Þjóðviljinn - 23.05.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.05.1981, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 23. — 24. mai 1981 ÍSLÁNDI Fánar voru dregnir aö húnum i tilefni komu loftfarsins og allir voru i hátföarskapi þrátt fyrir aö virkur dagur væri. Árið 1930 markaði á ýmsan há+t tímamót í sögu íslands. Alþingishátíðin beíndi sjónum heimsins að þessari afskekktu og fá- tæku eyju í norðurhöfum. Um svipað leyti var þýska loftskipið Graf Zeppelin sent til landsins og má nærri geta að uppi varð fótur og fit í höfuðborginni þegar þetta fljúgandi tækniundur sveif yfir höfðum eyjarskeggja og vélardynur þess truf laði ró smábæjarlífsins. Mönn- um rann kalt vatn á milli skinns og hörunds við þessa stórfenglegu sjón. Verður sá atburður rifjað- ur IFtillega upp hér og einn- ig póstflug þessa sama loftfars ári seinna. Morguninn 17. jiilí 1930 flaug eins og eldur i sinti um Reykjavik að sést h'efði til ioftfars á siglingu frá Hornafirði og um kl. 10 kom fregn frá VikiMýrdal sama eðlis. Þetta kom á óvart þó að flogið hefði fyrir að e.t.v. kæmi Graf Zeppelin einmitt þetta sumar. Til þessað enginn Reykvikingur færi nú á mis við siglingu Ioftfarsins yfirbæinn lét Ólafur Kvaran sim- stöðvarstjóri stúlkurnar á bæjar- simanum breiöa fregnina út. Rétt fyrir kl. 11 sást blika á silfurgljáandi loftfariö suður af Vifilfelli og virtist það stefna i áttina að bingvallavatnL en skyndilega snerist það og brunaði i áttina til Reykjavikur. Menn tóku að hópast saman á gatna- mótum og strætum og spurði hver annan: „Hvað er á ferðinni?” ,,Hvað er þarna i loftinu?” Menn klifruðu hópum saman upp á hús- þök og var mildi að menn hröpuðu ekki til bana, og allar svalir fyllt- ust af góðborgurum. Vélardrunur frá loftfarinu byrjuðu að berast inn i bæinn er það var yfir Rauöhólum, og brátt sveif það yfir bæinn. Þó aö Graf Zeppelin væri háttá lofti sást far- þegarýmið undir loftbelgnum að framanverðu greinilega og fólk - þar innan við opna glugga. Veðrið var mjög gott þennan sumardag, glampandi sól og hægviðri. Loft- farið fór einn hring yfir bæinn og var hent fánalinu niður úr þvi með þyska þjóðfánanum. Siðan tók það stefnu i NV i átt til Akra- ness, en sneri við og flaug tvo hringi enn yfir Reykjavik. Fánar voru nú dregnir á hún á opin- berum byggingum og bústöðum ræðismanna og á hinni nýreistu Hótel Borg blöktu íslenski og þýski fáninn hlið við hlið. Tryggvi Þórhallsson sendi skeyti til Lehmanns loftfarsfor- ingja og hljóðaði það svo: „1 nafni hinnar islensku þjóðar býð ég yður, herra kommandant, velkominn til tslands. Ég bið yður að flytja stjórn Þýskalands alúðarþökk fyrir þá miklu sæmd sem hún sýnir Islandi með þvi að senda Graf Zeppelin til Islands til að bera enn nýja kveðju frá Þýskalandi á þúsund ára afmæli islenska rikisins. Hin fámennasta af hinum germönsku þjóðum tek- ur fúslega slikri kveðju frá hinni fjölmennustu. Heill fylgi för yðar, herra kommandant, hingað til ís- lands og heim aftur til Þýska- lands. Berið bróðurkveðju frá ts- landi til Þýskalands.” Lehmann loftfarsforingi svaraði um hæl: ,,t nafni farþega og skipshafnar á loftskipinu þakka ég yður, herra forsætisráðherra, hinar vinsam- legu og hlýju kveðjur yöar, og sendum yður hinar bestu ham- ingjuóskir i' tilefni af alþingis- hátiðinni og óskir um farsæla framþróun og framtið tslands. Hinar hlýju kveöjur yðar munum vér samvi skusamlega flytja þýsku þjóðinni.” Loftskipið fór nú lágt yfir Arnarhól og laust mannfjöldinn þar upp fagnaðarópi, en siðan hvarf það I suðurátt áleiðis til Bergen. Til heimahafnar i Frið- rikshöfn á Þýskalandi kom það siðan eftir 61 klukkustundar flug. En þetta var ekki i siðasta skipti sem tslendingar fengu augum barið hin stórfenglegu loftskip sem áttu sér glæstan en stuttan feril i sögu loftferða. Hinn 30. júni' 1931 barst skeyti frá Friedrichshaven, flugstöð Zeppe- lin greifa, svohljóðandi: „Zeppelin greifi lagði af stað frá Friedrichshaven kl. 5.34 i morgun um Holland og England, áleiðis til Islands með 12 far- þega. Heimleiðis fer loftskipið meðfram ströndum Skotlands og Englands.” Ætlunin var að Graf Zeppelin kæmi með póst hingað og tæki aftur flugpósttil baka, hinn fyrsta i sögunni frá Islandi. Varð nú að finna hentugan stað þar sem hægt væri að taka á móti og skila pósti um borð. Fyrst var rætt um vatnsmýrina og Melana, en á fyrrnefnda staðnum voru of þéttar girðingar til þess að það þætti áhættulaust og á siðar- nefnda staðnum voru óheppilegar loftskeytastangir. Varð þvi öskjuhliöin aðlokum fyrir valinu. Loftskipið kom svo yfir bæinn eldsnemma að morgni 1. júli, mun fýrr en búist hafði verið við. Flaug það yfir kl. 6.30 og vöknuðu bæjarbúar flestir við drunurnar. Þusti fólk úr rúmum sinum og allir sem vettlingi gátu valdið fóru gangandi og hjólandi og ak- andi suður á öskjuhlið. Þar á miðju svæði haföi verið komið fyrir stórum hvitum krossi, gerðum úr segldúk. Meðan þessu fór fram fór Graf Zeppelin upp i Borgarf jörð og sveif þar allt upp i Stafholtstungur. Varð algjört uppnám um allan Borgarfjörð, hundar geltu og kýrnar misstu nyt. Skömmu eftir að loftfarið sveimaöi yfir I fyrsta sinn, brun- aði póstbillinn upp á öskjuhlið með tvo stóra póstpoka innan- borðs. Um kl. 7.30 kom Graf Zeppelin að nýju og stefndi nú á öskjuhliðina. ' Rennt var niður linu með krók á endanum en ekki var gefið nógu mikið út af henni til þess aö tækist að koma póst- pokunum á hana i fyrstu atrennu. Loftfarið lá ekki heldur nógu vel við vindi I byrjun. Gerði það nú aðra atrennu og renndi beint upp I vindinn og staðnæmdist I um 40—50 metra hæð yfir höfðum fólks og gekk nú allt aö óskum. Mörgum fannst loftfarið svo nærri að það hlyti að leggjast niður og kremja þá undir sér. Þetta var þó missýning vegna stærðar loftfarsins. T.d. var ekki hægt að greina andlit þeirra sem voru um borð. Aöeins sást hvltum klútum og húfum veifað. Pósturinn sem fór héðan samanstóð af 11890 bréfum svo að eitthvaö hefur fólk verið áhuga- samtað koma bréfi eða korti með þessu fyrsta póstflugi. Um kl. 8.20 þennan morgun hvarf svo Graf Zeppelin yfir fjöll- in i átt til Grindavikur. Loftfara- saga Islands var tæmd. —GFr Helgin 23. —24. mal 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Hvarvetna var fóik úti á strætum til að fylgjast meðferðum loftfarsins. Graf Zeppeiin yfir miðborginni. Stóra húsið er Eimskipafélagshúsið. Yfir Safnahúsinu. Odýrar pappírsbleyjur Henta fyrir börn allt að 15 mánaða Sparið tíma og fyrirhöfn SKEMMUVEGUR 8 SIMI 78140

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.