi lik-
ur alkóhólisma. Hann er bæði lik-
amlegs eðlis og einnig i sálarlif-
inu vegna áhrifa frá umhverf-
inu.” Hvilik röksemdarfærsla! I
þessum fáu töluðu orðum kemur
glögglega i ljós einfeldningslega
fordóma-hugsunin: það sem i
rauninni er hægt að heimfæra
uppá alla, er hér sérstaklega
hamrað saman og tengt hómo-
sexúalfólki — likast til ósjálfrátt,
vegna þess að öll hugsun um
hömósexúalhneigö er sjálfkrafa
byggð á neikvæðu gildimati. Til
að réttlæta þessi orð min og tit að
sýna fram á markleysu orða Ern-
is, ætla ég að leyfa mér að segja
eftirfarandi: „Það má segja, að
vissu leyti sé heterosexúalismi
likur alkóhólisma. Hann er bæði
likamlegs eðlis og einnig i sálar-
lifinu vegna áhrifa frá umhverf-
inu.”
Það sem á eftir kemur frá Erni
er allt i sama dúr, og það léttvægt
að óþarfi er að elta ólar við þau
orð. Þá er bara eftir að þakka
Emi þessi snjöllu og smekklegu
orð.
t sömu grein i Helgarpóstinum
er einnig leitað álits Olafs Ólafs-
sonar landlæknis. Eftir að hafa
neitað alfarið að hómósexúai-
hneigð geti á nokkurn hátt talist
sjúkdómur, farast Ólafi svo orð:
„Mér fyndist það þó ekki æskilegt
að þessar hneigðir breiddust út.
Það er sannað að áróður eða jafn-
vel tiska getur leitt til þess að
hómósexúalismi gerist útbreidd-
ari. Þvi vil ég eindregið standa
gegn.”
Þessi fáu töluðu orð eru soddan
gamall og klisjukenndur sam-
setningur, að þessu verður að
svara.
Ólafur segir það sannað að
hægt sé að útbreiða hómósexúal-
hneigð með áróðri. Stendur
hetero-haeigð virkilega svona
höllum fætí i heila hetero einstak-
linga, að ekki þarf annað en áróð-
ur (eða jafnvel tisku!) til að má
hana út og setja hómó-hneigö i
staðinn? Þvi er aldeilis öðruvisi
farið hjá hómó-einstaklingum,
sem geta verið i hetero sambúð i
áratugi án þess að hneigð þeirra
breytist hið minnsta. Og þrátt
fyrir ótal „markvissar lækninga-
meðferðir” sem hómósexúal ein
staklingar hafa verið og eru beitt-
ir (og jafnvel á þessu vinsæla við-
kvæma aldurskeiði), þá hefur
enginn hlotið „lækningu’ enn
sem komið er, en margir örkuml,
andleg og likamleg.
Hversvegna er þessi áróður
ekki afturvirkur? Hvers vegna er
ekki hægt að snúa hómósexúal
einstaklingi (jafnvel á viðkvæm-
asta aldurskeiði) til hetero-
hneigðar með áróðri? (og sá
áróður, og ÞRÝSTINGUR SEM
UM MUNAR er svo sannarlega
alltaf i' gangi).
Gerir ólafur sér annars grein
fyrir þvi að það sem hann er að
segja, er að áróður og jafnvel
tiska stjórni hvaða hneigð verði
ofaná i hverjum einstakling?
Hetero- og homo-hneigðir okkar
standa semsé ekki dýpri rótum en
þetta!
Afhverju þurfti ólafur svo að
taka þetta fram með áróðurinn?
Hefur Ólafur einhversstaðar orð-
ið var við áróður fyrir hómó-
sexúalhneigð?
Sannleikurinn er sá að þetta
með „áróðurinn og útbreiðsluna i
kjölfarið” er gamalt vopn sem
alltaf er notað þegar hómo-
sexúalfólk gerir tilraun til að
stofna til umræðu um málefni sin
til að reyna að hreinsa sig af goð-
sögnunum og fá á sig manns-
mynd. Ef svo mikið sem ein-
blaðagrein um hómófólk birtist i
islensku dagblaði á ári, þá er
strax byrjað að tala um áróöur.
Ef greinarnar eru 2—3, þá ætlar
allt um koll að keyra og trumbu-
slátturinn byrjar með viðeigandi
söng um lævisan áróður, óþarfa
auglýsingastarfsemi, undirróður-
starfsemi, samsæri, o.s.frv.. Ef
eitthvað jákvætt kemur fram i
þessum greinum, t.d. að homm-
um og lesbium liði bærilega á
sunnudögum eða eitt að hverjum
þúsundum samböndum gangi
bara þolanlega þá springa allir
reiðimælar og þvaðrið um lævisa
blekkingarstarfsemi byrjar, og
um hættuna miklu fyrir æskulýð
þessa lands, o.s.frv..
Semsagt: öll fræðsla um hómó-
sexúalhneigð er allfaf áróður (af
hinu illa) — eða þá eitthvað enn
verra. AHt jákvætt tal um hómó-
sexúalhneigð er glæpur.
Og i lokin til Ólafs Ólafssonar
landlæknis: hómósexúal áróður
er ekki til. Eða hver getur leyft
sér að tala um hómósexúal áróð-
ur innanum allan hetero-áróður-
inn (sem orðinn er svo mikill og
fallegur og fallegur og fallegur að
hann erfyrir löngu búinn að spilla
ölluraunhæfumati margs fólks á
sambúð) sem allstaðar er i full-
um gangi i samfélagi okkar: i
auglýsingum i sjónvarpi og blöð-
um og timaritum, i öllum stór-